Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝHAFIN tónleikaröð Listvina- félags Hallgrímskirkju, „Sumartón- leikar við orgelið“, ætlar greinilega ekki að láta deigan síga miðað við fyrri sumarvertíðir og margt for- vitnilegt í vændum. M.a. vekur at- hygli nafn líklega yngsta orgelsnill- ings sem hingað hefur komið erlendis frá, þ.e. hinn aðeins 16 ára gamli þýzki Felix Hell, sem leggja mun til atlögu við Klaisinn 22. júlí nk. Sjálfsagt geta mannglöggir org- elfíklar jafnt sem almennir tónlist- arunnendur fundið ýmislegt við sitt hæfi á komandi sumartónleikum sem lýkur með leik bretónsku org- anistynjunnar Véronique Le Guen 26. ágúst. M.ö.o. hin vandaðasta sumardag- skrá. Og sama má að sumu leyti segja um prentuðu tónleikaskrána, þó svo að maður sakni stundum upplýsinga um höfunda og verk, eins og á tónleikunum á fmmtudags- kvöld. En eflaust er úr vöndu að ráða með plássið, úr því texti er hafður bæði á íslenzku og ensku. Seinna málinu virðist reyndar sízt vanþörf á, þar eð erlendir ferða- menn virðast í meirihluta meðal tón- leikagesta á þessum árstíma. Sé nánar farið ofan í sauma, mætti ann- ars hnjóta um frekar óskýra upp- setningu (höfundanöfn ættu t.d. að vera feitletruð, og einnig hefði mátt tilgreina áhöfn verka), auk fáeinna innsláttargloppna og tilskolana eins að eigna passíuskáldinu Hallgrími Péturssyni sálmalag eftir öldungis ónefndan Hafliða Hallgrímsson. Um komu hins sænska 16 manna (4+4+4+4) kammerkórs, Erik Westbergs Vokalensemble, má hins vegar alveg segja það strax, að þar var ósvikinn hvalreki á fjöru kom- inn. Kórmenning Svía er að vísu með því fremsta sem gerist og óhag- vönum hlustanda því örðugt um vik að meta hvar hópurinn kunni að standa á hátimbruðum mælikvarða heima fyrir. Hitt varð fljótlega ljóst, að miðað við íslenzka kórmennt, sem þrátt fyrir fámennið getur stát- að af þónokkrum frambærilegum sönghópum, áttu Svíarnir sér fáa ef nokkra hliðstæðu – nema helzt ef maður heyrði fyrir sér hvað orðið gæti úr Schola Cantorum Hall- grímskirkju í óvissri framtíð sem launuðum atvinnukór. Að stjórnandinn kynni sitt fag fram í fingurgóma birtist hlustend- um ekki síður dagskært í ofurfág- aðri mótun hans, er með sem næst lýtalausri tónstöðu, fullkomnu radd- jafnvægi og klukkunákvæmri tíma- samstillingu söngfólksins setti upp- lifun tónleikagesta í sérflokk allt til enda. Vissulega gat kórinn sungið sterkt, og það fallega, en kannski var það einkum hinn ljósvakatæra svífandi mýkt hans (með góðri að- stoð frá 5 sekúndu eftirhljómi Hall- grímskirkju) sem manni þótti hvað fágætust. Undramáttur áreynslu- leysisins kraftbirtist jafnt í þéttriðn- um hljómaklösum framsæknari nú- tímaverka sem í hefðbundnari stíl, og lítill vafi lék á því að hér fór kór sem réði nánast við allt. Helzt var erfitt að dæma um flúrsöngs- tæknina í þáttunum tveimur úr Sænskri messu Johans Helmich Romans, enda eftirhljómur hússins þar allt of mikill. Að öðru leyti má segja að verka- valið hafi hentað dável vandmeðfar- inni ómvist Hallgrímskirkju, enda hvað almenn gæði varðar undan- tekningalítið hinar ágætustu tón- smíðar. Festival Te Deum Brittens er glæsilegt lítið verk sem hefur elzt með sóma. Biegga Luothe, fyrra verk af tveim eftir Jan Sandström (f. 1954) var sérkennilegt fyrir sam- söng kórs og samíska jojkarans Joh- ans Märak, við undirslátt eins kór- tenórsins (Anders Erikssons að mér sýndist) á lútulaga Samabumbu. Náðist þar ferskt og frumlegt sam- spil milli hefða náttúruþjóðar og nú- tíma listmúsíkur í blöndu sem að anda var ekki fjarskyld hinu heillandi kanadíska kórverki Full Circle er sjónvarpsáhorfendur fengu að upplifa við landtöku lang- skipsins Íslendings á Nýfundna- landi í fyrrasumar. Í orgelspuna Mattiasar Wager kom sjálfstæður kontrapunktur miðlungi lítt fram og ekki frekar en endranær við slík tækifæri. Á hinn bóginn nýtti spilarinn sinfóníska litadýrð Klais-orgelsins af töluverðu hugviti og tengdi t.d. smekklega aft- an við seiðandi 6/8 taktfestu hins undangengna jojk-verks Sand- ströms með rammfornum dulræn- um „stórbumbuslætti“ á pedal. Nú vil ég í nafni þínu eftir Hafliða Hall- grímsson og Heyr himna smiður eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson hafa sjald- an verið þýðar sungin, og Ave Maria (1991) eftir hinn finnska Jaako Män- tyjärvi blett skemmtilega saman eterískri liggjandi við lágværan talklið. Kórinn söng meira út í Som såd- den förnimmer Guds välbehag (1949) eftir Sven-Eric Johansson (1919-97); prýðilegu nýklassísku a cappella verki sem – ugglaust af til- efni forns texta – ympraði að hluta á endurreisnarstíl. „Bach-mässa“ Er- lands Hildéns (f. 1963) fyrir orgel frá þessu ári átti nokkra góða spretti, en kom í heild fyrir sem daufasta atriði kvöldsins, mótað af frekar óinnblásnum framúrstefnu- lummum og mínímalískum langlok- um. Jan Sandström átti síðan heiður- inn af öðru verki eftir sig, Surge Aquilo, sem var hreint frábærlega sungið af bæði kór og einsöngvara (fyrrgetnum Anders Eriksson) og skartaði óvenjufrumlegri hljóma- beitingu í jafnt líðandi sem seiðandi mótun sem skildi áheyrendur bein- línis agndofa eftir af hrifningu. Stjórnandinn gat þar laðað fram kjarna óvefengjanlegrar perlu með að virtist engri fyrirhöfn, svo halda mætti að hann hefði samið verkið sjálfur, og verður vart lengra kom- izt í kórstjórnarlist. Munúðarfullt en samt einkennilega Ófelíulegt hrein- lyndi verksins, sem þrátt fyrir gjör- ólík efnistök og þéttofinn módern- ískan raddavef minnti einhverra hluta vegna á „Puccini“-aríu Orffs í Carmina Burana, In trutina, varð manni ógleymanlegt í snilldarlegri túlkun Svíanna. Síðasta atriði á skrá voru 12. og 13. þættirnir úr Sænsku messu Romans; vissulega Händelískur stíll, en engu að síður uppljómaður af sérnorrænni heiðríkju. Kórinn flutti þessa örvandi barokktónlist með laufléttum glæsibrag við af- burðagóðan orgelleik Wagers, er hljóp í skarð hljómsveitar af lipurð og sérlega smekklegri registrun. Kórinn klykkti síðan út með fallegri sænskri miðsumarvísu (þrátt fyrir svolítið jólalegan pastoral-keim), og var sannarlega eftirsjá að því að þurfa að sjá á bak honum eftir svona stuttan stanz. Undramáttur áreynsluleysisins TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Kór- og orgelverk eftir Britten, Sandström, Wager, Hafliða Hall- grímsson, Mäntyjärvi, Johansson, Þorkel Sigurbjörnsson, Hildén og Roman. Erik Westbergs Vokalen- semble; Mattias Wager, orgel; Jo- han Märak, jojk. Stjórnandi: Erik Westberg. Fimmtudaginn 5. júlí kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson NÝLISTASAFNIÐ býður að þessu sinni upp á fjórar mjög mis- jafnar og mismunandi sýningar. Eins og fyrri daginn skortir tilfinn- anlega upplýsingar um listamenn- ina sem skipta með sér sölum safnsins. Einn eða tveir einblöð- ungar eru á stangli, og tveir lista- menn sem finna hjá sér hvöt til að miðla einhverjum upplýsingum eru Karen Kersten, Bandaríkjamaður- inn í hópnum og Ómar Smári Krist- insson. Trúlega hafa þau vanist þeirri samkeppni sem gerir lág- markskröfur til sýnenda og ætlast til að þeir hugi eilítið að því sem þeir eru að sýna. Í SÚM-salnum sýnir Philip von Knorring - ef til vill sama gamla kempan og kynnti í byrjun áttunda áratugarins, ásamt Nam Jun Paik, dásemdir myndbandalistarinnar fyrir frændum okkar Finnum – hring af klassískum stöplum með litlum skjám sem nema umhverfið. Einnig eru hljóðverk þar sem lista- maðurinn fer á kostum í hláturs- rokum. Á pallinum veltir Ómar Smári Kristinsson fyrir sér þeim almæltu sannindum að allt byggist á fyr- irmyndum; eftiröpun sem vill ná fyrirmyndinni án þess að vera full- komið ígildi hennar. Góð hugmynd, en Ómari Smára tekst ekki að fylgja henni eftir sem skyldi og má þar ef til vill um kenna miðlinum, teikningunni, og dauflegri uppsetn- ingunni. Í gryfjunni hreiðrar Daníel Þ. Magnússon um sig með sexhyrnda gólfhellu, teikningu af sjónvarps- skjá og tvær tölvuprentsmyndir, að því er virðist, í gagnkvæmum litum. Ágætisframlag, svo langt sem það nær, en rýrara og átakaminna en við mátti búast af jafngóðum og til- þrifamiklum listamanni. Karen Kersten í forsalnum virð- ist vera eini sýnandinn á sýning- unni sem ekki teflir niður hæfileikum sínum. Hún sýnir við- burðinum þá virðingu að gera sitt besta, og tekst með fáguðu efnisvali og hnyttinni framsetningu að snerta áhorfandann þannig að hon- um finnst heimsóknin í safnið hafa verið ferðarinnar virði. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá forsal Nýlistasafnsins, þar sem Karen Kersten sýnir verk sín. Misjafnar sýningar MYNDLIST N ý l i s t a s a f n i ð Philip Von Knorring, Ómar Smári Kristinsson, Karen Kersten & Daní- el Þ. Magnússon. Til 15. júlí. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-17. BLÖNDUÐ TÆKNI Halldór Björn Runólfsson Bræðslu- minjasafnið Grána kl. 20. Lygavaka. Kvöldvaka með lygasög- um, fjölda- söng og vísnakveð- skap. Allir viðstaddir taka þátt í dagskránni. Þjóðlagahátíð á Siglufirði UNGLINGAKÓR Selfosskirkju heldur tónleika í kirkjunni í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Kórinn er á förum til Spánar til þátttöku í kórakeppni og alþjóðlegri tónlistarhátíð í Cantonigros, ásamt um 40 öðrum kórum. Unglingakór- inn syngur einnig við hámessu á sunnudaginn í Dómkirkju í Barce- lona, heimsækir skóla og heldur tón- leika. Á efnisskrá kórsins eru íslensk og erlend kirkjuleg verk, m.a.nýtt verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Maríu- söngvar eftir Báru Grímsdóttur og G. Verdi, einnig íslensk þjóðlög og sönglög. Stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir og píanóleikari Sólveig Anna Jónsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Unglinga- kór í Sel- fosskirkju SÍÐASTI fyrirlesturinn í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Menning, mál og samfélag, verður á morgun, fimmtudag kl. 13.30-15. þar fjallar Ólafur H. Torfason rithöfundur um þróun og sögu íslenskrar kvik- myndagerðar. Fjallað verður um myndir sem hafa markað þáttaskil og sýnd verða myndbrot. Fyrirlest- urinn verður fluttur á dönsku. Fyrirlestur um íslenska kvik- myndgerð FIMMTUDAGSSKEMMTUN verður á Café Riis á Hólmavík annað kvöld. Þá ætlar Ása Ketilsdóttir að flytja barnagælur og þulur í gömlum stíl kl. 21.30. Þulur á Hólmavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Í BANDARÍSKU gamanmynd- inni Þróun eða „Evolution“ lendir loftsteinn (kallaður hrapsteinn í ís- lenskri þýðingu myndarinnar) í auðninni í Arizona og þegar tveir háskólakennarar taka að rannsaka hann komast þeir að því að það leynist líf með honum og lífver- urnar þróast með hreint ótrúleg- um hraða. Þær virðast keimlíkar þeim verum sem fyrstar urðu til á jörðinni og svo virðist eins og þró- unarsaga jarðlífsins ætli að end- urtaka sig í einum grænum hvelli. Úr þessu hefði ugglaust verið hægt að gera fína spennumynd eins og ætlunin mun hafa verið í fyrstu en leikstjórinn góðkunni, Ivan Reitman, sá í handritinu mögulega grínmynd og lét breyta því að þörfum sínum sem gaman- myndaleikstjóra. Hann reynir að kalla fram grínið í sögunni með ýmsum hætti en mistekst í flestum tilvikum. Reitman fær eins og oft áður kræsilegt leikaralið sér til aðstoð- ar en það er eins og leikararnir hafi ekki vitað almennilega hvern- ig þeir áttu að haga sér. David Duchovny úr Ráðgátum fer með aðalhlutverkið og það eitt á að vera fyndið; leikarinn segir auðvit- að á einum stað að hann treysti ekki embættismönnum ríkisins og verður eins og Mulder í framan. Orlando Jones leikur félaga hans og er trúðurinn í myndinni; hann kemst næst því að kalla fram hlát- ur. Julianne Moore leikur vísinda- mann sem er sífellt að detta á rassinn; ástarsamband hennar og Davids er óvart hlægilegt. Seann William Scott leikur bjána í slökkviliðinu og Ted Levine er brjálaði hershöfðinginn sem vill sprengja allt saman í loft upp. Það eru enn slitur af spennu- mynd í „Evolution“, sem eru bestu hlutar hennar, en annars er hér aumt grín á ferðinni. Reitman reynir að gera myndina í anda gömlu geiminnrásarmyndanna frá sjötta áratugnum og jafnvel í anda Draugabana, þekktustu myndar sinnar, en klúðrar því. Það er hvorki spenna í myndinni né raun- verulegt grín þótt Reitman leggi áherslu á brandarana. Úr verður eins konar afstyrmi sem veit ekki í hvort fótinn það á að stíga og fell- ur loks kylliflatt. Í einum grænum hvelli KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , L a u g - a r á s b í ó , S a m b í ó i n Á l f a b a k k a , B o r g a r b í ó A k u r e y r i o g N ý j a b í ó K e f l a v í k Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit: Don Jakoby ofl. Aðalhlutverk: David Duchovny, Orando Jones, Seann William Scott og Julianne Moore. 95. mín. „EVOLUTION“ /2 Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.