Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 31 þínu, okkar persónuleikar áttu vel saman. Því hefur mér alla tíð þótt einstaklega vænt um þig. En ekki vorum við alltaf sammála um alla hluti. Þær voru margar dýrmætar stundir þar sem þú lagðir þig fram við að aðstoða mig og börnum mín- um varst þú einstakur afi og vinur. Í hjarta mínu er ég glöð yfir að hafa fengið að kveðja þig en þú vissir að stund þín var kominn og sagðir nú fer ég að deyja og þú kvaddir mig með tárum nokkrum dögum fyrir andlát þitt. Tár þín snertu mig djúpt. Við vissum það bæði að þessi stund var kveðjustund. Þetta var mér mjög dýrmæt stund, og mun hún ávallt vera mér í minni. Guð geymi þig kæri afi eins og við kölluðum þig alltaf. Þakka þér allt það góða sem þú gerðir fyrir börnin mín. Guðrún, þér votta ég mína dýpstu samúð og einnig ykkur og ykkar fjölskyldum, Gunnar, Jóhann, Stefán, Guðjón og Áslaug. Ljósin fljúga hátt milli fjalla, Drottinn hefur verið á þig að kalla. Falla tár, falla tár, opnuð hafa verið mörg sár. Frá jörðu til himins ferð þú. Hvíl í friði, undir feld nú, sólin mun aftur skína, þá fer sorgin í hjörtum okkar að dvína. Liggðu í friði ljúfi vinur. Með kærleik og sorg í hjarta ég kveð þig. Þorbjörg Guðjónsdóttir. Kynni mín af Guðjóni Hólm Sig- valdasyni hófust við stofnun Gigtar- félags Íslands fyrir 25 árum. Guðjón var kosinn fyrsti formaður félagsins og stýrði hann störfum stjórnarinn- ar með miklum ágætum. Félagið stóð á fyrstu árum sínum fyrir fræðslu- og skemmtifundum, byrjaði útgáfu fréttablaðs 1979, styrkti rannsóknarstarfsemi með tækja- kaupum, s.s. sindurteljara á rann- sóknarstofu Landspítalans í ónæm- isfræðum og skipulagði ferðir til sólarlanda, svo fátt eitt sé nefnt úr starfsemi félagsins. Öll eru þessi verkefni ennþá á stefnuskrá félags- ins tuttugu og fimm árum síðar, þótt margir áfangasigrar hafi unnist. Baráttan við gigtina og afleiðingar hennar gengur ennþá út á að reyna að leysa gigtargátuna, fræða og draga úr þeirri einsemd, sem gigt- inni fylgir, eða að byggja upp og bæta líðan. Guðjón vann að öllum þessum verkefnum af mikilli einurð og m.a. gerði hann sér sérstaka ferð til þess að kveðja félagsmenn, sem tóku þátt í fyrstu sólarferð félagsins. Var hann mættur snemma morguns í þessum tilgangi og til þess að fylgja úr hlaði þessu verkefni félagsins. Rannsóknir á ónæmiskerfinu, sem félagið styrkti á árdögum þess eru í dag grundvöllur allra nýrra gigtar- lyfja og enn er þetta flókna kerfi mannsins rannsakað á rannsóknar- stofum um víða veröld og verður svo enn um sinn. Guðjón varð heiðurs- félagi Gigtarfélags Íslands 1990 og var sæmdur gullmerki félagsins 1999. Eftir að hann lét af störfum sem formaður félagsins studdi hann félagið sem fyrr og vann því allt það gagn, sem hann gat. Það sýndi vel hlýhug þeirra hjóna er þau færðu félaginu að gjöf félagsfána. Hafði Guðjón ráðið nunnurnar í klaustrinu í Hafnarfirði til að annast sauma- skapinn og keypt inn allt, sem þurfti til verksins. Fáninn, sem var afhent- ur félaginu formlega á aðalfundi félagsins 1998, er forláta gripur og gefendunum til sóma. Við hjá Gigt- arfélagi Íslands vottum Guðjóni virðingu okkar og þakklæti og send- um frú Guðrúnu, börnum þeirra og fjölskyldum einlægar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Guðjóns Hólm Sigvaldasonar. Einar S. Ingólfsson, formaður Gigtarfélags Íslands. Kveðja frá Samtökum versl- unarinnar – Félagi íslenskra stórkaupmanna Hverri þjóð er það nauðsyn að eiga sér athafnamenn sem eru sí- skimandi eftir nýjum tækifærum í atvinnurekstri og hafa burði til að leggja fram fjármagn til nýsköpun- ar. Slíkir menn örva samkeppni, sjá til þess að atvinnulífið staðni ekki og skapa skilyrði fyrir nýjar atvinnu- greinar. Það var þjóðarlán að Íslend- ingar skyldu eiga fríðum flokki slíkra manna á að skipa um miðja og ofanverða síðustu öld þegar þjóðin hafði öðlast sjálfstæði í stjórnskipu- legum skilningi en átti enn eftir að sanna að hún gæti staðið ein og óstudd efnahagslega. Það kom í hlut Guðjóns Hólms Sigvaldasonar og annarra athafnamanna að berjast fyrir efnahagslegu sjálfstæði lands- ins og byggja upp atvinnulíf sem vel- ferð þjóðarinnar hvílir nú á. Guðjón fæddist í torfbæ á Kjal- arnesi sem var þá einangruð byggð og án vegarsambands við Reykjavík. Hann sagðist sjálfur vera af þeirri kynslóð sem hefði á vissan hátt fæðst inn í fornöld og dæi á atómöld, svo mikil hefðu umskiptin orðið. Guðjón ólst upp við algeng sveita- störf og frá unga aldri voru vinnu- harka og athafnasemi honum í blóð borin. Í blaðaviðtali við Jónas Guð- mundsson stýrimann árið 1980 lýsti Guðjón því hvernig hann hefði í bernsku horft með aðdáun á togara sem ösluðu inn og út Faxaflóa spú- andi reyk og eimyrju og á tignarleg- ar skúturnar með rauðbörkuð segl sem blærinn bar til hafs í morgun- sárið. Drengurinn átti sér þann draum að komast á sjó en á þessum tíma var togaraútgerð orðin undir- staða að nýju mannlífi í landinu, pen- ingaveltu og framkvæmdum. Skömmu eftir fermingu hélt Guð- jón til Reykjavíkur og komst þar á togara sem hjálparkokkur. Guðjón hafði hug á að afla sér menntunar en það var ekki sjálfgefið þar sem hann kom frá fátæku heimili. Hann braust þó til mennta með því að vinna með námi, fyrst í Ingimarsskóla, síðan í Menntaskólanum og loks í lagadeild Háskólans. Mest vann hann sem kyndari á togurum en einnig á síld- arbátum og línuveiðurum. Tog- arasjómennskan var mikill og harð- ur skóli og seinna lét Guðjón svo um mælt að þótt hann væri lögfræðing- ur, væri hann alltaf sjómaður innan í sér. Vinnuharkan kom vafalaust að góðum notum að loknu námi þegar Guðjón hóf að hasla sér völl í at- hafnalífinu enda kom hann víða við. Um tíma var hann forstjóri Tívol- ísins í Vatnsmýri sem margir Reyk- víkingar minnast með trega. Síðan stundaði hann lögfræðistörf um sextán ára skeið en sneri sér þá al- farið að verslun, viðskiptum og jafn- vel iðnrekstri. Hann tók m.a. þátt í rekstri kjötvinnslunnar Kjötvers hf., Reykhússins hf., álnavöruverslunar- innar Angóru, Vogabúðarinnar og Lífstykkjabúðarinnar. Þá rak hann ásamt öðrum Efnagerð Reykjavíkur og Agnar Lúðvíksson hf. sem ann- aðist framleiðslu á bökunarvörum. Frá 1965–2000 var Guðjón forstjóri heildverslunarinnar John Lindsay. Það er því óhætt að segja að Guðjón hafi valið sér fjölbreytileg viðfangs- efni á löngum og gifturíkum starfs- ferli. Guðjón þótti áreiðanlegur í öll- um viðskiptum og naut víðtæks trausts og virðingar í atvinnulífinu. Kaupmenn og aðrir sem við hann skiptu vissu að við hann þurfti ekki að gera samninga, ef Guðjón sagði eitthvað þá stóðst það. Hann gat ver- ið grófur í viðkynningu og harður í horn að taka ef honum var misboðið. Margir reyndu það þó að hann var afar greiðvikinn ef til hans var leitað og rétti fólki í vandræðum oft hjálp- arhönd óbeðinn. Ekki þýddi þó að þakka honum fyrir því ekki vildi hann fyrir nokkra muni láta hæla sér. Guðjón naut mikillar virðingar meðal annarra heildsala og var fyrir nokkrum árum sæmdur gullmerki Félags íslenskra stórkaupmanna. Fyrir hönd félagsins langar mig að leiðarlokum til að þakka Guðjóni langa og farsæla samfylgd og vel unnin störf í þágu íslenskrar versl- unar. Aðstandendum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Haukur Þór Hauksson formaður. Vorið 1938 sá ég Guðjón Hólm í fyrsta sinn. Við vorum þá að taka gagnfræðapróf og stefndum á nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Það gekk bærilega, þó að menn væru misvel undirbúnir. Um haustið hóf- um við nám í M.R. í 3. bekk B, tutt- ugu og fimm strákar úr ýmsum átt- um. Þetta var skemmtilegur bekkur og líflegur skólavetur. Góð kynni tókust með okkur bekkjarbræðrum og vinátta, sem haldist hefur fram á þennan dag. Einn af þessum ágætu og hressu félögum var Guðjón Hólm Sigvalda- son. Hann var með þeim eldri að ár- um og þá þegar orðinn all reyndur og veraldarvanur í augum þeirra sem voru heldur yngri. Hann hafði þegar unnið vel til sjós og lands og látið hendur standa fram úr ermum, því að afla þurfti fjár til skólagöngu, sem fyrirhuguð var, en efni af skorn- um skammti í heimahúsum. En kynni okkar Guðjóns urðu löng og traust. Atvikin höguðu því svo, að við vissum alltaf hvor af öðrum á náms- brautinni, þó að við værum ekki allt- af saman í bekk. Við fórum báðir í lagadeild Há- skóla Íslands að loknu stúdentsprófi. Lögfræðingar urðum við vorið 1947. Það voru alls sautján laganemar, sem þá gengu undir lokapróf í lög- fræði, tveir og tveir á dag. Þar urð- um við Guðjón einu sinni enn sam- ferða. Við lukum lögfræðiprófi 30. maí 1947. Lengi héldum við upp á þennan dag á fimm eða tíu ára fresti og gerðum okkur smá dagamun. En tíminn líður og margt breytist. Nú munum við aðeins vera fimm eftir á lífi af þessum sautján manna hópi lögfræðinga frá vorinu 1947. Vorið 1948 urðum við Guðjón báðir héraðs- dómslögmenn. Guðjón lagði stund á lögmanns- störf, en seinna tókst hann meira á við athafna- og viðskiptalíf, umboðs- og heildverslun. Ýmsum félags- og trúnaðarstörfum hefur hann gegnt og hvarvetna reynst dugandi maður. Eftir rösklega sextíu ára löng og góð kynni er margs að minnast. Guð- jón lét aldrei deigan síga. Hann vissi alltaf hvert hann var að fara. Hann var snemma ákveðinn í því að geta staðið á eigin fótum. En honum var líka ljóst að afla þyrfti nægilegs fjár til þess að geta staðið í skilum og komið einhverju í verk. En hann var ekki nískur á fé. Ég hygg, að hann hafi aðstoðað marga, sem þurftu á hjálp að halda og til hans leituðu. Vinum sínum veitti hann af rausn og reyndist þeim góður félagi. Á langri leið hef ég oft talað við hann og leitað ráða hjá honum um ýmis mál. Hann var ævinlega fús að greiða götu mína og styðja mig á allan hátt eftir því, sem í hans valdi stóð. Að leiðarlokum þakka ég honum alla tryggð og vináttu, sem aldrei brást og sendi eiginkonu hans, Guð- rúnu Stefánsdóttur, börnum þeirra og ástvinum, innilegar samúðar- kveðjur. Friðjón Þórðarson. Á einum stað í helgri bók standa þessi orð, „vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir.“ Orðin vísa til sannrar og djúpstæðrar vin- áttu. Vináttu sem hver maður gæti aldrei fullþakkað fyrir að fá að upp- lifa. Í fáum orðum vil ég fá að þakka fyrir að fá að hafa oftar en einu sinni reynt slíka vináttu hjá Guðjóni Hólm Sigvaldasyni. Kynni okkar tókust í Vélsmiðjunni Héðni á árinu 1946, þegar verkstjórinn á renniverkstæði bað mig að taka þennan mann að mér og leiðbeina honum. Það er margs að minnast þegar litið er yfir langan og farsælan veg, þar sem við Guðjón unnum saman í stjórn og rekstri ýmissa fyrirtækja, svo sem John Lindsy ehf., Kjötvers hf., Reykhússins hf., Lífstykkjabúðar- innar auk Efnagerðar Reykjavíkur og Agnars Lúðvíkssonar hf. Guðjón braust sjálfur til mennta og til að geiða fyrir skólanám vann hann oft og tíðum mikla og erfiða vinnu, t.d. sem kyndari á togurum á síldarárunum. Mér eru minnisstæð- ar þær stundir þegar ég kom á heim- ili foreldra Guðjóns, í Vesturbænum, en heimilinu var stjórnað af miklum kvenskörungi, frú Guðrúnu Jóns- dóttur, en þau Guðrún og Sigvaldi Þorkelsson, foreldrar Guðjóns, komu frá Kjalarnesi. Guðjón var hjálpsamur og bón- góður. Orð stóðu og ekki þurfti að skrifa undir samninga sem búið var að gera munnlega eða með handtaki þegar Guðjón var annars vegar enda heiðarlegur og sannur. Hann gat verið fastur á skoðunum en réttsýnn, stórhuga og framsýnn. Margar ferðirnar fórum við Guð- jón saman til útlanda og var hann einstakur ferðafélagi. Það var eftir- minnilegt að sjá hve erlendir við- skiptaaðilar báru mikið traust til Guðjóns, og virðingu. Guðjón var sannur vinur og aldrei á þessu langa sameiginlega lífs- hlaupi okkar urðum við sundurorða eða ósáttir. Það er sárt að sjá á eftir gömlum sönnum vini, en sárastur er sökn- uður eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnar Stefánsdóttur, og fjöl- skyldu hennar. Það var alltaf ein- staklega gott að heimsækja þau hjónin og vil ég nota tækifærið til að þakka fyrir góðar stundir sem við Unnur og aðrir úr fjölskyldu okkar áttu hjá Guðjóni og Guðrúnu í gegn- um árin. Kæri vinur, hafðu þakkir fyrir allt og allt, hvíl í friði í Guðs ríki. Elsku Guðrún, börn og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk og blessun. Þórir Skarphéðinsson. Misþungt stígur fólk til jarðar. Sumir marka för, aðrir ekki. Margir renna sitt lífsskeið án þess að nokk- ur verði var við það. Þeir sem þekkja til Guðjóns vita að þar fór maður sem gustaði af. Ég kynntist Guðjóni 1995þegar ég hóf störf hjá John Lindsay ehf. Sú stund er ógleym- anleg þegar við hófum okkar fyrsta samtal. Ég sat á móti Guðjóni og stórt skrifborð hans á milli okkar. Ég sökk ofan í stólinn og virti fyrir mér þennan virðulega eldri mann. Þykkt grátt hárið og glettingsleg augun sem sögðu mér allt um mann- inn. Ég fann að það hlyti að vera gott að starfa hjá þessum manni. Hann sagði mér frá fyrirtækinu og hvers hann ætlaðist til af sínum starfs- mönnum. Það var ljóst að forstjóri John Lindsay var stefnufastur mað- ur. Ég komst fljótlega að því að Guð- jón var maður orða sinna og gerði sömu kröfur til annarra. Hann var ekkert að fara í kringum hlutina þegar honum mislíkaði eitthvað og lét heyra í sér þegar menn stóðu ekki við gerða samninga. Það þarf hugdirfsku og þor til þess að vera góður forstjóri. En einnig þarf góður forstjóri að vera þannig gerður að gagnkvæmt traust og virðing ríki milli hans og starfsmanna. Þetta fannst mér einkenna Guðjón og okk- ar samstarf. Það kom fyrir að mér fannst Guðjón full gagnrýninn, en það var ekki oft. Í slíkum tilfellum ræddum við saman og ávallt stóðum við sáttir frá borði eftir að hafa brot- ið málin til mergjar. Stundum sett- umst við inn á skrifstofuna hans og ræddum um daginn og veginn. Þetta voru frábærar stundir. Hann sagði mér sögur af sér þegar hann var yngri og sprækari. Ég hugsaði með mér að það hefði verið gaman að þekkja hann á þeim árum. Það fór ekki milli mála að hann fylgdist vel með líðandi stundu því hvergi kom ég að tómum kofum þegar dægur- málin bar á góma. Hann var afar greindur maður og mikill mann- þekkjari. Þó að töluverður aldurs- munur væri á okkur fann ég ekki fyrir því. Veikindi sl. ár höfðu að vísu sett sitt mark á Guðjón en andi hans var ungur og fullur eldmóði. Ég þakka fyrir að kynnast manni eins og Guðjóni. Hann er með merkilegri mönnum sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni og verður ávallt ferskur í minningunni. Ég votta öllum að- standendum Guðjóns innilega sam- úð. Guðmundur Einarsson. Þegar góður vinur kveður er margs að minnast. Leiðir okkar Guð- jóns lágu saman í gegnum sameiginlegt áhugamál, veiðiskapinn, fyrir allmörgum ár- um. Kurteisleg framkoma og snyrtilegur klæðaburður hans fangaði athygli mína löngu áður en ég kynntist honum. Rólegt fasið virkaði strax vel á mig og við nán- ari kynni komst ég að raun um að hann hafði góðan mann að geyma. Í veiðiferðum var hann góður félagi, kurteis og af hjarta lítillát- ur og ávallt tilbúinn að gefa félög- um sínum góð ráð svo að betur mætti ganga. Guðjón veiddi oft á tíðum stærstu fiskana og af við- ureign sinni við þá kunni hann að segja sögur án þess að hælast um. Hann var lunkinn fluguveiðimaður og tókst oft að velja réttu fluguna. Hafði máske sjálfur hnýtt hana á dimmu vetrarkvöldi í hópi góðra félaga þar sem sagðar voru skemmtilegar sögur jafnframt því sem veiðiflugur næsta sumars voru skapaðar. Í mörg ár vorum við saman í litlum fluguhnýtingarklúbbi sem hittist vikulega frá áramótum og fram á vor. Guðjón hafði sérstak- lega góða nærveru og andrúms- loftið í klúbbnum var ekki full- komnað fyrr en hann var mættur með sitt rólega fas og þétta hand- tak að ógleymdu neftóbakinu. Hann var afar vandvirkur hnýtari sem hugði fremur að gæðum en GUÐJÓN ÞÓRIR TÓMASSON ✝ Guðjón ÞórirTómasson fædd- ist 8. desember 1923 á Dalvík við Eyja- fjörð. Hann lést 18. júní síðastliðinn á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 10. júlí. magni. Flugurnar hans voru veiðnar með afbrigðum og oft frumlegar. Við í klúbbnum söknum nú vinar í stað. Ekki verður svo tal- að um Guðjón að ekki sé minnst á hans góðu konu, Nönnu. Á heim- ili þeirra á Hring- brautinni litu margir við enda eftirsóknar- vert þar að koma, hjónin bæði gestrisin með afbrigðum, ræðin og skemmtileg og kaffibrauðið hennar Nönnu svíkur engan. Guðjón fylgdist vel með málefnum líðandi stundar og lét sér fátt óviðkom- andi. Í öllum umræðum var hann skemmtilegur og glettinn. Hann hafði fastmótaðar skoðanir, var laus við hégómaskap og kvað ekki upp sleggjudóma. Íþróttir hverskonar voru honum hugleiknar og þá einkum knatt- spyrna. Ósjaldan bar það við að kveikt var á sjónvarpinu á Hring- brautinni og horft á leik þegar litið var við í kaffi. Guðjón þekkti flesta leikmenn með nafni og gilti einu hvort þeir voru franskir, enskir, þýskir, ítalskir eða þá frá öðrum fjarlægari löndum. Sömuleiðis mundi hann öll úrslit leikja. Enda þótt vitað væri að Guðjón væri haldinn illkynja sjúdómi kom kallið nokkuð óvænt. Við sem eftir sitjum söknum hans. Minningin um góðan félaga lifir og yljar okk- ur, sem hann þekktum, um ókomna tíð. En finni látnir leið á gamlar slóðir, ef löngun þeirra stefnir jarðar til. Ég vitja ykkar veiðibræður góðir og verð hjá Stíflu eða Brúarhyl. (V.M.) Ég sendi Nönnu og öðrum að- standendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.