Morgunblaðið - 08.07.2001, Side 23

Morgunblaðið - 08.07.2001, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 23 TILKYNNT var um innbrot í þrjá bíla í Breiðholti í Reykjavík um klukkan sjö í gærmorgun og var geislaspilurum stolið úr þeim en þjófarnir brutu hliðarrúður á öllum bílunum. Þá var tilkynnt um klukkan níu í gærmorgun um innbrot í bíl í Faxa- feni og þar var einnig stolið geisla- spilara. Hins vegar var framrúða brotin í því tilfelli. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík hefur verið mikið um innbrot í bíla að undanförnu og eru það helst bílar með geislaspil- urum sem verða fyrir barðinu á þjóf- um en bílar með segulbandstækjum eru á hinn bóginn látnir í friði. Mikið um inn- brot í bíla að undanförnu INNLENT HREPPSNEFND A-Eyjafjalla- hrepps ákvað á fundi sínum nýverið að leggja niður Grunnskólann að Skógum. Stefnt er að því að 16 nem- endur í 1. til 10. bekk skólans verði sendir í aðra skóla í nálægum sveit- arfélögum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nið- urstöðu skólanefndar hreppsins, sem féllst ekki á að halda úti áfram- haldandi skólastarfi, en mikil nem- endafækkun varð í skólanum eftir þá ákvörðun íbúa V-Eyjafjallahrepps í vor, að taka börn sín úr skólanum og senda þau í Hvolskóla. Að fenginni umsögn skólanefndar var gerð könn- un meðal heimila skólabarna í A- Eyjafjallahreppi og vildu fimm heimili halda úti grunnskólanum en fimm ekki. Eitt heimili svaraði ekki. Verið er að ganga frá samningum við Hvolskóla á Hvolsvelli um að taka við nemendum Grunnskólans í Skógum í 8.-10. bekk og Seljalands- skóla um að taka við nemendum í 1.-7. bekk. Grunnskólinn að Skógum lagður niður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.