Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 43
mótinu þar sem hann hafði svart gegn Peter Acs (2509). Svartur virðist ekki í mikilli taphættu eftir 31...Dxg3+ 32.fxg3 Hg7 en jafntefli er stundum verra en tap í aug- um Viktors. Hann reyndi því 31...Dxg5?? en eftir 32.Dxg5 gxh5 33.Ha8! sá hann sér til skelfingar að hann verður hróki undir og gafst upp. VIKTOR Kortsnoj (2643) stendur á sjötugu og hafa margir skákviðburðir verið haldnir í ár í tilefni af því. Helsti andstæðingur hans til margra ára, Anatoly Karp- ov, var fimmtugur á árinu en hins vegar hefur verið mun minna gert úr því. Viktori grimma gekk illa til að byrja með á EM einstaklinga í Ohrid í Makedóníu og allt útlit var fyrir að loksins sæjust einhver ellimerki á kappanum. Hins vegar tók hann sig á og endaði mótið með ásættanlegum ár- angri. Staðan er frá slæma kaflanum í SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 43 DAGBÓK NORÐMENN og Íslending- ar mættust í síðustu umferð EM á Tenerife, en Norð- menn höfðu þá fyrir löngu tryggt sér öruggt sæti á HM og voru að berjast um fyrsta sætið við Ítali. Forskot Ítala var umtalsvert – 16 vinnings- stig – en gat þó horfið í einni umferð. Síðasta umferðin var mjög villt; mikið um spil á slemmumörkunum og bar- áttuspil á háu nótunum, sem buðu upp á sveiflur. Fyrsta sveiflan datt í dálk Íslands: Austur gefur; enginn á hættu. Áttum snúið. Norður Norður ♠ KD10873 ♥ Á95 ♦ 1042 ♣ D Vestur Austur ♠ 942 ♠ G5 ♥ 87 ♥ 10642 ♦ K5 ♦ DG873 ♣ ÁK8763 ♣ 105 Suður ♠ Á6 ♥ KDG3 ♦ Á96 ♣ G942 Í opna salnum voru Magn- ús Magnússon og Þröstur Ingimarsson í AV gegn Erik Sælensminde og Boye Brogeland í NS. Vestur Norður Austur Suður Magnús Boye Þröstur Erik -- -- Pass 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Þeir Erik og Boye eru mjög slemmusæknir, eins og sjá má af þessari sagnröð. Eftir yfirfærslu í spaða gefur Boye „splinter-sögn“ og býð- ur upp í slemmudans. Erik lætur ekki bjóða sér tvisvar og niðurstaðan var þessi vonda slemma. En vond eða góð, stóra spurningin er alltaf – vinnst hún eða ekki? Magnús kom út með laufás og skipti yfir í tromp. Erik tók slaginn heima og trompaði strax lauf. Tía austurs var mjög athygl- isvert spil og vonarglampi kviknaði í augum Eriks. Hann tók næst KD í trompi og spilaði hjarta fjórum sinn- um og henti einum tígli úr borði. Svo kom laufgosi og Magnús lét smátt spil án um- hugsunar. Nú fór Erik að huga að kerfiskorti þeirra Magnúsar og Þrastar: „Hvernig spilið þið út frá ÁK?“ spurði hann Þröst? „Kóngur biður um talningu, ás um kall eða frá- vísun,“ svaraði Þröstur og Erik sá það staðfest á kerf- iskortinu. Hann íhugaði mál- ið drjúga stund, en ákvað svo að spila Þröst upp á K10x og trompaði laufgosann. Einn niður, og það mátti þakka þeirri vandvirki Magnúsar að spila út laufás en ekki kóng. 11 IMPar unnust á þessu spili, en það dugði skammt, því Norðmenn voru í banastuði og tóku inn hverja sveifluna á fætur ann- arri og unnu leikinn 24-6. En Ítalir gáfu ekki á sér högg- stað og unnu sinn leik gegn Tyrkjum 16-14, svo röðin á toppnum breyttist ekkert. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú leggur mikið upp úr öryggi og vistlegu umhverfi og ert því öðrum góð fyrirmynd. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagdraumar eru góðir þeg- ar þeir eiga við en raunveru- leikinn er yfirleitt annar. Hafðu þetta hugfast áður en þú gengur að samningaborð- inu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að fara ofan í saum- ana á verkefni þínu áður en þú hefst handa. Þú munt svo sannarlega ekki tapa á því í þetta sinn, frekar en áður. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er komið að því að fjár- festa arðinn af erfiði þínu. Flýttu þér samt hægt því til- boðin eru margvísleg og margt er að varast í þessum efnum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er erfitt að gera svo öll- um líki og reyndar er það sjaldan besti kosturinn. Hafðu það í huga þegar þú ákveður hvaða tökum þú beitir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einhver óánægja gæti kom- ið upp varðandi ákvarðanir þínar í starfi. Hafðu hægt um þig þar til öldurnar lægir og þú ert aftur á lygnum sjó. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert með óþarfaáhyggjur af fjárhagnum, því hann er ekki eins slæmur og þú held- ur. Skoðaðu málið vandlega svo þú fáir stöðuna á hreint. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú munt undr- ast eigin viðbrögð. Láttu það þó ekki slá þig út af lag- inu heldur haltu þínu striki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur lengi velt vöngum yfir ákveðnu atriði og nú er komið að því að hrökkva eða stökkva. Það versta sem þú gerir er að taka enga ákvörðun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert þreyttur og eitthvað annars hugar í vinnunni og ættir að koma þér snemma í háttinn til að vera betur undir morgundaginn búinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér býðst tækifæri til að leiðbeina öðrum og ættir ekki að hugsa þig tvisvar um. Þú skalt ekki efast um hæfileika þína, láttu frekar reyna á þá. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í ójafnvægi og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Notaðu heilbrigða skynsemi og beittu þig aga því þá mun þér farnast vel. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það gæti verið tilbreyting í því að breyta ferðatilhögun þinni í og úr vinnu. Það er hollt að hrista öðru hverju upp í sinni daglegri rútínu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 70 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 11. júlí er sjötugur Karl Sig- urðsson, Melavegi 9, Hvammstanga. Af því tilefni tekur hann ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Birnu, á móti gestum á heimili sínu laug- ardaginn 14. júlí frá kl. 20– 22. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 11. júlí, verður fimmtugur Ind- riði H. Ívarsson, Sveighúsi 1, Reykjavík. Af því tilefni taka Indriði og eiginkona hans, Kristjana Steinþórs- dóttir, á móti gestum á af- mælisdaginn kl. 18–21 í Síðumúla 11. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 3.577 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Ester N. Hall- dórsdóttir, Sirrý Laufdal Haraldsdóttir, Herdís Arngríms- dóttir og Tanja Karen Salmon. Morgunblaðið/Þorkell LJÓÐABROT HÁVAMÁL Gáttir allar, áðr gangi fram, um skoðask skyli, um skyggnask skyli, því at óvíst er at vita, hvar óvinir sitja á fleti fyrir. Gefendr heilir! Gestr er inn kominn, hvar skal sitja sjá? Mjök er bráðr, sá er á bröndum skal síns um freista frama. Elds er þörf, þeims inn er kominn ok á knéi kalinn; matar ok váða er manni þörf, þeim er hefr um fjall farit. – – – KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kærleiksmáltíð kl. 12 á hádegi í Setrinu. Að henni lokinni er dægradvöl fyrir eldri borgara. Spiluð félagsvist og brids. Kvöld- bænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Halldór Reynisson. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádeginu kl. 12.00, altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 12:30-13. Landakirkja Vestmannaeyjum. Helgistund á Hraunbúðum kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í dag kl. 20.30. Mar- grét Jóhannesdóttir talar og Þórður Búason syngur einsöng. Allir hjart- anlega velkomnir. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Grunnfræðsla kl. 20, þar sem kennd eru undirstöðuatriði kristinnar trú- ar. Allir hjartanlega velkomnir. Sumarbrids Mánudaginn 25. júní var spilaður Mitchell tvímenningur með þátttöku 16 para. Spilaðar voru 8 umferðir með 4 spilum á milli para. Meðalskor var 168 og efstu pör í hvora átt voru: NS Daníel Sigurðss. – Vilhjálmur Sigurðss. 190 Eggert Bergss. – Þórður Sigfúss. 183 Guðlaugur Sveinss. – Magnús Sverriss. 180 AV Pétur Péturss. – Bjarni H. Einarss. 237 Guðjón Sigurjónss. – Rúnar Einarss. 192 Haraldur Ingas. – Hafþór Kristjánss. 180 Skor Péturs og Bjarna jafngildir 70,54% skori og er það hæsta skor sem hefur náðst í sumar. Þeir eru því efstir í Prósentuverðlaunaleik sum- arbrids en verðlaunin þar eru ókeyp- is keppnisgjald í tvímenning Arkar- mótsins 2001. Þriðjudaginn 26. júní var spilaður Mitchell tvímenningur með þátttöku 18 para. Spilaðar voru 8 umferðir með 4 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör í hvora átt voru: NS Þórir Sigursteinss. – Hrólfur Hjaltas. 254 Geirlaug Magnúsd. – Torfi Axelss. 238 Unnar Guðmundss. – Jón Jónmundss. 237 AV Pétur Péturss. – Bjarni H. Einarss. 263 Árnína Guðlaugsd. – Sigrún Pétursd. 254 Gylfi Baldurss. – Steinberg Ríkarðss. 239 10 pör tóku þátt í Verðlaunapott- inum og rann hann allur, 6000 kr., til Þóris og Hrólfs. Fimmtudaginn 28. júní var spilað- ur Monrad Barómeter með þátttöku 14 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Ólöf H. Þorsteinsd. – Svala Pálsd. +28 Gísli Steingrímss. – Sigurður Steingr.s. +28 Eðvarð Hallgrímss. – Þorsteinn Berg +13 Hermann Friðrikss. – Hlynur Angant.s. +11 Jónína Pálsd. – Randver Ragnarss. +8 Föstudaginn 29. júní spiluðu 18 pör Mitchell tvímenning með Mitch- ell skiptingum. Spilaðar voru 9 um- ferðir með 3 spilum á milli para. Með- alskor var 216 og hæsta skor náðu: NS Eyþór Haukss. – Eggert Bergss. 251 Daníel Sigurðss. – Vilhjálmur Sigurðss. 245 Halldóra Magnúsd. – Soffía Daníelsd. 236 AV Gunnar Þórðars. – Pétur Hartmannss. 279 Guðmundur Pálss. – Júlíus Snorras. 232 Sveinn R. Þorvaldss. – Erlendur Jónss. 220 Páll Valdimarss. – Eiríkur Jónss. 220 Miðnætursveitakeppnin féll niður vegna útleigu á salnum en umsjón- armaður Sumarbridge vill koma á framfæri að þetta verður í síðasta skiptið í sumar sem slíkt kemur fyrir. Sumarleikur Úlfars Eysteinsson- ar og Sumarbridge 2001 Fyrsti sigurvegarinn í sumarleik Úlfars og Sumarbridge er Vilhjálm- ur Sigurðsson jr. Hann skoraði flest bronsstig frá 19. til 29. júní, alls 68 bronsstig. Hann hlýtur glæsilegt gjafabréf á veitingastaðinn Þrír frakkar. Hæstir í fyrsta sumarleikn- um voru: Vilhjálmur Sigurðsson JR 68 Erlendur Jónsson 60 Eggert Bergsson 55 Jón Viðar Jónmundsson 55 Heimasíða Sumarbridge 2001 er www.islandia.is/svenni BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Styrkir og verndar NAGLASTYRKIR Snertilinsur - fyrir útivistarfólk - 6 linsur í pakka, prófun, meðferðarkennsla, vökvi og box. frá 7.500.- kr. sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945 Nýbýlavegi 12, Kópavogi, s. 554 4433. Kvartbuxur Vinsælu kvartbuxurnar með uppábrotinu eru komnar. Kr. 1.990. Pantanir óskast sóttar Bikarkeppni BSÍ Önnur umferð bikarkeppninnar og hafa borist úrslit í tveimur leikj- um. Heimilistæki – Stefán Garðarss. 129–59 Guðni Ingvarss. – Kristján Kristjánss. 98–94 Síðasti spiladagur 2. umf. er sunnudagurinn 22. júlí. Sveitarforingjar sigursveitanna eru minntir á að skila úrslitum inn til skrifstofunnar að leik loknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.