Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Göngur heppileg þjálfun Spennið kviðvöðvana GÖNGUR eru vinsæltómstundaiðkunmargra Íslend- inga. Flestir halda að það sé nægilegt að fara í skó og úlpu og arka af stað en ekki verður þó öllum eins gott af göngunni og æski- legt væri. Að ýmsu þarf nefnilega að gæta þegar haldið er í gönguferðir. Ágúst Már Jónsson íþróttaþjálfari var spurður hvað helst ylli því að fólk fyndi fyrir óþægindum eft- ir gönguferðir? „Oft er það að fólk ætlar sér um of. Áður en farið er í göngu ætti fólk að huga vel að skóbúnaði og hversu viðamikil gangan á að vera. Ef hún er stutt nægir að fara í létta skó með góð- um sóla og góðum stuðningi við ökkla og hæl. Ef gangan er lengri og er utan vega er betra að vera í skóm sem ætlaðir eru til þess háttar göngu. Þeir skór eru með stífari sólum og meiri og betri stuðningi við ökkla og fótinn að öðru leyti. Ef fólk er með ekki gott jafnvægi getur verið gott að nota göngustaf, einn til tvo, eftir því hvað fólki þykir betra. Í erf- iðum fjallgöngum er líka gott fyr- ir hvern sem er að hafa göngustaf til að styðja sig við. Sumir nota líka göngustafi til að fá meiri áreynslu út úr göngunni. Með tvo göngustafi fá menn meiri spyrnu, rétt eins þeir væru á skíðum.“ – Hver eru algengustu heilsu- vandamálin í sambandi við göngu? „Mjög algengt er að fólk fái í byrjun harðsperrur, ef það er óvant og ofgerir sér. Ekki er óalgegnt að fólk kvarti t.d. um óþægindi við sköflung, en þá er yfirleitt um mjólkursýru að ræða í vöðvanum en þó kemur fyrir að fólk fái beinhimnubólgu í sköflung og þá er oft um að kenna hörðu undirlagi, lélegum skófatnað og kulda.“ – Hvað um bakið? „Ef viðkomandi á í bakvanda- málum en vill fara að ganga til að þjálfa sig er rétt að huga að því að nota kviðvöðvana með. Oft á tíð- um eru kviðvöðvarnir í lítilli þjálf- un hjá kyrrsetufólki og lendir það því á bakvöðvum og hrygg að bera líkamann uppi, við það geta skap- ast óþægindi.“ – Hvernig á fólk að nota kvið- vöðvana? „Fólk þarf þá að hugsa aðeins um það, einkum þegar gengið er upp eða niður brekkur, að spenna kviðvöðvana og velta aðeins mjaðmagrindinni fram. Ef farið er upp brekku á að taka stutt skref og halla sér aðeins á móti brekkunni en ef farið er niður brekku á að passa sig að halla sér ekki aftur, taka lítil skref, spenna kviðvöðvana og halda bakinu stöð- ugu og fjaðra þá betur í hnjám og mjöðmum til þess að missa ekki fótanna.“ – Eru margir sem gæta þessa ekki? „Ég held að fólk átti sig oft ekki á nauðsyn þessa og fær þá bak- verki út frá því. Þessi ráð eru einkum mikil- vægt umhugsunarefni fyrir þá sem eru við- kvæmir í baki.“ – Hvernig á fólk að byrja gönguþjálfun? „Best er að fara rólega af stað, byrja alltaf á sléttlendi, hita lík- amann upp. Mörgum þykir gott að teyja létt á helstu vöðvum í fót- unum eftir tíu mínútna upphitun og ágætt er líka að velta aðeins öxlunum því margir hyllast til að setja hendur í vasa og spenna axl- ir. Þýðingarmikið er að nota handleggina á göngunni, sveifla þeim með því annars er hætta á að loka fyrir blóðrennsli á háls- og herðasvæði. Þegar maður sveiflar höndunum fær maður aukið blóð- flæði um herðar og handleggi, það er því ágætis ráð til að koma í veg fyrir að vöðvar í hálsi og herðum stífni og stirðni með tilheyrandi verkjum.“ – Hvernig á fólk svo að auk þol sitt með göngum? „Þegar upphitun er lokið er hægt með ýmsum hætti að auka þolið. Til dæmis að auka hraða göngunnar, nota brekkur og göngustafi sem fyrr gat. Mikil- vægt er í lok allrar þjálfunar að „ganga sig niður“, hægja á göng- unni síðustu tíu mínúturnar.“ – Hvað er svona „hæfileg þjálf- un?“ „Ef fólk getur gengið þrisvar til fimm sinnum í viku hálftíma á dag þá er það mjög gott. Ekki er nauð- synlegt að þessi ganga fari fram öll í einu. Þeir sem eiga erfitt með gang geta t.d. gengið í tíu mínútur þrisvar á dag.“ – Hvar er best að ganga? „Misjafnt er hvað fólki finnst. Þeir sem eiga erfitt með jafnvægi, hrasa oft, ættu að ganga á jafn- sléttu og á malbiki en hinir, eink- um þeir sem ganga langt, ættu að ganga eins og unnt er á mýkra undirlagi eins og grasi eða mal- arvegi, það fer betur með líkam- ann. Ef ekki er um að ræða annað en steinsteypu og malbik þá þarf að huga enn betur að skófatnaði.“ – Eru göngur heppi- legri sem þjálfun en hlaup? „Það er mjög erfitt að skaða sig á göngu ef allt er með felldu, aftur á móti getur óþjálfað fólk orðið fyrir ýmsum meiðslum á hlaupum ef það fer ekki rétt í þjálfunina. Þess vegna eru göngur miklu heppilegri sem þálfun fyrir óvana. Til þess að göngur komist upp í vana ætti fólk að læra að njóta þeirra t.d. með því að horfa á umhverfi og nátt- úru, virða fyrir sér það sem fyrir augu ber og rifja upp söguna. Ágúst Már Jónsson  Ágúst Már Jónsson fæddist 17. ágúst 1960. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1980 og íþróttakenn- araprófi frá Íþróttaskólanum á Laugarvatni 1982. Árið 1989 lauk hann prófi frá Kennarahá- skóla Íslands. Hann hefur starfað mestmegnis við kennslu og þjálf- un, nú er hann heilsuþjálfari á Reykjalundi. Ágúst er kvæntur Guðnýju Rósu Þorvarðardóttur viðskiptafræðingi og eiga þau tvo drengi. Hálftíma ganga þrisvar til fimm sinn- um í viku er mjög góð Have you asked for a priest yet, my dear?? (Varst þú búin að biðja um prest, elskan??) VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir að Norðmenn hafi með Atvinnu- og þró- unarsjóði, SND, byggt upp öflugan sjóð úr nokkrum minni og þrátt fyrir annað skipulag á Byggðastofnun geti Íslendingar lært ýmislegt af Norðmönnum. Forstjóri SND, Arne Hyttnes, kynnti byggðastefnu Norðmanna á ársfundi Byggðastofnunar nýlega og greindi frá starfsemi og markmiðum sjóðsins. SND tekur mjög virkan þátt í atvinnulífinu í Noregi með hlutafjárkaupum, fjármögnun og ráðgjöf. Útibú SND eru vítt og breitt um landið og starfa í nánu samstarfi við norska banka og fjármögnunar- sjóði. Hyttnes sagði að SND hefði það markmið að stuðla að framþróun at- vinnulífsins sem tryggði þjóðhag- kvæmni jafnt sem hagkvæm rekstr- arskilyrði fyrirtækja í dreifbýli og þéttbýli. Sjóðurinn gerði þetta með því að taka þátt í uppbyggingu, framþróun og endurskipulagningu ásamt vöruþróun og nýsköpun í norsku atvinnulífi um allt land. SND stuðlaði einnig að verkefnum sem leiddu til viðvarandi atvinnusköpun- ar á svæðum með takmörkuðu at- vinnuframboði. „Við ættum að skoða hvort við gætum haft okkar kerfi skilvirkara. Eitt hið athyglisverðasta sem kom fram í máli Arne Hyttnes var að fólk á að geta fengið svör á einum stað um hvaða möguleika það hefur. Hér er fyrirkomulagið því miður þannig að fólk gerir sér ekki næga grein fyr- ir því hvert það á að leita. Kerfið okkar er of flókið en það gæti tekið nokkurn tíma að gera það einfald- ara,“ sagði Valgerður. Margt má læra af Norðmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.