Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Margrét Guðmunds- dóttir móðursystur mín er látin, rúmlega átt- ræð. Magga frænka var alsystir móður minnar, Valgerðar Guðmundsdóttur, sem lést fyrir rúmlega 3 árum. Yngst þeirra systkina er Hjörtur Magnús Guðmundsson, sem lifir systur sínar. Móðir þeirra var Lilja Hjartardóttir húsfreyja, en hún lést af barnsfar- arsótt við fæðingu fjórða barns síns árið 1925. Lilja var dóttir sæmdar- hjónanna Hjartar Jónssonar sjó- manns og steinsmiðs og Margrétar Sveinsdóttur húsfreyju, sem kennd voru við bæ sinn Reynimel er stóð við Bræðraborgarstíg. Frá þeim hjónum er kominn stór ættbogi sem teygir sig víða um grundir. Faðir systkinanna var Guðmundur R. Magnússon bakarameistari, ættaður úr Æðey í Ísafjarðardjúpi, oft kenndur við Sælgætisgerðina Fjólu sem hann átti og rak á Vesturgötu 29. Seinni kona Guðmundar var Svanhildur Gissurardóttir, myndar- og sómakona frá Hvoli í Ölfusi og áttu þau þrjú börn, Gissur Karl, sem er látinn, Elsu Unni og Braga Krist- in. Það má því segja að móðir mín og alsystkini hennar hafi verið Reyk- víkingar í þriðja ættlið, sem er ekki mjög algengt um fólk sem er fætt á árunum í kringum 1920. Magga frænka var líka Reykjavík- urdama fram í fingurgóma allt fram í andlátið. Hún ólst upp í vesturbæn- um og bjó þar, þangað til hún flutti fyrir nokkrum árum á Hjúkrunar- heimilið Eir í Grafarvogi, en áður hafði hún verið um tíma á öldrunar- deild Landakotsspítala. Það hittist þannig á að í sömu viku og Valgerður systir hennar var borin þaðan út lát- in, þá flutti Magga frænka þangað inn. Árin á Eir urðu henni bærileg, þrátt fyrir veikindi síðustu ár, bæði vegna þess að fjölskylda hennar og vinir heimsóttu hana oft og ekki síst fyrir ljúft og elskulegt viðmót starfs- manna. MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Margrét Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 3. desember 1920. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Eir 21. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 10. júlí Það var kært á milli þeirra systra alla tíð, þó að á stundum hefði mátt halda annað. Báð- ar voru skapstórar, sú eldri hafði þó alltaf bet- ur og lét stundum við Möggu frænku eins og hún væri barn sem þyrfti að segja til og fjasa svolítið út af. Samt var hún á nálum ef Magga hringdi ekki í hana svo til á hverjum degi og átti það til að vera með hálfgerð ónot ef henni fannst of langt á milli símtala. Þá sat hún við síma- borðið með símann klemmdan á milli eyra og axlar, með kaffibolla í ann- arri hendi og vindil í hinni, fæturnir brugðnir í marga krossa og sagði systur sinni til. Oftast var þó allt í spekt á milli þeirra. Magga frænka var sjálf glaðlynd og gestrisin og fal- legt heimili hennar á Nýlendugötu bar snyrtimennsku hennar fagurt vitni. Hún var alltaf fín og vel til fara, hafði verið í Englandi á sokka- bandsárunum, meðal annars verið í London árið sem Elísabet Englands- drottning var krýnd og sagði sögur af því, líkt og hún hefði sjálf verið í innsta hring. Minjagripir frá krýningunni eru enn til, bók með gestalista og ættartöflum, gylltur pönnukökudiskur með mynd drottn- ingar og síðast en ekki síst munn- þurrka sem drottning notaði sjálf – að sögn. Ég minnist þess að þegar ég var barn og unglingur, þá kom Magga frænka oft í heimsókn til okkar og þá hlógu systurnar oft dátt að einhverju sem aðrir skildu ekki, en báðar áttu þann góða eiginleika að geta hlegið að eigin mistökum og sáu oft það fyndna og skemmtilega í tilverunni. Einhverju sinni lá ég sem barn á Landakotsspítala. Þá var uppi kenn- ing um það að það væri óhollt fyrir börn að fá foreldra sína í heimsókn, það kæmi þeim í geðshræringu og spítalastarfið yrði erfiðara fyrir bragðið. Magga frænka var þá boðin og búin að koma í heimsókn til mín, jafnvel á hverjum degi. Þá dekraði hún við mig og færði mér alls kyns smáhluti og glingur. Magga frænka giftist Torfa Ólafs- syni árið 1955, en hann lést fyrir tveimur árum. Hjónaband þeirra var farsælt og það var gaman að heim- sækja þau og oft glatt á hjalla. Torfi var ákaflega barngóður maður og hafði gaman af því að hjala við þau, þó að grunnt væri á stríðni og galsa. Yngri systur minni, Margréti, þótti mjög vænt um Torfa og elti hann á röndum þegar hann var nálægur. Milli þeirra ríkti fölskvalaus ást barns og fullorðins manns, líkt og maður les um í sögum. Möggu og Torfa varð sjálfum ekki barna auðið, en fyrir hjónaband hafði Magga eignast soninn Magnús Hákonarson, sem ólst upp að mestu hjá föður- ömmu sinni. Í byrjun áttunda ára- tugarins urðu þáttaskil í lífi Möggu frænku og Torfa, en þá kom inn í líf þeirra lítill sólargeisli í formi dótt- urinnar Jónu Guðbjargar. Þessi breyting á högum varð þeim öllum þremur til gæfu, þau reyndust henni bestu foreldrar og sjálf er hún þeim báðum til sóma, vel gerð og ágæt manneskja. Það er aðdáunarvert hversu vel Jóna hefur annast móður sína undanfarin ár í veikindum henn- ar. Magga frænka varð áttræð í des- ember á síðasta ári. Af því tilefni var haldin veisla sem nokkrir ættingj- anna sóttu. Þá var Magga frænka í essinu sínu, lék við hvern sinn fingur og tók vel undir þegar Skarphéðinn Hjartarson, bróðursonur hennar, söng henni til heiðurs. Síðan þá dró af henni smátt og smátt þar til hún lést 21. júní sl. Með Möggu er gengin góð og elskuleg frænka, en líka má segja að gömul kona hafi fengið hvíld frá veikindum og Elli kerlingu. Ég sendi Jónu, Sverri, Magga, Línu og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Megi minning Möggu frænku lengi lifa. Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir. Margs er að minnast þegar maður lætur hugann reika til baka á Ný- lendugötuna til Möggu á Nýle eins og við kölluðum hana. Alltaf var ný- bakað brauð eða kökur, ég tala nú ekki um ef við fórum upp í bústað til Möggu og Torfa, þar var gott að koma, þvílíkur ævintýraheimur sem það var. Börnunum í fjölskyldunni gleymdi hún aldrei og fannst þeim gott að koma upp á Eir að heim- sækja Möggu ömmu á Nýle. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja, sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Arna Bára, Jóhann og synir. Lilja ólst upp á Gilsá. Hún bjó lengst af í foreldrahúsum og vann öll almenn störf, bæði þar og víðar í sveitinni. Einnig sótti hún vinnu á Akureyri. Árið 1946 veiktist systir hennar, Lára í Gullbrekku, og kom LILJA JÓHANNESDÓTTIR ✝ Lilja Jóhannes-dóttir fæddist 16. júní 1917 á Gilsá í Saurbæjarhreppi. Hún lést 3. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Frímanns- son bóndi á Gilsá, f. 25. mars 1880 í Gull- brekku, d. 15. mars 1963, og Ólína Tryggvadóttir, f. 24. september 1877 á Gilsá, d. 15. mars 1965. Lilja var yngst sjö systkina sem öll eru látin, Lára, f. 8. júní 1902, Tryggvi, f. 9. júlí 1903, Garðar, f. 17. desember 1904, Frímann, f. 30. nóvember 1906, Helga f. 24. júlí 1908 og Anna Margrét, f. 9. októ- ber 1914. Lilja var barnlaus og var aldrei í hjúskap. Útför Lilju fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Lilja þangað að sinna heimilisstörfum þar sem hún hjúkraði jafnframt systur sinni. Í heimili voru þá eig- inmaður hennar, Magnús Tryggvason bóndi, og synir þeirra tveir, Sverrir og Haukur Júlíus. Upp frá því hvíldu heimilis- störf í Gullbrekku mikið á Lilju og alfar- ið síðustu 30 ár. Í júní 2000 fluttist hún til Akureyrar ásamt systursyni sínum, Hauki Magnússyni, en þau tvö höfðu verið ein í heimili síðustu tuttugu og tvö árin í Gullbrekku. Þá var ellin farin að vinna á henni eftir mjög vinnusama ævi, en Lilju féll aldrei verk úr hendi. Lilja var alla tíð nægjusöm og ævistarfi sínu varði hún til þess að láta gott af sér leiða. Það er fyrst nú við þessi skrif, þegar ég rýni í orðin, Lilja í Gull- brekku, að ég sé hvaða fegurð og friður hvílir þar yfir. Fóstra mín hefur sannarlega verið mér lilja í gullbrekku. Megi Guð gefa þér feg- urstu drauma hjarta þíns. Ólafur Rúnar Ólafsson. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 0        . 6 .   (7 &  &'#  &("        ,  1 2 "    ,      28"#!%&" %# ##( '(!(" - (# ##( 5  (# ##( 2" (# ##( * " (# ##( - 0       (   (  +  6  /* 66  9 & :   "&" &    3 %  " 3 ##( ( 0 #5 ! - 0      ( +      ; 1   ;. 6 < = +%" "#"9& :>? "5"& 4(   5+    3 6   !   7 # & 23 ##( ( # !%&" @"!#  ,"#!%&" *  )# +%"&##( #5#& ," ( 0 #5 !" A&"" - 0              @ - B 2"#')# ,"  ?C " #&  *  5  !  8  !     5   ! #$#%&& B0%  % #!%&" .5A%" "&#03 ##( &$&" "&#03 ##(  ,(" ;"$ #!%&" (  #"3 "-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.