Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG er 37 ára tón- listarkennari við tón- listarskóla í Reykja- vík í 77% stöðu- hlutfalli. Á launaseðl- inum mínum stendur 83.366 kr. útborguð laun. Ég hélt að ég ætti að vera þokka- lega vel stödd. Ég var prýðisnemandi í grunnskóla og fram- haldsskóla, varð stúd- ent, stundaði píanó- nám frá 7 ára aldri, kom reglulega fram á tónleikum hér og þar, spilaði undir hjá kór- um, balletthópum, sótti tónleika, var í íþróttum, leik- félagi, fór í píanókennaranám að loknu stúdentsprófi, útskrifaðist þaðan, hélt tónleika, lauk burtfar- arprófi. Ég fór til útlanda, lærði meira, lauk námi í tónlistar- og hreyfiuppeldi við tónlistarháskól- ann í Salzburg. Ég fékk námslán og er enn að greiða af þeim. Ég kom heim og fór að kenna. Gerði ég mistök? Ég eignaðist 3 börn. Ég er á leið út úr dyrunum þegar tveir eldri skóladrengir mínir koma heim úr skólanum. Þrjá daga í viku er ég komin heim kl. 19. Ég hef ekki kost á að hefja vinnu fyrr en eftir hádegi þar sem grunnskól- inn er orðinn einsetinn og nem- endur ekki lausir fyrr en eftir kl. 14. Hvað liggur mér á hjarta? Kæri lesandi, ég skal segja þér það. Ég tel mig vera vel menntaðan, góðan kennara, ég kenni börnum á aldrinum 6–11 ára í hópkennslu og mér líður vel innan um nemendur mína, foreldra þeirra og samstarfs- fólk mitt. Ég er heppin með stjórn- endur í mínum skóla. Það er gam- an að vera kennari og mér þykir vænt um það samband sem mynd- ast á milli mín og nemenda minna og hópsins í heild. Ég sinni þeim börnum sem kjósa að velja sér tón- list sem áhugamál og þeim for- eldrum sem kjósa tónlistarnám fyrir börnin sín, því þeir vita hvað þau eru að gefa börnunum sínum. Ég á 2 drengi í tónlistarnámi og var sjálf svo heppin að eiga for- eldra sem höfðu sömu hugsjón þegar ég var ung. Getur verið að ég sé að gera mistök? Að dreng- irnir mínir og nemendur mínir velji sér tónlist sem atvinnugrein í framtíðinni og hafi þ.a.l. ekki efni á því að búa fjölskyldum sínum öruggt skjól. Nei, svona má ég ekki hugsa. Við erum merkilegri en svo. Börnin vita nefnilega ná- kvæmlega hvað býr að baki. Mig langar til að miðla ykkur vanga- veltum nemenda minna frá síðast- liðnum vetri. Umræðan í kennslu- stundunum var: Ef það væri ekki til tónlist, hvað þá...? Hvers vegna tónlist...? Er gott að hafa tón- list…? Hvernig væri lífið án tón- listar…? Hvað er tónlist…? Ég tek nokkur valin dæmi frá nemendum mínum. Ef ekki væri til tónlist, hvað þá...? „Þá væri ekki hægt að hafa falleg lög…væri ekkert flott ...kynnum við ekki að syngja…já og ekki að spila á flautu…væri aldrei Eurovision...og ekki tónlist þegar maður fær bikarinn ...og við gætum ekki spilað þjóðlagið þegar við vinnum...gætum við ekki verið í tónlist- arskóla.“ Hvers vegna tón- list...? „Tónlist er fyr- ir börnin svo að þau viti hvort það er sorg- legt eða glaðlegt sem þau sjá í sjónvarpinu- ...það er skemmtilegra að lifa með tónlist...ef fólk er leitt getur það hlustað á tónlist...tón- list er skemmtileg- ...tónlist róar mann...tónlist er til að hægt sé að hafa ballett.“ Er gott að hafa tónlist...? „Já, það er blíðlegt að hafa tónlist þá þarf maður ekki alltaf að tala...já. tónlist hressir mann…já, líf án tónlistar er tilfinningalaust...úff, það væri dapurlegt án tónlist- ar…já gömlu karlarnir og sjóar- arnir væru ekki svona glaðir ef þeir hefðu ekki haft tónlist... afar okkar eru glaðir ef þeir þurfa ekki að heyra rokktónlist, bara öðruvísi tónlist.“ Hvernig væri lífið án tónlistar...? „Hrikalegt...ömurlegt…hræðilegt ...tilgangslaust…úff, bara venju- legir skólar…og engin skemmtileg útvarpsstöð…ég hef aldrei séð bíó- mynd án tónlistar…þá væri allt svo dauft í heiminum…pæliði í því, Sound of Music án tónlistar...? þá gætum við ekki hlustað á Britney Spears.“ Hvað er tónlist...? „Náttúran gerir tónlist…sjór og öldur gera tónlist...tónlist er hljómur…tónlist er list…tónlist er það sem maður hlustar á…tónlist er tónlist.“ Hvað haldið þið. Eru börnin skynsamari en við? Gera þau sér betur grein fyrir því hvers við fær- um á mis ef ekki væri tónlist? Er- um við að missa sjónar á mikilvægi tónlistar í lífi okkar? Höfum við virkilega hugsað um það hvernig líf okkar væri og það menningar- samfélag sem við lifum í ef ekki væri tónlist? Gætirðu hugsað þér eftirfarandi án tónlistar; útvarp, sjónvarp, kvikmyndir, auglýsingar, jarðarfarir, brúðkaup, afmæli, ást- arfundi, gleðistundir, íþróttir, verslanir, 17. júní, jól, skólaslit. Já, svona mætti lengi telja og hvernig þögnin yrði yfirþyrmandi og skora ég á þig, lesandi góður, að velta þessu fyrir þér þótt ekki væri nema dálitla stund. Það sem skyggir á gleði mína eru kennaralaunin. Þau eru óraun- hæf og í engu samræmi við laun annarra starfshópa með hliðstæða menntun að baki. Frá því í nóvemberlok hafa stað- ið yfir samningaviðræður á milli tónlistarskólakennara og samn- inganefndar sveitarfélaga. Ekkert hefur þokast í samningaviðræðum. Eigum við að sætta okkur við þau laun sem nú er boðið upp á? Nei, það ætlum við ekki að gera. Við erum tilbúin í baráttu. Hún mun snúast um að gera viðsemj- endum okkar ljóst að laun okkar eru ekki í samræmi við þá mennt- un sem tónlistarkennarar hafa að baki og heldur ekki í samræmi við launakjör annarra starfstétta í landinu þar sem gerðar eru hlið- stæðar eða jafnvel minni kröfur um menntun. Við erum háskóla- menntað fólk sem leggjum okkar af mörkum til samfélagsins. Vin- samlegast virðið það. Hvers vegna tón- list? Elfa Lilja Gísladóttir Höfundur er tónlistarkennari. Kjarabarátta Erum við að missa sjónar, spyr Elfa Lilja Gísladóttir, á mikilvægi tónlistar í lífi okkar? ÍÞRÓTTAMÓT á vegum Ungmenna- félags Íslands verður haldið á Egilsstöðum frá 12.-15. júlí nk. Þessi félagsskapur hefur kallað þetta mót „Landsmót“ og í fjöl- miðlum hefur það feng- ið góða kynningu, verið jafnvel líkt við Ólymp- íuleika. Af þessum ástæðum hefur sú spurning vakn- að fyrir hverja er þetta landsmót? Íþrótta- bandalag Reykjavíkur hefur óskað eftir að fá að senda keppnislið á mótið en framkvæmdastjórn UMFÍ hefur hafnað því að lið ÍBR fái að keppa á þessu móti. Er þá nema von að menn spyrji fyrir hverja er þetta svokallaða „Landsmót“? Með því að hafna ÍBR er UMFÍ að útiloka að reykvískt íþróttafólk geti tekið þátt í þessu móti. Er þá þessi kynning, að þetta sé „landsmót“, ekki öfugmæli? Samkvæmt opinber- um starfsskýrslum eru félagar og iðkendur inn- an UMFÍ u.þ.b. 50 þús- und en skv. sömu skýrslum eru þeir u.þ.b. 30 þúsund í Reykjavík. Þá er rétt að benda á að auk ÍBR eru Íþrótta- bandalag Hafnarfjarð- ar, Íþróttabandalag Ak- ureyrar, auk nokkurra annarra íþróttabanda- laga, útilokuð frá keppni á þessu svokall- aða „Landsmóti“. Þessi íþróttabandalög hafa innan sinna raða álíka marga félaga og iðk- endur og UMFÍ. Þessi útilokun gerir það því að verkum að þetta mót getur vart kallast „Landsmót“ þegar helm- ingur íþróttafólks á landinu fær ekki að keppa. Hér er verið að tala um flesta okkar bestu íþróttamenn, s.s. Völu Flosadóttur, Þóreyju Eddu Elísdóttur, Einar Karl Hjartarson, Guðmund Stephensen o.fl. o.fl. Vand- ræðagangurinn er svo mikill að keppni Völu og Þóreyjar Eddu er ekki keppni á Landsmótinu heldur sýningaratriði, enda hafa þær ekki keppnisrétt. Á öld jafnréttis finnst ennþá dæmi um misrétti, eða hvað? Landsmót UMFÍ – Landsmót hverra? Reynir Ragnarsson Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Íþróttamót Þessi útilokun gerir það því að verkum, segir Reynir Ragnarsson, að þetta mót getur vart kallast „Landsmót“ þegar helmingur íþróttafólks á landinu fær ekki að keppa. MARGIR auglýs- endur vita lítið um út- varp sem auglýsinga- miðil og fara í blindni eftir því sem sölu- menn útvarpsstöðv- anna segja þeim. Til að bæta úr þessum þekkingarskorti og gera auglýsendur þar með að kröfuharðari kaupendum verður hér á eftir sagt frá nýjustu rannsóknum á virkni útvarps sem auglýsingamiðils og í framhaldinu hvernig eigi að birta í útvarpi. Ef tekið er mið af því hve útvarpsauglýsingar eru of- keyrðar á Íslandi mætti ætla að út- varp væri slæmur auglýsingamiðill! Helsti kosturinn við útvarp sem auglýsingamiðil er lágur fram- leiðslu- og birtingakostnaður. Þetta gefur auglýsendum kost á, ef út- varp virkar, að ná til markhóps síns með lægri tilkostnaði en ef t.d. sjónvarp er notað. Annar kostur útvarps er að með því er hægt að ná til meðlima í markhópnum sem erfitt er að ná til með öðrum miðl- um (t.d. unglingar). Þriðji kostur útvarps er að hægt er að framleiða og birta auglýsingar með litlum fyrirvara og fjórði kosturinn að um ákveðna myndræna yfirfærslu get- ur verið að ræða, þ.e. að markhóp- urinn endurupplifi sjónvarpsaug- lýsingar þegar hann heyrir sömu hljóðrásina í útvarpsauglýsingu. Helsti gallinn við útvarp sem auglýsingamiðil er hversu erfitt er að ná athygli nægilegs fjölda í markhópnum. Í fyrsta lagi er treyst á eitt skynfæri – heyrnina. Í öðru lagi eru hlustendur dreifðir þannig að erfitt er að ná til við- unandi fjölda í markhópnum nema með því að birta á mörgum stöðv- um. Í þriðja lagi getur athygli hlustandans verið takmörkuð og í fjórða lagi eru yfirleitt of margar auglýsingar í auglýsingahléi sem leiðir til þess að athygli hlustand- ans er skipt eða að hann skiptir yf- ir á aðra stöð. Út frá rannsóknum á sjónvarpi var vitað að aukin dekkun (að ná til fleiri í mark- hópnum) leiðir til auk- innar sölu og að salan eykst mest þegar markhópurinn sér auglýsinguna í fyrsta sinn innan kaup- hringsins. Jafnframt var vitað að dekkun eykst með auknu aug- lýsingaáreiti en með minnkandi vexti (þ.e. tíðnin eykst hraðar og hraðar) og að sam- legðaráhrif (2+2=5) skapast þegar sjón- varpsauglýsingar eru notaðar með auglýsingum í öðrum miðlum. En hvað segja nýjustu rannsókn- ir á útvarpi okkur um virkni þess sem auglýsingamiðils? Í fyrsta lagi er hægt að ná meiri auglýsingareft- irtekt (e. ad awareness) fyrir sömu upphæð eða jafnmikilli auglýsing- areftirtekt fyrir minni upphæð með því að færa hluta af þeim peningum sem setja á í sjónvarp yfir í útvarp. Í öðru lagi skapa útvarpsauglýs- ingar einar og sér 60% af auglýs- ingareftirtekt sjónvarpsauglýsinga fyrir brot af kostnaði við birtingar sjónvarpsauglýsinganna. Í þriðja lagi skapa vel gerðar útvarpsaug- lýsingar (þar sem vörumerkið er óaðskiljanlegur hluti af auglýsing- unni) jafnmikla augýsingareftirtekt og meðalsjónvarpsauglýsing. Og í fjórða lagi benda kannanir til þess að þrír af hverjum fjórum sem séð hafa sjónvarpsauglýsingu „endur- upplifi“ hana þegar þeir heyra út- varpsauglýsingu með sömu hljóð- rás. Samkvæmt ofansögðu er útvarp góður auglýsingamiðill einn og sér og með sjónvarpi. En hvað segja nýjustu rannsókn- ir á útvarpi okkur um hver vikuleg tíðni (hve oft einstaklingar í mark- hópnum hafa tækifæri á að heyra auglýsinguna) þarf að vera þegar útvarp er notað eitt og sér? Þegar verið er að keyra upp herferð nær tíðnin 5 hámarksárangri en þegar verið er að nota útvarp í stöðugri keyrslu er mælt með tíðninni 3. Með öðrum orðum næst hámarks- árangur af útvarpsauglýsingum við miklu minni tíðni en verið er að keyra þær á alla jafna á Íslandi og auglýsendur gætu því sparað sér stórfé með því að birta réttar þegar útvarp er notað eitt og sér en jafn- framt með því að nota útvarp meira með sjónvarpi! En það er fleira sem auglýsend- ur þurfa að hyggja að. Í fyrsta lagi er betra að auglýsa í stuttum aug- lýsingahléum en löngum að öllu öðru óbreyttu. Í öðru lagi er lang- áhrifaríkast að vera fyrst eða síðast í auglýsingahléi. Þetta minnkar lík- urnar á því að hlustendur skipti yf- ir á aðra rás áður en kemur að aug- lýsingunni en jafnframt er það þekkt staðreynd að fólk tekur best eftir því sem það heyrir fyrst eða síðast. Fyrir auglýsendur er því best að auglýsingatímar séu margir og stuttir en ekki fáir og langir. Að lokum þarf útvarp að vera hluti af birtingaáætlunum auglýs- enda en á ekki að lifa einhvers kon- ar sjálfstæðu lífi utan þeirra. Í lok hvers mánaðar á að gera eina sam- setta birtingaáætlun (e. multi- media plan) í þar til gerðum for- ritum fyrir alla þá fjölmiðla sem birta á í næsta mánuð á eftir. Í framhaldi af gerð þeirra er auglýs- ingapláss svo pantað. Auglýsendur eiga ekki að panta auglýsingar beint sjálfir og ekki að gera samn- inga um kostanir þátta og birtingar þeim tengdar fyrr en verðmæti þeirra hefur verið metið. Auglýs- endur eiga heldur ekki að gera samninga við ákveðna miðla um ákveðið auglýsingamagn (sekúnd- ur) fyrr en birtingaþörfin hefur verið reiknuð út og áhrifin á heild- arbirtingakostnað metin. Sölumenn útvarpsstöðva eiga ekki að ráða því hvernig auglýsingafé auglýsenda er varið! Er útvarp góður auglýs- ingamiðill? Friðrik Eysteinsson Markaðssetning Útvarp þarf að vera hluti af birtingaáætl- unum auglýsenda, segir Friðrik Eysteinsson, en á ekki að lifa ein- hvers konar sjálfstæðu lífi utan þeirra. Höfundur er rekstrarhagfræðingur, formaður samtaka auglýsenda og framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Vífilfells.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.