Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 14
LISTIR 14 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðamenn – nær óslitið í rúma þrjá áratugi. Í fyrra lagði Kristín land undir fót og fór á leiklist- arhátíðina í Edinborg með eigið leikrit en í sum- ar er enn og aftur hægt að sjá Light Nights, í þetta skiptið í Iðnó eftir 17 ára veru í Tjarn- arbíó. Í tilefni af því að þetta var í þrítugasta skipti sem Light Nights er frumsýnt fékk Kristín til liðs við sig frumsýningarkvöldið ýmsa aðila sem hafa tekið þátt í sýningunni hjá henni í áranna rás. Magnús Guðmundsson og Þóroddur Þór- oddsson sungu tvö tvísöngslög en fimmunda- söngur hefur verið kynntur í sýningunni frá upphafi. Hörður Torfason söng þrjú lög eftir sjálfan sig við texta eftir Stein Steinarr og Rún- ar Hafdal Halldórsson og lék undir á gítar en Hörður lék og söng í sýningunni fyrsta sumarið sem hún var á fjölunum. Guðjón Bergmann söng lag faraós úr söngleiknum Jósep og hans undra- verða skrautkápa sem Kristín leikstýrði sum- arið 1995. Róbert Arnfinnsson las upp meitlaða frásögn um ævintýri Ferðaleikhússins á flakki um landið fyrir þrjátíu og fimm árum. Þarna var brugðið upp mjög skemmtilegri mynd af fjöl- breytilegum ferli Ferðaleikhússins. Light Nights-sýningunni sjálfri er hagað með nokkuð öðrum hætti en á undanförnum árum. Kristín hefur hingað til haft um sig hirð ungs KRISTÍN G. Magnús og Halldór Snorrason hafa rekið Ferðaleikhúsið í 35 ár og hafa sýnt Light Nights – sýningu fyrir enskumælandi fólks sem hefur farið með ýmis hlutverk í sýn- ingunni. Nú kemur hún ein fram að því frátöldu að eiginmanni hennar bregður fyrir í hlutverki djáknans á Myrká. Það er sjónarsviptir að unga fólkinu og þó að Kristín hafi langoftast átt lang- stærstan þátt í sýningunni, dregur þetta úr áhrifamætti margra atriðanna, auk þess sem óhjákvæmilegt verður að sneyða hópatriðum sem áður settu svip á sýninguna. Í stað þessara atriða er bætt við enn fleiri skyggnum en stór hluti sýningarinnar felst í samspili litskyggnu- sýningar og upplesturs af segulbandi. Það sýnir ótrúlegt úthald og þrákelkni að halda úti sýningu í þrjátíu ár, næstum öll árin eini leikarinn sem fer með einhvern texta að ráði. Light Nights er í rauninni stórmerkilegt menningarlegt fyrirbrigði – það væri gaman ef einhver fræðimaðurinn tæki sig til og fjallaði um þessa sýningu, hvernig hún hefur þróast út frá hárómantískum hugmyndum sjöunda áratugar- ins um íslenskt þjóðerni og menningu, hvaða breytingum hún hefur tekið á þrjátíu árum, þar til Kristín stendur uppi, alein á sviðinu, síðasti fulltrúi þessarar sýnar á íslenska þjóðernisróm- antík, alein en umkringd þeim sem hafa gert henni kleift að halda sínu striki í lífsins ólgusjó. LEIKLIST F e r ð a l e i k h ú s i ð Höfundar: Kristín G. Magnús, Magnús S. Halldórsson, Martin Regal, Molly Kennedy og Terry Gunnell. Hönnuðir skyggnumyndasýn- ingar: John Pulver og Magnús S. Hall- dórsson. Leikstjóri og leikmyndahönnuður: Kristín G. Magnús. Búningar: Dóróthea Sig- urfinnsdóttir og Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Grímur: Jón Páll Björnsson og Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Ljósahönnuður: Rainer Eisen- braun. Tæknimaður: Ágústa K. Árnadóttir. Raddir af segulbandi: Kristín G. Magnús, Martin Regal, Robert Berman og Terry Gunnell. Leikarar: Halldór Snorrason og Kristín G. Magnús. Gestir í tilefni af afmæli Ferðaleikhússins: Guðjón Bergmann, Hörður Torfason, Magnús Guðmundsson, Róbert Arnfinnsson og Þóroddur Þóroddsson. Sunnudagur 1. júlí. LIGHT NIGHTS Þrjátíu ára einsemd „[Sýningin] hefur þróast út frá háróman- tískum hugmyndum sjöunda áratugarins um íslenskt þjóðerni og menningu,“ segir Sveinn Haraldsson í umsögn sinni. Myndin sýnir Kristínu G. Magnús í þjóðernisróm- antísku umhverfi.Sveinn Haraldsson Þ AÐ leikur enginn vafi á því að Íslendingar standa á miklum tímamótum sem þjóð. Tutt- ugasta öldin hefur einkennst öðru fremur af hraðskreiðri nútímavæðingu samfélagsins, þróun úr einangruðu bænda- samfélagi til fullgilds vestræns þekkingarsam- félags sem státar ef til vill af minnstu heims- borg veraldar. Kannski höfum við verið svo upptekin við að komast með tærnar þar sem „alvöru“ vestrænar þjóðir hafa hælana að við höfum ekki mátt vera að því að staldra við og spyrja okkur hvert við stefnum og hvern- ig þjóð við í raun erum. Nú verður hins vegar ekki fram hjá því litið að við stönd- um við mikilvægan þröskuld. Samhliða því að hafa keppst við að skipa okkur í röð framsækinna vestrænna þjóða höfum við getað horft fram hjá þeirri al- mennu þróun sem á sér stað í heiminum með vaxandi alþjóðavæðingu og meðfylgjandi end- urskoðun á hugtakinu landamæri. Framþróun í upplýsinga- og samgöngutækni hefur stytt vegalengdirnar sem áður skildu menn að og eiga hugmynda- og menningarstraumar ólíkra landa nú greiða leið um upplýsingahraðbraut- ina. Heimurinn er að verða eitt markaðssvæði og nýta vestrænar þjóðir sér vitanlega óspart það forskot sem þær hafa á „vanþróaðri“ lönd, með því að tryggja sér undirtökin og mark- aðshlutdeild á hinum nýopnuðu mörkuðum, því það blasir óhjákvæmilega við að í fyllingu tím- ans nái þessar þjóðir að byggja upp sterk og skilvirk hagkerfi á eigin forsendum. En með þessu yfirvofandi niðurbroti áskiptingu jarðarkringlunnar í vest-rænan og „vanþróaðan“ heim hefurþrýstingurinn á vestrænar þjóðir að láta af afneitun sinni á þeirri rökréttu stað- reynd að manngildishugsjónin, sem vestrænn nútími byggir gildismat sitt og grunnviðhorf á, eigi ekki eingöngu við um okkur „bleiknefja“. Því sjálf getum við ekki gert kröfu um að njóta grundvallarmannréttinda, s.s.frelsis til tján- ingar og hamingjuleitar, ef við viðurkennum ekki rétt allra jarðarbúa til hins sama. Þessi vaxandi þáttur í samvisku alþjóða- samfélagsins birtist skýrt í áherslum ljósmynd- ara sem valdir voru til að sýna á vegum World Press Photo-ljósmyndasamkeppninnar í ár. Þar var hversdagsleikinn og líf „venjulegs fólks“ áberandi, ásamt myndum sem lýsa að- stæðum innflytjenda og flóttamanna um allan heim sem lagt hafa mikið í sölurnar í von um betra líf í farsælu landi. Þemað kjarnast í verð- launamyndinni sem sýnir hrörlegar lífs- aðstæður innflytjendafjölskyldu í Texas í Bandaríkjunum. Formaður dómnefndar keppninnar, ítrekaði þessar áherslur í umsögn um ljósmyndina: „Verðlaunamyndin vísar til eins helsta mannúðarmáls sem við munum standa frammi fyrir á tuttugustu og fyrstu öld- inni, vanda sem er fylgifiskur stríða og ófriðar, náttúruhamfara og efnahagslegra hörmunga á þeirri tuttugustu.“ Við íslendingar höfum náð að byggjaupp nokkuð lífvænlegt samfélag, þarsem mannauður, þekking og skyn-samleg nýting náttúruauðlinda mun vonandi auðga menningu íbúanna og lífsgæði í framtíðinni. En þrátt fyrir það að smæðin hafi alla tíð verið órjúfanlegur þáttur í sjálfsmynd okkar hefur hún sett okkur ákveðin takmörk. Markaðurinn hér heima er svo lítill og má vel ímynda sér að íbúafjöldi upp á 500.000 gæti skipt sköpum fyrir framþróun, hagvöxt og öfl- uga menningarstarfsemi hér á landi. Það er því fátt sem mælir gegn því að íbúum á Íslandi fjölgi umtalsvert á komandi árum og gefur það augaleið að barneignir Íslendinga munu ekki duga til. Straumur innflytjenda hingað til lands, sem þegar hefur tekið afgerandi kipp, mun í raun skipta sköpum fyrir þá mynd sem íslenskt samfélag mun taka á sig í nánustu framtíð. Það er því ekki aðeins skylda okkar sem hér erum fyrir, heldur einnig hagur, að taka liðsaukanum opnum örmum, og af sömu virðingu og við sýn- um hvert öðru. Áhugavert er að huga að þeim áhrifumá menningu og listir í landinu semþróunin í átt til fjölmenningarlegssamfélags mun hafa í för með sér og er ekki að efa annað en þau áhrif verði jákvæð og spennandi. Þegar Íslendingurinn herpist saman og hugsar með kvíða eða vanþóknun til hugsanlegrar spillingar íslensks menningararfs gleymist ef til vill að athuga að öll menningar- og vitsmunastarfsemi hér á landi hefur leitað innblásturs og hugmyndastrauma til annarra rótgrónari menninga. Hetjur Íslendingasagn- anna sóttu sér forfrömun í útlöndum og á mið- öldum hafa rík tengsl við Evrópu, jafnvel fjar- lægari landa, átt þátt í að auka víðsýni Íslendingsins. Ef litið er til samtímans má vera ljóst að við Íslendingar eigum fyrst og fremst samskiptum við erlend menningarsamfélög að þakka að hér starfar heimsborgaralegt nútímavætt samfélag sem „stenst erlendan samanburð“ á fjölmörg- um sviðum. Þó svo að við Íslendingar séum afskaplega skapandi, duglegir og snjallir megum við ekki gleyma að við höfum verið hálfgerðir aufúsu- gestir í vestrænni menningarhefð. Ef frá eru talin umsvif einstakra listamanna erum við fyrst og fremst jaðarmenning sem þegið hefur hugmyndastrauma, en ekki öfugt. Hér komum við því að annarri rökréttri spurningu. Hvernig getum við ætlast til þess að geta sótt okkur menntun og lífsreynslu til hvers þess lands sem okkur lystir, vestræns eða ekki, til þess að auðga eigið líf og samfélagog neitað svo að sýna sjálfir sömu gestrisni? Á tímapunkti þar sem fordómar og umburð- arleysi gagnvart þeim sem koma hingað, frá öðrum löndum en vestrænum, virðast vera að koma upp á yfirborðið í ís- lensku samfélagi er nauðsynlegt að við gerum allt sem í okkar valdi stend- ur til að taka á málinu á yfirvegaðan og upplýstan hátt. Hluti af því er að falla ekki í sömu gryfjur og aðrar þjóðir hafa gert. Á menningarsviðinu er mikilvægt að við lærum af þeirri fjölmenningarumræðu sem áberandi hefur verið í t.d. Bandaríkjunum, þar sem menning hvítra landnema hefur verið ríkjandi, á kostnað hina fjöl- mörgu þjóðarbrota sem tóku þátt í uppbyggingu samfélagsins, fúsir eða nauðugir. Bent hefur verið á að þrátt fyrir að menning og listsköpun minni- hlutahópa hafi mátt dúsa á jaðri hinn- ar opinberu menningar hafi hin sýni- lega ríkjandi menning engu að síður sótt hugmyndir og innblástur til hinn- ar fyrrnefndu. Á síðustu áratugum hefur átt sér stað umræða sem miðað hefur að því að rétta hlut þessara minnihlutahópa, í menningu og sögu og á almennum vettvangi. Þetta hefur kallað á endurmat Bandaríkjamanna á eigin þjóðsjálfsmynd og viðurkenningu þess þáttar sem minni- hlutahópar hafa átt í að auðga menninguna. Nægir að nefna framlag bandarískra blökku- manna til tónlistarstrauma – blúsinn, djassinn, rokkið – allt á það uppsprettu í brjósti afrísk- amerísku þegnanna sem gerðu tilraunir með afríska tónlistarhefð í nýju samhengi. Það er einmitt við skörun og samvirkniólíkra menninga sem merkilegastanýsköpunin á sér stað. Líkt og borgarfræðingurinn Peter Hall bendir á í bók sinni, Cities and Civilization, er hið ferska sjónarhorn aðkomumannsins órjúfanlegur þáttur í menningargrósku stór- borgarinnar. Bendir Hall á að í heimsborgum allt aftur til Aþenu, Flórens endurreisnartím- ans og tuttugustu aldarinnar eru það aðkomu- mennirnir, þ.e. hæfileikafólkið sem sækir í lif- andi umhverfi borgarinnar, sem skapa merkilegustu listaverkin. Aðkomumaðurinn getur búið yfir og komið fram með ferskt sjón- arhorn sem kemur til af víðari heimssýn. Enda er listsköpunin sprottin ekki eingöngu af tján- ingarþörf, heldur einnig miðlunarþörf. Að miðla þeirri reynslu og sýn sem einstaklingurinn hef- ur öðlast sem vitsmunavera í samfélaginu og því sem hann hefur lært og skilið í sinni ein- stöku tilveru í heiminum. Listin sprettur af víð- sýni og eykur víðsýni. Ef Íslendingar eru reiðubúnir að líta snöggv- ast upp úr innkaupapokunum og Visa- reikningunum og víkka sjóndeildarhring eigin þjóðarvitundar, má búast við spennandi tímum á Íslandi við upphaf nýrrar aldar. Listsköpun í fjölmenn- ingarlegu samfélagi Morgunblaðið/Billi „Kannski höfum við verið svo upptekin við að komast með tærnar þar sem „alvöru“ vestrænar þjóðir hafa hælana, að við höfum ekki mátt vera að því að staldra við og spyrja okkur hvert við stefnum og hvernig þjóð við í raun erum.“ AF LISTUM Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.