Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 15 ENSKI orgelleikarinn Iain Farr- ington leikur á Sumartónleikum við orgelið í Hallgrímskirkju kl. 20:00 í kvöld, sunnudagskvöld. Iain Farrington er eftirsóttur organisti og píanóleikari og vinnur með mörgum þekktum kórum, stjórnendum og söngvurum. 1996- 99 var hann organisti við kapellu St. John’s College í Cambridge en þar stundaði hann tónlistarnám. Hann spilaði með hinum heimsþekkta kapellukór í daglegum athöfnum, á ferðalögum og í upptökum. 1995-6 var hann organisti við kapellu heil- ags Georgs í Windsorkastala þar sem hann lék við ýmsar konungleg- ar athafnir. Stórkostlegt hljóðfæri Iain Farrington kom til Íslands á fimmtudagskvöldið og fór strax að æfa sig á Klais orgelið í Hallgríms- kirkju í bítið á föstudaginn. „Þetta er stórkostlegt hljóðfæri; – alveg dásamlegt!“, eru fyrstu viðbrögð organistans að æfingu lokinni. Það vekur forvitni blaðamanns að á efn- isskrá tónleika hans á laugardag eru meðal annars verk eftir George Gershwin. „Þessi Gershwin-lög, So- meone to watch over me og I’ll take a stairway to paradise, eru í raun- inni spuni eftir Wayne Marshall. Ég hlustaði á upptöku af spunanum og skrifaði hann niður nótu fyrir nótu og þannig er þetta til komið.“ Myndasýning fyrir orgel Það vekur ekki síður eftirvænt- ingu að heyra á sunnudagstónleik- unum hið mikla verk Modests Mús- sorgskíjs, Myndir á sýningu í orgelgerð Farringtons. Verkið er þekkt bæði í útgáfu fyrir píanó og fyrir hljómsveit, en orgelið er nýr vettvangur fyrir myndlistarsýningu Mússorgskíjs. „Útsetning mín tvinnar saman píanóútgáfu verksins og þau litbrigði sem hljómsveitarút- setningin býr yfir. Ég held að þetta gangi vel upp, sérstaklega á svona frábært orgel. Það er hægt að skapa á því ógrynnin öll af hljóðum og möguleikarnir virðast óendanlegir.“ Önnur verk á Sunnudagskvöldinu við orgelið eru öll samin fyrir hljóð- færið: Allegró úr orgelsinfóníu eftir Widor, Passacaglia úr óperunni Lafði Macbeth frá Mtsensk eftir Sjostakovitsj og 24 Lied eftir Louis Vierne. Auk verka Gershwins á há- degistónleikunum á laugardag leik- ur Iain Farrington Fanfare for the common man og Noktúrnu úr Ro- deo eftir Aaron Copland, þátt úr Púlsinella eftir Stravinskíj og Fin- ale úr Homage to Stravinsky eftir Naji Hakim. Nýverið lauk Iain Farrington námi sem meðleikari á píanó frá Konunglega tónlistarháskólanum í Lundúnum. Hann vinnur reglulega með Sir Simon Rattle, Lesley Garrett, Sin- fóníuhljómsveit Lundúna, Lundúna- fílharmóníunni og Sinfóníuhljóm- sveit Birminghamborgar. Morgunblaðið/Billi Iain Farrington leikur í Hallgrímskirkju um helgina. Gershwin og Myndir á sýningu á orgel Verð frá kr. 140 þúsund, 4-8 manna. HEITIR POTTAR Á GÓÐU VERÐI! Skeifan 7, sími 525 0800 Munið söfnunarreikninginn vegna hæstaréttardóms nr. 286/1999 og kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu 4 4 4 4 4 í SPRON á Skólavörðustíg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.