Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 37 Ég hef áhyggjur af fram-tíðinni. Og þó aðallegaaf minni eigin framtíð. Yfirleitt dreymir mig ekki neitt og sef á mínu græna eyra án þess að vera truflaður af draumkon- um eða draumförum, enda á ég nóg með mig, meðan ég vaki, enda þótt ekki sé verið að íþyngja manni með hrollvekjum í fastasvefni. En svo var það um daginn, að ég hrökk upp af værum svefni, kófsveittur og upptendrað- ur. Mig dreymdi nefnilega að ég væri að fljúga yfir Reykjavík og sá þá flest hús standa þar í björtu báli. Og enginn virtist gera neitt. Eldurinn magnaðist óáreittur og það var sama hvað ég kallaði og hamaðist. Enginn skeytti um viðvaranir mínar. Enginn varð eldsins var. Þessir draumórar þykja mér vís- bending um að mér sé að fara aftur. Eða þá hitt að nú séu vandamálin hérna megin í vök- unni, orðin svo alvarlegs eðlis, að þau virði ekki lengur friðhelgi nætursvefnsins. Enda þótt ég beri mig karlmannlega og fari æðrulaus fram úr á hverjum morgni, þá er því ekki að leyna að það læðist að mér sá grunur, að það sé að verða erfiðara með hverjum deginum af lifa lífið af. Ekki vegna þess að ég sé að verða eldri eða heilsuminni, eða vegna þess að að mér sé sótt af einhverj- um óvinaher. Nei, nei, öðru nær. En ef að er gáð, þá er það ekki heiglum hent að halda lífs- baráttuna út. Og það á við um fleiri en mig. Utanaðkomandi áreitni og aðskiljanlegir erf- iðleikar sækja að okkur úr öllum áttum. Ef litið er til landsmála, segja sérfræðingar að stöðugleikinn kunni að bresta í efnahagsmálum. Nú hafa þeir fundið það út að kaupmáttur launa hefur slæm áhrif til aukinn- ar þenslu sem þýðir auðvitað að hinn almenni launamaður hlýtur að fá sam- viskubit í hvert skipti sem hann fær útborg- að. Nú er það orðið mannréttindabrot gagn- vart frjálsum einstaklingum þegar stjórnvöld hyggjast reisa virkjanir, þorskurinn er að hverfa úr hafinu og það kemur sér illa fyrir þjóðina ef skattar verða lækkaðir. Krónan er orðin óbrúkleg, segja samtök atvinnulífsins, og samt eru menn að kaupa og selja fyrir þessa ónýtu mynt. Lögreglan kvartar undan því að heimilislausir brjóti viljandi af sér til að fá húsaskjól og ef fátæklingarnir hafa það skítt, hvað mega þeir þá segja, sem eiga pen- ingana (ónýtu krónurnar) og fá ekki að selja sín hlutabréf í væntingunum, eins og nú er að gerast hjá Lyfjaversluninni? Það er ekki heiglum hent að eiga milljónir í hlutabréfum. Hvað þá að eiga ekki neitt. Svo er hitt, fyrir okkur, þennan sauð-svarta almúga, sem erum þessi breiðifjöldi, sem telst hvorki til fátæklinga né burgeisa en hefur lifað af fram yfir miðjan aldur. Ekki er áreitið minna í okkar garð. Maður hefur reynt að þrauka og lifa af, allar þessar breytingar, framfarir og tækninýj- ungar án þess að geta rönd við reist. Og för- um sífellt á mis við. Tal boðar aukið frelsi, bankarnir segjast geta tryggt ævikvöldið, internetþjónustan býður upp á alhliða þjón- ustu, svo ekki sé nú talað um fjölbreytni í sól- arlandaferðum, afþreyingar og djúpar laugar á skjá einum eða öðrum skjám mannlífsins og skemmtanalífsins. Já, þegar minnst er á skemmtistaðina, þá eru þeir hættir að loka á nóttunum, sem þýðir að þeir sem vilja ekki missa af neinu, verða að hafa gífurlegt þrek og úthald til að halda nóttina út. Við missum af þessu öllu. Áreitið er allt um kring. Í sjónvarpinu, símanum, tölvupóstinum. Inn á netfangið mitt berst mér ótt og títt tölvupóstur frá Fun Town eða Big Fat Baby eða öðrum slíkum óumbeðnum og ómerkilegum pervertum sem rjúfa heimilisfriðinn án þess að nokkur mað- ur geti komið vörnum við. Og svo eru það öll tilboðin og kostakjörin sem flæða innan um lúguna og hvergi eru menn lengur óhultir eft- ir að gemsinn er kominn á eyrað á hverjum manni, fullorðnum sem grunnskólabörnum. Mér var sögð saga af níu ára gömlubarni, sem hvarf sjónum foreldrasinna innan um margmenni. Barnið kom í leitirnar um síðir, en gaf þá skýringu á hvarfi sínu, að það hefði setið fast á taulett- inu, vegna þess að það vantaði klósettpappír. „Það svaraði enginn í gemsann,“ sagði barnið sem búið var að tölvuvæða og tæknivæða, hefur sennilega átt í vandræðum með að vita hvernig mannleg samskipti fara öðruvísi fram en í gegnum fjarskipti!! Látum vera með börnin, sem fá þetta þó allt með móðurmjólkinni. En hvað með okkur hin, sem verðum að meðtaka tæknibylt- inguna á gamals aldri? Ekki gleyma því að það er ekki nema fyrir tveim þrem kynslóð- um, sem rafmagnið var fundið upp, síminn, bíllinn, flugvélin, tölvan og öll heimilistækin. Það var ekki einu sinni útvarp þegar afi var að alast upp. Það er enn til fólk á lífi, sem ólst upp án þess að hafa rafmagnsljós, hvað þá klósett eins og við þekkjum þau. Nógu var það nú erfitt að læra á upp- þvottavélina eða ryksuguna, þótt ekki sé ætl- ast til að menn á miðjum aldri tileinki sér alla þá nútímakunnáttu, sem yfir okkur hellist. Sannleikurinn er nefnilega sá, að eftir því sem við eldumst og vitkumst, því minna vit höfum við á að aðlaga okkur nýjum siðum. Ungabörn geta lært hvaða mállýsku sem er og eru orðin altalandi um leið og þau læra að ganga. Reyndu að læra kínversku, eftir að þú ert orðinn sextug(ur). Er nema furða þótt maður kallist góðurað lifa þessar breytingar af. Mérdettur helst í hug að þeir hjá sjón- varpinu ættu að framleiða þætti, þar sem út- skýrt er hvernig eldri kynslóðin lifir af þessar ótrúlegu framfarir. Er ekki „Survivor“ vin- sælasta dagskrárefnið, þar sem keppt er um það í beinni útsendingu, hvernig fólki reiðir af á eyðieyjum og óbyggðum og verður að fleyta fram lífinu í ósnortinni náttúru og með frum- hvatirnar að leiðarljósi? Ég held að eldurinn, sem brann í draumi mínum, sé ómeðvituð hræðsla og vísbending um þá örvæntingu sem grípur um sig í svefni sem vöku, hjá manni sem veit ekki lengur hvernig hann á lifa það af, að taka þátt í sam- félagi, sem er sífellt skrefinu á undan þekk- ingu hans. Þetta með að lifa af Nógu var það nú erfitt að læra á uppþvottavélina eða ryksuguna, þótt ekki sé ætlast til að menn á miðjum aldri tileinki sér alla þá nútímakunnáttu, sem yfir okkur hellist, segir Ellert B. Schram. Sannleikurinn er nefnilega sá, að eftir því sem við eldumst og vitkumst, því minna vit höfum við á að aðlaga okkur nýjum siðum. HUGSAÐ UPPHÁTT Til leigu eða sölu nýtt glæsilegt iðnaðar-, verslunar- og skrifstofu- húsnæði á Krókhálsi 5F og 5G. Húseignin skiptist í eftirfarandi einingar: • Krókháls 5G efsta hæð, 341 fm ásamt 115 fm millilofti, 4 m lofthæð undir bita. • Krókháls 5F efsta hæð, 514 fm ásamt 115 fm millilofti, 4 m lofthæð undir bita, allt að 7 m lofthæð upp í ris yfir innkeyrsludyrum. • Krókháls 5F neðsta hæð, samtals rúmlega 900 fm sem skiptist í 2 sali, 514 fm með 4,3 m lofthæð og 402 fm með 3,9 m lofthæð. Báðir salir með tvær stórar innkeyrsludyr hvor. Salirnir leigjast saman eða hvor í sínu lagi. Einnig er möguleiki að skipta þeim upp í fjórar einingar, tvær 257 fm og tvær 200 fm sem leigjast hver fyrir sig, allar með innkeyrsludyrum. Salirnir eru málaðir og tilbúnir undir tréverk. Skammtímaleiga kemur til greina. Upplýsingar gefur Stefán Bjarnason í síma 580 0202 og 893 2468. Breiðar og háar innkeyrsludyr í báðum einingum, gott útsýni, góð aðkoma, næg bílastæði. Einingarnar seljast eða leigjast í einu eða tvennu lagi, málaðar og tilbúnar undir tréverk með frágenginni hellulagðri lóð og malbikuðu bílastæði eða lengra komnar skv. samningi við eiganda. Húsnæðið er mjög áberandi og allt hið glæsilegasta, fullbúið að utan og hefur marga notkunarmöguleika fyrir hvers konar atvinnurekstur. Góð staðsetning. Félag Fasteignasala SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Vorum að fá í sölu þetta glæsilega verslunarhús- næði á horni Skólavörðustígar og Óðinsgötu. Húsnæðið skiptist í ca 160 fm götuhæð sem er öll endurnýjuð, frá götuhæð er nýr stigi niður á 147 fm neðri hæð með 3ja metra lofthæð sem er einnig öll endurnýjuð. Í húsnæðinu er starfrækt eitt af betri Galleríum landsins, sem einnig er til sölu ef um semst. Hagstæð langtímalán geta fylgt. Mjög hentugt húsnæði fyrir kaffihús eða létt- an veitingastað. Allar nánari upplýsingar veitir Steinar S. Jónsson á Lyngvík fasteignasölu. Sigrún Gissurardóttir, lögg. fasteignasali Steinar S. Jónsson, sölustjóri, GSM 898 5254 Skúli B. Skúlason, sölufulltrúiwww.lyngvik.is Sími 588 9490 • fax 568 4790 OPIÐ HÚS SUNNUDAG! Erum með til sölu fallega 87 fm íbúð á 4. hæð á þessum vinsæla stað. Íbúðin skiptist í 2-3 herb., rúmgóða stofu, stórt eldhús og nýlega upp- gert baðherbergi. Eikarparket á gólfum. L-laga svalir sem ná fyrir horn. Áhv. 6,0 millj. Verð 11,9 millj. (17 myndir á husvangur.is). Bjarni og Halla sýna frá kl. 14:00–16:00. Reynimelur 92 - Reykjavík Um er að ræða 151 fm raðhús í nýja hverfinu í Garðabæ sem skiptast í anddyri, hol, tvær geymslur, tvö baðherbergi, þvottahús, fjögur svefnherbergi, eldhús, borðstofu, og stóra stofu með glæsilegum útsýnis- gluggum. Eignin skilast fullbúin að utan og fokheld að innan. Öll vinnubrögð í algjörum sérflokki. Nú er bara að drífa sig í bíltúr og renna fram hjá ! Birkiás 33 og 35 í Garðabæ! Hóll fasteignasala - 595 9000 - Alltaf rífandi sala ! ATH! Þú getur skoðað fjölda nýrra og spenn- andi eigna á heimasíðu okkar www.holl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.