Morgunblaðið - 04.08.2001, Side 20

Morgunblaðið - 04.08.2001, Side 20
ÚR VERINU 20 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á hluthafafundi Almenna hlutabréfasjóðsins hf. þann 28. júní 2001 var samþykktur samruni sjóðsins við Hlutabréfasjóðinn Auðlind hf. sem svo var samþykktur hjá félaginu þann 16. júlí 2001. Sameiningin miðast við 31. desember 2001 og eru skiptihlutföll jafnframt miðuð við þann tíma. Þá eignast hluthafar í Almenna hlutabréfasjóðnum hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum Auðlind hf. sem nema 0,72211% af nafnverðseign. Hér með er skorað á alla eigendur hlutabréfa í Almenna hlutabréfasjóðnum hf. sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Almenna Hlutabréfasjóðsins m.v. 28. júní 2001, að sannreyna skráninguna innan 4 vikna frá birtingu tilkynningar þessarar, með fyrirspurn til hlutaskrár Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. að Ármúla 13, Reykjavík, í síma 515 1500 eða í netfangi helgaae@kaupthing.net. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefnd tímamörk. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við hlutaskrá eða fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. Athygli hluthafa er vakin á því að hlutabréf í Almenna hlutabréfasjóðnum verða sjálfkrafa ógild við samrunann og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er hluthöfum bent á að hlutir í Hlutabréfasjóðnum Auðlind hf. sem hluthafar í Almenna hlutabréfasjóðnum fá í stað hlutabréfa sinna eru rafrænt skráð. Hluthafar þurfa því að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína, svo sem vegna sölu eða skipta. Sú reikningsstofnun sem hluthafi leitar til mun í þessu skyni stofna VS- reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins verður tilkynnt þetta bréfleiðis. f.h. stjórnar Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. Tilkynning til hluthafa Almenna hlutabréfasjóðsins hf. vegna sameiningar Almenna hlutabréfasjóðsins hf. og Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. LÍNUSKIPIÐ Byr VE frá Vest- mannaeyjum landaði um 21 tonni af hausaðri lúðu í vikunni. Aflinn fékkst á 20 dögum, í 17 lögnum. Að sögn Sveins Valgeirssonar skipstjóri fékkst lúðan á Reykja- neshrygg, á Fjöllunum svoköll- uðu. Meðalvigtin á lúðunni var um 50 kíló en Sveinn segir margar hafa verið vel yfir 100 kíló. Gott verð fæst fyrir lúðuna, 650 krón- ur fyrir kílóið að sögn Sveins, en lúðan er aðallega seld til Noregs og til Englands. Aflaverðmæti veiðiferðarinnar er því um 14 milljónir króna. „Þetta er skásti túrinn sem við höfum gert á lúðu til þessa. Við höfum alltaf verið á lúðu á þessum árstíma, að und- anskildum síðustu tveimur árum, þegar við vorum í túnfiskinum eingöngu. Ég er samt sem áður ekki viss um að það sé meira af lúðu á slóðinni en áður, við höfum áður fengið ágæta veiði á þessum slóðum. Það hefur samt verulega dregið úr lúðuveiði á grunnslóð.“ Sveinn segir stefnt að því að fara á túnfiskveiðar í september. „Það er von á fyrstu japönsku túnfiskveiðiskipunum um miðjan ágúst og við munum fylgjast með hvernig þeim gengur. Ef þeir eru að fiska getum við byrjað veið- arnar án mikillar fyrirhafnar,“ segir Sveinn. 21 tonn af stórlúðu Vænum stórlúðum landað úr línuskipinu Byr VE í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson NÚ ER gósentíð í saltfiskverkun í Noregi. Stór þurrkaður saltfiskur, yfir 6 kíló og gallalaus, hefur selzt fyrir meira 1.000 krónur kílóið til Portúgals en svo hátt hefur verðið aldrei farið áður. Það liggur við að norsku framleiðendurnir hafi áhyggjur af því hve verðið er hátt því það getur bæði dregið úr eftirspurn og neyzlu. Munaðarvara Gífurleg veiði var við Finnmörku í Noregi í vor og gæði þorsksins voru óvenju mikil, þrátt fyrir að fiskurinn lægi í loðnunni. Því var framleitt mun meira en áður og útflutningur jókst með hækkandi verði. Metverði var náð fyrir blautverk- aðan saltfisk yfir 6 kíló, þegar um 620 krónur fengust fyrir kílóið til fram- leiðenda. Lakari flokkar eins og cres- ido hefur verið seldur fyrir meira en 400 krónur á kílóið allt árið. Fyrir vikið er saltfiskurinn orðinn munað- arvara í Portúgal, sem almenningur ræður ekki við að kaupa í matinn. Í fyrra náði Ísland að komast fram úr Norðmönnum í útflutningi á blautverkuðum þorski til Portúgals enda var framboð frá Noregi með minnsta móti. Nú bendir margt til þess að Norðmenn komist aftur fram úr okkur. Á fyrri helmingi þessa árs hafa Norðmenn aukið útflutning á blautverkuðum fiski til Portúgals um 2.600 tonn og 1.900 tonn af þurrk- uðum fiski, en lítils háttar samdrátt- ur hefur verið í útflutningi frá Íslandi samkvæmt heimildum norska blaðs- ins Fiskeribladet. Það segir að ekki liggi fyrir tölur fyrir fyrstu 6 mán- uðina hér á landi, en fyrstu þrjá mán- uðina hafi Íslendingar selt 4.800 tonn af saltfiski til Portúgals, en Norð- menn 3.700. Í aprílmánuði einum hafi Norðmenn selt 4.000 tonn til Portú- gals en því hafi Íslendingar tæpast náð enda verkfall á fiskiskipaflotan- um í apríl. Hins vegar er ljóst að hafi Norðmenn náð forystunni nú mun- um við sækja á þá í haust en þá hefst nýtt kvótaár hér. Mjög lítið verður eftir að veiða hjá Norðmönnum sem miða sína fiskveiðistjórn við alman- aksárið. Yfirleitt fá Íslendingar hærra verð fyrir sinn saltfisk en Norðmenn vegna meiri gæða og flokkunar, en þegar eftirspurnin er mikil minnkar þessi mismunur eða hvefur. Hlutfall stórs fisk í útflutningi Íslendinga er einnig mun hærra en hjá Norðmönn- um og fyrir hann fæst mun hærra verð en fyrir smærri fiskinn. Skýr- ingin á hærra hlutfalli af stórum fiski er meðal annars aukin sókn með stærri möskva í netum, en einnig það að smærri fiskurinn fer í frost en sá stærri í salt. Söltun gengur vel FULLTRÚAR Samtaka atvinnu- lífsins og Alþýðusambands Íslands telja ýmislegt jákvætt við verð- bólguspá Seðlabanka Íslands og eru sammála um að forsendur til vaxtalækkunar bankans muni skap- ast fljótlega. Að sögn Rannveigar Sigurðar- dóttur, hagfræðings ASÍ, telur hún spá Seðlabankans um 8% verðbólgu innan ársins of háa, fyrst og fremst vegna þess að draga muni hraðar úr umsvifum í þjóðfélaginu en bankinn gerir ráð fyrir. Einnig hef- ur gengi krónunnar styrkst und- anfarna daga og er nú hærra en spáin gengur út frá. Það ætti að skila sér í lægra vöruverði og þar með lægri verðbólgu. „Það jákvæða við spána er að gert er ráð fyrir hraðari lækkun verðbólgu 2002 en í síðustu spá bankans,“ segir Rann- veig. Samtök atvinnulífsins taka í sama streng og telja ánægjulegt að Seðlabankinn spái lækkandi verð- bólgu á næsta ári. „Spáin gerir ráð fyrir því að ef við berum gæfu til þess að koma í veg fyrir víxlhækk- un launa, verðlags og gjaldeyris þá geti verðbólgan gengið mjög hratt niður. Ég tel það vera mjög ánægjulegar fréttir í þessari spá. Með þeim fyrirvara að ekki verði teknar óskynsamlegar ákvarðanir um að hleypa af stað slíkri víxlverk- un þá hef ég ekki áhyggjur af því að verðbólga sé að grafa um sig. Ég held að mesta verðbólgan sé gengin yfir og það sé lítið eldsneyti fyrir verðbólgu á haustmánuðum,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA. Ari segir það valda samtökunum miklum vonbrigðum að Seðlabank- inn skuli hafa tekið ákvörðun um að lækka ekki vexti. „Það hefur verið okkar skoðun að of háir vextir hér á landi og sú stefna að stuðla að hækkun gengis krónunnar, umfram það sem var raunhæft, hafi átt þátt í að ýta undir miklar erlendar lán- tökur, sem hafa stuðlað að þenslu. Að því leyti hafi gengislækkunin átt þátt í að draga úr þenslu í landinu,“ segir Ari. ASÍ telur að forsendur til vaxta- lækkunar muni skapast innan tíðar. „Markmið Seðlabankans nú er að hafa áhrif á verðlag með vaxta- ákvörðunum sínum. Með því að hafa mikinn vaxtamun á milli Ís- lands og annarra landa verður hag- stætt að eiga íslenskar krónur, gengið styrkist, innflutningur verð- ur ódýrari og verðbólga þar með minni. Vægi innflutnings í neysl- unni er verulegt hér á landi og því skiptir gengið miklu máli við vaxta- ákvarðanir bankans.“ Forsendur til vaxta- lækkunar að skapast Talsmenn ASÍ og SA um verðbólguspá Seðlabankans VIÐSKIPTI HAGNAÐUR Íslandsbanka á fyrstu sex mánuðum ársins var 1.655 milljónir sem er talsvert betra en búist var við. Á fyrstu sex mán- uðum í fyrra var hagnaður bankans 750 milljónir. Jónas Gauti Friðþjófsson, sér- fræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að helsta skýr- ingin á að afkoman var betri en bú- ist hafi verið við sé að hreinar vaxta- tekjur Íslandsbanka séu talsvert hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Það stafi aðallega af því að þar sem verðtryggðar eignir bankans séu meiri en verðtryggðar skuldir sé aukin verðbólga að færa bankanum auknar tekjur í formi verðbóta. Einnig hafi vaxtaálag á viðskiptavini aukist. Vaxtamunurinn sé þannig 3,1% og talsvert hærri en gert hafi verið ráð fyrir og því sé almenn við- skiptabankastarfsemi að skila betri afkomu en ella að sögn Jónasar. Aðspurður um hvort að uppgjör Íslandsbanka veiti vísbendingu um hvernig afkoma annarra banka kemur til með að verða á fyrri hluta ársins segir Jónas að áhrif hækk- unar vaxtatekna vegna verðbóta kunni einnig að koma fram í upp- gjörum annarra banka, svo fremi sem munurinn á milli verðtryggðra eigna og skulda sé svipaður og hjá Íslandsbanka. Almenn viðskipta- bankastarfsemi ætti alla jafna að skila góðri afkomu en meiri óvissa ríkir um aðra þætti í rekstri bank- anna, að sögn Jónasar Gauta Frið- þjófssonar, sérfræðings hjá grein- ingardeild Landsbankans. Kominn tími til að lækka vexti Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir aðspurður um hvort að góð afkoma bankans gefi tilefni til lækkunar á þjónustugjöld- um og vaxtamun að bankinn sé í harðri samkeppni við aðrar banka- stofnanir í landinu á þessu sviði og gæti þess þar af leiðandi að verð- lagning sé samkeppnishæf. Bjarni segir að bankinn hafi lagt á það ríka áherslu að gæta aðhalds í kostnaði þannig að það þurfi ekki að velta kostnaðarauka út til viðskiptavina. Bjarni segir að meðalstaða efna- hagsreiknings bankans frá fyrra ári hafi vaxið um tæplega 20% sem sé stærsti einstaki þátturinn sem út- skýri meiri vaxtatekjur. Bjarni bendir ennfremur á að aðrar rekstr- artekjur séu um 23% minni en á sama tíma í fyrra. Það eigi sér skýr- ingar í minni gengishagnaði og minni tekjum af verðbréfaviðskipt- um og öðrum eignarhlutum bank- ans. Þrátt fyrir þessa minnkun er hún vegin upp á öðrum sviðum, að sögn Bjarna. Aðspurður um lækkun vaxta seg- ir Bjarni að grunnvaxtastig sé ákveðið af Seðlabankanum og Ís- landsbanki þurfi að keppa við aðra banka bæði á inn- og útlánahlið. Bjarni segir að það sé hans skoðun að mjög margt bendi til þess að kominn sé sá tími til að lækka vexti af hálfu Seðlabankans. „Þær að- stæður hafa skapast í samfélaginu að dregið hefur verulega úr á eft- irspurnarhliðinni í hagkerfinu. Lækki Seðlabankinn vexti mun Ís- landsbanki að sjálfsögðu fylgja eftir í lækkun vaxta. Sömuleiðis hefur verið gætt aðhalds í útlánastarfsem- inni og engin breyting fyrirhuguð þar á. Því verður að teljast ólíklegt að vaxtalækkun Seðlabankans nú skilaði sér í aukinni neyslu almenn- ings og auknum lántökum. Hvað verð á þjónustu bankans að öðru leyti tel ég að samkeppni við aðra banka tryggi að við munum fylgjast vel með hvenær og hvort tímabært sé að endurskoða gjaldskrá bank- ans. Slíkt gerum við reglulega,“ seg- ir Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka. Áfram gætt aðhalds í útlánum Íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.