Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 15 Knaus húsbílar og hjólhýsi – aðeins það besta! Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Símar 565 6241 og 544 4210 Fax 544 4211. Þjónustuaðili Síðasta sölusýning sumarsins miðvikud. fimmtud. og föstud. Opnunartími: Virka daga frá kl. 10-18. Laugardaga frá kl. 10-14. Umboðs- maður Knaus á Íslandi verður á staðnum Verið flott og keyrið um á Knaus TENGIVAGN, sem í voru um tíu tonn af karfa, losnaði frá flutningabíl á veginum milli Garðs og Sandgerðis í gærmorgun og valt út í vegarkant- inn. Engin meiðsli urðu á fólki við óhappið en fiskurinn sem í vagninum var dreifðist um svæðið. Óhappið varð á tólfta tímanum í gærmorgun. Greiðlega gekk að hreinsa veginn og fjarlægja tengivagninn, að sögn lög- reglu, en ekki er vitað til þess að meira tjón hafi orðið af völdum óhappsins, fyrir utan skemmdir á tengivagninum. Mildi þótti að vagninn lagðist á hliðina í vegarkantinn í stað þess að falla á hina akreinina í veg fyrir að- vífandi umferð. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Mildi þótti að tengivagninn lagðist ekki á hliðina fyrir umferðina. Tengivagn valt á hliðina Sandgerði HANNES Þ. Hafstein, björgunar- bátur Björgunarsveitarinnar Sigur- vonar í Sandgerði, kom til hafnar í gær með færeyska bátinn Fuglfirð- ing vélarvana í togi. Björgunarsveit- armenn sóttu hann rúmar 100 sjó- mílur vestur af Reykjanesi. Ferðin tók rúman sólarhring og gekk að óskum en nokkur bræla og veltingur gerðu mönnum lífið leitt á heimleið til Sandgerðis. Þetta er þriðja ferðin sem farin er á Hannesi á skömmum tíma þar sem sjóleiðin er yfir 100 sjó- mílur. Á morgun leggur báturinn aftur af stað með leiðangursmenn í rann- sóknarskip sem nú leitar að flakinu af breska herskipinu Hood. Þegar flakið finnst á hafsbotni munu björg- unarsveitarmenn fara 260 sjómílna ferð með eina eftirlifandi manninn úr áhöfn skipsins sem lifði af þegar Hood var sökkt. Guðmundur Ólafsson, formaður Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, segir að áhöfnin af Hann- esi Þ. komi bæði frá björgunarsveit- inni í Sandgerði og Ægi í Garði en alls voru sex með í för að þessu sinni. Þeir voru kallaðir úr sinni vinnu í landi en Hjálmar R. Hjálmarsson vélstjóri er sá eini í áhöfninni sem er fastráðinn og sér um bátinn dags daglega. Þegar farið er í þjónustu- leiðangra eins og þennan, að draga skip í land, er áhöfnin á launum en björgunarstörf eru jafnan unnin í sjálfboðavinnu. Að sögn Guðmundar var haft samband við björgunarsveitina um tíuleytið á mánudagmorgun frá tryggingarfélagi Fuglfirðings, sem er 200 tonna bátur og var á veiðum rúmar 100 mílur frá landi, en varð vélarvana og þurfti því aðstoð til að komast í land. Klukkutíma síðar var ákveðið að halda af stað til að draga skipið í land og lagði Hannes Þ. af stað frá Sandgerði um tvöleytið á mánudag þegar búið var að gera klárt fyrir túrinn. Sjóveikin gerði mönnum lífið leitt í miklum veltingi Skipstjóri í ferðinni var Agnar Júlíusson og Hjálmar var vélstjóri en aðrir í áhöfninni voru þeir Sig- urður Hákon Jónsson, Knútur Rún- ar Jónsson, Brynjar Þór Magnússon, og Sigurður Stefánsson. Siglingin út að færeyska skipinu tók um átta klukkustundir og vel gekk að koma taug yfir í Fuglfirðing. Lagt var af stað heimleiðis um hálfellefu á mánu- dagskvöld og sigldu skipin inn í höfn- ina rúmum 25 tímum eftir að lagt var af stað, eftir ríflega 16 klukkustunda stím heimleiðis. Þar sem færeyska skipið var vélarvana þurfti nokkra lagni við að koma skipinu klakklaust inn í höfnina og leggja að bryggju, en allt gekk að óskum og var skipið bundið við höfn um þrjúleytið í gær. Á heimleið lentu björgunarmenn í norðaustan kalda og brælu sem olli talsverðum veltingi auk þess sem björgunarbáturinn veltur meira með bát í togi. Að sögn Guðmundar er skipið mjög gott í svona ferðir, þótt það geti „oltið alveg djöfullega en verður skárra eftir því sem veðrið verður verra. Maður hefur orðið sjó- veikur hérna, það er ekkert vanda- mál,“ segir Guðmundur. Skipið ristir aðeins 1,8 metra sem gerir það stöð- ugra og betra í vondum sjó og ef skipinu hvolfir lendir það alltaf á réttum kili aftur. Áhöfnin var sammála því að velt- ingurinn hefði verði í meira lagi í þetta skiptið, svo mikill að hörðustu jaxlar urðu sjóveikir og hinir yngri ennþá sjóveikari, þótt þeir segðust því vanir. Sigurður Hákon var ald- ursforsetinn um borð og sagði þá tvo yngstu, Brynjar Þór og Knút, vera aðalhetjurnar því þeir verði alltaf sjóveikir en komi samt alltaf aftur í túra. Þegar blaðamaður ræddi við þá félaga að siglingu lokinni var þó ekki að sjá að sjóveikin hefði gert þeim líf- ið mjög leitt og sögðust allir til í aðra ferð. Þriggja sólarhringa ferð Guðmundur segir að nokkuð hafi verið um þetta langa túra hjá björg- unarsveitunum undanfarið og fyrir nokkrum vikum var t.d. náð í slas- aðan mann út fyrir 100 sjómílna lín- una. Þá segir Guðmundur að til standi á morgun að fara með menn út í rannsóknarskip vegna leitarinnar að breska skipinu Hood, sem var sökkt árið 1941 í seinni heimsstyrj- öldinni. Seinna í sumar stendur síðan til að fara 260 mílur út í haf með einn þeirra þriggja sem komust lífs af þegar breska herskipinu var sökkt en þessi maður er sá eini þeirra sem er enn á lífi. Nú stendur yfir leit að flakinu af Hood á sama skipi og fann Titanic á sínum tíma á hafsbotni. „Það stendur til að fara þegar þeir hafa fundið skipið með þennan eina eftirlifandi mann af áhöfn Hood og þar stendur til að halda minningarat- höfn. Þetta verður þriggja sólar- hringa ferð 260 mílur út í haf.“ Hannes Þ. Hafstein dró vélarvana færeyskt fiskiskip rúmar 100 sjómílur til Sandgerðis Morgunblaðið/Eiríkur P. Hannes Þ. Hafstein nálgast hafnarmynnið í Sandgerði með Fuglfirðing frá Færeyjum í eftirdragi. Agnar Júlíusson skipstjóri ræðir við þá Brynjar Þór, Knút Rúnar og Hjálmar vélstjóra undir þiljum á Hannesi að túr loknum. Vel heppnuð ferð þrátt fyrir kalda og velting Guðmundur Ólafsson, lengst til vinstri, ræðir við nokkra úr færeysku áhöfninni þegar Fuglfirðingur lagðist að landi. Sandgerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.