Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 21 NANNA Bayer er afkastamikill leirlistarmaður svo að varla er krókur eða kimi sem hún ekki fyll- ir af kaffibollum, postulínsstaup- um, tekötlum eða einhverju öðru sem hún vinnur með svokallaðri Nariage-tækni, ættaðri frá Japan. Um er að ræða litfjöruga muni sem mótaðir eru úr þunnu postu- líni sem listakonan festir síðan saman svo samskeytin á drykkjar- málunum sjást greinilega. Það sem setur svip sinn á sýninguna er létt- leikinn sem einkennir næfurþunnt postulínið, enda þótt litavalið – oft býsna sterkt og afgerandi – slái oft á þennan léttleik. Stíll Nönnu Bayer er mjög með- vitað rústískur, líkur sveitastíl með vænum skammti af heimatilbún- ingi. Eyrun á bollaröðum hennar eru til að mynda aldrei eins, en þó er ekki hægt að kalla það stílbrot því að bláleit litböndin ráða heild- arútkomunni og ákvarða skyld- leika ílátanna. Í heild sinni er sýning Nönnu Bayer falleg og skýrt fram sett. Þótt postulín hennar henti ef til vill sumarbústaðinum betur en reykvísku stássstofunni er þessi tilraun til að hverfa aftur til hins einfalda, látlausa og sveitalega allsannfærandi. Það sem svo lengi hefur verið í útlegð knýr nú dyra með miklum látum. Það er þó ekki þunglamaleiki fyrri tíðar sem nú heldur innreið sína heldur einhvers konar sáttargjörð milli kröfu sam- tíðarinnar um fínleik og leikandi útsjónarsemi. Þennan tvíbenta dans milli núsins og þess sem var þá leikur listakonan finnska með stakri prýði. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Nönnu Bayer í Listhúsi Ófeigs. Postulín HÖNNUN L i s t h ú s Ó f e i g s , S k ó l a v ö r ð u s t í g Til 18. júlí. Opið á verslunartíma. LEIRLIST NANNA BAYER Halldór Björn Runólfsson ORGELIÐ Í Skálholtskirkju er í raun stofuorgel, sem vel þjónar til undirleiks við sálmasöng en er fráleitt nógu stórt til þess að stærri tónverk- um verði þar gerð fyllilega góð skil, þó það sé annars fallega hljómandi. Tónleikarnir hóf- ust á Moto Ost- inato (1958) eftir Petr Eben. Ost- inato merkir að tónverkið sé byggt á þrástefj- un, þ.e. endurtekningum stefja, mis- oft og venjulega á sama tónstæði. Ef tónhugmynd er færð til á mismunandi tónstæði, er ýmist talað um eftir- líkingar og í sumum tilfellum sek- vensa. Eben notar mjög oft þrástefj- anir í orgelverkum sínum og er sérlega leikinn í að gera þær áhuga- verðar. Annað verk tónleikanna var Kóralfantasía I (1972), einnig eftir Eben og er form verksins röð til- brigða, sum hver nokkuð krefjandi fyrir orgelleikarann. Lenka Mátéová lék verkin af öryggi og sýndi, að hún er leikinn orgelleikari og tókst henni að skila verkunum á mjög sannfær- andi máta, sérlega í seinna verkinu, þrátt fyrir takmarkanir hljóðfærisins. Síðasta verkið á efnisskránni var viðamikið og glæsilegt kórverk eftir Richard Rodney Bennet, við ljóða- bálk eftir William Wordsworth, sem var jafnaldri Beethovens (1770) og hafði Wordsworth mikla þýðingu fyr- ir rómantískt endurmat, er varðaði túlkun tifinninga og aðdáun á nátt- úrufegurð. Ljóðabálkurinn nefnist Ode „Intimations of Immortality from Recollections of Early Child- hood“ en tónskáldið kallar söngverkið The Glory and the Dream. Verkið er samið fyrir kór með orgelundirleik og er það stórbrotið að allri gerð og víða gríðarlega erfitt í flutningi fyrir kór- inn, sem söng verkið af einstökum glæsibrag, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar en undirleikari á orgel var Lenka Mátéová. Eftir svona glæsilega tónleika þarf ekki að fara mörgum orðum um söng Hljómeykis, það þarf heldur ekki að hæla þeim fyrir frábæran flutning, aðeins segja Hljómeyki. Aðeins segja Hljómeyki TÓNLIST S k á l h o l t s k i r k j a Lenka Mátéová orgelleikari, sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. fluttu verk eftir Petr Eben og Richard Rodney Bennet. Laugardagurinn 7. júlí, 2001. Orgel og kórtónlist Jón Ásgeirsson Bernharður Wilkinson NÚ stendur yfir sýningin „Eden í Gula húsinu“ í Gula húsinu (á horni Frakkastígs og Lindargötu). Sýnd eru myndbandsverk, mál- verk, skúlptúrar og innsetningar. Sýnendur eru Björg Melsted, Þor- gerður Jörundsdóttir, Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Marta María Jóns- dóttir, Kristín Elva Rögnvaldsdóttir og Elina Sörenson. Sýningin er opin frá kl. 15-18 virka daga og stendur fram á föstudag. Eden í Gula húsinu ♦ ♦ ♦ SUMARTÓNLEIKAR í Skálholti hófust um síðustu helgi, eins og oft áður, í rigningu, sem þó hamlaði ekki aðsókn en í boði var tónlist eftir Jón Nordal, svo að nokkru var að hyggja því er gott þætti og ekki síst, að flytjendur voru sönghópurinn Hljómeyki, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Tónleikarnir hófust á Lux mundi (1996), sem byggt er á orðum Krists „Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós heimsins“. Verkið var samið fyrir afmælishátíð Dómkirkjunnar glæsilegt að gerð, þar sem segja má að unnið sé tón- rænt um hvert orð og eru margar orðtúlkanirnar einstaklega fagur- lega útfærðar, með samspili tónalla tónhendinga og þéttum ómstreitum hljóma, sem sakir þéttleikans eru einstaklega þýðir. Þetta einkennir í raun öll kórverk Jóns, sem eru hvað stíl snertir, einstaklega samstæð. Þrjár raddsetn- ingar á íslenskum þjóðlögum, við kveðskap séra Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýra- firði, eru fyrir margt nokkuð ólíkar því sem gerist um þjóð- lagaraddsetning, því hvert þjóðlag er í raun ekki raddsett hvert og eitt, og sungið þannig við hvert erindi, heldur er hér unnið með allt kvæðið sem eina heild, svo að um er að ræða heildstætt tónverk, sem byggt er á þjóðlögum. Þessi stuttu kórverk eru einstaklega þýð og vel gerð tónverk og vart rétt að kalla þau útsetn- ingar, heldur miklu fremur sjálf- stæð tónverk byggð á þjóðlögum. Samkvæmt venju um þátttöku staðartónskálds á sumartónleikum í Skálholti, sem að þessu sinn var Jón Nordal, samdi hann eitt verk, sér- staklega fyrir þessa tónleika og tón- klæddi sálminn Gæskuríkasti græð- arinn minn, eftir Bjarna skálda, er Jón nefnir eftir lokaorðum fyrsta er- indis Ljósið sanna og var það frum- flutt nærri nýtt af pennanum. Þarna er ekki um að ræða sálmalag, því Jón vinnur með textann fram og aft- ur á sérlega glæsilegan máta. Trú mín er aðeins týra (1999), heitir tónverk sem samið er við hluta kvæðisins Á sjúkrahúsinu, eft- ir Jón Helgason. Þarna er unnið „strófískt“, þar sem hvert erindi kvæðisins er flutt nærri því án end- urtekninga. Þetta er uppgjör ljóð- skáldsins við efann og var sá þáttur tónverksins, við þriðju og fjórðu vísu, sérlega áhrifamikill og þar náð- ist sú stemmning, sem best er skil- greind sem tilfinningaþrungin hug- leiðsla. Lokaverk tónleikanna var Re- quiem (1995), við hinn latneska kirkjutexta og þar er unnið með textann samkvæmt þeirri hefð, er einkenndi alla kirkjulega tónsköpun allt frá 16. öld fram á okkar daga. Kórverk Jóns Nordals eru sérlega stílföst og fer þar saman einstakt næmi fyrir hljómrænni samskipan söngraddanna og fallegum tónlín- um, sem bera í sér tónalt jafnvægi, er aldrei stingur í stúf, nema þá helst í þriðju þjóðlagaútsetningunni, þar sem heyra mátti bergmál af „hocketus“ vinnubrögðum. Sönghópurinn Hljómeyki söng af einstæðum glæsibrag undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar, þar sem hvergi bar á skugga í tónmótun eða tilþrifum og með þeirri fagurmótun er oftlega tók til hjartans og bar þarna allt að einu, listrík tónlist og frábær flutningur. Listrík tónlist og frábær flutningur TÓNLIST S k á l h o l t s k i r k j a Sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar flutti söngverk eftir Jón Nordal. Laugardagurinn 7. júlí, 2001. KÓRTÓNLEIKAR Jón Nordal Jón Ásgeirsson MIKIÐ kapp er nú lagt á að þýða bók Einars Más Guðmundssonar, Engla alheimsins, yfir á kínversku, en útgáfa bókarinnar á að sögn Commercial Press, líkt og þetta kínverska ríkisforlag hefur verið nefnt á ensku, að tengjast hátíð- arhöldum sem efnt verður til 27. október nk. vegna þess að 30 ár eru liðin frá því að Ísland og Kína tóku upp formlegt stjórnmálasamband. Ekki er langt síðan greint var frá þeirri fyrirætlan forlagsins að gefa Engla alheimsins út á kínversku, en bókin hefur nú þegar verið gefin út í 14 löndum og er auk þess unnið að því að þýða hana yfir á bæði kóre- önsku og serbnesku. Hefur Com- mercial Press nú ákveðið að tengja útgáfu hennar hátíðarhöldunum í haust. „Við höfum á síðustu árum látið þýða fyrir okkur úrval Íslend- ingasagna, og nú síðast Eddukvæð- in, þannig að það var eðlilegt fram- hald að snúa sér næst að íslenskum nútímabókmenntum,“ segir Yang Deyan, yfirmaður forlagsins sem ár hvert sendir eina 400-500 erlenda titla á markað í Kína og selur Kín- verjum um 20 milljónir bóka ár hvert. „Við höfum mikinn áhuga á að auka tengsl okkar við íslensk bóka- forlög og íslenska rithöfunda þar sem Íslendingar eru mikil bók- menntaþjóð og lesa meira en aðrar þjóðir ef mark er takandi á bókaút- gáfu og sölu á Íslandi,“ sagði Yang. Og er það Ólafur Egilsson, sendi- herra Íslands í Kína sem á heið- urinn af að hafa dregið athygli Kín- verja að verkum Einars Más. Auk útgáfu bókar Einars Más mun kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar eftir samnefndri sögu einnig verða kynnt Kínverjum, sem hluti af vikulangri íslenskri kvik- myndahátíð í Peking sem efnt verð- ur til sem hluta hátíðarhaldanna. Kristján Jóhannsson í Forboðnu borginni Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra Íslands, mun taka þátt í hátíðarhöldunum í haust, en hann verður í opinberri heimsókn í Kína um þær mundir. Þá mun Kristján Jóhannsson tenórsöngvari halda tónleika í Forboðnu borginni í Pek- ing, en stutt er síðan tenórarnir þrír, Pavarotti, Domingo og Carre- ras sungu þar. Caput-sveitin mun einnig skemmta Kínverjum með tónleikahaldi sínu, auk þess sem ís- lensk matargerð verður kynnt og Páll Stefánsson, ljósmyndari, sýnir verk sín. Englar alheimsins þýdd á kínversku ALDA Ármanna opnar mál- verkasýningu í vinnustofu sinni að Logafold 46 í Reykjavík á morgun, fimmtudag, kl. 18. Einnig verður garðurinn nýttur fyrir sýninguna og samveru. Sýnd verða ný og eldri verk, einkum olíumálverk, vatnslitir, collage eða samklipp, konu- eða gyðjumyndir, helgimyndir og einn- ig landið í vatnslit. Skáldkonan Anna S. Björnsdóttir les ljóð úr óbirtum verkum sínum og einnig verður tónlistarflutn- ingur. „Þetta er tilvalið tækifæri til að eiga notaleg ljóðræn samskipti við Grafarvog í gróandi náttúru. Veðurspáin er hagstæð,“ segir Alda Ármanna. Sýningin verður einnig opin föstudaginn 13., laugardaginn 14., og sunnudaginn 15. júlí frá kl. 11 til 16. Síðan eftir samkomulagi. Alda opnar vinnustofu- sýningu Verk eftir Öldu Ármönnu. Peking. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.