Morgunblaðið - 04.08.2001, Side 28

Morgunblaðið - 04.08.2001, Side 28
SKOÐUN 28 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á MIÐOPNU Morgunblaðsins hinn 21. júlí er birt viðtal við leiðsögumann Minjasafnsins á Akur- eyri um verslunarstað- inn á Gásum við Hörg- árósa í Eyjafirði, en viðtalið fjallar m.a. um uppgröft þar sem far- inn er í gang í hönd- um aðila sem ekki hafa komið nærri rannsóknum þar fyrr. Í því viðtali segir m.a. um fyrri forn- leifarannsóknir á þeim minjastað: „Tvívegis hafa farið fram forn- leifarannsóknir á Gásum, fyrst árið 1907 þegar danski fornleifafræð- ingurinn Daniel Bruun og Finnur Jónsson prófessor unnu þar að mælingaruppdráttum og árið 1986 þegar fornleifafræðingarnir Mar- grét Auðar Hermanns (þ.e. Mar- grét Hermanns Auðardóttir, ef rétt væri farið með) og Bjarni Einars- son voru þar á ferðinni og könnuðu skurði í og við búðir sem þar eru sem og við kirkjurúst.“ (!?) Þessi lýsing og það sem á eftir fer er engan veginn í samræmi við þá fornleifafræðilegu vinnu sem stunduð hefur verið á Gásum og krefst því leiðréttingar, þó að stig þessarar fréttamennsku og heim- ildanna ætti ekki undir venjulegum kringumstæðum að virða svars. Að ekki sé einu sinni greint rétt frá mannanöfnum er strax vísbending um að hvorki megi vænta þess að farið sé rétt né málefnalega með efnið. Benda má á, að hér er um miðopnuumfjöllun á vegum Morg- unblaðsins, „blaðs allra lands- manna“, að ræða. Reynt er að gera lítið úr forrannsóknum á Gásum 1986 með orðalagi á við „voru þar á ferð og könnuðu skurði“. Annað- hvort er vísvitandi verið að villa lesendum Mbl. sýn eða heimilda- raðili fréttamannsins (Minjasafnið á Akureyri) veit ekki hvernig stað- ið er á ábyrgan og vandaðan hátt að rannsóknaruppgreftri á óvenju flóknum Gásaminjum, sem eru elstu þétt- býlisminjar landsins. Slíkar rannsóknir hefjast á fræðilegri vinnu og forkönnunar- uppgreftri í formi sniða (í líkingu skurða) sem lögð eru á skipulegan hátt á grundvelli þeirrar þekkingar sem fyrir liggur. Það sem á hinn bóg- inn er nú að gerast á Gásum, og staðfestist með miðopnuumfjöll- un Morgunblaðsins, er með öðrum hætti en menn myndu almennt ætla. Þar er í þetta sinn að mestu erlendum að- ilum sem hafa aldrei fyrr komið að rannsóknum Gásaminja falið að fara ofan í fyrri rannsóknir ann- arra á staðnum eins og ekkert sé sjálfsagðara, þrátt fyrir að vernd- unarákvæði þjóðminjalaga kalli á allt önnur og ábyrgari vinnubrögð af hálfu þjóðminjavarðar, safn- stjóra Minjasafnsins á Akureyri og fornleifanefndar. Sagnfræðingurinn Orri Vésteinsson, handhafi rann- sóknaleyfisins á Gásum nú og sá sem að þessu sinni er ábyrgur skv. þjóðminjalögum fyrir því að ómet- anlegum fornleifaarfí þjóðarinnar sé ekki forgert, er sbr. viðtal Mbl. ekki einu sinni á staðnum til að stjórna uppgreftri sem leyfishafi! En áður en vikið er að öðrum rangindum í ofangreindu opnuvið- tali er rétt samhengisins vegna að kynna í fáum orðum stöðu Gása- rannsókna áður en þetta viðtal kom til sem þagað er yfir í þeirri ein- hliða umfjöllun. Fræðilegar rannsóknir síðan 1986 og síðan yfirtaka Auk úrvinnslu og túlkunar gagnanna frá uppgreftrinum á Gás- um 1986 hefur farið fram síðan um- talsverð fræðileg umfjöllun um Gásaverslunarstað á þverfaglegum grunni. Niðurstöður fyrri rann- sókna voru m.a. teknar saman í riti frá málþingi um Gásaverslunarstað sem haldið var við Háskólann í Þrándheimi vorið 1998 og styrkt var fjárhagslega af Rannsóknarráði Noregs. Ritið var gefið út af við- komandi háskólaforlagi (Tapir for- lag) árið 1999 undir heitinu „GÁS- IR – en internasjonal handelsplass i Nord-Atlanteren“ (sbr. einnig grein í Lesbók Mbl., 4. sept. 1999). Ábyrgur fornleifauppgröftur byrjar ekki á að taka sér verkfæri í hönd og grafa, þótt ekki sé minnst á hverjum séu fengin verkfærin. Sú þverfaglega umfjöllun sem er að finna í Gásaritinu ásamt yfirliti yfir fyrri rannsóknir á Gásum (sem reynt að gera lítið úr í ofangreindu viðtali) er sú vinna sem það fólk sem nú er komið að Gásum byggir á, en án þess þó að vitna í á heið- arlegan hátt (sbr. einnig greinar- gerð Minjasafnsins á Akureyri til fjárlaganefndar Alþingis, sjá síðar). Sú grunnvinna sem skýrt er frá í Gásaritinu flokkast undir fræðileg- an rannsóknaundirbúning sem er nauðsynlegur áður en forsvaran- legt er að hefja uppgröft á flóknum minjum á borð við þær sem er að finna á Gásum. Hér er um þverfag- leg vinnubrögð fornleifafræðinnar að ræða sem flokkast undir ábyrga og vandaða fornleifafræði. Þótt Norðmenn hafi kostað mál- þingið um Gásir var frumkvæðið ís- lenskt og kom úr hendi undirrit- aðrar en afgerandi þátt átti síðan norskur starfsbróðir, prófessor Ax- el Christophersen. Framlag ís- lenskra fræðimanna á þinginu var í miklum meirihluta. Undirrituð vann fornleifaþáttinn um Gásir fyr- ir málþingið og í Gásaritinu byggir hann á áðurnefndum forrannsókn- aruppgreftri frá 1986 og fræðilegri vinnu sem styðst m.a. við niður- stöður fjarkönnunar með nýrri tækni sem undirrituð stóð fyrir haustið 1998 (sjá síðar). Ástæðan fyrir því að áframhaldandi rann- sóknaruppgröftur hefur ekki átt sér stað á Gásum síðan 1986 af hálfu undirritaðrar, sem átti frum- kvæðið að og stjórnaði þeim rann- sóknum, er einfaldlega skortur á fjármögnun sem m.a. má rekja til þess að fjárlaganefnd Alþingis hafnaði umsókn undirritaðrar um framlag til undirbúnings áfram- haldandi rannsókna á staðnum. Það er því mikill ábyrgðarhluti að hefja uppgröft á Gásum áður en fjár- mögnun er tryggð á áframhaldandi rannsóknum á staðnum eins og nú er gert! Eins og áður segir stóð ég fyrir því að nýrri könnunartækni í forn- leifafræði (fjarinnrauðri mynd- tækni) var beitt með flugfjarkönn- un yfir Gásum og fleiri minjastöðum á Norðurlandi eystra haustið 1998, en fullnaðarúrvinnsla þeirra gagna hefur einnig dregist á langinn vegna fjárskorts. Það sem nýja tæknin gaf frá Gásum er mjög gagnlegt og hefur að hluta til birst, m.a. í Gásaritinu og í grein und- irritaðrar í Lesbók Mbl. 4. sept. 1999, grein sem blaðamenn Mbl. vita svo ekki af í opnuviðtalinu 21. júlí sl.! Skyndileg fjárveiting til Gása í ár Það sem núna hefur skeð, og leiðir m.a. af sér ofangreint Morg- unblaðsviðtal án þess að í ljós komi, er afleiðing skyndilegrar fjárveitingar til Gásarannsókna á fjárlögum þessa árs. Þetta skeður í umfjöllun fjárlaganefndar á um- deildum flokki safnliða sem er til umræðu í fjölmiðlum þessa dagana vegna 10 m.kr. fjárveitingar til „Herjólfsbæjarfélagsins í Vest- mannaeyjum“. Undir þeim safnlið- um er einnig að finna 3,7 m.kr. fjárveitingu til „undirbúnings forn- leifarannsókna á Gásum“ sem beint er til Minjasafnsins á Akureyri og Þjóðminjasafns. Yfirmenn Minjasafnsins á Akur- eyri og Þjóðminjasafns fela síðan aðila að vinna verkið sem ekki hef- ur komið að Gásarannsóknum áður, eftir að hafa hafnað boði undirrit- aðrar sem átti frumkvæðið að rannsóknum á staðnum. Í grein- argerð að baki styrkveitingunni til Minjasafnsins, sem nú er opinbert plagg hjá fjárlaganefnd, er að finna efnislegar niðurstöður frá ofan- greindu Gásamálþingsriti án nokk- urra tilvitnana í heimildir. Sama á sér stað nýverið, síendurtekið í riti og ræðu í umfjöllun fjölmiðla um Gásir, svo sem í umræddu mið- opnuviðtali í Mbl. 21. júlí sl. Og í samningi Minjasafnsins á Akureyri við þann aðila sem falið var verkið, sem er orðinn handhafi rannsókna- leyfis á staðnum, segir að honum beri að kynna sér rannsóknir sem gerðar hafa verið á staðnum fram til þessa. Það er, honum beri að byggja sína vinnu á Gásum um þessar mundir á rannsóknagögnum mínum, sem var hindruð í því að sinna áframhaldandi rannsóknum á staðnum, þótt ég þekki viðfangs- efnið manna best og sé þar af leið- andi best í stakk búin til að rann- saka Gásaminjar. Mín grunn- rannsóknagögn frá Gásum hefur leyfishafi fornleifanefndar ekki svo mikið sem borið sig eftir að kynna sér þegar þetta er ritað, þó svo að mikið rask sé þegar hafið á staðn- um (sbr. umrætt opnuviðtal Mbl.). Með öðrum orðum, eftirlitið með fornleifarannsóknum í landinu er greinilega í skötulíki innan stjórn- sýslunnar. Er hér ekki um hreina yfirtöku og hugverkastuld að ræða? Getur ofangreind breytni viðkomandi opinberra starfsmanna, þjóðminjavarðar og safnstjóra auk fornleifanefndar, talist ábyrg stjórnsýsla í ljósi þeirrar augljósu skyldu að velja það sem er forn- leifauppgreftri fyrir bestu á einum merkasta fornleifastað landsins? Í opnugrein minni í Lesbók Morgunblaðsins frá 4. sept. 1999 er að finna aðgengilega samantekt á því helsta sem vitað er um Gásam- injar með hliðsjón af þeim forn- leifarannsóknum sem þar hafa far- ið fram. Í þeirri samantekt er einnig greint frá afgerandi um- hverfisbreytingum við Hörgárósa sem rekja má til gífurlegra aur- skriða meðfram vatnafarvegum Hörgár undir lok 14. aldar. Þær breytingar hafa gert það að verk- um að ytri eyri myndaðist utan við Gáseyrina þar sem verslunarstað- urinn lá, og þar af leiðandi gátu skip ekki lengur lagt nærri staðn- um. Vegna misvísandi yfirlýsinga í miðopnuviðtali Mbl. hinn 22. júlí um fornleifarannsóknir á Gásum 1986 vil ég taka það fram að þær höfðu það að markmiði að tíma- setja fyrirfram valda hluta Gása- minja með þeim aðferðum sem fornleifafræðin grundvallast á. Nið- urstöður þeirra rannsókna leiddu í ljós að Gásaminjar ná aftur á síð- víkingatíma, 10. öld, og verslunin á staðnum leggst að öllum líkindum endanlega af í kringum aldamótin 1400. Að gefnu tilefni í fjölmiðlaum- fjöllun um Gásir að undanförnu vil ég einnig benda á þá staðreynd að fornleifarannsóknir byggjast ekki eingöngu á uppgreftri, heldur m.a. þeirri mælinga- og upplýsinga- tækni sem beita má við rannsóknir á fornleifum. Slíkar rannsóknir hafa farið fram á Gásaminjum und- anfarin ár af hálfu undirritaðrar í samvinnu við okkar helstu sérfræð- inga í þeim efnum (sbr. áðurnefnt Gásamálþingsrit bls. 11 og Lesbók Mbl. 4. sept. 1999). Niðurstöður þeirra mælinga sýna að greinanleg- ar minjar frá yngsta byggingar- skeiðinu á Gásum tóku mið af mið- aldabæjarkjörnum í Noregi, samanber t.d. tilgátumódel af Gásaverslunarstað í Þjóðmenning- arhúsinu í Reykjavík (sjá sýning- arbækling þess húss um „Landnám og Vínlandsferðir“ bls. 12 ). Umrætt málþingsrit frá 1999, „GÁSIR – en internasjonal hand- elsplass i Nord-Atlanteren“, var sent að gjöf m.a. til bókasafna á Norðurlandi eystra auk bókasafns Þjóðminjasafns og Þjóðarbókhlöðu að mínu frumkvæði. Þar er fjallað um Gásir frá sjónarhóli fornleifa- fræði, sagnfræði og náttúrufræði auk norrænnar miðaldabókmennta- fræði og málvísinda. Þetta er fræðileg umfjöllun um hlutverk Gása sem verslunarstaðar í ís- lensku bændasamfélagi miðalda og það skýrt hvernig innri uppbygg- ing staðarins breyttist verulega allt frá 10. öld þar til hann lagðist end- anlega af. Lýsing leiðsögumanns Minjasafnsins á Akureyri skv. opnuviðtalinu í Mbl. á lítið skylt við það sem Gásamálþingsritið greinir frá. Einnig hefði ég talið að blaða- mönnum Mbl. væri skylt að kynna sér a.m.k. umfjallanir blaðsins um rannsóknir á Gásum sl. ár. Svo er greinilega ekki og af þessu hlýst villandi viðtal og óréttmætt gagn- vart þeim sem rannsakað hafa Gás- ir fram til þessa. Því tel ég skylt að rita þessa grein. Við framangreint bætist að nú- verandi og fyrrverandi forsvars- menn Minjasafnsins á Akureyri hafa látið eins og þeir viti ekki af minni rannsóknavinnu vegna Gása. Það er þó auðvelt að sýna fram á að þeir hafi þó iðulega beitt fyrir sig þeirri vinnu sínum málum til framdráttar án þess að vitna til hennar. Unnið gegn sjálfræði okkar Samanber það sem að ofan greinir virðast þjóðminjavörður og fornleifanefnd telja heillavænlegast að láta aðila eftir, sem ekki þekkir til Gásaminja, að stjórna rannsókn- um á þeim. Þar við bætist að hvorki rannsóknaleyfishafinn né erlendi stjórnandinn á staðnum hefur kynnt sér fyrri uppgraftar- gögn frá Gásum, hvað þá heldur að þeir hafi tilhlýðilega þekkingu á miðaldafornleifafræði Norðurlanda sem er forsenda þess að geta túlk- að þéttbýlisminjarnar frá Gása- verslunarstað. Slíkt ætti að vera gert að skilyrði ef um ábyrga forn- leifavörslu væri að ræða. Að forn- leifanefnd og þjóðminjavörður Ís- lands láti önnur sjónarmið en fagleg og málefnaleg ráða ferðinni í sínum störfum ætti að vera um- hugsunarefni fyrir þá sem telja mikilvægt að æðsti embættismaður minjavörslunnar í landinu og stjórnsýslunefndin sem veitir leyfi til fornleifarannsókna standi vörð um sjálfræði okkar yfir eigin minjamálum. Að gefa erlendum að- ilum forgang að Gásaminjum frem- ur en nýta þá sérfræðiþekkingu sem fyrir er í landinu og þjóðfélag- ið hefur þegar fjárfest verulegar fjárhæðir í af almannafé leyfi ég mér að efast um að samræmist stefnu löggjafans, alþingis Íslend- inga eða menntamálaráðherra fyrir framkvæmdavaldsins hönd. MISVÍSANDI FRÉTTAFLUTNINGUR UM VERSLUNARSTAÐINN Á GÁSUM Margrét Hermanns Auðardóttir Eftirlitið með fornleifa- rannsóknum í landinu er í skötulíki innan stjórn- sýslunnar, segir Margrét Hermanns Auðardóttir, og spyr hvort ekki sé um hreina yfirtöku og hugverka- stuld að ræða. Höfundur er sjálfstætt starfandi fornleifafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.