Morgunblaðið - 04.08.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 04.08.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 9 SUMAR veiðisögur eru fremur ótrú- legar, en veiðimenn telja sig fyrir löngu hafa sannað að bestu sönnu sögurnar slá þeim lognu við. Um síðustu helgi var veiðimaður að veiða í Veiðivötnum. Notaði sá beitu og skyndilega kom eitthvað við agnið. Hann lyfti stönginni og eitt- hvað þungt lá í línunni. Hann gat þó dregið línuna til sín og þegar á þurrt var komið reyndist maðurinn hafa slætt upp veiðistöng. En ekki er öll sagan sögð, því um leið og maðurinn fór að handleika stöngina fann hann fyrir lífi á línuenda hennar sem lá langt út í vatn. Tók hann nú til við að þreyta vænan fisk sem var spólvit- laus og náðist ekki fyrr en í fulla hnefana. Reyndist það sjö punda urriði. Við eftirgrennslan kom í ljós að viku áður hafði veiðimaður tapað stönginni sinni þarna. Ofangreinda veiðisögu sagði okk- ur Ingólfur Kolbeinsson, verslunar- maður í Vesturröst, sem var á svæð- inu. Hann sagði svona uppákomur ekki með öllu óþekktar, því urriðarn- ir væru sterkir og veiðimenn stund- um værukærir með stangir sínar festar við letingja. „Ég var þarna einu sinni nokkuð úti í vatni með flugustöngina mína og sá þá stöng koma þjótandi fram hjá mér. Mér tókst að grípa stöngina og veiðimað- urinn fékk aftur stöngina sína og urriðann sem hafði tekið. Um helgina lentum við veiðifélagi minn einnig í því að gult flotholt var á ferð og flugi í vatninu, en lengst af utan kastfæris. Það var greinilega fiskur á ferðinni. Skyndilega kom flotholtið í færi og félagi minn náði að festa flugunni sinni í línuna. Hann náði flotholtinu og á línuendanum var þriggja punda urriði.“ sagði Ingólf- ur. Mikil brögð hafa verið að því við Þingvallavatn í sumar, að fólk veiði annað hvort leyfislaust, eða er með leyfi upp á vasann, en fer annað en leyfið hljóðar upp á, að sögn Ómars Jónssonar, forsvarsmanns Veiði- félags Þingvallavatns. „Þetta hefur verið hálfgert ófremdarástand í sumar, svo mjög að landeigendur héldu fund nú í vikunni til að leita úr- bóta. Það hefur verið mikil aðsókn að vatninu í sumar, það vill verða þegar veiðin er góð og þessir stóru urriðar trekkja vissulega að. En eftirlit verð- ur hert og veiðieftirlitsmaður mun fylgjast með öllu vatninu,“ sagði Óm- ar. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Urriðinn náðist eftir viku Morgunblaðið/Arnaldur Mjög stórar bleikjur hafa veiðst í Soginu í sumar, allt að 8 punda fiskar. Þessi veiddist nýverið í Bíldsfelli og var 5,5 pund. SIGURÐUR Jóhannsson, deildar- stjóri framkvæmda hjá Vegagerð- inni á Selfossi, segir gagnrýni Sig- urðar Hjálmarssonar, umferðar- öryggisfulltrúa Suðurlands ekki réttmæta. Í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Sigurður Hjálmarsson Vegagerðina á Selfossi fyrir að taka lítið mark á ábendingum hans, og að fátt eitt af því sem hann hefði komið með ábendingar um hefði verið lagfært. „Hann er mjög duglegur að koma með ábendingar og við höfum oft tekið tillit til þeirra þegar hægt er,“ segir Sigurður Jóhannsson. Hann segir jafnframt að öll gagn- rýni sé tekin til greina og hann segir að það sé ekki rétt að þeir taki lítið mark á ábendingum umferðarörygg- isfulltrúans. Hver ábending sé metin og það geti verið að sumir hverjir séu óánægðir, ef allt það sem þeir gagn- rýna er ekki tekið til greina. „Mér finnst hann taka frekar djúpt í árinni og þetta er frekar hörð gagnrýni og ekki réttmæt. Þá finnst mér að hann hefði frekar átt að ræða við okkur heldur en að hlaupa með þetta í blöðin. Hann er nú einu sinni fulltrúi sem á að snúa sér til okkar frekar en til blaðanna.“ Vegagerðin á Selfossi um gagnrýni umferðar- öryggisfulltrúa Óréttmæt gagnrýni Lokað í dag Eigum öll góða helgi Kveðja, starfsfólk Rítu                     Antik bara batnar, batnar og batnar UPPBOÐSHÚS JES ZIMSEN, Hafnarstræti 21, sími 511 2227, gsm 897 4589, fax 511 2228. Húsgögn, listmunir, málverk og skrýtnir og skemmtilegir munir. Bjóðum upp, seljum, kaupum og skiptum. Gullsmiðir Útsalan Kringlunni (við hliðina á Nýkaup) í fullum gangi SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3  SÍMI 554 1754 Þjónusta í 35 ár ÚTSALAN HEFS T KL. 9.00 Í DA G Mæður með börn á brjósti Medela brjóstadælur, frystipokar, hjálparbrjóst, mexikanahattar, hlífar fyrir sárar geirvörtur o.fl. og apótek um land allt. http://ymus.vefurinn.is Arnheiður hjúkrunar- fræðingur og brjósta- ráðgjafaleiðbeinandi mælir með medela brjóstagjafa- hjálpartækjum Þumalína Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í haust í sólina á hreint frábærum kjörum. Nú getur þú notið besta veðurs í Evrópu og skotist í sólina í 1, 2 eða 3 vikur og fengið sumarauka á einstöku verði um leið og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða og getur valið um fjölda spennandi kynnisferða á meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.985 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð 6. sept, Timor Sol, íbúð m/1 svefnherbergi. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í stúdíó, vikuferð 6. sept., Timor Sol. Haustævintýri Heimsferða til Costa del Sol og Benidorm frá kr. 39.985 Benidorm 24. ágúst 15 sæti 31. ágúst 21 sæti 7. sept. 18 sæti 14. sept. 11 sæti 21. sept. 28 sæti 28. sept. 31 sæti Costa del Sol 23. ágúst 11 sæti 30. ágúst uppselt 6. sept. 28 sæti 13. sept. 18 sæti 20. sept. 31 sæti 27. sept. 36 sæti Laust í haust Costa del Sol Verð kr. 39.985 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð 7. sept, El Faro, íbúð m/1 svefnherbergi. Verð kr. 52.990 M.v. 2 í íbúð, vikuferð 7. sept., El Faro. Benidorm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.