Morgunblaðið - 08.07.2001, Síða 15

Morgunblaðið - 08.07.2001, Síða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 15 ENSKI orgelleikarinn Iain Farr- ington leikur á Sumartónleikum við orgelið í Hallgrímskirkju kl. 20:00 í kvöld, sunnudagskvöld. Iain Farrington er eftirsóttur organisti og píanóleikari og vinnur með mörgum þekktum kórum, stjórnendum og söngvurum. 1996- 99 var hann organisti við kapellu St. John’s College í Cambridge en þar stundaði hann tónlistarnám. Hann spilaði með hinum heimsþekkta kapellukór í daglegum athöfnum, á ferðalögum og í upptökum. 1995-6 var hann organisti við kapellu heil- ags Georgs í Windsorkastala þar sem hann lék við ýmsar konungleg- ar athafnir. Stórkostlegt hljóðfæri Iain Farrington kom til Íslands á fimmtudagskvöldið og fór strax að æfa sig á Klais orgelið í Hallgríms- kirkju í bítið á föstudaginn. „Þetta er stórkostlegt hljóðfæri; – alveg dásamlegt!“, eru fyrstu viðbrögð organistans að æfingu lokinni. Það vekur forvitni blaðamanns að á efn- isskrá tónleika hans á laugardag eru meðal annars verk eftir George Gershwin. „Þessi Gershwin-lög, So- meone to watch over me og I’ll take a stairway to paradise, eru í raun- inni spuni eftir Wayne Marshall. Ég hlustaði á upptöku af spunanum og skrifaði hann niður nótu fyrir nótu og þannig er þetta til komið.“ Myndasýning fyrir orgel Það vekur ekki síður eftirvænt- ingu að heyra á sunnudagstónleik- unum hið mikla verk Modests Mús- sorgskíjs, Myndir á sýningu í orgelgerð Farringtons. Verkið er þekkt bæði í útgáfu fyrir píanó og fyrir hljómsveit, en orgelið er nýr vettvangur fyrir myndlistarsýningu Mússorgskíjs. „Útsetning mín tvinnar saman píanóútgáfu verksins og þau litbrigði sem hljómsveitarút- setningin býr yfir. Ég held að þetta gangi vel upp, sérstaklega á svona frábært orgel. Það er hægt að skapa á því ógrynnin öll af hljóðum og möguleikarnir virðast óendanlegir.“ Önnur verk á Sunnudagskvöldinu við orgelið eru öll samin fyrir hljóð- færið: Allegró úr orgelsinfóníu eftir Widor, Passacaglia úr óperunni Lafði Macbeth frá Mtsensk eftir Sjostakovitsj og 24 Lied eftir Louis Vierne. Auk verka Gershwins á há- degistónleikunum á laugardag leik- ur Iain Farrington Fanfare for the common man og Noktúrnu úr Ro- deo eftir Aaron Copland, þátt úr Púlsinella eftir Stravinskíj og Fin- ale úr Homage to Stravinsky eftir Naji Hakim. Nýverið lauk Iain Farrington námi sem meðleikari á píanó frá Konunglega tónlistarháskólanum í Lundúnum. Hann vinnur reglulega með Sir Simon Rattle, Lesley Garrett, Sin- fóníuhljómsveit Lundúna, Lundúna- fílharmóníunni og Sinfóníuhljóm- sveit Birminghamborgar. Morgunblaðið/Billi Iain Farrington leikur í Hallgrímskirkju um helgina. Gershwin og Myndir á sýningu á orgel Verð frá kr. 140 þúsund, 4-8 manna. HEITIR POTTAR Á GÓÐU VERÐI! Skeifan 7, sími 525 0800 Munið söfnunarreikninginn vegna hæstaréttardóms nr. 286/1999 og kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu 4 4 4 4 4 í SPRON á Skólavörðustíg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.