Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 35 Fyrsta minningin um Döggu, ömmusyst- ur mína, gæti verið úr jóla- eða páskaboði hjá henni og Gissa manninum hennar á Laugarnesveginum. Í raun og veru var íbúðin pínulítil en samt var rýmið einhvern veginn yfirdrifið nóg, jafnvel nægjanlegt til að hægt væri að fara í leiki og fíflast dálítið. Það var andrúmsloftið sem þessi góðu hjón sköpuðu. Það var það sem gilti. Eftir því sem árin liðu breyttist mynd mín af henni, stækkaði og fylltist eins og gengur. En kannski stendur sú tilhneiging hennar hvað mest upp úr að velta vöngum um lífið og tilveruna. Umræður um hin hversdagslegu málefni urðu henni gjarnan tilefni til ályktana um al- menn sannindi sem gilda í lífi okk- ar hér á jörðinni. Og ef óskað var gaf hún okkur unga fólkinu, á sinn hógværa hátt, ráðleggingar um framgöngu í lífsins ólgusjó. Ráð- leggingarnar voru frekar eitthvað um æðruleysi og umburðarlyndi en veraldlegan metnað og hörku. Það má kanski kalla vangaveltur henn- ar heimspekilegan alþýðudóm, og þó skólagangan hafi verið býsna stutt og hún kannski ekki mikið lesin, þá las hún lífið, fylgdist af opnum huga með því sem gerðist í kringum hana, og þá ekki síst hinu mannlega atferli. Trúin og biblían var rótföst í henni og eins og jesús kenndi henni þá leit hún til ljóssins og þess jákvæða í viðureign sinni við gang lífsins í öllum sínum myndum. Þó tel ég víst að hún hafi DAGBJÖRT JÓNA JÓNSDÓTTIR ✝ Dagbjört JónaJónsdóttir fædd- ist í Bæjum á Snæ- fjallaströnd 17. ágúst 1912. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 1. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Aðvent- kirkjunni í Reykja- vík 10. júlí. þekkt eða haft innsýn í dekkri hliðar lífsins ekki síður hinar innri, sálarlífið sem gerði hana skilningsríka og umburðarlynda ábresti annarra. Hún virðist stöðugt hafa kappkostað að velja hina jákvæðari sýn á lífið, en okkur hlýtur alltaf að standa eitt- hvað val til boða í þeim efnum, jafnvel þótt aðstæður okkar séu mismunandi. Síðustu árin minnist ég Döggu aðallega fyrir ódrepandi dugnað hennar við gönguferðir um bæinn, sumar sem vetur, ein eða í hóp með öðrum. En þá var sjónin farin mjög að daprast. Oft mætti ég henni á gangi í bænum og varð þá að kalla til hennar og segja deili á mér til að hún þekkti mig. Fyrir tveimur árum man ég sérstaklega eftir að ég mætti henni á götu, þá komin undir nírætt. Þetta var um hávetur, þó nokkur snjór á göt- unum og það snjóaði töluvert. Hún taldi hálku og umferð ekkert vandamál, hún væri með mann- brodda svo tækju bílstjórarnir tillit til hennar. Hún sagði það algera nauðsyn fyrir sig að fara út á hverjum degi. Annars yrði hún eitt- hvað svo óróleg. Þannig neitaði hún að gefa sig sljóleikanum á vald, sem oft fylgir sjúkdómum ellinnar. Þegar maður hugsar um græðgina sem virðist hafa heltekið stóran hluta þjóðarinnar er fró og von í því að hugsa um þessa hógværu og góðu konu sem eyddi orku sinni í það sem henni fannst raunverulega skipta mestu máli: að gera þeim sem í kringum hana voru, ættingj- um og öðrum, sem mest gott. Kristinn G. Harðarson. Það var mannbætandi og fyllti mann bjartsýni að hitta hana Döggu frænku. Það var sama hversu dökk ský héngu yfir manni er maður kom í heimsókn ætíð var sólin komin upp og henni tókst að blása skýjunum í burtu. Í hennar augum voru allir svo lánsamir og hún sá alltaf það góða og jákvæða við allt og alla. Ætíð var hún uppá- búin að manni fannst í pilsi og blússu eða kjól og alltaf á háum hælum, með fína skartgripi, svo vel tilhöfð og öllum fyrirmynd. Í gegn- um huga minn rennur sú mynd sem ég hef af henni, aldrei klædda síðbuxum. Hún hafði það fyrir venju að leggja sig á hart gólfið með lítinn kodda og teppi yfir sér, er maður vakti máls á því að það væri kanski betra að liggja í rúm- inu sagði hún ætíð að það gerði sér gott að liggja á gólfinu, ef til vill hefur það verið því að þakka, hversu bein hún var í baki og bar höfuðið hátt. Við Kári og strákarnir áttum með henni góða stund á heimili hennar áður en hún var lögð inn á sjúkrahús nú undir það síðasta. þar sem hún lá sárlasin, steig upp af gólfinu um leið og við komum inn. Óðara stokkin af stað fram í eldhús til að finna til kaffi og meðlæti handa okkur, fór svo til að sækja nammi í poka, því að ekki mátti gleyma að gauka að börn- unum. Við áttum við hana gott spjall um lífið og tilveruna þar sem hún enn og aftur vakti máls á því að við værum svo heppin með drengina okkar og okkur sjálf, ótrúlegt að það þurfi ætíð að minna mann á það hvað maður er lán- samur í raun og veru. Ættum við ekki öll að reyna að temja okkur slíkan hugsunarhátt í því nútíma- þjóðfélagi sem við nú lifum í. Dagga frænka vissi alveg hvert stefndi og sagði okkur að hún væri hvorki hrædd né kvíðin, ó guð hvað mér fannst þú hugrökk, elsku besta frænka, að geta sagt þetta svona rólega og yfirvegað, þar sem þú hélst í hönd mína meðan þú sagðir þetta og tárin runnu niður vanga minn. Ég hét sjálfri mér því þegar við kvöddum þig að reyna að til- einka mér þennan jákvæða hugs- unarhátt, þó ekki væri nema brot af honum. Elsku besta frænka, nú vitum við að þér líður vel og þér er batnað og við sjáumst svo í Nangíjala. Ragnhildur, Kári, Hörður, Brynjar og Elvar. Kveðja frá Set- bergsskóla Hafdís Hlíf Björns- dóttir settist í 10 ára bekk í Setbergsskóla nú í ársbyrjun. Oft kvíða nemendur því að skipta um skóla og svo var einnig með Hafdísi Hlíf. Það leið þó ekki á löngu þar til hún var orðin heimavön. Henni var vel tekið og hún varð fljótt vinur allra í bekknum. Hafdís Hlíf gerðist félagi í skóla- kórnum og sinnti af trúmennsku þeim verkefnum sem skólastarfið krafðist. Hennar verður sárt saknað af nemendum 5.-KE sem og öðrum í skólanum okkar, sem fengu að kynn- ast henni. Sem loftbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilífðargeiminn, skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm – – þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins ljós, er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós, er roðna í sólareldi. Oss er svo léttgengt um æskunnar stig í ylgeislum himinsins náðar, HAFDÍS HLÍF BJÖRNSDÓTTIR ✝ Hafdís HlífBjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 7. júlí 1990. Hún lést í Húsafelli 21. júní síðastliðinn af völd- um heilahimnubólgu og fór útför hennar fram frá Áskirkju 2. júlí. og fyrir oss breiða braut- irnar sig svo bjartar og rósum stráðar. Vér leikum oss, börnin, við lánið valt, og lútum þó dauðans veldi, því áður en varir er allt orðið kalt og ævinnar dagur að kveldi. (Einar Benediktsson.) Við viljum votta for- eldrum, systkinum og öðrum ættingjum og vinum Hafdísar Hlífar dýpstu sam- úð, og þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum með henni. Starfsfólk og nemendur Setbergsskóla. „Takk fyrir veturinn, Ásta. Hafðu það gott í sumar.“ Með þessum orð- um kvöddu stúlkurnar mig í spánska dansinum í vor. Þá höfðu þær nýlokið við ballettsýninguna sína í Borgar- leikhúsinu og við höfðum hist til að horfa á myndbandið af sýningunni. Á meðal þessara stúlkna var Hafdís Hlíf. Hafdís var í ballett hjá mér í Ball- ettskóla Sigríðar Ármann í fimm vet- ur. Hafdís Hlíf kom mér fyrir sjónir sem ákveðin stúlka sem vissi hvað hún vildi. Hún var fljót að tileinka sér námsefnið, athugul og útsjónarsöm. Hún naut þess að dansa, einkum ef tónlistin var hröð og dansinn sam- settur af sem flestum sporum. Í jóla- tímum þegar brugðið var á leik fór hún á kostum í frjálsri túlkun og lát- bragði og söng af innlifun okkur til mikillar ánægju. Minningin um Haf- dísi Hlíf mun alltaf verða sterk í mín- um í huga. Í ballettskólanum verður hennar sárt saknað. Blessuð sé minning Hafdísar Hlíf- ar. Ásta Björnsdóttir. Þegar ég sest niður og skrifa þessa kveðju til æskuvinar míns, leikfélaga og frænda, Varða, finnst mér með hann, eins og með aðra leikfélaga okkar, að hann hafa verið kallaður alltof fljótt en það er einu sinni þannig að enginn veit hvenær kallið kemur. Líf Varða var ekki alltaf dans á rósum og mætti það verða mörgum ungum mönnum fyrirmynd nú á dögum allsnægta. Þegar Varði var fjögurra ára missti hann móður sína og fjölskyldan splundraðist. Þremur systkinum hans var komið fyrir hjá frændfólki og vinum en Varði var eftir í Krossnesi hjá föð- ur sínum. Menn geta ímyndað sér hvernig það er að alast upp móð- urlaus drengur. En í Varða bjó sá efniviður sem kom honum áfram í lífinu, en það vitum við sem þekkt- um hann að góðmennskan og rétt- lætiskenndin voru hans aðalsmerki. Fermingarárið sitt var Varði hjá Láru systur sinni á Njálsgötunni í Reykjavík en þá lá faðir hans bana- leguna á Landspítalanum. Upp frá því fer Varði til sjós og um tvítugt stofnar hann heimili og fer síðar í Stýrimannaskólann og verður stýrimaður og skipstjóri hjá öðrum og síðar við eigin útgerð. Varði var mjög farsæll skipstjóri, fór vel með alla hluti og átti sér- ÞORVARÐUR JÓHANN LÁRUSSON ✝ Þorvarður Jó-hann Lárusson fæddist í Krossanesi í Eyrarsveit 24. maí 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grundarfjarðar- kirkju 30. júní. staklega gott með að umgangast sinn mann- skap. Fyrir tíu árum fékk hann hjartaáfall sem var byrjunin á þeim veikindum sem hann hefur barist við og höfðu að lokum yf- irhöndina. Um leið og við Guð- rún kveðjum góðan vin viljum við votta eigin- konu hans, börnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi Guð blessa ykk- ur í sorg ykkar. Lárus Guðmundsson, Guðrún Andersen. Á Jónsmessunótt lést Varði, mágur minn og góður vinur. Í áraraðir hefur þessi harðdug- legi skipstjóri barist við sjúkleika sinn af þrautseigju, bjartsýni og ótrúlegu æðruleysi, hann hefur far- ið í stórar og erfiðar aðgerðir hvað eftir annað og ávallt haft betur þar til nú. Varði var góður maður, við mun- um vera mörg sem söknum vinar í stað, því hann var sérlega vinsæll og vel látinn hjá öllum, svo indæll og elskulegur sem hann var, og alltaf tilbúinn að hjálpa og leggja lið ef einhver þurfti aðstoðar við. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Varða og átt hann að vini, það eru hlýjar og góðar minningar sem við eigum um hann. Eygló systir mín þarf enn að sjá á eftir eiginmanni eftir langvarandi veikindi. Megi góður Guð styrkja hana og alla í stóru fjölskyldunni þeirra í sorginni. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Svandís. ( 9   #:     ##   ;<6=-*)=9>**?@59A5*B-5C 2"(& D&  "  $& # & - (     ##  #:&&    ;<6=-*)=9>*?@59A5*B-5C (' & !# 5 '- &D'( & ??- ,(    * E -  .  % ##"9& >:! 50    '          :D    !       E! 7    " " %' #!%&" " !# %' #!%&"- E!     7        *  ;- -2- *F  '( #&  50 - *  /   * F   (9 F           "(F  +  '  !      + +  # ! !"- 0        .  ! "'&$& &  "& #      =   ! #$#%&& +%" %' #!%&"  "  &"##( * "& ( & G(" ;0" * "&-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.