Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðjón Hólm Sig-valdason fæddist að Litla-Ási á Kjalar- nesi 10. september 1920. Hann lést á gigtardeild Landspít- alans við Hringbraut hinn 3. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir, f. 12.5. 1895, d. 30.7. 1979, og Sigvaldi Þorkelsson bóndi á Kjalarnesi, f. 5.9. 1897, d. 17.7. 1978. Guðjón átti tvö alsystkini og einn hálfbróður. Þau eru Guðbjartur Hólm Guðbjartsson bóndi í Króki á Kjalarnesi, f. 5.12. 1917, d. 8.11. 1989, Sigurbjörg húsmóðir, f. 11.11. 1926, gift Stefáni Bene- diktssyni, fyrrv. verkstjóra frá Húsavík, og Jón Frímann iðnrek- andi í Garðabæ, f. 8.2. 1929, kvæntur Mary Sigurjónsdóttur. Eiginkona Guðjóns er Guðrún Stefánsdóttir, f. 28. mars 1920 á Norðfirði. Hún er dóttir Stefáns Halldórssonar verslunarstjóra á Norðfirði, f. 10.1. 1875, d. 20.6. 1921, og Sigríðar Guðmundsdótt- ur, f. í Nesi við Seltjörn, 14.11. 1884, d. 29.8. 1960. Guðjón og Guð- rún gengu í hjónaband 14. október 1944. Börn Guðjóns og Guðrúnar eru: 1) Jóhann Geir, ökukennari í Reykjavík, f. 24.2. 1948, maki Ingi- björg Einarsdóttir hárgreiðslu- meistari. 2) Gunnar sjóntækja- fræðingur, f. 14.2. 1949, Gunnar kvæntist Guðmundu Kristjáns- dóttur, þau skildu, dóttir þeirra er Ágústa, f. 7.5. 1972, gift Francesco Massaro og eiga þau eina dóttur. Gunnar kvæntist Þorbjörgu Guð- jónsdóttur, þau skildu. Þeirra börn eru Guðjón Hólm, f. 7.7. 1976, Davíð, f. 14.6. 1979, og Fannar, f. 12.2. 1989. Sambýliskona Gunnars er Ásta Kristbergsdóttir. 3) Stefán Sigurður, f. 2.2. 1952, d. 22.2. 1955, en hann lést í umferðarslysi. 4) Stefán Sigurður, viðskiptafræð- ingur og framkvæmdastjóri Félags ísl. stórkaupmanna, f. 5.12. 1957, eiginkona hans er Helga R. Ottósdóttir hjúkrunarfræðingur, börn þeirra eru Snorri, f. 7. des. 1981, Guðrún, f. 20. jan. 1983, Stef- án Ottó, f. 29. apríl 1986, og Ragnheiður Gyða, f. 20. nóv. 1990. 5) Guðjón Hólm framkvæmda- stjóri, f. 8.3. 1959. 6) Áslaug hdl., starfar í fjármálaráðuneyt- inu, nú búsett í Brussel, f. 28.1. 1963. Guðjón flutti með foreldrum sínum frá Litla-Ási að Prest- húsum og síðar að Útkoti í sömu sveit. Til Reykjavíkur flutti Guðjón 1936 og hóf þá nám við Ingimarsskóla (Gagnfræðaskólanum í Reykja- vík). Guðjón varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1942 og lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Íslands árið 1947. Hann öðlaðist héraðsdóms- réttindi árið 1948. Guðjón var fulltrúi hjá Sigurgeiri Sigurjóns- syni hrl. frá 1.7. 1947 til 1.7. 1952 en rak síðan lögfræðiskrifstofu í Reykjavík, framan af í Fjalakett- inum við Aðalstræti. Hinn 1.7. 1966 varð hann forstjóri umboðs- og heildverslunarinnar John Lindsay ehf., og gegndi því starfi fram í september á síðasta ári. Samhliða rekstri lögmannsstof- unnar gegndi Guðjón ýmsum kaupsýslustörfum. Hann var fram- kvæmdastjóri Skemmtigarðsins Tívolí 1951 – 52. Hann stofnaði og rak verslanirnar Angoru og Voga- búðina í Vogum á árunum 1951 – 55. Hann var forstjóri Reykhúss- ins hf. frá 1.5. 1959 til 1979 og sat í stjórn þess auk þess sem hann sat í stjórn Kjötvers hf. 1967 – 88. Guð- jón var stjórnarformaður Líf- stykkjabúðarinnar frá 1957 og Efnagerðar Reykjavíkur hf. frá 1969. Guðjón var fyrsti formaður Gigtarfélags Íslands árið 1976 og gegndi því embætti til 1980 og var gerður að heiðursfélaga þess árið 1990. Árið 1998 var Guðjón sæmd- ur gullmerki Félags íslenskra stórkaupmanna og gullmerki Gigtarfélags Íslands árið 1999. Útför Guðjóns Hólm Sigvalda- sonar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi nú ert þú farinn frá okk- ur og er það mikill missir. Því þú gerðir svo margt fyrir okkur og varst alltaf tilbúinn til að hjálpa okk- ur ef eitthvað kom upp á. Þú hafðir einnig sterkar skoðanir á hlutunum, eða því sem við vorum að gera. Hvort sem það var rétt eða rangt. Nú mun ég sakna þess að geta ekki aðstoðað þig við hina og þessa hluti. Þú hefur kennt mér margt á þessum árum sem ég hefði gjarnan viljað að yrðu fleiri. Þú varst mér mjög kær og mér þykir rosalega vænt um þig afi minn, því segi ég þetta með mikl- um söknuði. Ég vona að þú hafir það gott núna, elsku nafni minn og afi. Guðjón Hólm Gunnarsson. Nú ertu farinn frá okkur elsku afi. Engin orð geta lýst þér nógu vel svo ég verði sáttur. Yfirnáttúruleg góð- mennska og ást á afkomendum þín- um hafa verið þitt vörumerki gegn- um lífið. Mig langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar í vinnunni og alla leiðsögn sem þú hef- ur gefið mér í lífinu. Amma ég veit að þú hefur misst mikið og um ókom- in ár mun ég minnast góðvildar hans afa þegar um hann verður rætt. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið, en þegar þið hlæjið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar, yfir lífinu. (Höf. óþ.) Davíð Gunnarsson. Í fyrsta skipti sem ég fór út fyrir landsteinana ferðaðist ég með Guð- jóni afa og Guðrúnu ömmu. Það var ágætt að njóta leiðsagnar þeirra, afi var mjög sigldur og öllum hnútum kunnugur. Það var þægilegt í er- lendum milljónaborgum að vita af styrkri hönd afa. Áfangastaður okkar var Black- pool, einnig stóð til að skoða ná- grannabæinn Fleetwood. Afi hafði verið á þessum slóðum í stríðinu. Unnið í Fleetwood en eytt leyfunum í Blackpool. Það var greinilegt að Ís- lendingarnir höfðu getið sér gott orð í útlandinu því alls staðar var gamla manninum vel tekið. Í fylgd afa heimsótti ég í fyrsta og eina skiptið veðbanka. Tölvuskjáirn- ir, peningalyktin og spenningurinn á andlitum viðstaddra var eitthvað sem heillaði afa meira en mig og slepptum við því öllum veðmálum. Eitt sinn ákvað afi að hann langaði í sumarbústað, þá fékk hann sér sum- arbústað. Af og til var ég svo skikk- aður til að fara með honum þangað og sinna ýmsu viðhaldi með honum. Að launum fékk ég oftast vínar- brauð. Verkaskiptingin var ávallt þannig að afi sá um það sem hann gerði best, það er hann stýrði verk- inu en ég framkvæmdi. Oft þótti mér það heldur súrt í broti en árangurinn lét aldrei á sér standa. Hann afi var alltaf röggsamur og við öllu búinn, framkvæmdirnar gengu undanekningarlaust snurðu- laust fyrir sig nema hvað undirverk- takinn hafði oft takmarkaða þekk- ingu á verkfærunum og verklagi almennt. Afi Guðjón var alltaf reiðubúinn að útskýra á kjarnyrtan og einfaldan hátt án allra málaleng- inga enda ekki þekktur fyrir annað en dugnað og framtakssemi. Hann afi Guðjón las alltaf mikið, allt frá bernskuheimsóknum mínum til afa og ömmu man ég eftir honum í sóf- anum sínum að lesa. Í æsku gisti ég oft hjá afa og ömmu um helgar. Það var ekki langt að fara og mjög spennandi. Allan daginn hljómaði ríkisútvarpið um allt húsið og reglu- lega yfirtók matarlykt andrúmsloft- ið. Upplýsingaþörfin bannaði allar samræður við matarborðið, ekki mátti missa af fréttunum. Stemmn- ingin á heimili gömlu hjónanna mun ekki úr minni líða, þangað var gott að koma og gaman að vera. Jafn- framt því sem ég minnist þess með söknuði þakka ég afa mínum sam- fylgdina. Guð blessi minningu afa Guðjóns. Snorri. Elsku afi, mér er illt í hjartanu mínu að vita að þú sért dáinn. En ég veit að nú líður þér vel. Nú ert þú ekki lengur veikur. Ég bið guð að passa þig og vernda. Amma, guð gefi þér styrk í sorg þinni. Fannar Gunnarsson. Það var á þriðjudagskvöldið 3. júlí sem mamma hringdi í mig þar sem ég var stödd á Spáni og færði mér þær fréttir að Guðjón frændi væri látinn, ég vissi að þessar fréttir gæti ég fengið hvenær sem var því hann hafði verið mjög veikur, en samt passaði þetta ekki alveg því Guðjón var einn af þessum mönnum sem manni fannst að væri ódauðlegur því að slíkur var krafturinn, aftur og aft- ur steig hann upp úr veikindunum. Mig langar með þessum fátæklegu orðum að minnast frænda, eins og hann var alltaf kallaður á mínu heim- ili. Þegar ég var barn og bjó í Silf- urtúninu í Garðahreppi, sem þá var langt upp í sveit, var oftar en ekki farið í heimsókn til Guðjóns og Gunnu á Sólvallagötuna. Þar sem ferðalagið úr Garðahreppi þótti frekar langt fékk ég oft að gista hjá Áslaugu frænku. Það var eitt her- bergi í húsinu sem var sérstaklega leyndardómsfullt og spennandi, skrifstofan hans Guðjóns, því þar máttum við ekki fara inn, en mikið var nú spennandi að kíkja aðeins til að sjá stóra skrifborðið og leðursóf- ann svo ekki sé talað um flotta skrif- borðsstólinn og málverkin á veggj- unum. Þegar ég eignaðist mína fjöl- skyldu fór það svo að börnin mín heilluðust strax af Guðjóni og Gunnu og hjá þeim var hann oft kallaður jólasveinninn vegna þess að fyrir jól- in hafði hann það fyrir sið að senda ýmist góðgæti til vina og ættingja. Það þurfti ekki stór og mikil til- efni til að Guðjón frændi kallaði ætt- ingja og vini til veislu og eru minn- isstæðar veislurnar í mars og september sem haldnar voru á átt- ræðisafmælum þeirra hjóna. Þar lék hann á als oddi þótt heilsan væri ekki góð en það gerði nú ekkert til, það var nógur tími til að hvíla sig, sagði hann þegar hann var spurður hvort hann væri ekki orðinn þreytt- ur. Í sumarbústaðnum við Apavatn þótti þeim gott að vera og voru þar eins oft og hægt var. Við Gummi og börnin komum þar stundum og oft í þeim erindagjörðum að kíkja aðeins á pípurnar, þetta voru skemmtilegar heimsóknir og auðvitað fór enginn svangur heim því Gunna bakaði allt- af vöfflur eða pönnukökur með kaffinu sem voru gerð góð skil. Mig langar að þakka frænda sam- fylgdina og biðja góðan Guð að veita Gunnu, börnunum, tengdabörnum, barnabörnunum, systkinum og öðr- um ættingjum styrk á sorgarstundu. Hvíl í friði, frændi. Ragnheiður Edda (Raggý), Guðmundur og börn. Fyrrverandi tengdafaðir minn er farinn og er borinn til grafar í dag. Guðjón minn okkar samverustundir í lífinu voru mér til mikils þroska. Ég lærði margt á þessum 26 árum sem ég þekkti þig. Þú varst einstakur persónuleiki. Þú varst glaður í eðli GUÐJÓN HÓLM SIGVALDASON V itað er að hass getur verið heppilegra efni til að stilla kvalir krabbameinssjúkra en morfín og ýmis dýr verkjalyf sem framleidd eru af lyfjarisunum. Aukaverkanir eru litlar nema hass sé reykt, þá getur það valdið lungnakrabba. Háaldrað og jafnvel dauðveikt fólk sem þjáist af krabbameini vill oft taka áhættuna. Samt hefur gengið hægt að fá samþykkta í þessu skyni tilslökun á banni við kannabisnotkun. Og hér er bann- ið algert. Eru andmælin við hugmynd- inni málefnaleg? Alls ekki, öllum hlýtur að vera það ljóst í vestræn- um heimi sem gengur að miklu leyti fyrir hóflausu og sívaxandi pilluáti. Ástæðan fyrir banninu er sjálft orðið kannabis, þetta sem við venjulega köllum hass hér landi, vekur hug- renningatengsl við annað og til- finningaþrungnara fyrirbæri: fíkniefnavandann. Fyrsta myndin sem kviknar í huganum er af ung- lingi sem búið er að traðka í svað- ið með því að lokka hann til að neyta sterkra efna. Við fórnum höndum í ofboði og segjum nei. Tabú. Afleiðingarnar af áfengissýki er aldrei hægt að bæta að fullu eins og aðstandendur áfengis- sjúklinga vita. Samt lætur sam- félagið þetta viðgangast en reynir hins vegar að stýra okkur frá öðru sem er þá líklega talið enn verra. En hvað er það sem ræður því að sumt vont er leyft og annað er bannað? Annars vegar hvort löng hefð er fyrir varasömu hegðuninni, hins vegar hve margir ástunda hana. Áfengi er vímuefni sem þorri landsmanna er sammála um að skuli vera leyfilegt að neyta að uppfylltum skilyrðum, mikilvæg- ast þeirra er að neytandinn sé bú- inn að ná ákveðnum lágmarks- aldri. Munurinn á kannabis og áfengi er fyrst og fremst að of- neysla áfengis er mun líklegri til að valda miklum félagslegum, lík- amlegum og andlegum spjöllum. Allir sem hafa séð mann undir hass-áhrifum vita að hann er al- veg sauðmeinlaus, brýtur hvorki húsgögn né beinin í fólki. En er mjög leiðinlegur. Gögnin hlaðast upp. Að sögn erlendra sérfræðinga eru bein og óbein dauðsföll af völdum áfengis í vestrænum löndum um fimm milljónir á ári, um 200 þúsund deyja af völdum notkunar ann- arra vímuefna. Fyrir fáeinum ár- um var skýrt frá niðurstöðum læknaskýrslu á vegum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, (WHO); þar var sagt að áfengi væri mun hættulegra efni en kannabis. Yfirmenn WHO tóku ekki mark á skýrslunni. Eitt af þekktustu vísinda- tímaritum heims er breska læknablaðið Lancet. Þar var ný- lega skýrt frá rannsókn á stað- hæfingum um að neysla á hassi sé oft fyrsta skrefið að neyslu svo- nefndra harðari efna, kókaíns, heróíns og annarra. Niðurstaðan? Að tengslin væru sáralítil. Aðeins örfáir unglingar sem reykja hass prófa síðan sterkari efni. Nú hefur Peter Lilley, sem var ráðherra almannatrygginga í Bretlandi í ríkisstjórn íhalds- manna árin 1992–1997, tekið und- ir hugmyndir þeirra sem vilja gera þá grundvallarbreytingu að leyft verði að nota kannabisefni rétt eins og áfengi og með sams konar aldursskilyrðum. Eins og fleiri sem efast um skynsemi lag- anna sem nú gilda er hann ekki að mæla með því að fólk noti efnið en vill að horfst verði í augu við veruleikann. Notkun á jurt sem hægt er að rækta hvar sem er og vinna úr fíkniefni verður ekki út- rýmt. Við gætum tífaldað fjölda lögreglumanna en samt myndu einhverjir laumast til að nota hass. Hvernig gera lögreglumenn- irnir okkar hér á landi mest gagn í baráttunni gegn ólöglegum fíkniefnum? Það vitum við að sjálfsögðu ekki með vissu. Um all- an heim er reynt að beita marg- víslegum aðferðum til að koma í veg fyrir að hrekklausir og for- vitnir unglingar verði fórnarlömb fíkniefnasala. En lögreglumenn sem þurfa að eyða dýrmætum tíma í að leita uppi nokkur grömm af hassi eru menn eins og við. Sólarhringurinn þeirra er að- eins 24 stundir. Þeir geta ekki samtímis leitað uppi hættulegri efni eða rannsakað aðra glæpi. Annað sem skiptir ef til vill enn meira máli er að lög og reglur þurfa að vera sjálfu sér sam- kvæm. Ef þau eru það alls ekki verða þau smám saman bitlaus og það sem verst er, efasemdir um sum lög geta orðið að fyrirlitn- ingu á öllum lögum. Áðurnefndur Lilley segist hafa reynt að út- skýra fyrir 12 ára krökkum kost- ina við að banna hass en leyfa áfengi og mistekist. Að sjálf- sögðu, þeim finnst þetta ann- aðhvort óskiljanlegt eða einfald- lega hræsni. Áfengi sé bara leyft af því að svo margir fullorðnir noti það. Markhópurinn sem stjórnvöld þurfa fyrst og fremst að hafa í huga er einmitt á þessum aldri. Hann verður seinna fullorðinn og eitt af því sem hann hefur með sér inn í framtíðina er vantrú á því að fullorðna fólkið viti yfirleitt hvað það er að gera. Og sé heið- arlegt, reiðubúið að takast af ein- lægni á við eldfim viðfangsefni. En getur nokkurn tíma verið óhjákvæmilegt að sætta sig við að sumt fólk, jafnvel börn, muni nota og jafnvel ofnota vímuefni? Er stundum skást að leyfa það sem er ekki endilega hollt, láta duga umvandanir og hjálp en beita ekki ströngum viðurlögum? Þjóð- félagið er löngu búið að takast á við spurninguna þegar áfengi er til umræðu og svarið blasir við. Það er já. Ástæðan fyrir því að við höfum valið þennan grimmilega kost er meðal annars að við höfum gert tilraun með að banna áfengi og vitum að lausnin er ótæk. Of miklu er fórnað, persónuleg rétt- indi allra skert til að bjarga fáein- um. Er ekki kominn tími til að nota líka reynslu og raunsæi þeg- ar fjallað er um kannabis? Brotin lög – og bein Allir sem hafa séð mann undir hass- áhrifum vita að hann er alveg sauð- meinlaus, brýtur hvorki húsgögn né beinin í fólki. En er mjög leiðinlegur. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.