Morgunblaðið - 04.08.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.08.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tímarit á ensku og þýsku um Ísland Menning og viðskipti ÚT ER komið 5.tölublað tímarits-ins Gate to Ice- land; A Magazine for Trav- el Culture and Business. Útgefandi þess er Rohan Stefan Nandkisore sem er þýskur og kom hingað til lands 1998. Hann var spurður hvert væri megin- efni hins nýja tímarits? „Tímaritið nú fjallar að talsveru leyti um þá erfið- leika sem komið hafa upp í Evrópu vegna ýmiss konar fæðutegunda, t.d. vegna sjúkdóma á borð við Jakob Creutzfeld og gin- og klaufaveiki í búfénaði. Ég bendi á það að á Íslandi hafa þessir sjúkdómar ekki komið upp og er með- al annars með viðtal við dr. Sigurð Sigurðarson á Keldum um þetta efni og fleira.“ – Hefur þú orðið var við að ferðamenn hafi miklar áhyggjur af mataræði? „Venjulega ekki en það hafa verið þeir tímar, einkum í Bret- landi og Þýskalandi að fólk hugs- aði verulega mikið um það efni.“ – Hvers vegna fórstu út í þessa útgáfu? „Ég gerði það mér til ánægju og ekki síður til þess að skapa mér atvinnu. Tímaritið kemur út í 15 þúsundum eintökum og er selt í Bretlandi, Þýskalandi, Orlando í Bandaríkjunum – og svo er það auðvitað selt á Íslandi.“ – Hvar er tímaritið prentað? „Það er prentað í Þýskalandi, það er bæði ódýrara að prenta það þar og svo er einnig ódýrara að dreifa því þaðan.“ – Hvað ertu lengi að vinna hvert tölublað? „Um það bil þrjá mánuði. Ég ferðast mikið um Ísland vegna þessarar vinnu og hef farið víða um Suður- og Austurland, en lít til þess að tilhlökkun að ferðast um Norðurland og hugsanlega til Vestfjarða er tímar líða fram.“ – Hvers vegna settist þú að á Íslandi? „Það er af hreinum hugsjóna- ástæðum. Í Þýskalandi kenndi ég hugmyndafræði sem miðar að því að styrkja fjölskyldueininguna. Ég kom hingað í þeim megintil- gangi að kynna þessa hugmynda- fræði og starfa að slíkum málum með fram öðrum störfum mínum hér.“ – Hvernig finnst þér að búa á Íslandi? „Mér líkar það mjög vel en sá er hægurinn á að ég hef ekki enn lært að tala íslensku að gagni, ég skil þó mun meira en ég get tal- að.“ – Hvaða efni hefur þú tekið fyr- ir í þeim tímaritum sem þú hefur gefið út áður? „Ég einu tímaritinu tók ég t.d. fyrir samstarf og vináttubönd milli bæja og borga á Íslandi og í útlöndum. Í öðru var meginefnið um árþúsundaskiptin, ég sagði þar frá kristnitökunni á Íslandi fyrir þúsund árum, og frá fundi Ameríku. Einnig var þar fjallað um fornsögur Íslend- inga og fleira í þeim dúr. Í því tímariti var og viðtal við Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Árna Matth- íasson sjávarútvegsráðherra. Einnig hef ég tekið viðtal við for- seta Íslands, Ólaf Ragnar Gríms- son. Síðasta sumar var í tímritinu einnig ýmislegt haft eftir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, borg- arstjóra í Reykjavík, um höfuð- borgina á þeim tímamótum er hún var ein átta menningarborgum Evrópu. Í fyrsta tímaritinu mínu voru m.a. viðtöl við Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og Steingrím Her- mannsson fyrrverandi forsætis- ráðherra.“ – Hvaða gagn hafa ferðamenn af þessu tímariti? „Þeir læra heilmargt um Ísland og einnig er þetta tímarit miðað við þarfir í viðskiptalífinu. Í því eru á stundum einnig greinar sem ættu að gagnast mönnum í við- skiptalífi Íslands, t.d. greinin Cuxhaven, Icland’s Gate to Eu- rope. Cuxhaven er vinabær Hafn- arfjarðar og þar eru ónumin tæki- færi fyrir Íslendinga í viðskipta- lífinu að mínu mati.“ – Verður þú með slíkan fróðleik í ríkari mæli í næstu tímaritum? „Í því nýjast er einnig grein um Orlando og Keflavík sem eru vina- bæir, þar ræðir Glenda E. Hood borgarstjóri um þróun Orlando og aðstæður þar og bæjarstjóri Keflavíkur, Ellert Eiríksson ræð- ir um þróun vináttusambands þessara bæja sem staðið hefur frá 1991.“ – Hvernig líkar fjölskyldu þinni á Íslandi? „Börnunum mínum líður mjög vel hér, þau stunda nám við Aust- urbæjarskóla. Konan mín hefur lært mun meira í íslensku en ég enda hefur hún farið á námskeið fyrir útlendinga í íslensku.“ – Hve lengi hafið þið hugsað ykkur að búa á Íslandi? „Við fluttum hingað til þess að setjast hér alveg að og sú ákvörðun stendur óhögguð.“ – Tímaritið kemur út á ensku og þýsku – hvað um íslensku? „Þau efni sem ritað er um í þessu tímariti eru flest mjög vel kunn Íslendingum svo ég á ekki von á að neitt verði birt á íslensku. Tímarit mitt fæst í bókabúðum og það hefur verið nokkuð vinsælt hjá Íslendingum að kaupa það og færa það vinum sínum erlendis. Næsta tímarit kemur út um miðj- an nóvember nk.“ Rohan Stefan Nandkisore  Rohan Stefan Nandkisore fæddist í Frankfurt Am Main í Þýskalandi 25. desember 1960. Hann stundaði nám við kaþ- ólskan skóla og lauk námi þar 19 ára, fór þá í herþjónustu og hóf svo þátttöku í atvinnulífinu og stundaði margvísleg störf. Til Ís- lands kom hann í apríl 1998 og fór ári síðar að gefa út Gate to Iceland; A Magazine for Travel Culture and Buisness. Nandk- isore er kvæntur Atsumi Nandk- isore húsmóður og eiga þau tvö börn. Einnig greinar sem ættu að gagnast mönnum í íslensku viðskiptalífi Ég verð að segja það, ég ætla bara að vona að þú farir ekki líka að sparka í mínar grænu, Davíð minn. BLÍÐSKAPARVEÐUR hefur verið á Ísafirði og voru íbúar bæjarins og ferðamenn að vonum ánægðir með það. Eins og venja er þegar sólin brýst fram úr skýjunum flykktist fólk út og lét sólina leika við sig. Þá er ekki verra að koma sér þægilega fyrir á bekk og glugga í bók eins og þessi kona gerði. Morgunblaðið/Ómar Lesið í blíð- unni á Ísafirði ÓMAR Einarsson, framkvæmda- stjóri Kast ehf., vill benda á vegna fréttar Morgunblaðsins í gær þar sem sagt var að Síminn stæði á bak við SMS-auglýsingar þar sem áfengi er auglýst, að Síminn sæi ekki um auglýsingarnar og jafnframt hafi auglýsingarnar ekki náð til fólks yngri en tvítugt. Kast er samstarfs- aðili Símans. SMS-auglýsingar sendar til tvö þúsund manns Ómar segir að sendar hafi verið SMS-auglýsingar til 2000 manns á aldrinum 20-25 ára en auglýsingin hófst á orðunum „Ertu ungleg/ur?“ og þá var viðkomandi minntur á að taka með sér skilríki í „Ríkið“. Að endingu var hann beðinn um að gleyma ekki „Foster“ og var nafn bjórtegundarinnar endurtekið sex sinnum. „Ástæðan fyrir því er sú að ríkið var búið að gefa það út, að þeir yrðu mjög strangir á skilríkjum fyrir verslunarmannahelgina. Það er ekki verið að reyna að fá ungt fólk til að fara í ríkið. Þetta hefur valdið miklu fjaðrafoki þar sem fólk heldur að við höfum verið að senda auglýsingar til 15 -16 ára krakka.“ Stefna fyrirtækisins er ekki að auglýsa áfengi Hann segir jafnframt að stefna Kasts sé ekki að auglýsa áfengi. „Um er að ræða breiða vörulínu og það má auglýsa léttöl og við gerum það eins og aðrir fjölmiðlar. Ef eitt- hvað er þá held ég að þessar auglýs- ingar séu aðeins ábyrgari þar sem við sendum beint á ákveðinn mark- hóp.“ Stóð Foster-léttöl í auglýsing- unni? „Nei, það stóð bara Foster, enda erum við ekkert að þræta fyrir að við vorum að auglýsa áfengi, en auglýs- ingarnar voru ekki sendar á ung- menni. Það er lykilatriði. Á hinn bóg- inn var auglýsingin mistök og í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert og verður ekki gert áfram, enda klár stefna okkar að auglýsa ekki áfengi.“ Foster-léttölið er ekki til Austurbakki er umboðsaðili fyrir Foster hér á landi og sagði Jón Páll Haraldsson, sölustjóri víndeildar fyrirtækisins, í Morgunblaðinu síð- ast liðinn laugardag. „Þú getur fengið Dab [léttöl] hjá okkur en hann er sennilega útrunn- inn, því það er enginn sem hefur beð- ið um hann. Við tókum inn 10-15 kassa til að eiga þegar við fórum að auglýsa og það hefur enginn beðið um hann. Þess vegna höfum við ekki pantað inn léttan Foster ennþá og gerum ekki fyrr en einhver vill kaupa hann af okkur.“ Áfengisauglýsingar með SMS Markhópurinn 20–25 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.