Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 27
væri gott að fá meira um það að heyra, af hvaða forsendum þessi ályktun sé dregin og eftir hverjum Skipulags- stofnun hafi hana og loks, hvort Skipulags- stofnun hafi sannreynt upplýsingarnar. Þetta er auðvitað smámál og skiptir engu frekar en sú ábending til Austfirð- inga að þeir eigi að lifa af því að tína fjallagrös. Nauðsynlegt er að fara vandlega yfir úr- skurð Skipulagsstofnun- ar. Því miður er hann þannig unninn, að hann vekur ekki traust og er raunar áfall fyrir Austfirðinga. Einsýnt er, að hon- um verður áfrýjað til umhverfis- ráðherra, en það má heita ófrávíkj- anleg regla um flest hin stærri mál. Enda eru þau í eðli sínu pólitísk og út frá því er gengið í lögunum. Hér er mikið í húfi. Ekki aðeins fyrir Aust- firðinga, heldur landsmenn alla. Þetta er í hnot- skurn spurningin um það, hvort við Íslendingar eigum að hafa svigrúm til að nýta auðlindir landsins eða ekki. Enginn eftirlits- iðnaður má koma í veg fyrir það. ÚRSKURÐUR Skipulagsstofn- unar um Kárahnjúkavirkjun kom mér í opna skjöldu. Auðvitað vissi ég, að skoðanir hafa verið skiptar um ágæti virkjunarinnar eins og verið hefur um ágæti allra virkj- ana hér á landi, síðan ég komst á legg. Búrfellsvirkjun er kannski gleggsta dæmið. Það tók samfylk- ingararm Alþýðuflokksins og kjarna vinstri-grænna áratugi að jafna sig á því að þessi virkjun skyldi reist. Og fólk með svipaðar lífsskoðanir hefur komið fram á völlinn, eftir að úrskurður Skipu- lagsstofnunar féll. Sumt af þessu fólki er yfirleitt á móti því, sem landar þess á landsbyggðinni taka sér fyrir hendur: Það vildi Kísiliðj- una feiga, það er á móti hval- veiðum, það vill ekki laxeldi í sjó og auðvitað hvorki álver né orku- ver. Og sumt af því gengur meira að segja svo langt að vera á móti sauðkindinni! Algengt er að heyra úr þessu horni söng um það, að fiskveiðar eigi að vera stjórnlaus- ar, sem er auðvitað algjörlega ábyrgðarlaust. Og auðvitað kaldr- analegt líka gagnvart því fólki, sem lifir á fiskveiðum og fisk- vinnslu. Reynslan af járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga er af- dráttarlaus um það, að vel fer á því að reka stóriðju í nágrenni fiskibæjar. Í Morgunblaðinu í gær lýsir Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, von- brigðum sínum yfir úrskurði Skipulagsstofnunar. Hann segir áhrif framkvæmdanna „kalla á aukna samkeppni um vinnuafl og geta skapað tækifæri fyrir þjón- ustuaðila sem gætu þjónustað sjávarútveg jafnt og stóriðju, s.s. rafvirkjar, vélsmiðjur, trésmiðjur. Stóriðjan gæti einnig dregið eitt- hvað úr þeirri samfélagslegu ábyrgð sem útgerðin hefði haft í smærri byggðarlögum á lands- byggðinni.“ Auðvitað eru þessi ummæli Elf- ars Aðalsteinssonar ekki sögð að óathuguðu máli. Niðurstaða hans og annarra útgerðarmanna og fiskverkenda í Fjarðarbyggð hlýt- ur að vega þungt, þegar Skipu- lagsstofnun vegur og metur, hvaða áhrif Kárahnjúkavirkjun og álver við Reyðarfjörð muni hafa á mann- líf á Austurlandi eins og henni ber skylda til að gera. Um þennan þátt málsins mun ég fjalla síðar. Þegar úrskurður Skipulags- stofnunar er lesinn, kemur á óvart, hversu neikvæður hann er. Mig rekur ekki minni til eins einasta atriðis, sem Skipulagsstofnun telur vera í lagi. Sumt þykir mér barna- legt eins og þessi athugasemd: „Ekki liggur hinsvegar fyrir hvert orkuverð til álvers í Reyðarfirði verður, en Landsvirkjun fullyrðir að framkvæmdin verði arðsöm.“ Þetta mátti orða öðruvísi: „En samkvæmt upplýsingum Lands- virkjunar verður ekki ráðist í framkvæmdina nema hún sé arð- söm.“ Það er blæbrigðamunur á orðalaginu, sem segir sína sögu. Mér finnst raunar að Skipulags- stofnun sé að reyna að gefa í skyn, að hún ráði yfir sérfræðingum, sem standi sérfræðingum Lands- virkjunar framar í að meta arð- semi virkjana! Það er ekki trú- verðugt. Stundum fer Skipulagsstofnun slíka króka í úrskurði sínum, að erfitt er að átta sig á því, hvort talað sé í alvöru. Dæmi um það er sú fullyrðing, „að áhrif fram- kvæmdanna á Héraðsflóa eru lík- leg til að verða veruleg á seli“. Það Halldór Blöndal Höfundur er forseti Alþingis. Virkjanir Því miður er úrskurður Skipulagsstofnunar þannig unninn, segir Halldór Blöndal, að hann vekur ekki traust og er raunar áfall fyrir Austfirðinga. Trúi að virkjað verði á Austurlandi UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.