Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 33 Auðvitað er söknuðurinn þó trega- blandinn því allt of stutt virðist síðan hann lauk farsælum starfsferli í Dóm- kirkjusöfnuðinum. Fram undan áttu að vera góð ár í næði og hvíld eftir önn starfsins, ár helguð fjölskyldu og hugðarefnum. Ef hægt er að segja að einhver eigi slíkt sannarlega skilið, þá var það örugglega hann sr. Hjalti. Af fullkom- inni trúmennsku hafði hann gegnt prestsembætti í kirkjunni, þjónað þeim Drottni sem mætti honum ung- um í KFUM og hann hafði æ síðan kappkostað að fylgja. Öll þjónusta sr. Hjalta einkenndist af hógværð og kærleika. Hann tran- aði sér hvergi fram en vann verk sín með einlægri alúð og eðlislægri hlýju sem skilaði sér. Ég veit t.d. að hann ávann sér velvild og væntumþykju fermingarbarnanna án þess að gera neitt sérstakt til þess að setja sig inn í hugarheim þeirra eða elta tískuból- urnar. En í honum sáu þau föðurlega góðvild og sanna umhyggju sem reyndist þeim fagur og eftirminnileg- ur vitnisburður um kærleika Guðs. Sama prúðmennskan og elskusem- in einkenndi alla framgöngu sr. Hjalta. Í huga hans virtist ekkert kynslóðabil innan prestastéttarinnar. Þótt ég sé t.d. hátt í þrjátíu árum yngri kom hann frá fyrstu tíð fram við mig sem jafningja í hópi presta. Það meta ungir menn og fyrir vikið hefi ég alltaf borið sérstaka virðingu fyrir honum. Það var alltaf ánægjulegt að hitta hann, hvort sem var á fundum í pró- fastsdæminu eða á förnum vegi. Röddin djúp og traustvekjandi, hand- takið hlýtt og mjúkt, augnaráðið blítt og milt. Þannig var sr. Hjalti eins og óhagganlegur klettur – þótt aðstæður væru oft óblíðar og öldurnar hefðu vissulega gengið yfir lífsfley hans. En líf hans sjálfs var grundvallað á bjargi aldanna; í trú, von og kærleika lifði og starfaði sr. Hjalti. Nú hefur hann verið kallaður heim – þangað sem trúin er orðin skoðun og vonin rætist en kærleikurinn lifir að eilífu, í himneskri dýrð Guðs. Guð blessi ávöxt þjónustu sr. Hjalta og umvefji í söknuðinum þau sem næst honum stóðu, eiginkonuna, dæturnar og fjölskylduna alla. Sr. Ólafur Jóhannsson. Kveðja frá Dómkirkjusöfn- uðinum í Reykjavík Sr. Hjalti Guðmundsson, fyrrver- andi dómkirkjuprestur, lést í Reykja- vík hinn 2. júlí sl. á sjötugasta og fyrsta aldursári. Hann átti þá að baki meir en fjörutíu ára farsæla þjónustu sem prestur. Sr. Hjalti verður í dag kvaddur hinstu kveðju frá Dómkirkj- unni í Reykjavík, en þar var starfs- vettvangur hans í nær aldarfjórðung eða frá árinu 1976 þar til í febrúar á þessu ári er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Séra Hjalti naut alla sína starfsævi ástar sóknarbarna sinna og virðingar enda einstakt ljúfmenni. Kringum hann ríkti ávallt ró og heið- ríkja, skær samhljómur hreinna tóna sem mynduðu þá ljúfu og þýðu hljóm- kviðu er hæfir húsi Guðs. Hann var mikill og einlægur trúmaður, bæn- heitur en af hjarta lítillátur. Öll prestsverk leysti hann sérlega vel af hendi, gæddi þau á sinn smekkvísa hátt í senn virðuleika og einlægni. Samskipti séra Hjalta við okkur, er störfuðum í sóknarnefnd Dómkirkj- unnar, voru ávallt með hinum mestu ágætum. Hvorki ráðríki né stærilæti var að finna í skapgerð hans eða per- sónuleika, hvað þá heldur frekju og yfirgang. Öll framkoma hans ein- kenndist af þeirri hlýju og ljúf- mennsku sem hlaut að laða fram traust og djúpa virðingu hjá þeim er umgengust séra Hjalta. Hann var allra manna glaðastur á góðum stund- um og kunni vel þá göfugu list að gleðjast yfir litlu. Í sál hans átti hljómlistin djúpar rætur og aldrei var hann glaðari en þegar hann hlýddi á eða tók þátt í góðum söng eða settist við slaghörpuna og miðlaði öðrum af ríkulegri tónlistargáfu sinni og tóna- gleði. Verðleikar séra Hjalta voru miklir og verða seint taldir en lestir fáir. Sóknarbörn séra Hjalta og vinir munu sárt sakna hins góða félaga og hirðis er hann nú hverfur þeim yfir móðuna miklu að mæta skapara sín- um sem hann svo dyggilega þjónaði af svo mikilli ást og djúpri lotningu. Við söknum hátíðlegra alvörustunda í Dómkirkjunni sem hann með per- sónuleika sínum gæddi blæ trúar- trausts, mildi og umburðarlyndis. Við söknum líka glaðværra stunda yfir kaffibolla eða súpudiski í safnaðar- heimilinu, en ekki síst söknum við stunda kringum hljóðfærið í glöðum söng. Eftirlifandi eiginkonu sr. Hjalta, frú Salome Ósk Eggertsdótt- ur, dætrum þeirra, barnabörnum og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur á þessum tímum sorgar og saknaðar og biðjum góðan Guð að blessa þau og styðja um ókomin ár. Auður Garðarsdóttir, formaður sóknarnefndar. Kveðja frá Karlakórnum Fóstbræðrum Við fráfall Séra Hjalta Guðmunds- sonar sjá Fóstbræður á eftir ljúfum félaga og góðum söngmanni. Séra Hjalti gekk til liðs við Karlakórinn Fóstbræður árið 1950, þá 19 ára menntaskólanemi, og starfaði með kórnum í áratugi. Síðustu tónleika söng hann með Fóstbræðrum árið 1991 en var virkur félagi í Gömlum Fóstbræðrum eftir það. Séra Hjalti var í framvarðarsveit Fóstbræðra þann tíma sem hann starfaði með kórnum, var m.a. tvívegis kjörinn for- maður Fóstbræðra, árin 1962–1964 og 1980–1981. Hann tók auk þess að sér ýmis störf fyrir kórinn, enda afar bóngóður maður ef til hans var leitað. Séra Hjalti var einn þeirra fjölmörgu félaga í Fóstbræðrum sem ann þeim félagsskap afar heitt. Hugðist hann nú eyða meiri tíma með Gömlum Fóstbræðrum en hann hafði getað um skeið vegna ýmissa verkefna sem nú sá fyrir endann á. Í viðtali við Morg- unblaðið 28. janúar sl. hafði Séra Hjalti orð á því hversu félagsskapur- inn með Fóstbræðrum hefði verið sér mikilvægur og að hann hafi nánast verið fæddur inn í Fóstbræður. Þar sagði hann m.a: „Faðir minn, Guð- mundur Sæmundsson, söng með kórnum og móðurbróðir minn, Frið- rik Eyfjörð, var þar líka. Ætli ég hafi ekki verið um sjö ára þegar ég fór að fara á tónleika og hlusta á Fóstbræð- ur. Það hafði mikil áhrif á mig.“ Séra Hjalti sinnti öllu starfi fyrir Fóst- bræður af mikilli samviskusemi og minnist undirritaður m.a. þess þegar kórinn, í formannstíð séra Hjalta, hélt svokallaðar haustskemmtanir til fjár- öflunar, þá stóð hann vaktina langt fram á nótt til þess að gæta þess að allt færi vel fram, þótt hann væri einn þeirra fáu kórmanna sem áttu skyld- um að gegna í starfi sínu á sunnu- dagsmorgnum. Séra Hjalti var afar músíkalskur maður, hafði yndi af því að syngja með félögum sínum, auk þess sem hann lék á hljóðfæri. Söng hann ávallt annan bassa með Fóstbræðrum. Fyr- ir hönd Fóstbræðra flyt ég frú Sal- óme, dætrum þeirra og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Jón Þorsteinn Gunnarsson. Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni. Sál mín hrósar sér af Drottni, hinir hógværu skulu heyra það og fagna. Miklið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans. Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum. (Davíðssálmur 34.) Rödd séra Hjalta hljómaði styrk og voldug, bar boðskapinn skýrt um kirkjuna. Söngur hans var okkur öðr- um sem tókum þátt í guðsþjónustunni hvatning um að taka myndarlega undir lofsönginn, sameinast í lofgjörð til Drottins. Slíka minningu um séra Hjalta Guðmundsson eiga fjölmargir, hvort heldur þeir sem nutu prests- þjónustu hans sem og vinskapar; muna eftir hvernig styrk rödd hans bar fram Guðs orð í söng eða ræðu og kallaði aðra með. Þessa mynd eiga söfnuðirnir sem hann þjónaði á ríflega fjörutíu ára prestsskapartíð sinni, bæði hér á landi sem og meðal Íslend- inga í Vesturheimi. Ótal myndir koma einnig fram í huga okkar, kollega hans, sem fengum að njóta samvista við þennan hógværa og elskulega mann um árabil. Séra Hjalti var dug- legur að sækja fundi presta þar sem hann lagði aldrei nema gott eitt til allra manna. Af alþekktu lítillæti lét hann ekki mikið á sér bera, teygði ekki lopann í umræðum, en eftir orð- um hans var vel tekið. Í góðum hópi kom síðan húmoristinn séra Hjalti fram á sjónarsviðið og jók gleðina á góðum stundum. Fráfall séra Hjalta kom óvænt. Fyrr á þessu ári höfðum við glaðst með honum að geta nú sjö- tugur að aldri notið rólegri daga eftir að hafa sinnt annasamri prestsþjón- ustu í áratugi. Við kollegar hans bú- um að fögrum minningum um ljúfan bróður sem við kveðjum með þökk og virðingu og lofsöng í hjarta til Drott- ins Guðs fyrir allt er hann gaf með lífi sínu og starfi. Guð styrki og blessi eiginkonu hans, frú Salóme Ósk Egg- ertsdóttur, dætur þeirra og fjöl- skyldu. Jón Helgi Þórarinsson, formaður Prestafélags Íslands. Mikil eftirsjá er að slíku ljúfmenni sem séra Hjalti Guðmundsson var alla tíð. Enginn gaf betra fordæmi um kristilegan kærleik, skilning og hlý- legan stuðning við náungann í gleði og raunum og höfum við sem syngjum í Dómkórnum alla tíð notið góðmennsku sr. Hjalta í okkar sam- skiptum. Við minnumst þess til dæmis að hann lét aldrei hjá líða að hrósa kórnum og þakka fyrir söng, bæði við messur og á tónleikum. Það lýsir honum e.t.v. best að það var ein- mitt þegar okkur fannst frammistað- an ekki sérlega góð sem hann lagði sig fram um að hrósa okkur sem mest. Dómkórinn þakkar Hjalta sam- veruna og vinskapinn í gegnum árin og vottar fjölskyldu hans dýpstu sam- úð. Dómkórinn í Reykjavík. Kveðja frá MG-félagi Íslands Leiðir okkar Hjalta lágu saman þegar undirbúningur hófst að stofnun MG-félagsins og hófust þá kynni okk- ar. Séra Hjalti var einn af hvatamönn- um að stofnun félagsins og sat hann í stjórn þess frá stofnun árið 1993. Þegar við hjá MG-félaginu minn- umst séra Hjalta er efst í huga hversu traustur og tillögugóður hann var og áfram um að auka þyrfti þekkingu og kynningu á myasthenia gravis-sjúk- dómnum. Ég þekki ekki mörg félög en stjórnarfundirnir hjá MG-félaginu voru með skemmtilegri samkomum og þar naut sín vel hin trausta og ró- lega framkoma hans og umvefjandi hlýja, ásamt góðri kímni. Hjalti hristi af okkur hræðsluna og feimnina með sinni hægð. Við hjá MG-félaginu kveðjum nú traustan félaga og góðan vin. Innilegar samúðarkveðjur sendum við til Salome og fjölskyldunnar. Blessuð sé minning Hjalta Guð- mundssonar. Ólöf Steinunn Eysteins- dóttir formaður. Kær frændi minn, Hjalti Guð- mundsson, er látinn. Ég fékk þessa óvæntu sorgarfrétt á sólbjörtum sumardegi norður í landi og hef raun- ar ekki fyllilega gert mér grein fyrir þessu enn. Frá því að ég man eftir mér hefur Hjalti alltaf verið til staðar, traustur, hlýr og óhagganlegur hluti af tilverunni. Móðir Hjalta, Ingibjörg Eyfjörð, var elsta systir föður míns, Friðriks Eyfjörð. Ingibjörg varð ung ekkja. Hún bjó með Hjalta, yngri systur hans Stefaníu og Jórunni ömmu okkar á Túngötu 39. Foreldrar mínir bjuggu líka fyrstu hjúskaparár sín í húsi Ingibjargar. Ég fæddist í þessu góða húsi og bjó í frændgarði eins og blómi í eggi fyrstu 5 ár ævinn- ar. Hjalti var stórkostlegur frændi. Hann var á síðustu árum í mennta- skóla og að byrja í háskóla á þessum árum, en gaf sér samt tíma til að leika við mig. Hann spilaði fyrir mig á pí- anó, spilaði alls konar plötur og svo fékk ég að hlusta með honum á BBC. Reyndar held ég að hann hafi tekið þetta menningaruppeldi nokkuð al- varlega því hann kom oft með plötur sem hann hafði valið sérstaklega fyrir mig, eins og t.d. Hnotubrjótinn og Pétur og úlfinn. Hann kynnti mig líka fyrir Bach, sem var hans uppáhalds- tónskáld á þessum árum, og Beet- hoven. Ég man vel eftir myndum sem hann átti af þeim báðum og að ég velti fyrir mér hvers vegna Beethoven væri svona reiður. Hjalti keypti líka National Geographic og leyfði mér að skoða þessi framandi blöð að vild, þótt ég væri ekki nema fjögurra eða fimm ára. Þessi stóri frændi minn var ótrúlega þolinmóður og skemmtileg- ur að útskýra allt mögulegt og ómögulegt. Tónlist var helsta áhugamál Hjalta. Hann var ágætur píanisti og var gæddur þeim frábæra hæfileika að geta spilað af fingrum fram. Það var mikið sungið í fjölskyldunni og Hjalti spilaði undir. Það var æfður alls kon- ar söngur; einsöngur, Gluntar og svo voru þeir pabbi og Hjalti virkir í karlakórnum Fóstbræðrum alla tíð. Hjalti var mjög tónvís og sem dæmi um það má nefna að hann „kenndi“ sjálfum sér á flautu þegar hann var prestur í Stykkishólmi vegna þess að það vantaði flautuleikara í lúðrasveit staðarins. Hjalti hafði brennandi áhuga á söng og óperum. Hann kunni deili á öllum helstu söngvurum heims og átti upptökur með fjölda þeirra. Hann átti frábært safn af óperuupp- tökum sem Stefanía systir hans átti stóran þátt í að safna handa honum. Það má segja að hann hafi farið í óp- eru-pílagrímsferðir, bæði í Metro- politan-óperuna í New York og til Bayreuth, en hann var mikill Wagner aðdáandi á seinni árum. Hjalti hefur alla tíð verið föður mínum sem besti sonur. Pabbi var Hjalta stoð og stytta þegar hann missti föður sinn ungur og síðustu ár hefur Hjalti verið einstaklega natinn við að heimsækja aldinn frænda sinn og rabba við hann löngum stundum. Söknuður föður míns er mikill. Hann hefur horft á eftir flestum vinum sín- um og jafnöldrum, en það er enn erf- iðara að kveðja næstu kynslóð á eftir. Elsku Salóme, Ragnhildur, Ingi- björg og börn, og elsku Dinna, við pabbi, Robert, Edda og Friðrik send- um ykkur innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góðan mann lifir með okkur öllum. Jórunn Erla Eyfjörð. „Ég er reyndar ekki farinn langt í burtu“ segir sr. Hjalti í lok þakkar- og kveðjubréfs, sem hann skrifaði til Kirkjunefndarinnar þegar hann lét af störfum, en reyndin varð önnur og sannast nú sem endranær að stutt er á milli lífs og dauða. Snöggt andlát sr. Hjalta kom okkur mjög á óvart, og söknum við góðs manns sem hefur verið okkur samferða gegnum árin í starfi okkar. Minningarnar eru marg- ar og góðar. Sr. Hjalti var alltaf já- kvæður og fljótur að verða við bón okkar ef við þurftum á að halda og studdi okkur vel í starfi. Við áttum margar góðar samverustundir með honum í dagsferðalögum okkar sem var viss atburður á hverju ári og þá var glaðværð yfir hópnum. Ógleym- anlegir eru jólafundirnir þegar hann sat við hljóðfærið og spilaði jólalögin og allir sungu með, og bingókvöldin sem voru skemmtikvöld hjá okkur konunum. Ekki má gleyma er hann kom á fundi og bað fyrir starfi okkar til góðs og að við gætum látið gott af okkur leiða. Allar þessar stundir hafa einkennst af glaðværð og kærleika. Kæru Salóme Ósk, Ingibjörg, Ragn- hildur og afabörnin. Minning um góð- an mann hverfur aldrei, hún lifir áfram með okkur. Með virðingu og þökk. F.h. Kirkju- nefndar kvenna Dómkirkjunnar. Ásta Einarsdóttir.                                  !      "    ! #$   ! #%&&   !"  !#  $ !#!%&" # & & " &' ##(  &  #!%&" &") &' #!%&"  " (" *  )##( &  &' #!%&"  " +%" "& ##(  $ !" &' ##( "&#  " !#!%&" , " ," ( , " , " ," -         '( .   /    )   *+  ,   -    .  !      "    -  /  #  !# *  )#!%&" .#" &"0% #!%&"  0% 1"   & & " 23  " .#" . 45#&   "&# #5#" ( 0 #5 ! - EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.