Morgunblaðið - 04.08.2001, Síða 11

Morgunblaðið - 04.08.2001, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 11 stjórnlaust stóran hluta ársins 2000, eða þangað til Kristinn Geirs- son var ráðinn framkvæmdastjóri í byrjun nóvember. Mjög margt var í ólagi í rekstrinum þegar hann tók við. Þær ákvarðanir sem nauðsyn- legt var að taka fyrir síðustu slát- urtíð voru meðal annars ekki tekn- ar vegna forystuleysis og kannski að nokkru leyti vegna ósamstöðu eigenda. Einn heimildarmanna blaðsins orðaði þetta svona: „Ef fyrirtækið átti að eiga nokkra framtíðarmögu- leika þurfti að taka ákvarðanir strax og það var stofnað, en það var ekki gert.“ Við stofnun Goða hvíldu rúmlega 1.200 milljónir á fyrirtækinu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins komu 354 frá Kjötumboðinu þar af 331 milljón í skammtímaskuldum, 112 milljónir frá Norðvesturbanda- laginu þar af 64 milljónir í skamm- tímaskuldum, 70 milljónir frá Kaupfélagi Héraðsbúa þar af 8 milljónir í skammtímaskuldum, 472 milljónir komu frá Þríhyrningi þar af 356 milljónir í skammtímaskuld- um og um 300 milljónir frá Borg- arnes-kjötvörum þar af 142 millj- ónir í skammtímaskuldum. Í vetur var unnin áreiðanleikakönnun af löggiltum endurskoðanda og þá bættust 78 milljónir við skuldirnar, þar af voru 58 milljónir tilkomnar vegna Þríhyrnings. Staða Þríhyrnings virðist hafa verið mjög slæm og verri en menn áttu von á. Fyrirtækið átti mikið af óseldum birgðum og lausafjárstaða fyrirtækisins var slæm sem átti síð- an þátt í að skapa erfiða lausafjár- stöðu Goða. Kaupfélag A-Skaftfell- inga keypti Þríhyrning árið 1999 í þeim tilgangi að styrkja samkeppn- isstöðu félagsins á kjötmarkaði. Fjárhagsstaða Þríhyrnings var þá mjög slæm og virðist ekki hafa batnað á þeim tíma sem KASK rak fyrirtækið. „Staða Goða væri allt önnur og betri ef Þríhyrningur hefði ekki verið hafður með við stofnun Goða,“ sagði einn heimildarmanna blaðs- ins, sem sagði að eigendur Goða ættu eftir að takast á um stöðu Þrí- hyrnings á næstu vikum. Það skiptir að sjálfsögðu máli fyrir fjárhagsstöðu kaupfélaganna sem eiga Goða hvernig fyrirtækinu reiðir af. Þau eiga um 300 milljónir í hlutafé í fyrirtækinu og Goði skuldar kaupfélög- unum um 250 milljónir í dag. Stærstur hluti skuldarinnar liggur hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum og Kaupfélagi A- Skaftfellinga á Höfn, en þau eiga jafnframt 50% hlutafjár. Norðvest- urbandalagið er stærsti eignarað- ilinn með 38,5% hlut. Skuldirnar eru að verulegu leyti tilkomnar vegna þess að þess að Goði gat ekki lokið við að gera upp við bændur eftir sláturtíðina í fyrra og þess vegna gengu kaupfélögin í ábyrgð fyrir hönd Goða og gerðu upp við bændur. Ríkið greiddi á árunum 1998–99 40 milljónir til úreldingar slátur- húsa, en sérstökum fjármunum var ætlað til þess í búvörusamningnum sem þá gilti. Að auki veitt ríkissjóð- ur styrki til endurbóta á sláturhús- um. Ekkert fjármagn var hins veg- ar sett í úreldingu sláturhúsa í nýjum búvörusamningi sem tók gildi í fyrra. Ekki er því sjáanlegt að Goði geti fengið mikla aðstoð frá stjórnvöldum líkt og SS fékk beint og óbeint þegar erfileikar félagsins voru sem mestir. Taka kaupfélögin að sér slátrun í haust? Þorvaldur T. Jónsson, stjórnar- formaður Kaupfélags Borgfirðinga og stjórnarmaður í Goða, sagði á bændafundinum á Hvanneyri í vik- unni að til greina kæmi að Kaup- félag Borgfirðinga, Kaupfélag Hér- aðsbúa, Kaupfélag A-Skaftfellinga og Kaupfélag V-Húnvetninga á Hvammstanga kæmu að slátrun í haust. Hann tók jafnframt fram að þessar hugmyndir væru á frum- stigi. Margt bendir til að í þeirri vinnu sem fram fer á næstu dögum, m.a. í nefnd um sláturmál sem land- búnaðarráðherra skipaði í vikunni, muni verða leitast við að útfæra þessar hugmyndir. Það liggur fyrir að traust bænda á Goða er ekkert í dag en líklegra er talið að bændur sætti sig frekar við að kaupfélögin komi að málinu með beinum hætti. Þar með er málið ekki leyst. Ef kaupfélögin eiga að taka að sér slátrun þarf í fyrsta lagi að nást samkomulag um í hvaða sláturhús- um á að slátra, í öðru lagi þarf að nást samkomulag við bændur um verð á kjötinu og greiðslukjör og í þriðja lagi þurfa að nást samningar við banka um afurðalán. Það er ljóst að eigendur Goða vilja ekki gefa frá sér þá hagræðingu sem fyrirtækið hugðist ná fram og er að miklu leyti búið að gjaldfæra í bók- haldi sínu. „Ég er ekki viss um að Goði bjóði neitt upp á það að hagræðingunni verði fórnað vegna þess að verð- mætin sem eru í efnahagsreikningi Goða rýrna svo gífurlega við það,“ sagði Kristinn Geirsson, fram- kvæmdastjóri Goða í samtali við Morgunblað- ið. Barist í Búðardal og á Breiðdalsvík Það má segja að það sé enginn ágreiningur um að það verði ekki slátrað á Hólmavík og í Þykkvabæ í haust. Mikil andstaða er hins vegar við áform Goða að loka sláturhús- unum í Búðardal og á Breiðdalsvík. Heimamenn á þessu stöðum þrýsta fast á að áfram verði slátrað þar. Það er athyglisvert að skoða Búðardal í þessu sambandi. Búð- ardalur er lítið sveitarfélag þar sem atvinnulífið byggist að stórum hluta á þjónustu við landbúnaðinn. Sveitarfélagið hefur verið í vörn og fólki hefur fækkað á staðnum. Margir telja að lokun kjötvinnslu og sláturhúss væri högg sem byggðarlagið mætti illa við. Það liggur hins vegar alveg fyrir að það er ekki þörf fyrir tvö slát- urhús á Vesturlandi. Sláturhúsið í Borgarnesi gæti slátrað 2.000 dilk- um á dag, en slátraði í fyrra 1.175 dilkum á dag. Í Búðardal væri hægt að slátra 1.350 dilkum á dag, en í fyrrahaust var 1.039 dilkum slátrað þar daglega. Nýtingin endurspegl- ar vel þá fækkun sem orðið hefur á sauðfé á landinu. Ekki eru nema 10 ár síðan í Borgarnesi var slátrað rúmlega 61.000 dilkum, en í fyrra var þar slátrað um 35.000 dilkum. Borgnesingar telja eðlilegast að slátrað verði í Borgarnesi í haust og húsinu í Búðardal verði lokað eins og Goði áformar. Þeir benda á að þegar mjólkursamlaginu var lokað í Borgarnesi, sem kostaði gífurlega átök, hafi störf flust frá Borgarnesi til Búðardals þar sem rekið er mjólkursamlag. Það kom einnig fram á bændafundinum á Hvann- eyri að samstaða bænda í Dalasýslu hafi aldrei verið tiltakanlega góð í sláturmálum. Þannig hafi um 34% af bændum í sýslunni látið aðra sláturleyfishafa slátra fyrir sig sl. haust. Ástæðuna fyrir þessu má m.a. rekja til gjaldþrots þess félags sem var með slátrun í Búðardal áð- ur en Afurðasalan í Búðardal var stofnuð, sem síðar rann inn í Norð- vesturbandalagið. Þess má geta að fjárhagsstaða Afurðasölunnar var þá mjög slæm. Sama hefur raunar gerst í Borgarfirði en æ fleiri bændur hafa á síðustu árum fært sín viðskipti til SS. Næst samkomulag um verð og greiðslukjör? En það á ekki síður eftir að verða erfitt fyrir kaupfélögin að ná sam- stöðu með Landssamtökum sauð- fjárbænda um verð og greiðslukjör, sérstaklega ef Goði stendur fast á því að loka sláturhúsunum í Búð- ardal og á Breiðdalsvík. Forysta samtakanna telur, eins og áður seg- ir, að það sé allt eins hagkvæmt að slátra í litlum húsum eins og stórum húsum. Sauðfjárbændur vilja fá sama verð og sömu greiðslu- kjör og SS býður. Goði tilkynnti í sumar að fyrirtækið treysti sér ekki til að greiða bændum fyrir allt kjöt fyrir áramót og taldi að auki nauðsynlegt að lækka verðið. Spurningin er hvort kaupfélögin, eigendur Goða, telja sig geta boðið betur. Þá á eftir að koma í ljós hvort lánastofnanir eru tilbúnar að láta kaupfélögin fá afurðalán. Bankarn- ir eru almennt að draga saman út- lán og ljóst má vera að áhætta og lítil arðsemi fylgir starfsemi í slátr- un og vinnslu á kjöti.                                           ! "     #         !          $ % " ! #  !    #$ &!    % &     '$   ( )  )     '$ * ')+      +           '$     ,"   $   %  # % egol@mbl.is Bændur sætta sig ekki við lægra verð SPÖLUR ehf., sem á og rekur Hval- fjarðargöngin, hefur fest kaup á hraðamyndavél sem búið er að koma fyrir í göngunum. Í tilkynningu frá Speli segir að tilgangurinn með kaupunum sé að reyna að draga úr ökuhraða í göngunum og auka þar með öryggi þeirra sem um þau fara. Hraðamyndavélin, sem er gjöf Spalar til löggæslunnar í landinu, var afhent með viðhöfn við norður- munna Hvalfjarðarganganna á fimmtudag. Gísli Gíslason, stjórnar- formaður Spalar, afhenti Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra myndavélina. Hún afhenti hana svo áfram til embættis lögreglustjórans í Reykjavík sem hefur umsjón og eft- irlit með vélunum. Að því búnu var farið ofan í göngin þar sem vélinni var komið fyrir. Sérstökum kössum hefur verið komið fyrir á fjórum stöðum í göngunum. Myndavélin sem um ræðir er af gerðinni Traffic- pax Speedophot og kostaði sjö millj- ónir króna. Uppsetning myndavéla- kassa, lagnir og fleira kostaði um milljón þannig að heildarkostnaður Spalar vegna verkefnisins er um 8 milljónir króna. Morgunblaðið/Billi Hraðamyndavélinni verður komið fyrir í einum af fjórum kössum sem búið er að setja upp. Líkt og með eftirlitsmyndavélar við umferðarljós geta ökumenn því aldrei vitað hvar vélina er að finna hverju sinni. Framlag Spalar til löggæslumála Hraðamyndavél í Hvalfjarðargöngin ÚLFAR Þórðarson, augnlæknir og ólympíufari, fagnaði 90 ára afmæli sínu með fjölskyldu, vinum og vel- unnurum í Valsheimilinu í fyrra- dag. Dagurinn byrjaði snemma hjá Úlfari því hans beið ökuferð í limús- ínu með barnabarnabörnum hans, fjögurra ára og eldri, alls sjö tals- ins. Ferðin lá um æskustöðvar Úlf- ars í Reykjavík. Þá var komið við á Reykjavíkurflugvelli en Úlfar gegndi meðal annars stöðu trún- aðarlæknis fyrir Flugmálastjórn í fjölmörg ár. Ferðinni lauk hins veg- ar á Hlíðarenda. Um kvöldið bauð Úlfar sem fyrr segir vinum og vandamönnum til veislu í Valsheim- ilinu. Margir heiðruðu afmæl- isbarnið með nærveru sinni og þar á meðal var Ellert B. Schram for- seti ÍSÍ og fjölmargir aðrir úr íþróttahreyfingunni. Úlfar Þórðarson tekur við hamingjuóskum frá fjölskyldu og vinum. Ferðaðist um í limús- ínu í tilefni dagsins Úlfar Þórðarson augnlæknir 90 ára SIGRÍÐUR Snæbjörnsdóttir, for- stöðumaður Heyrnar- og talmeina- stöðvar Íslands, segir að biðlistar eigi sér margra ára sögu en þeir hafi verið að lengjast um 10–20% á ári í þó nokkurn árafjölda. „Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst skortur á fjárveitingu. Í öðru lagi má rekja þetta til skorts á sér- hæfðu starfsfólki til þess að sinna mælingum, skoðunum og úthlutun- um,“ segir Sigríður. Fyrr í sumar var opnuð einkarek- in heyrnarstöð í Ármúla sem heitir Heyrnartækni ehf. Sigríður segir ekki komið í ljós hvaða áhrif hún muni hafa á biðlistana, en bendir á að skjólstæðingar þurfi að greiða fyrir alla þjónustu þar að fullu. Sá sem þarf á heyrnartæki að halda þarf þar að greiða fullt gjald fyrir heimsókn- ina, sem er 1.700 kr., og hugsanlega einnig fyrir endurkomugjald, sem er minna. Meðalverð á heyrnartækjum er 50.000 kr. en sumir þurfa jafnvel á tveimur tækjum að halda og ríkið niðurgreiðir ekki tæki sem fengin eru hjá Heyrnartækni. „Ég heyri fólk koma hingað, sem hefur verið hjá Heyrnartækni, sem kveðst ekki hafa ráð á því að greiða 300 þúsund krónur fyrir tækin. Við höfum gert hagkvæm innkaup á tækjum en vissulega hafa gengis- breytingarnar það í för með sér að þau hækka í verði.“ Skortur á fjárveitingu og starfsfólki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.