Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                             !! "   #    $  %  !   &   ! %    !  $  '%  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG hef oft verið að velta fyrir mér, hverjir muni helst græða á verk- föllum og hef, eftir margar vanga- veltur komist að raun um, að það séu engir, fremur að sé um tap að ræða hjá öllum aðilum. Venjulega fer fólk (hópar fólks) í verkfall til að krefjast hærri launa, annaðhvort hjá ríki eða sveitarfélögum, stend- ur í samningaþófi í 1–3 mánuði, til að fá 10–20–30% kauphækkanir, en til hvers? Um leið og þessar svo- kölluðu kjarabætur hafa fengist, stendur fólk í sömu sporum og áð- ur, fremur öllu verri, því á sama tíma hefur öll vara og þjónusta hækkað að sama skapi og jafnvel skattar verið hækkaðir til samræm- is við „kjarabæturnar“. Það tekur fólk oft nokkur ár að vinna upp tapið, sem skapast hefur við það, að hafa verið kauplaust í þann tíma, sem verkfallið hefur staðið. Margt fólk heldur að ríkið og sveitarfélögin séu eitthvað „appa- rat“, sem sé því óviðkomandi, eins og eplatré úti í garði, sem hægt sé auðveldlega að tína ávextina af þegar því hentar, en það er mesti misskilningur. Ríkið og sveitar- félögin eru bara við sjálf, sem bú- um á þessu fallega og friðsæla landi. Með því að fara sífellt fram á hærri laun, á hverju ári, eru menn einungis að færa fé úr öðrum vas- anum yfir í hinn, sem kannski er með gati í botninum. Ég hef ætíð haft þá skoðun, að aðalatriðið sé ekki að fá sem allra mestu launin, heldur að fara betur með þau laun, sem aflað er en fólk almennt gerir. Ég get nefnt nokkur dæmi um það, hvernig fólk (almennt) gæti látið laun sín duga betur: 1) Það gæti dregið verulega úr reykingum sínum, uns það hætti þeim alveg. 2) Það gæti dregið verulega úr áfengiskaupum sínum. 3) Það gæti verulega minnkað við sig í mat og drykk. 4) Það gæti minnkað kaup á alls kyns „drasli“, sem það hefur engin not fyrir. (Ég hef komið inn á heimili, þar sem vart er hægt að þverfóta fyrir leikföng- um barna, sem þau virðast ekki hafa neinn áhuga á, þegar til lengdar lætur. Þau vaxa fljótt úr grasi og eru farin að stunda tölvuleiki fyrr en nokkurn órar fyrir.) 5) Það gæti gengið meira (sér til heilsubótar), skilið bílinn eftir heima og sparað með því talsvert bensín. 6) Það gæti fækkað utanlandsferð- um sínum umtalsvert og þá gjarnan ferðast meira hér innan- lands, eftir því sem efni og ástæður leyfa. Svona mætti lengi telja, en ég læt þetta nægja að sinni. Góðir Íslendingar, temjið ykkur nægjusemi – það er að segja þeir, sem vita hvað orðið nægjusemi þýðir. Verið ekki sífellt að kaupa hluti, sem þið hafið engin not fyrir. Hugsið um að greiða skuldir ykkar fyrst og notið svo afganginn til að skemmta ykkur fyrir, nú og ef eng- inn afgangur er, þá sleppið því að fara í bíó eða leikhús í það sinn, farið bara út að ganga í góðu veðri og njótið hinnar fallegu náttúru, sem hvarvetna blasir við augum ykkar! Þið, sem ung eruð að árum, vitið ekkert um kreppuástandið sem ríkti hér á landi og víðar í heiminum í mörg ár eftir fyrri heimsstyrjöldina, 1914–1918. Á þeim árum höfðu margir ekki til hnífs og skeiðar, en flestir voru þó ánægðir með sitt og fólk lærði fljótt að lifa samkvæmt þeim „sult- arlaunum“, sem það hafði. Þá bar fólk sig saman við líf þorra manna í öðrum löndum, þar sem ástandið var engu skárra. Ég ætla ekki að hafa þennan pistil öllu lengri, en segi þó enn og aftur: Verið ekki sífellt að heimta meira og meira af ríkinu, sem er ekkert annað en við sjálf, sem bú- um á þessu fallega landi, laus við allar hörmungar stríðs og upp- lausnar, sem margar aðrar þjóðir mega þola, svo árum skiptir. Með vinsemd og virðingu fyrir Íslandi: SIGURGEIR ÞORVALDSSON, Mávabraut 8c, Keflavík Hver græðir á verkföllum? Frá Sigurgeiri Þorvaldssyni: UNDIRRITAÐAN rak í rogastanz, þegar hann las í Fiskifréttum 6. júlí að Nasco ehf. í Bolungarvík hefði átt hlut í eða séð um útgerð fimm rækju- frystitogara. Ég vissi ekki annað en að það Nasco, sem gerði þessa togara út, hefði verið með aðsetur á Höfða- bakka í Reykjavík, í húsi sem gjarn- an er kennt við Watergate vestan hafs. Nasco í Bolungarvík hefði verið hreint dótturfyrirtæki þessa Nasco í Reykjavík og einungis annast rekst- ur rækjuverksmiðju í Bolungarvík, sem varð gjaldþrota í kjölfar gjald- þrots móðurfyrirtækisins. Ekki veit ég hvort hér er um að ræða fáfræði þessa greinarhöfundar í Fiskifréttum, sem var svo lítillátur að láta ekki nafns síns getið, eða hvort hér á ferðinni nýstárleg tilraun til að eigna Bolvíkingum rekstrar- mistök stjórnenda í Reykjavík. Þeg- ar blað, sem eingöngu fjallar um sjávarútvegsmál, er að segja frá gjaldþrotum stórra fyrirtækja í greininni, er lágmark að þeir viti um aðsetur fyrirtækisins og stjórnenda þess. ÓLAFUR B. HALLDÓRSSON, Góuholti 9, Ísafirði Að feðra börnin rétt Frá Ólafi B. Halldórssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.