Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
!
#$"% BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Ágæti kollega.
ÉG sá viðtal við þig í Mbl. fyrir
skemmstu, þar sem þú varst staddur
á fundi Reyðaráls um matsskýrslu
um fyrirhugað álver í Reyðarfirði.
Orð þau sem þú lætur falla í viðtal-
inu, komu mér á óvart og ollu mér
nokkrum vonbrigðum. Ég hef litið á
þig sem umhverfisverndarmann og
minnist þess, að þú skrifaðir fyrir
nokkrum árum athyglisverða grein í
Kirkjuritið (1.h. 1999), sem þú nefnd-
ir Líf í ljósi Guðs, þar sem þú fjallar
um umhverfismál í ljósi kristinnar
trúar.
Í greininni ræðir þú um „Ábyrgð
mannsins og vanda hans við að varð-
veita sköpun Guðs, náttúruna og um-
hverfi mannsins“, svo vitnað sé orð-
rétt í grein þína. Nú finnst mér
kveða nokkuð við annan tón hjá þér,
hvað sem veldur. Þess vegna sendi
ég þér þessar línur svona til „eins
góðs kynningarmerkis í Kristi“.
Þú segir mikla nauðsyn á að fá
stóriðju á Austurlandi til að bæta
upp einhæft atvinnulíf og stöðva
fólksflótta.
„Við sjáum enga aðra vaxtar-
brodda,“ segir þú í viðtalinu.
Já, ljótt er, ef satt reynist, og illa
er þá komið fyrir íbúum austfirskra
byggða, ef þeir sjá ekkert annað til
úrlausnar í atvinnumálum fjórð-
ungsins en heilsuspillandi stóriðju.
Er svona mikið atvinnuleysi á Aust-
fjörðum? Ég hef ekki heyrt þess get-
ið. Hefur ekki þurft að flytja inn er-
lent verkafólk til að vinna í
fiskvinnslustöðvunum þar, hvað
veldur því?
Vissulega erum við sammála um
að fjölbreytnin mætti vera meiri í at-
vinnulífi Asturlands, eins og raunar
víðast annars staðar á landsbyggð-
inni.
Þó hygg ég, að á því sviði hafi ým-
islegt áunnist á síðustu árum, m.a.
hvað varðar uppbyggingu ferðaþjón-
ustu í fjórðungnum, aukna náms-
möguleika ungs fólks í heimabyggð
og ýmis sóknarfæri tengd menntun
og hátækni.
Í viðtalinu kemur fram, að heilu
fjölskyldurnar hyggi á brottflutning
verði ekkert að gert.
Trúir þú því að álver í Reyðarfirði
muni snúa þeirri þróun við, eða hvað
er fyrirhugað að fastir starfsmenn
verði margir þegar verksmiðjan er
fullbyggð og komin í notkun? Nokk-
ur hundruð manns, stendur hér í
matsskýrslunni. Hefur þú trú á að
íbúum Austurlands muni fjölga stór-
lega, að ungt fólk muni flytjast aust-
ur í stórum stíl til að vinna í álveri?
Er það reynslan frá öðrum löndum,
t.d. Noregi?
Þú minnist á mengun frá fyrirhug-
uðu risaálveri og telur að hún verði í
lágmarki „og að ekki sé ástæða til að
hætta við framkvæmdir vegna henn-
ar“.
Mér virðist þú sem sé sammála
matsskýrslu Reyðaráls, þar sem
segir að mengun frá álverinu verði
innan viðmiðunarmarka.
En hvar liggja mörkin þau, hver
setti þessi mörk, kannski Guð al-
máttugur?
Eru það mörkin, sem ríkisstjórn
Íslands sækist eftir að fá viðurkennd
sem undanþágu frá Kyoto-bókuninni
til að sleppa þannig við að leggja
fram sinn skerf til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda jarðar, sem
allir vísindamenn viðurkenna nú að
eru farin að ógna lífi og framtíð jarð-
arinnar.
Það er þó viðurkennt samkv.
matsskýrslunni, að fyrirhugað álver
muni senda frá sér 520.000 tonn af
koldíoxíði árlega út í andrúmsloftið
strax í fyrsta áfanga og síðan bætist
við 250 þúsund tonn, þegar fullbyggt
verður.
Slík losun er meiri en barst frá öll-
um fiskiskipaflota Íslendinga fyrir
rúmum áratug.
Einhvern tíma hefði þetta nú verið
nefnt á íslensku máli mikil aukning,
þ.e.a.s ef menn vilja tala mannamál á
annað borð.
En þetta „samræmist stefnu ísl.
stjórnvalda,“ segir í matsskýrslunni.
„Okkur er sagt, að þetta verði full-
komnasta álver á landinu,“ segir þú í
viðtalinu, og að allt verði gert til að
draga úr mengun, svo sem kostur er.
En bætir svo við, að í öllum stríðum
sé einhver herkostnaður.
Hefur þú gert þér grein fyrir her-
kostnaðinum, sem fylgja mun Kára-
hnjúkavirkjun og álveri í Reyðar-
firði, kollega góður? Hefur þú gert
þér grein fyrir gífurlegri umhverf-
isröskun á hálendinu, röskun sem
gæta mun um allt Fljótsdalshérað
frá innstu dölum og út til sjávar? 60
ferkílómetrum lands, sem verður
sökkt, þar af rúmlega helmingur
gróið land, verulegri hættu á sand-
og aurfoki úr lóninu, þegar hluti af
því tæmist, vatnaflutningnum sem
engin fordæmi eru fyrir hér landi, er
Jökulsá á Dal og mörgum öðrum
vatnsföllum verður beint í Lagar-
fljót, breytingum á vatnasviði Fljóts-
ins, sem valda munu vatnsborðs-
hækkun um tugi sm, fimmföldun
svifaurs, kólnun og versnandi lífs-
skilyrðum ásamt útlitsbreytingu
vatnsins, þannig að það mun verða
eins og dökkleitur drullupollur.
Og hvað með breytingar á strönd
Héraðsflóa og lífríkinu þar?
Finnst þér þetta ekki bara tals-
vert mikill herkostnaður? Eða er
hann kannski líka „innan viðmiðun-
armaka“.
Veist þú yfirleitt, hvað þú ert að
tala um?
Þú lætur þess getið, að sem prest-
ur getir þú sagt, að okkur beri „að
varðveita Guðs góðu sköpun og bera
virðingu fyrir henni“. Undir það tek
ég heils hugar með þér.
En hvernig finnst þér það sam-
ræmast áformum, sem fyrirhuguð
eru í stóriðjumálum á Austurlandi?
Er þar verið að vinna á þeim nót-
um?
Ekki trúi ég því heldur, að þú
kennir það af stólnum, að hamingja
okkar sé komin undir því að eignast
sem flest og græða sem mest. Þá
þekki ég þig illa ef svo er.
Erum við ekki sammála um að það
sé græðgin, hin óseðjandi græðgi
mannsins, sem oftast er undirrót
eyðileggingar á náttúrunni, hvort
sem er hér á landi eða annars staðar
í heiminum. Ber okkur ekki, sem
ráðsmönnum yfir hinu góða sköpun-
arverki Guðs, að gæta þess vel og
spilla engu, þó ekki væri nema vegna
ókominna kynslóða í landinu, að
skila landinu ekki verra í hendur eft-
520.000 tonn
Opið bréf til sr. Sigurðar R.
Ragnarssonar í Neskaupstað
Frá Ólafi Þ. Hallgrímssyni: