Morgunblaðið - 04.08.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.08.2001, Qupperneq 26
UMRÆÐAN 26 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNARMIÐ þeirra sem ekki vilja óperu inn í væntanlegt Tónlistarhús voru ágætlega fram sett í grein Gunnars Egils- sonar í Morgunblaðinu hinn 1. ágúst. Athygli vekur að í lok máls síns kemst Gunnar í raun að þeirri niður- stöðu að byggja þurfi tvö hús, a.m.k. tvo stóra sali; einn fyrir sinfóníu og annan fyr- ir óperu. Svo einföld sem sú lausn kann að virðast er ólíklegt að skattborgarar verði mjög hrifnir af henni. Óperufólk myndi án vafa taka þessu með þökkum, en rök þeirra sem mælt hafa með samnýtingu hafa þó byggst á því að hægt yrði að ná fram margvíslegum sparnaði og hagræðingu með því að hafa að- stöðu fyrir báðar þessar listgreinar (og fleiri) á sviði stóra salar Tón- listarhússins. Opinberir aðilar hafa enn ekki lagt fram teikningar að fyrirhug- uðu Tónlistarhúsi og ekki heldur hugmyndir sínar að þeirri starf- semi, sem þar eigi að vera. Til eru gamlar teikningar, sem enginn veit hvort farið verður eftir. Því skal hér enn auglýst eftir þessum gögn- um. Útgangspunktur umræðunnar í dag verður því að vera sá að í húsinu verði einn stór tónleikasal- ur. Hljómburður í tónleikasal Rætt hefur verið um að í Tónlist- arhúsinu verði salur með sætum fyrir 1200–1500 manns. Hljómburð- ur salarins þarf að vera heppilegur fyrir ýmsan tónlistarflutning, en áherslan þarf að vera á sinfóníska tónlist. Útreikningar á hljómburði eru þó vandasamir og heppnast ekki alltaf. Hitt er víst að heppileg- ur hljómburður óperuhúsa byggist ekki á skeifulaga formi salar með stúkum allt í kring eins og Gunnar Egilson virðist halda. Sá bygging- arstíll eldri húsa helgaðist m.a. af þörf aðalsfólks til að fá að athafna sig í friði í stúkum sínum án þess að atburðir á sviði trufluðu það allt of mikið. Ný óperuhús eru alls ekki byggð með þessu sniði (sbr. t.d. Bastilluóperuna í París). Það stenst ekki heldur hjá Gunnari að í óp- eruhúsum þurfi að vera meiri nánd við áheyrendur en í sinfóníusölum. Í öllum stærri óperu- húsum er ekki aðeins stór hljómsveitar- gryfja á milli áheyr- enda og sviðs, heldur eru sjálf húsin oft svo stór að langur vegur er á milli sviðs og áheyrenda. Svið og aðbúnaður Það þarf að vera stórt svið í Tónlistar- húsinu ef ópera á að fá þar inni. Leiktjöld á að vera hægt að flytja til og koma fyrir með lítilli fyrirhöfn. Fremsta hluta sviðsins verður að gera þannig að hægt verði að láta hann síga niður og nota sem hljómsveitargryfju við óp- erusýningar. Færanlegt hringsvið (snúningssvið) er óþarft, það sá ég síðast notað í Kardimommubænum í Þjóðleikhúsinu, en hvergi í óp- eruferðum mínum víða um lönd. Helmingur flytjenda í óperusýn- ingu er hljómsveitarleikarar. Í óp- eruhljómsveitinni starfa tugir manna, sem flestir spila líka í sin- fóníunni. Það væri auðvitað mikið hagræði fyrir tónlistarfólkið að hafa alla sína aðstöðu á einum stað. Búningsklefar og fleira fyrir söngv- ara eru varla stórt vandamál – ein- hvers staðar þarf að koma þessu fólki fyrir hvort eð er ef bauka á við óperusýningar á annað borð. Hins vegar eru smíðaverkstæði ekki endilega höfð í sama húsi og sýnt er í og ekki heldur sauma- stofur nema að litlu leyti. Loks mætti áreiðanlega samnýta framkvæmdastjórn og skrifstofu fyrir sinfóníu og óperu að einhverju leyti séu þau á sama stað og ná þannig fram sparnaði. Rekstrarhagkvæmni – kostnaður Það er eðlilegt að gera þá kröfu að nýting stóra salar Tónlistarhúss- ins verði sem allra mest og rekstr- arkostnaði þannig náð niður eftir föngum. Ef gert er ráð fyrir þeirri starfsemi sem nú fer fram á vegum þeirra stofnana, sem helst er rætt um, Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) og Íslensku óperunnar (ÍÓ), hafa tónleikar SÍ að jafnaði verið haldnir eitt kvöld í viku og óp- erusýningar hafa verið enn færri að meðaltali og í hæsta lagi tvö kvöld í viku. Það er augljóst að jafnvel þótt gert verði ráð fyrir talsverðri aukn- ingu á tónlistarflutningi þessara að- ila mun samt verða töluvert svig- rúm fyrir báða aðila í Tónlistarhúsinu. Það er útbreiddur misskilningur að þessir aðilar þurfi stóra salinn til æfinga. Hið rétta er að flestar æfingar hljómsveita og óperuhúsa eiga sér stað í minni hliðarsölum nema síðustu æfingar fyrir tónleika eða frumsýningu. Æfingar fara líka fram á daginn, en tónleikar og óp- erusýningar á kvöldin. Í fyrri grein minni benti ég á að kvöld í óperunni stendur alls ekki undir sér ef sýnt er í 4–500 manna sal, en gerði það auðveldlega í stóra sal Tónlistarhússins. Af fjár- hagslegum ástæðum á ópera sér því litla lífsvon til frambúðar í litlum sal. Eftir standa þau rök Gunnars Egilsonar að kostnaður myndi aukast ef sníða þyrfti stóra sal Tónlistarhússins að óperuflutningi. Sá kostnaður yrði þó vafalítið miklu hærri ef farið yrði að tillögum hans sjálfs, þ.e. að byggja tvo sali. Það er sama hvar óperan yrði sett nið- ur, það myndi alltaf hafa í för með sér kostnað. Tillögur mínar um samnýtingu kalla hins vegar á minni kostnað en ef sinfónía og ópera yrðu hvor á sínum staðnum. Svo má ekki gleyma því að þá verð- ur einnig aðstaða til að fá ballett og leiklist í heimsókn þegar mikið liggur við. Báðar þessar listgreinar gera kröfu um stórt svið og aðstöðu fyrir leiktjöld og búninga. Lokaorð Vera má að samnýting Tónlistar- húss fyrir óperu og sinfóníu geri kröfur um mikla skipulagningu og það kann að vera rétt hjá Gunnari að slíkt bjóði upp á einhverja árekstra. Allt hitt sem ég hef áður nefnt hlýtur þó að vega miklu þyngra. Höfum við efni á öðru í litlu landi? Óperu í Tónlistarhúsið Árni Tómas Ragnarsson Tónlist Tillögur um samnýt- ingu, segir Árni Tómas Ragnarsson, kalla á minni kostnað en ef sin- fónía og ópera yrðu hvor á sínum staðnum. Höfundur er læknir. NÚ þegar ár er liðið frá hörmulega flugslys- inu í Skerjafirði er ennþá mörgum spurn- ingum ósvarað. Traust fólksins í landinu á flugmálayfirvöldum hefur beðið mikinn álitshnekki við alla meðhöndlun þeirra á flugslysinu. Það er grundvallaratriði fyrir þau, að endurvekja það svo mögulegt sé að treysta þeim fyrir lífi sínu og limum. Til að endurvekja það traust verður sannleikurinn að koma í ljós. Ef samgönguráðherra ætlar að standa fast við þá ákvörðun sína, að greiða ekki fyrir rannsókn Cran- field-sérfræðinganna, verða að- standendur að gera það. Mér finnst það alveg óskiljanlegt, þegar hugsað er til þeirrar 10 milljóna króna greiðslu sem Leiguflug Ísleifs Otte- sen fékk frá samgönguráðherra, að hann skuli skirrast við að greiða þessa rannsókn, sem er nauðsynleg til að endurvekja traust okkar á flugmálayfir- völdum. Aðstandendur eru ekki að fara fram á þessa hlutlausu rann- sókn til að hagnast á henni fjárhagslega, þeir krefjast skýrra svara. Slysin gera ekki boð á undan sér en þeg- ar svona hörmuleg slys verða vill maður gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Það er óbærileg tilfinning að missa ástvini sína á þennan hátt og finnast að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Aðstandendur eiga ekki að þurfa að standa straum af kostnaði við rannsóknina, þeirra blóðtaka hefur verið of mikil, en það verður að koma fram viðunandi niðurstaða. Sann- leikurinn verður að koma í ljós. Flug- öryggi er mál okkar allra. Ég hvet alla landsmenn til að leggja aðstand- endum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði lið og leggja inn á reikn- ing söfnunarinnar. Upphæðin þarf ekki að vera há. Bankanúmer er: 1175–5-409940. Einnig vil ég benda á símasöfnunina sem hófst 2. ágúst. Hægt er að láta gjaldfæra þrjár mis- munandi upphæðir á símanúmerin og í númer 907-2007 gjaldfærast 1.000 krónur, í númer 907-2008 eru það 2.500 krónur, og í númer 907- 2009 gjaldfærast 5.000 krónur. Söfnun til greiðslu Cranfield-rannsóknar Helga G. Óskarsdóttir Flugslys Ég hvet landsmenn til að leggja aðstandendum fórnarlamba flugslyss- ins í Skerjafirði lið, seg- ir Helga G. Óskars- dóttir, og leggja inn á reikning söfnunarinnar. Höfundur er fv. flugfreyja og frænka fórnarlambs flugslyssins. FRÍDAGUR versl- unarmanna fyrsta mánudag í ágúst, sem nú er fagnað í 108. sinn, er ávallt kærkom- inn og hefur fyrir löngu áunnið sér fastan sess sem almennur frí- dagur meðal lands- manna. Um verslunar- mannahelgina er ekki úr vegi að hugleiða framvindu efnahags- mála og hlutverk versl- unar og viðskipta á breiðum grundvelli. Verslunin er fjölmenn- asta atvinnugrein þjóð- arinnar og hefur sannað gildi sitt sem ein helsta meginstoðin undir at- vinnulífi hennar. Hún er sá hluti at- vinnulífsins sem allt þjóðfélagið, ein- staklingar jafnt sem fyrirtæki, tengist með einum eða öðrum hætti. Á sama hátt og verslunin finnur einna fyrst fyrir því þegar fjörkipp- ur kemur í efnahagslífið, eru versl- unarmenn einnig fljótir að finna fyr- ir samdrætti. Blikur á lofti Eftir langt góðæri bendir margt til að fram undan sé samdráttar- skeið í efnahagslífi þjóðarinnar. Við slíkar aðstæður er þó óþarfi að láta bölsýni ráða ferðinni því við Íslend- ingar höfum alla burði til þess að takast á við samdrátt í efnahags- málum af skynsemi og festu. Mik- ilvægt er að launþegar, stjórnendur fyrirtækja og stjórnvöld stilli saman strengi sína í því skyni að lágmarka slæmar afleiðingar samdráttarins og auka þrótt hagkerfisins. Aðsteðj- andi vandi felst m.a. í hækkandi launakostnaði og fjármagnskostnaði fyrirtækja. Við lestur milliuppgjöra fyrirtækja á Verðbréfaþingi Íslands að undanförnu hefur það komið skýrt í ljós að þessir liðir nema afar háu hlutfalli af veltu atvinnufyrir- tækja og veldur óviðunandi tap- rekstri hjá mörgum þeirra. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld verða því að leggjast á eitt til að snúa þessari þróun við og leggja þannig grunninn að nýju hagvaxt- arskeiði þjóðinni til heilla. Mörg fyr- irtæki hafa nú þegar gripið til víð- tækra aðhaldsaðgerða í nauðsynlegri viðleitni til að halda kostnaði niðri. Ljóst má vera að ekki eru lengur forsendur fyrir stórfelld- um launahækkunum á vettvangi at- vinnulífsins og því hefur það sjaldan verið mikilvægara að kaupkröfum sé stillt í hóf og samið á skynsamlegum nótum. Þá skiptir það miklu máli fyrir almenning og fyrirtæki að vextir lækki hérlendis en þeir eru nú miklu hærri en í helstu samkeppn- islöndum okkar. Einnig er líklegt að skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki myndu hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið og þar af leiðandi þjóð- lífið allt. Með þessu móti væri stigið stórt skref í þá átt að lágmarka slæmar afleiðingar samdráttar en ekki er síður mikilvægt að takast á við vandann með bjartsýni að leið- arljósi og vísa öllu krepputali á bug. Fríverslun fyrir alla Útbreiðsla fríverslunar hefur um árabil verið eitt helsta baráttumál Samtaka verslunarinnar – FÍS. Þótt oft hafi miðað hægt er óhætt að segja að skilningur sé að aukast á því um allan heim að afnám tollam- úra og aukin fríverslun muni koma öllum þjóðum til góða og ekki síst hinum fátækustu. Á þessu ári verður það ákveðið hvort ráð- ist verður í nýja og um- fangsmikla lotu samn- ingaviðræðna um aukna fríverslun á heimsvísu. Á undan- förnum árum hefur dýrmætur tími farið til spillis þar sem slíkar viðræður liggja niðri vegna ágreinings með- al stofnþjóða Heims- viðskiptastofnunarinn- ar (WTO) um umfang nýrrar viðræðulotu. Ástæða er til að hvetja íslensk stjórn- völd til að beita sér fyr- ir því að ný samningslota um aukna fríverslun í heiminum hefjist sem fyrst. Íslendingar með sinn litla markað eiga mikið undir alþjóðlegri fríverslun og eru mun háðari milli- ríkjaverslun en flestar aðrar þjóðir, ekki síst stjórþjóðirnar sem okkur er þó svo tamt að miða okkur við. Hnattvæðingin heldur áfram Í ljósi þessa hefur verið athygl- isvert að fylgjast með fjölmennum mótmælum ungs fólks gegn fríversl- un og hnattvæðingu, nú síðast í tengslum við fund leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Genúa á Ítal- íu. Mótmælendurnir telja hnattvæð- ingu slæma í sjálfu sér þar sem hún hafi illar afleiðingar fyrir fátækustu þjóðir heims. Þetta viðhorf lýsir út- breiddum misskilningi á afleiðingum hnattvæðingar því ljóst er að aukin fríverslun á alþjóðlegum grundvelli gefur fátækum ríkjum tækifæri til að selja vörur sínar á mörkuðum í ríku löndunum og brjótast þannig úr viðjum fátæktar. Sem betur fer hvikuðu leiðtogar iðnríkjanna ekki frá stefnu hnatt- væðingar og fríverslunar á fundin- um í Genúa. Mótmælin höfðu það þó í för með sér að leiðtogarnir lýstu sig reiðubúna til að berjast gegn óæskilegum hliðarverkunum hnatt- væðingar. Þannig skuldbundu þeir sig til að bæta frekar markaðsað- gang fyrir vörur frá fátækustu ríkj- um heims og stofna sjóð til að berj- ast gegn útbreiðslu alnæmis, mýrarköldu og berkla í þróunarríkj- um. Þeir lofuðu einnig auknum stuðningi við menntun í fátækustu löndum heims ásamt aukinni mat- vælaaðstoð. Mikil tækifæri bíða Íslendinga á sviði milliríkjaverslunar, jafnt á sviði innflutnings sem útflutnings. Vonandi berum við gæfu til þess að vera í hópi þeirra þjóða sem berst fyrir afnámi hafta og aukinni frí- verslun á öllum sviðum heimsvið- skipta. Samtök verslunarinnar óska landsmönnum öllum ánægjulegrar verslunarmannahelgar. Með bjartsýni að leiðarljósi Haukur Þór Hauksson Höfundur er formaður Samtaka verslunarinnar – Félags íslenzkra stórkaupmanna. Verzlun Við Íslendingar, segir Haukur Þór Hauksson, höfum alla burði til þess að takast á við samdrátt í efnahagsmálum af skynsemi og festu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.