Morgunblaðið - 04.08.2001, Page 22

Morgunblaðið - 04.08.2001, Page 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVO að segja í hverri viku fer fangi á dauðadeild einhvers stað- ar í Bandaríkjunum fram á það við Hæstarétt að vera náðaður. Svo að segja í hverri viku segir Hæstiréttur nei, og enn ein dauðarefsingin er framkvæmd. En nú hafa konurnar tvær í Hæstarétti opinberlega látið í ljósi efasemdir um dauðarefsing- ar, og svo virðist sem á hausti komanda verði rétturinn reiðubú- inn til umfangsmestu endurskoð- unar á þessu málefni í aldarfjórð- ung. Því fer fjarri að innan Hæsta- réttar ríki mikið ósætti um hvort dauðarefsingar séu brot gegn því ákvæði bandarísku stjórnarskrár- innar er leggur bann við grimmi- legum og óvenjulegum refsingum. Að minnsta kosti þrír af Hæsta- réttardómurunum níu eru ein- dregið fylgjandi dauðarefsingum, og enginn dómaranna er afnáms- sinni að hætti frjálslyndra manna á borð við fyrrverandi hæstarétt- ardómara, Thurgood heitinn Marshall. En með því að ákveða að taka fyrir sumar áfrýjanir dauða- dæmdra manna og með því að gefa út óvenju beinskeyttar yf- irlýsingar hefur rétturinn nálgast þá umræðu sem farið hefur fram í Bandaríkjunum um hvort dauðarefsingum sé beitt af sann- girni. „Dómararnir eru ekki ónæmir fyrir breyttu andrúms- lofti í kringum dauðarefsingar, umræðunum sem standa yfir og áhyggjum af nákvæmni og sann- girni,“ sagði Richard Dieter, framkvæmdastjóri upplýsinga- miðstöðvar um dauðarefsingar, sem hefur gagnrýnt hvernig dauðarefsingum er beitt. Áhugi réttarins hefur vaknað á sama tíma og tíu dauðafangar voru látnir lausir eftir að DNA- próf sýndu fram á eða bentu til að þeir væru saklausir og skoð- anakannanir sýna að almenningur hefur áhyggur af sumum þáttum réttarkerfisins í Bandaríkjunum. Við upphaf ársfundar banda- rísku lögmannasamtakanna (ABA) í Chicago í vikunni var mælt með því að í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem dauða- refsingar eru leyfðar verði fram- kvæmd þeirra endurskoðuð, allt frá réttarhöldum til síðustu áfrýjana, til að auka sanngirni framkvæmdarinnar. Gáfu lög- mannasamtökin út leiðbeiningar um hvernig endurskoða eigi framkvæmd dauðarefsingar. Hæstaréttardómarinn Sandra Day O’Connor kom áheyrendum sínum, sem og bæði fylgismönn- um og andstæðingum dauðarefs- inga, rækilega á óvart þegar hún hóf ræðu, er hún hélt í Minnesota í síðasta mánuði, með því að segja að ef til vill þurfi að vera í gildi í Bandaríkjunum ákveðnar lágmarks- kröfur um lögfræð- inga sem verji fólk sem eigi dauðadóm yfir höfði sér. „Eftir að hafa setið í tuttugu ár í Hæsta- rétti verð ég að við- urkenna að alvarlegar spurningar hafa vaknað um það hvort dauðarefsingum sé beitt af sanngirni hér á landi,“ sagði O’Connor. Hún hefur verið varkár í stuðn- ingi sínum við dauða- refsingar. Hún benti á að aftökum hefur fjölgað um það bið tuttugufalt á hverju ári síðan hún tók sæti í Hæsta- rétti 1981, og sagði þessa aukn- ingu hafa beint kastljósinu að vandamálum. „Það sem veldur kannski mestum áhyggjum er sú staðreynd að ef eitthvað er að marka tölfræðina getur verið að kerfið láti viðgangast að einhverj- ir saklausir sakborningar séu teknir af lífi.“ Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur sagt að hún muni styðja tillögur í a.m.k. einu ríki um að fresta aftökum á meðan framkvæmdin væri endur- skoðuð. „Ég hef enn ekki séð eitt einasta dauðarefsingarmál, meðal þeirra tuga náðunarbeiðna sem berast Hæstarétti rétt áður en aftaka á að fara fram, þar sem sakborningurinn hefur fengið góða vörn við réttarhöldin,“ sagði Ginsburg í ræðu í apríl sl. Yfir 700 manns hafa verið tekn- ir af lífi síðan Hæstiréttur lýsti því yfir 1976 að það sé hægt að framkvæma dauðarefsingar á sanngjarnan hátt, og leyfði að þær yrðu teknar upp á ný. Hæstaréttardómararnir eru nú síðasti aðilinn sem um það bil 70– 80 dauðamenn ár- lega geta leitað til. Hæstaréttardómar- inn Clarence Thom- as, sem er fylgjandi dauðarefsingum, sagði nýlega í ræðu í St. Louis að úr- skurðir réttarins væru aldrei vana- verk. Nú nýverið sam- þykkti rétturinn með sex atkvæðum gegn þrem að ógilda dauðadóm yf- ir geðfötluðum morðingja í Texas. O’Connor skrifaði meirihlutaálit þar sem gagnrýnt var hvernig yfirvöld í Texas tóku á málinu. Rétturinn hefur samþykkt að taka fyrir áfrýjanir frá tveim öðrum dauða- mönnum í haust. Í flestum til- fellum eru úrskurðir réttarins í áfrýjunarmálum heldur þurrlegir og láta lítið yfir sér. En nú bar svo við að rétturinn frestaði af- töku mannanna þegar einungis fáeinar klukkustundir voru til stefnu. Í öðru málinu mun reyna á hvort það standist stjórnarskrá að taka geðfatlað fólk af lífi. Fyr- ir rúmlega tíu árum samþykkti rétturinn með vissum skilyrðum að svo væri, en með því að taka málið upp aftur mun rétturinn kanna hvort viðhorf Bandaríkja- manna hafi breyst. Þá hafa hæstaréttardómararnir samþykkt að taka fyrir áfrýjunar- beiðni dæmds morðingja sem hafði verjanda, tilnefndan af rétt- inum, er hafði einu sinni verið lögfræðingur fórnarlambsins. Þótt um sé að ræða óvenjulegt tilfelli kann málið að gefa rétt- inum tækifæri til að kanna nánar hversu góðir verjendur í dauða- refsingarmálum yfirleitt eru. Löggjöf um dauðarefsingar kann að verða endurskoðuð Þeir níu dómarar sem sitja í Hæstarétti Bandaríkjanna eru allir fylgjandi dauða- refsingum, en sumir þeirra hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kerfið virki ekki sem skyldi. Nú er talið líklegt að dóm- ararnir fari að endurskoða framkvæmd þessara umdeildu refsinga. Washington. AP. Sandra Day O’Conn- or var fyrsta konan sem var skipuð hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. NASA, bandaríska geimvís- indastofnunin, er um þessar mund- ir að láta frá sér fara nákvæmustu heimskort, sem um getur í sögunni. Er um að ræða þrívíddarmyndir af fjöllum og dölum, sléttum og ströndum sem byggjast á aragrúa mælinga á yfirborði jarðar. Voru þær gerðar í 11 daga langri geim- ferjuferð á síðasta ári. Stafrænu kortin eru unnin úr átta terabætum (eitt terabæti = 1.000 gígabæti) af upplýsingum en það samsvarar texta á 160 millj- ónum blaðsíðna. Náðu mæling- arnar til 80% af yfirborði jarðar. Áhöfnin á geimferjunni En- deavour safnaði upplýsingunum með tveimur ratsjárloftnetum, öðru í lestarrými ferjunnar og hinu á enda 197 feta langs masturs. Þeg- ar merkin frá þeim voru sameinuð kom fram þrívíddarmynd af jörð- inni. Sérfræðingar NASA segja, að kortin, sem verða aðgengileg á net- inu, muni hjálpa flugmönnum við að forðast fjarlæga fjallatinda og auðvelda vísindamönnum að kynna sér afrennsli eða árfarvegi í dölum, sem þeir hafa aldrei komið til. Í bandaríska hermálaráðuneytinu sjá menn fyrir sér, að unnt verði að gera stýriflaugar miklu nákvæmari en áður og nýju kortin verða notuð í meira en 160 hernaðar- og njósna- kerfum. Þau munu líka koma að góðum notum við að ákvarða landamæri og margt fleira. Flugöryggi aukið Kortin verða birt smám saman eða eitt svæði vikulega. Það fyrsta, 20.500 km² svæði í Colorado, var birt sl. þriðjudag. Búist er við, að fyrsta heildarkortið af Norður- Ameríku komi út á vori komanda en sex þau síðustu, sem sýna eyjar um allan heim, fyrir lok næsta árs. Steve Young, vísindamaður hjá NASA, vinnur nú að smíði gervi- sjónkerfis, sem byggist á þessum upplýsingum og á að auðvelda flug- mönnum siglinguna. Þeir eiga ávallt að geta séð stöðu sína í þrí- víðu rúmi og einnig staðsetningu allra hugsanlegra hindrana. Skipt- ir þá engu hvort ský eða þoka byrg- ir mönnum sýn með berum augum. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna gefur út þrívíddarkort af jörðinni Margfalt nákvæm- ari en önn- ur kort !"  -'  #  #  "   $./0 ' %$ %" )1!! 2   "  34)444 #          5%%##        ),    5% 6 7  ! "  #     %  2   2 '   "  #        )   5      %  %  2 ) 8   !! 2 9    '      ' %            5      '      # "    )       -#  "#+   2       % #  ) *       # '('% '  !! :2   ;4        $)      Los Angeles. AP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti er talinn hafa unnið sigur í vik- unni, er fulltrúadeild þingsins sam- þykkti frumvarp, þar sem kveðið var á um aukinn rétt sjúklinga til að lög- sækja sjúkratryggingafélög sem eru einkarekin vestra. Sett var þak á fjárhæðina sem hægt væri að dæma félögin til að greiða, að sögn sjón- varpsstöðvarinnar NBC. Bush hafði áður gefið í skyn að hann myndi beita neitunarvaldi ef samþykkt yrði tillaga öldungadeild- arinnar, sem vildi láta duga að tak- marka skaðabótagreiðslur við 5 milljónir dollara eða tæplega 500 milljónir króna. Taldi Bush að með lögunum yrði hleypt af stað flóð- bylgju skaðabótamála. Málamiðlun náðist eftir harðar umræður í full- trúadeildinni um að lækka þakið nið- ur í þrjár milljónir dollara og setja ýmsar skorður við lögsóknum. Þrá- teflið um lög af þessu tagi hefur stað- ið í fimm ár. Réttur sjúklinga aukinn Bandaríkin FORSÆTISRÁÐHERRA Taílands, Thaksin Shinawatra, hefur nú verið sýknaður af ákæru um skattsvik. Ráðherrann var sakaður um að leyna eignum er hann starfaði í síð- ustu ríkisstjórn, en slapp naumlega við dóm er stjórnarskrárdómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann væri saklaus. Átta dómarar af 15 greiddu at- kvæði með Thaksin, sem gerir hon- um kleift að starfa áfram sem for- sætisráðherra en flokkur hans vann stórsigur í þingkosningum í janúar. Forsætis- ráðherra sýknaður Bangkok. AP. Taíland NORSKA ríkisstjórnin hefur skorað á yfirvöld í Texas að þyrma lífi manns sem dæmdur var til dauða fyrir að hafa skotið mann til bana er hann var sjálfur sautján ára að aldri. Til stendur að taka Napoleon Beazl- ey, sem verður 25 ára á morgun, af lífi með eitursprautu 15. ágúst nk. „Það er í hæsta máta óvenjulegt að Noregur mótmæli einstökum dauðadómum, en ástæðan að þessu sinni er hve ungur hinn dæmdi var [er glæpurinn var framinn],“ hefur AP eftir Kahrine Biering, talsmanni norska utanríkisráðuneytisins. Norðmenn mótmæla dauðadómi Ósló. AP. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.