Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S Þú getur tilkynnt aðsetursskipti á www.postur.is Veit Pósturinn hvar þú býrð BALDUR Rafnsson, bóndi á Vatt- arnesi, hefur umsjón með eynni Skrúði og nytjar hefðbundin hlunn- indi í eynni. Umhverfi Skrúðs er ævintýralegt, ekki síst þegar haf- þokan læðist inn og leggst yfir sjó- inn. Upp úr þokunni stendur Hala- klettur, yst á Reyðarfjalli. Fáskrúðsfjörður er til vinstri við fjallið og Reyðarfjörður til hægri. Hlunnindi nýtt í Skrúði Morgunblaðið/RAX  / B-1 FRAMKVÆMDIR við verslunar- miðstöðina í Smáralind eru á áætlun að sögn Pálma Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra Smáralindar, en til stendur að verslunarmiðstöðin verði opnuð 10. október næstkomandi. Búið er að ná samningum um leigu á 85% af verslunarrýminu og segir Pálmi að viðræður séu í gangi um rúmlega 10% til viðbótar. Hann gerir ráð fyrir að 98% rýmisins verði ráð- stafað þegar verslunarmiðstöðin verður opnuð og segir að alls verði um 70 til 80 verslanir í Smáralind. Pálmi segir að íslenski markaðurinn sé kröfuharður og að því sé ekki farið í viðræður við hvern sem er. „Þetta snýst ekki um að ná ákveðnu hlutfalli í leigu gólfpláss, heldur að opna verslunarmiðstöð sem verður í fremsta flokki í heiminum,“ segir Pálmi. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að náðst hefðu samningar við spænsku tískuverslunarkeðjuna Zöru. Pálmi segir að í kjölfarið hafi þurft að endursemja og breyta stað- setningu sex til sjö verslana sem búið var að hanna og taka niður milli- veggi, en verslun Zöru mun ná yfir rúmlega 1.500 fermetra rými. Ýmis mál hafi því verið í biðstöðu meðan samningaviðræður stóðu yfir, en að nú verði hægt að hefjast handa. Stór hluti leigurýmisins er tilbúinn til afhendingar, að sögn Pálma, og er byrjað að innrétta fyrstu smærri verslanirnar. Byrjað var að innrétta stærstu búðirnar um áramótin. „Í aðalatriðum er allt á áætlun hjá okkur,“ segir Pálmi. Hann segir að það sé einna helst í Vetrargarðinum sem framkvæmdir séu á eftir áætlun. „En við höfum trú á því að það takist að vinna það upp og ljúka því á tíma,“ segir Pálmi og bendir á að aðrir hlut- ar séu á undan áætlun. Tregðu hefur gætt í láns- fjármögnun til smærri verslana Pálmi segir að sú lægð sem gætt hefur í efnahagslífinu hafi haft áhrif á Smáralind, sem og aðra. Fyrst og fremst segir hann að meiri tregðu hafi gætt í bankakerfinu gagnvart lánsfjármögnun smærri verslana við innréttingarkostnað. „Þar af leiðandi hafa mál tekið lengri tíma en annars og ýmis smærri mál dottið út, sem skiptu ekki sköpum. Fjölmargir hafa verið í viðræðum við okkur, forvitn- ast og lýst yfir áhuga. Ástandið í þjóðfélaginu hefur slegið á ýmis slík mál sem í sjálfu sér voru ekki endi- lega mál sem við reiknuðum með,“ segir Pálmi. „Uppistaðan af kaup- mönnum og verslunareigendum hjá okkur eru mjög öflugir aðilar og standa sterk fyrirtæki þeim að baki,“ segir Pálmi. Talið er að heildarkostnaður Smáralindar, með fjárfestingum verslunareigenda, verði í kringum níu til tíu milljarðar króna. Þar af er hlutur Smáralindar í kringum átta milljarðar á áætluðu verðlagi í októ- ber. „Þar kemur til verðbólga sem hefur haft áhrif á okkur líka og leitt til þess að byggingarkostnaður hefur hækkað sem nemur verðhækkunum á byggingarvísitölu.“ Pálmi segir að ráðgert sé að kostnaðurinn verði um 5% meiri, en gert var ráð fyrir í upp- hafi. Alls nær húsnæði Smáralindar yfir 63 þúsund fermetra. Framkvæmdir við 63 þúsund fermetra verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi á áætlun Búið að leigja um 85% versl- unarrýmis Morgunblaðið/Sigurður Jökull Stór hluti Smáralindar er nú tilbúinn til afhendingar og eru eigendur byrjaðir að innrétta verslanirnar. Heildarkostnaður verður á bilinu 9 til 10 milljarðar króna ÞRIÐJI óformlegi sáttafundur samn- inganefnda Þroskaþjálfafélags Ís- lands og ríkisins hófst klukkan 14 í gær. Í fyrradag var fundað frá kl. 11 til 16:30 og situr aðeins hluti úr hvorri samninganefnd fundina. Að sögn Guðnýjar Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Þroskaþjálfafé- lagsins, hefur ekki verið gefið upp hvernig deilunni miðar, um hvað sé verið að ræða eða hvort eitthvað sé hugsanlega að gerast. „Bara það að þessir óformlegu fundir skuli vera haldnir er afskaplega gott. Það þýðir að það er ekki allt strand í þessari deilu svo lengi sem þau halda áfram er eitthvað að gerast,“ segir Guðný. Samninganefndirnar hafa ekki gef- ið upp hvor þeirra átti frumkvæðið að þessum óformlegu fundum. Sá fyrsti var á fimmtudag, sama dag og hátt á annað hundrað manns skoraði á deilu- aðila að setjast hið fyrsta að samn- ingaborðinu, en eftir að samningavið- ræður sigldu í strand 3. júlí frestaði ríkissáttasemjari viðræðunum til 11. júlí. Guðný segir að áskorunin hafi örugglega haft áhrif þar á, sem og hversu sterk viðbrögð hafa orðið í þjóðfélaginu vegna þess hve verkfall þroskaþjálfa hefur dregist á langinn. Guðný segir að fundirnir hafi ekki farið fram í húsi ríkissáttasemjara. Hann hafi þó lýst því yfir að hann sé tilbúinn hvenær sem er, að nóttu sem degi, til að hefja viðræður að nýju, komist málið á það stig. Þriðji óformlegi fundur- inn í þroskaþjálfadeilunni FORSTJÓRI Lyfjaverslunar Ís- lands hf., Sturla Geirsson, skorar á meirihluta stjórnar félagsins að leit- að verði leiða til að falla frá þeim samningi sem gerður hefur verið við Jóhann Óla Guðmundsson, um kaup á Frumafli ehf. Jafnframt verði fallið frá öllum málaferlum. Þetta kemur fram í áskorun sem Sturla hefur sent Morgunblaðinu þar sem hann segir að grípa verði til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem komin sé upp í framhaldi af ákvörð- un meirihluta stjórnar félagsins að kaupa Frumafl ehf. af Jóhanni Óla fyrir hlutabréf í Lyfjaverslun Ís- lands að nafnverði 180.000.000 kr. Í áskoruninni segir að gert hafi verið fyllilega trúverðugt í fjölmiðl- um að verðið sem meirihluti stjórnar hafi reitt fram sem gagngjald fyrir öll hlutabréf í Frumafli ehf. sé allt of hátt og að Jóhann Óli hafi knúið kaupin í gegn í skjóli þess að skipa meirihluta stjórnar á síðasta aðal- fundi félagsins. „Viðbrögðin hafa verið afar sterk og stefna í að stór- skaða bæði Lyfjaverslun Íslands hf. og Frumafl ehf.,“ segir í áskorun- inni. Sturla segir hættu á atgervisflótta starfsmanna frá samstæðunni þar sem nánast öllum starfsmönnum finnist að stjórnarmeirihlutinn hafi hvorki gætt hagsmuna félagsins, starfsmanna né hluthafa. „Nú er það ljóst að Jóhann Óli tel- ur sig vera með gildan samning í höndunum varðandi söluna á Frum- afli ehf. og eigi rétt á skaðabótum verði samningnum rift. Jafnvíst má telja að margir hluthafar félagsins telji sig eiga rétt á skaðabótum vegna þessa máls náist ekki að snúa því til baka. Stefnur og dómstóla- stríð virðist því vera framundan hverjar sem lyktir málsins verða, og vertíð fyrir lögfræðinga. Öll þessi mál og önnur sem mögulega munu koma fram verða skaðleg fyrir Lyfjaverslun Íslands ehf.,“ segir í áskoruninni. Sturla bendir á að í ljósi þessa muni það endurgjald sem Jóhann Óli taldi sig fá fyrir Frumafl efh. verða mun minna í raun. Helstu stjórnend- ur innan fyrirtækisins lýsa sig sam- þykka áskorun forstjórans. Forstjóri Lyfjaverslunar Íslands vegna kaupa á Frumafli Fallið verði frá kaup- samningi og málaferlum  Áskorun/38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.