Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 6
DÓMSÁTT varð í máli norska loðnu- skipsins Magnarson sem tekið var fyrir hjá sýslumanninum á Ísafirði í gær. Útgerðinni var gert að greiða 1,8 milljónir króna í sekt sem rennur í landhelgissjóð. Einnig var um- framafli skipsins, um 670 tonn af loðnu, gerður upptækur. Ætla má að verðmæti aflans sem gerður var upp- tækur sé um 5 milljónir króna. Refs- ingin er því alls hátt á sjöundu milljón króna. Ekki var gerð krafa í ákæru sýslumanns um að veiðarfæri skips- ins yrðu gerð upptæk. Þá verða ákærur að öllum líkind- um gefnar út í dag á hendur skip- stjórum þeirra þriggja norsku loðnu- skipa sem Ægir, varðskip Land- helgisgæslunnar, færði til hafnar á Seyðisfirði á mánudag vegna meintra ólöglegra veiða innan landhelginnar. Skýrslutökum og yfirheyrslum yfir skipstjórunum lauk á Seyðisfirði í gærkvöldi. Ekki tilkynnt um 89% heildarafla Í ákæru sýslumannsins á Ísafirði kom fram að tvisvar hefði verið til- kynnt um rangan afla og að tveimur klukkutímum eftir síðari tilkynn- inguna, þegar skipið var stöðvað, hefði vantalinn afli numið um 89% af heildarafla skipsins. Tilkynnt hafði verið að aflinn um borð væri 80 tonn. Þegar aflanum var landað í gær- morgun í Bolungarvík að beiðni norsku útgerðarinnar kom svo í ljós að 750 tonn af loðnu voru í skipinu. Skipstjórinn féllst á sáttina og setti tryggingu fyrir sektinni, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslu- manns á Ísafirði. Skipstjóranum voru þá afhent skjöl og skipsbækur og honum leyft að fara. Skipið sigldi í gærkvöldi frá Ísafirði og hélt aftur á miðin. Einar Jónatansson, framkvæmda- stjóri Gnár í Bolungarvík, þar sem loðnunni var landað, segir að strax í gær hafi verið hafist handa við að vinna mjöl og lýsi úr aflanum. Hann segir að norsku útgerðinni verði greitt fyrir 80 tonn, eða það sem skip- stjórinn gaf upp til Landhelgisgæsl- unnar, og að ríkissjóður fái greiðslu fyrir umframaflann. Í lögum um veið- ar erlendra skipa í landhelgi Íslands kemur fram að andvirði upptæks afla skuli renna í landhelgissjóð. Kyrrsetningu aflétt á Seyðisfirði Kyrrsetningu á norskum loðnu- skipum, sem færð voru til hafnar á Seyðisfirði, verður væntanlega aflétt í dag, að sögn Loga Guðbrandssonar, dómara í Héraðsdómi Austurlands, en krafa um kyrrsetningu var tekin fyrir í dómnum síðdegis í gær. Logi segir að ekki hafi verið ágreiningur um þetta atriði heldur frekar um fjárhæðir trygginga og mun dóm- stóllinn úrskurða um þær í dag. Þá var einnig dómkvaddur matsmaður fenginn til að meta verð aflans í skip- unum. Skipin voru kyrrsett í fyrrakvöld á Seyðisfirði og fóru skýrslutökur og yfirheyrslur fram í gær. Við þinghald fyrir héraðsdómi fór lögmaður norsku útgerðanna, Jónas A.Þ. Jóns- Dómsátt á Ísafirði í máli norsks loðnuskips vegna landhelgisbrots 1,8 milljóna sekt og afli upptækur Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Plássið var ekki mikið í Seyðisfjarðarhöfn fyrir norsku loðnuskipin þrjú og var eitt þeirra bundið við varðskipið Ægi. son, fram á að kyrrsetningu skipanna yrði aflétt og þeim leyft að sigla úr höfn með aflann til Noregs. Fór ákæruvaldið þá fram á 30 milljóna króna tryggingu gegn því að kyrr- setning yrði heimiluð. Rannsókn og skýrslutöku í máli eins af skipunum þremur lauk í gær- kvöldi og liggur fyrir að ákæra í því máli verði gefin út í dag. Þá lauk skýrslutöku yfir hinum skipstjórun- um tveimur seint í gærkvöldi og búist við að ákærur verði einnig gefnar út í þeim málum. Ekki er deilt um aflatöl- ur hjá norsku skipunum á Seyðisfirði, líkt og gert var í tilfelli Magnarson á Ísafirði, heldur hvort þau hafi verið innan íslensku eða grænlensku land- helginnar að loðnuveiðum. Varð- skipsmenn halda hinu fyrrnefnda fram en þeir norsku telja sig hafa verið innan grænlensku landhelginn- ar. Jónas A.Þ. Jónsson lögmaður seg- ir í samtali við Morgunblaðið að Norðmennirnir séu afar ósáttir við hvað rannsóknin hefur tekið langan tíma. Tveir sólarhringar hafi liðið frá því að Ægir tók skipin síðdegis á sunnudag þar til þinghald fór fram í gær. „Mér fannst Landhelgisgæslan hafa æði drjúgan tíma til að koma nauðsynlegum skýrslum til embættis sýslumanns. Af þeim sökum fór ég þá leið að krefjast þess að kyrrsetning skipanna yrði felld úr gildi, enda mik- ið aflaverðmæti í húfi,“ segir Jónas. Líklega ákært í máli norsku loðnu- skipstjóranna á Seyðisfirði í dag Ljósmynd/Jón Hallfreð Engilberts Ivar Taranger, skipstjóri norska loðnuskipsins Magnarson, skoðar málsgögn í brúnni í gærkvöldi, skömmu áður en skipið lagði úr höfn. FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI fallega alparós á heimili í Eikjuvogi. „Mér fannst eiginlega að allur heimurinn þyrfti að sjá hana,“ segir garðeigandinn, Anna Garð- arsdóttir, og bendir á að hún sé svo vel falin hjá þeim að fáir njóti þess- arar dásemdar. Aðspurð segir hún að það hljóti að vera um tíu ár síðan þau gróð- ursettu alparósina. Tveimur árum seinna hefði hún verið hálfslöpp og garðyrkjumaðurinn hugðist taka hana, en Anna vildi gefa henni tækifæri í eitt ár enn. „Þegar kom fram á næsta ár byrjuðu að koma smáknúppar, svo hefur þetta verið að aukast. Ég er ekki búin að telja þá núna, en þeir eru örugglega á annað hundrað,“ segir hún. Að sögn Önnu snýr alparósin í suður, en á sama tíma plöntuðu þau annarri alparós, jafnstórri, hinum megin við hús og í dag eru þrír knúppar á henni. Anna segir að heitur pottur sé við hlið alparós- arinnar og stundum renni heitt af- gangsvatn á hana, en spurning sé hvort þessi ylur hafi eitthvað með fegurð rósarinnar að gera. „Við er- um hérna inni í Eikjuvogi og það er svo skjólsælt hér. Gróður virðist dafna ágætlega á þessu svæði, hér er til dæmis mikið um há tré,“ segir Anna að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilkomu- mikil alparós í Eikjuvogi ÁFORMUM Goða hf. um að leggja niður sláturhúsið á Breiðdalsvík var harðlega mótmælt á opnum fundi bænda og áhugafólks um málefni sláturhússins á mánudag. Hrepps- nefnd Breiðdalshrepps og Félag sauðfjárbænda á Suðurfjörðum Aust- fjarða boðuðu til fundarins í kjölfar yfirlýsinga í fjölmiðlum um að stjórn Goða hf. hafi samþykkt að leggja nið- ur sauðfjárslátrun á Breiðdalsvík. Kaupfélagið komi að málinu Í ályktun fundarins segir: „Fund- urinn leggur þunga áherslu á mikil- vægi sláturhússins á Breiðdalsvík með tilliti til atvinnu, þróunar byggð- ar og þjónustu við bændur og telur það skyldu stjórnar KHB [Kaup- félags Héraðsbúa] að gera allt sem mögulegt er til að leysa þetta mál á farsælan hátt.“ Þá ályktaði fundurinn einnig á þá leið að þegar yfirráð fengjust yfir sláturhúsunum gætu fleiri aðilar en Kaupfélagið komið að stofnun félagsskapar um rekstur þeirra. Fram kemur að Sveinn Þórarins- son, varaformaður Kaupfélags Hér- aðsbúa, hafi sagt á fundinum að Kaupfélagið myndi leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi slátrun í húsum sem áður voru í eigu þess, en sláturhúsið á Breiðdalsvík mun, þar til fyrir tæpu ári, hafa verið í eigu Kaupfélagsins áður en það var sam- einað Goða hf. Mikil áhrif á byggðarlagið Í greinargerð frá fundinum eru áréttuð þau miklu áhrif sem það myndi hafa á byggðarlagið að leggja niður sláturhúsið. „Miklar líkur eru til að einhverjir hætti sauðfjárbúskap í kjölfarið. Í byggðarlögum þar sem byggðin stendur tæpt eins og á þessu svæði, getur einn sem hættir hrundið af stað skriðu sem ekki verður stöðv- uð,“ segir í þar. Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá fundinum að Lárus Sigurðsson, oddviti Breiðdals- hrepps og formaður Félags sauðfjár- bænda á Suðurfjörðum Austfjarða, telji Goða hf. hafa misst allt traust meðal bænda og aðrir aðilar verði því að koma að málum og að bændur verði að stjórna afurðastöðvum sín- um sjálfir. Sláturhúsið á Breiðdalsvík Áformum Goða hf. harð- lega mótmælt Iðnaðarráðherra til Ungverjalands Semja á við Ungverja í orkumálum VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra hefur þekkst boð efnahags- og orkumála- ráðherra Ungverjalands um að fara þangað í opinbera heimsókn í haust. Ráðherrann, dr. Matolcsy György, er í heimsókn hér á landi þessa dag- ana ásamt hópi embættismanna í boði íslenskra stjórnvalda. Skoðaðar eru orkuveitur og -fyrirtæki víðs vegar um land. Valgerður sagði í samtali við Morgunblaðið að í Ungverjalandi yrði undirritað samkomulag um samstarf landanna í orkumálum. Ungverjaland er eitt helsta jarðhita- svæði á meginlandi Evrópu en ekki hefur tekist að nýta jarðvarmann til fullnustu. Valgerður sagði Ungverja sjá Íslendinga sem áhugaverða sam- starfsaðila í þeim efnum. ♦ ♦ ♦ Tvær milljónir til Evu Klonowski RÍKISSTJÓRN Íslands samþykkti á fundi sínum í gær að verða við beiðni International Commission on Missing Persons, ICMP, og veita tveimur milljónum króna til áfram- haldandi starfs réttarmannfræð- ingsins Evu Klonowski með nefnd- inni í Bosníu. Starf nefndarinnar felst í því að bera kennsl á jarðnesk- ar leifar sem fundist hafa í fjölda- gröfum eftir stríðið þar í landi. Ríkisstjórn Íslands hefur áður styrkt nefndina er repúblikaninn Bob Dole veitti nefndinni forstöðu, en hann fór þess sjálfur á leit við ríkisstjórnina að hún styrkti starf ICMP. Guðmundur Árnason, skrif- stofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir að í bréfi nefndarinnar komi fram ánægja með framlag Evu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.