Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HJÁLPARSTARF kirkjunnar, í samvinnu við Þróunarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (UNDP) og utanrík- isráðuneytið, efndi til kynningarfund- arins sem fram fór í safnaðarheimili Háteigskirkju. Meðal gesta var Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra sem hélt stutt erindi, en aukinheldur tóku til máls Anna Þrúður Þorkels- dóttir, formaður Rauða kross Íslands, og Björn Sigurbjörnsson, fv. ráðu- neytisstjóri og yfirmaður hjá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun SÞ. Einar Karl Haraldsson, stjórnarfor- maður Hjálparstarfs kirkjunnar, var fundarstjóri. Skýrslan fyrst unnin fyrir áratug Kristinn Sv. Helgason, fulltrúi UNDP og forstöðumaður svæðismið- stöðvar stofnunarinnar í Suður-Asíu, kynnti efni skýrslunnar á fundinum og skýrði ýmis atriði um leið. Í máli hans kom m.a. fram að skýrslan hafi í fyrsta sinn verið unnin fyrir áratug, eða árið 1990, í því skyni að skapa mótvægi við tölur um þjóðarfram- leiðslu sem þá hafi verið nánast eini mælikvarðinn á stöðu þjóða í alþjóð- legu tilliti. Með skýrslu Þróunarstofn- unarinnar hafi hugmyndin verið að sýna fram á tölfræði og þróun sem hefði breiðari skírskotun, t.d. með út- reikningum á vísitölum um mannauð, jafnrétti kynjanna og þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi. Að sögn Kristins er fjallað í skýrsl- unni sérstaklega um ákveðið málefni hverju sinni og nú sé sjónum beint að stórstígum framförum sem orðið hafa í upplýsinga-, líf- og erfðatækni. Tek- ið sé mjög jákvætt til þeirra mögu- leika sem felast í þessari þróun í þá átt að draga úr fátækt og bæta lífs- kjör í þróunarríkjum. Í skýrslunni kemur m.a. fram með nýjum lyfjum hefur á tveimur árum tekist að meðhöndla 25 milljónir manna í þróunarríkjunum sem þjáðst hafa af blindu. Ítrekað er bent á nauð- syn þess að tækninýjungar á borð við þessa nýtist fátækustu þjóðunum og það sé beinlínis forsenda þess að tak- ist að draga úr ójöfnuði í heiminum. Þannig sé óviðunandi að lönd eins og Sambía þurfi að greiða sem svarar þrefaldri þjóðarframleiðslu í landinu til meðhöndlunar alnæmissjúkra íbúa. Þá kemur fram í skýrslunni að fá- tækt sé ekki bundin við þróunarríki, heldur sé hún sívaxandi vandamál í mörgum ríkja OECD. Til dæmis er áætlað að ríflega 7% Norðmanna búi við fátækt og litlu meira í Finnlandi en minna í Svíþjóð. Samsvarandi töl- ur í Bretlandi og Bandaríkjunum séu allt að tvöfalt hærri, eða tæplega 16%. Kristinn sagði að helsta niðurstaða skýrslunnar væri að sk. tæknigjá (e. technology divide) þurfi ekki að fylgja núverandi tekjuskiptingu milli ríkra og fátækari landa. Þannig hafi stór- stígar framfarir í tækni og vísindum valdið byltingu á högum mannkyns og í því að draga úr fátækt í heiminum. Nefndi hann í þessu sambandi dæmi um nýsköpun í mörgum þróunarríkj- um sem miklar vonir væru bundnar við, t.d. framleiðslu á tölvum í Brasilíu og Indlandi. „Þessar tækniframfarir hafa einnig margföldunaráhrif og leiða oft til já- kvæðrar hringrásar með því að bæta þekkingu, heilsu og framleiðni og þar með tekjur og kunnáttu fólks í þróun- arríkjum. Tækni þjónar því sama hlutverki og menntun, það er hún er tæki til að gera fólki kleift að lyfta sér upp úr fátækt,“ sagði Kristinn enn- fremur. Hann nefndi auk þess fleiri þætti sem túlka mætti sem helstu skilaboð skýrslunnar, en flestir sneru þeir að framþróun í tækni og vísindum og auknum möguleikum fólks til að hafa áhrif. „Þar sem tæknibyltingin og al- þjóðavæðingin eru í eðli sínu hnatt- ræn fyrirbæri, er þörf á sameiginlegu framtaki allra þjóða sem og sann- gjörnum alþjóðlegum reglum til að tryggja að þessar stórstígu framfarir geti nýst til að draga úr fátækt og bæta lífskjör í þróunarríkjum,“ bætti hann við. Höfum ekki staðið okkur nægilega vel Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra lagði áherslu á mikilvægi gerð- ar slíkrar skýrslu í máli sínu, bæði fyrir Íslendinga og aðra. Sagði hann mikilvægt fyrir Ísland og Íslendinga að meta þróun ýmissa þátta í þjóðlíf- inu með slíkri skýrslu, en um leið að meta þróun á heimsvísu, ekki síst í þróunarlöndunum. Halldór benti á að skýrslan sýni vel sterka stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði, t.d. hvað varðar þjóðar- tekjur og aðgang og framlög til heilsugæslu og þess frekar beri okkur sem þjóð skylda til að láta gott af okk- ur leiða. „Við verðum bara að viðurkenna það að við höfum ekki staðið okkur nægilega vel á þessu sviði. En við höf- um verið að taka okkur heilmikið á og reynum eftir veikum mætti að leggja þeim þjóðum lið sem hvað bágast eiga,“ sagði utanríkisráðherra. Hann bætti því þó við að Íslend- ingar hefðu tvíþætta skyldu í þessum efnum; bæði sem þjóð en einnig sem einstaklingar. Því væri fagnaðarefni að sjálfstæð félagasamtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar hefði tekið að sér að kynna skýrsluna nú. Þau Anna Þrúður og Björn fögnuðu bæði skýrslunni og efni hennar. Björn sagðist ekki muna eftir svo afdráttar- lausri viðurkenningu áður á mikilvægi vísinda og tækni í framþróun mann- kyns og Anna Þrúður sagði skýrsluna staðfesta það alvarlega ástand sem íbúar margra landa byggju við, t.d. vegna fátæktar og sjúkdóma. Tæknifram- farir í þágu þróunar Skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var kynnt samtímis í yfir 100 lönd- um um allan heim í gærmorgun. Hér á landi stóð Hjálparstarf kirkjunnar fyrir kynningarfundi um efni skýrslunnar sem gefin var út í tíunda sinn. Morgunblaðið/Sigurður JökullKristinn Sv. Helgason, fulltrúi UNDP. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi bréf frá bækl- unarlæknum við bæklunardeild Landspítalans – háskólasjúkra- húss, sem sent var prófessor Reyni Tómasi Geirssyni, forseta læknadeildar Háskóla Íslands: „Við undirritaðir læknar við bæklunarlækningadeild Land- spítalans – háskólasjúkrahúss höfum furðu lostnir fylgst með fjölmiðlaumræðu síðustu daga varðandi framtíðarskipulag kennslu og vísindarannsókna í fagi okkar. Deildarráð hefur að því er virðist komið því til leiðar að leggja á niður prófessorsstöðu og dósentsstöðu tengda bæklun- arlækningum sem er ein stærsta sérgrein læknisfræðinnar, á Ís- landi sem og annars staðar. Í stað þessarar stöðu á að byggja upp nýja prófessorsstöðu í bráðalækningum, ungri grein sem hefur um það bil þrjá starf- andi sérfræðinga á Íslandi. Í útvarpsviðtali hinn 8. þessa mánaðar gáfuð þér í skyn að fjárskortur væri orsök þess að leggja þyrfti prófessors- og dós- entsstöðuna niður til að hægt væri að skapa hinu unga fagi nýja. Auk þess sögðuð þér að kennslu í bæklunarlækningum væri hægt að fella undir þessa nýju prófessorsstöðu í bráða- lækningum. Þetta teljum við fá- heyrt. Eftir því sem við komumst næst munu bæklunarlækningar alls staðar í heiminum vera sjálf- stæð sérgrein. Utan norrænu landanna er slysaþætti bæklun- arlækninga sumsstaðar sinnt af skurðlæknum, en þá er líka hinn hluti bæklunarlækninganna sjálfstæð grein. Það mun einnig óþekkt í þeim löndum þar sem bráðalækningar eru sjálfstæð sérgrein að kennsla og rann- sóknir í bæklunarlækningum séu á vegum bráðalækna. Þegar þessar fyrirhuguðu stöðubreytingar voru kynntar var sagt að þær væru í „takt við tímann“. Við teljum þær úr takti við það sem tíðkast innan lækn- isfræðinnar um víða veröld. Að auki teljum við óráðlegt að minnka veg bæklunarlækninga á þennan hátt, sérstaklega þegar horft er til hinna löngu biðlista innan greinarinnar og þess flótta bæklunarlækna sem þegar hefur orðið frá Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Við lýsum fullum stuðningi við innihald fréttatilkynningar stjórnar Félags íslenskra bækl- unarlækna jafnframt sem við bendum á að það er ekki sjálf- gefið að bæklunarlæknar sjúkra- hússins muni hlíta kennslufyr- irkomulagi í bæklunarlækn- ingum verði það skipulagt af nýjum prófessor í bráðalækning- um.“ Undir bréfið rita bæklunar- læknarnir Grétar Ottó Róberts- son, Bogi Jónsson, Brynjólfur Jónsson, Ríkharður Sigfússon, Jón Ingvar Ragnarsson, Yngvi Ólafsson, Svavar Haraldsson, Höskuldur Baldursson, Jóhann Róbertsson, Gunnar Brynjólfur Gunnarsson og Haukur Árna- son. Telja röksemd- ir deildarfor- seta fáheyrðar Fræ gullregnsins sögð baneitruð Í TILEFNI fréttar sem birtist í Morgunblaðinu í gær um gullregn, þótti Jóhanni Pálssyni, garðyrkju- stjóra í Reykjavík, ástæða til að ítreka að fræ gullregnsins væru ban- eitruð. Að hans sögn ber öll plantan eitur sem heitir cytisin, en þetta eitur er í sérstaklega miklu magni í fræjunum og það sé með hættulegra jurtaeitri. „Það eru fræin sem eru baneitruð og þau koma náttúrlega á eftir blómun- um,“ segir Jóhann. Hann segir að dauðaslys hafi orðið á börnum erlendis þegar óvitar hafi stungið fræjum gullregnsins upp í sig. Hann áréttar því að fólk passi börn í kringum gullregnið og segir að þótt dálítið eitur sé í blómum og blöðum þá sé það ekki í það miklu magni að það sé hættulegt, en fræin séu hins vegar mjög eitruð eins og áður sagði. ÞAÐ var gott hljóð í Árna Baldurs- syni leigutaka Miðfjarðarár og fleiri þekktra laxveiðiáa er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hann sagði góð- ar fregnir berast víða að og gleðileg- ast væri að Miðfjarðará væri loksins að lifna, hressilegar göngur hefðu verið í ána síðustu daga og heildar- veiðin væri komin yfir 100 laxa. „Það er allt að lifna, meira að segja komnir laxar í Núpsá og það segir nú þó nokkuð,“ sagði Árni. Árni sagði morgunveiðina í gær hafa verið sjö laxa, en einungis er veitt á flugu í ánni til loka vertíðar. „Þessi nýi fiskur veiðist best í Aust- urá og Vesturá,“ bætti Árni við. Tíðindi víða að Árni sagðist hafa frétt víða af leigu- svæðum sínum síðustu daga, t.d. hefði veiði verið mjög góð í Laugardalsá við Djúp og þar væru komnir milli 90 og 100 laxar á land. „Fyrstu laxarnir voru líka að koma úr Langadalsá, hún er alltaf frekar sein til þannig að eng- inn var farinn að örvænta þar. Svo voru líka að koma erlendir veiðimenn úr Brynjudalsá. Ég veit ekki heild- artöluna þar, en þessir karlar veiddu tvo og misstu fleiri, sögðu mikið líf í ánni. Þá eru komnir fjórir laxar úr Þrastarlundi í Sogi og fyrsti laxinn er kominn af Tannastaðatanganum, sem er óvenjusnemmt fyrir þann stað. Þá hefur verið hörkugangur í Eystri- Rangá. Þar veiddust 27 laxar í gær á átta stangir. Hvað get ég sagt þér meira? Jú, um helgina voru komnir 15 laxar úr Hafralónsá í Þistilfirði og eitthvað rúmlega 250 laxar úr Blöndu. Í gærmorgun veiddi sami veiðimað- urinn fjóra laxa á svæði 3 í Blöndu og telst það í frásögur færandi svona snemma sumars,“ bætti Árni við. Fleiri tíðindi Nálægt tuttugu laxar hafa veiðst í Breiðdalsá. Vel veiddist þar fyrsta daginn, átta lágu, en síðan hefur verið kropp. Stafar það væntanlega af því að fáir hafa verið að veiða. Fyrrum var þetta ekki söluvænn tími í ánni, en það hlýtur að breytast þar sem miklar seiðasleppingar og aukin veiði eru nú árvissar staðreyndir. Þeir fáu sem hafa skroppið hálfan dag í senn hafa yfirleitt komið með lax, enda á ferð- inni þaulkunnugir heimamenn. Ytri-Rangá er að gefa vel, 20 til 40 laxa á dag, allt eftir heppni og hæfni veiðimanna hverju sinni. Rígvænir sjóbirtingar hafa verið að veiðast á svokölluði 1V, sem er vesturbakki Ytri-Rangár neðst og Hólsár. Einn sem þar var fékk þrjá, 5, 8 og 9 punda, og annar var með þrjá laxa og 8 punda birting. „Allt að lifna“ Ljósmynd/Atli Vigfússon Húsvíkingurinn Kjartan Jónsson veiddi „maríulaxinn“ sinn í Laxá í Aðaldal á dögunum og beit veiðiuggann af að veiðimannasið. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.