Morgunblaðið - 04.08.2001, Page 30
30 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í
REYKJAVÍKURBRÉFI er fjallað um
þá stöðu sem samtímamyndlist er stödd
í á Íslandi. Er þar meðal annars bent á
að ef litið er til þess hve hefð á sviði
myndlistar eigi sér stutta sögu á Íslandi
hafi margt áunnist, en þó sé ljóst að ef miðað er
við þróun erlendis sé komið að þáttaskilum í
stefnumótun á þessu sviði. Hingað til hafi fyrst
og fremst verið lögð áhersla á að safna list eftir
íslenska myndlistarmenn en horft fram hjá mik-
ilvægi þess að safna einnig lykilverkum eftir er-
lenda aðila sem vel væru til þess fallin að af-
hjúpa íslenska list í alþjóðlegu samhengi.
Einnig er bent á þá möguleika sem felast í sam-
starfi við erlendar stofnanir og sýningarstjóra,
sem bæði gætu haft áhugaverða sýn á íslenska
list auk þess sem þeir geta þjónað lykilhlutverki
við að koma henni á framfæri erlendis eftir að
hafa kynnst henni af eigin raun. Í Reykjavík-
urbréfinu kemur fram að ýmsir hafa orðið til
þess að benda á að fræðslustarfi í listum og
listasögu sé nokkuð ábótavant, sérstaklega á
sviði samtímamyndlistar, en í greininni kemur
fram að samtímalistir eru að margra mati það
skapandi frumafl sem knýr áfram mikilsverðar
framfarir í hverju samfélagi fyrir sig.
Eigum lítið af erlendri list
Pétur Arason, verslunarmaður í Reykjavík,
hefur verið einn helsti safnari samtímalistar á
Íslandi um árabil. „Umræða um þessi mál er
þörf og ég held að hún hljóti að hrista upp í
mörgum,“ segir Pétur. „Við erum að verða eina
landið í Evrópu sem á lítið af list eftir útlend-
inga, en samt ætlumst við til að íslenskir mynd-
listarmenn séu að sýna og selja erlendis. Það er
kannski ekki hægt að kvarta yfir sýningum
hérna, en listaverkaeign safnanna þarf að sam-
anstanda af erlendri og innlendri myndlist.
Jafnvel litlar þjóðir í Evrópu hafa tekið sig á síð-
astliðin ár og eiga nú mjög fín söfn. Við erum
langt á eftir í því.“ Pétur minnist einnig á skóla-
kerfið og bendir á að fölsunarmál undanfarinna
ára séu angi af því hvernig málum er háttað þar.
„Það er með ólíkindum hvernig það hefur geng-
ið, að hægt sé að selja fleiri hundruð fölsuð lista-
verk í tíu til tólf ár án þess að enginn segi neitt,“
segir hann.
Upphefðin komi að innan
Gunnar J. Árnason er listheimspekingur og
gagnrýnandi. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir ís-
lenska myndlistarmenn og aðra þá sem starfa í
myndlistarlífinu að vera í virku sambandi við
kollega sína annars staðar. Í fyrsta lagi er þetta
nauðsynlegt fyrir þá ef það á að vera einhver
von til þess að þeir geti helgað sig list sinni og
haft af henni fjárhagslegan ávinning. Í raun er
gróskunni í íslensku myndlistarlífi að verulegu
leyti haldið gangandi með meðgjöf listamanna
og annarra sem starfa á þessu sviði. En þegar
kemur að alþjóðlegu samstarfi gengur þetta
vinnulag náttúrlega ekki upp, þar er staðið að
hlutunum á allt annan hátt.“ Gunnar segir að
það skipti ekki síður máli að líta til þess að raun-
verulega viðurkenningu og upphefð íslenskrar
myndlistar sé að finna þar sem hinir bestu koma
saman. „Þá erum við ekki að tala um að upp-
hefðin komi að utan, heldur þvert á móti að hún
komi að innan, frá þeim sem best þekkja til á
þessu sviði, hvar sem þeir annars kunna að búa.
Engum dettur í hug að íslenskir vísindamenn
Ópera og myn
þröskuldi brey
Í Morgunblaðinu sl. sunnudag birtust tvær greinar
um myndlist og óperu sem vakið hafa talsverða athygli
og umtal undanfarna daga. Inga María Leifsdóttir
ræddi við fólk sem málin snerta á einn eða annan hátt.
Í GREIN sinni Af listum um framtíðarstefnu í
stjórn óperuhúsa hefur Bergþóra Jónsdóttir
eftir Lucas Pairon, óperu- og hljómsveit-
arstjóra sem starfað hefur í Evrópu um ára-
bil, að óperumenning í dag sé í alltof föstum
skorðum og að í raun megi líkja mörgum óp-
eruhúsum við söfn, þar sem lítil gróska eigi
sér stað, heldur sé áhersla lögð á að draga
fram sömu safngripina ár eftir ár. Bendir
hann á að ópera eigi, líkt og aðrar listgreinar,
að vera í stöðugri þróun og endursköpun.
Breytingar taka tíma
Bjarni Daníelsson, óperustjóri Íslensku óp-
erunnar, fagnar umræðu Bergþóru. „Ég held
að umræðan sé tímabær og passi ágætlega
þegar Íslenska óperan berst harðri baráttu
fyrir framtíð sinni,“ segir hann. „Frumkvæði
annara aðila sýnir að það er áhugi á óperulist
og að hann er engan veginn einskorðaður við
Íslensku óperuna. Ég er algjörlega sammála
þessum boðskap sem kemur fram í skrifum
Lucasar Pairon um þörfina á endurnýjun óp-
erulistarinnar. Ég hef reynt að fylgja þessu
sjónarmiði í orði og verki. Hins vegar verður
að horfast í augu við þá staðreynd, að rekstur
óperuhúss er háður nokkuð flóknum efna-
hagslegum veruleika og ef að á breyta starf-
semi þá þarf líka að breyta honum. Það er
ekki nóg að segja að það verði að færa óp-
eruna til nútímans með því að semja og flytja
ný verk, maður verður líka að gera sér grein
fyrir því hvert eðli óperulistarinnar sé og
hvernig hún hefur höfðað til áheyrenda,
hvernig hún gerir það og hvernig hún mun
gera það í framtíðinni. Óperulistin er samspil
margra listgreina, en ég held samt að kjarni
hennar sé mannsröddin og möguleikar hennar
til að túlka mannlegar tilfinningar og sam-
skipti. Nútímaóperuhöfundar verða að virða
þennan kjarna, en ef þeir gera það, þá held
ég að þeir eigi hiklaust erindi í óperuhús sam-
tímans til að endurnýja þetta listform.“ Nú
segir Pairon að margir telji að erfitt sé að fá
styrki einkaaðila ef ekki sé haldið í hefð-
bundna formið –heldurðu að það sé rétt og
raunin á Íslandi? „Já, ég held það, eins og er.
Við höfum í Íslensku óperunni gert könnun á
afstöðu styrktarfyrirtækja okkar sem stað-
festir það að þau vilja gjarnan styrkja það
sem er þekkt og menn eru nokkuð vissir um
að hafa gaman af. Ég hef hins vegar góða
reynslu af viðræðum og samskiptum við fyr-
irtæki um stuðning við menningarstarfsemi.
Ég held ekki að fyrirtæki muni kippa að sér
hendinni þó að einhver tilraunastarfsemi sé í
gangi.“
Pairon segir ennfremur að í dag séu nær öll
óperuhús söfn – hvað finnst þér um Íslensku
óperuna í því samhengi? „Það sem ég tel að
hann eigi við er að alltaf sé verið að sýna
sömu óperurnar. Safn þarf auðvitað ekki að
vera skammaryrði, en það sem felst í þessu er
að nýsköpunin eigi sér ekki stað. Það er bæði
rétt og rangt. Það á sér alltaf stað viss ný-
sköpun með enduruppfærslu gamalla verka
og Íslenska óperan hefur núna tekið þá
ákvörðun að flytja vinsæl, þekkt verk, en við
hikum ekki við að endurskapa þau að ein-
hverju leyti. Og þá ekki síst með því að gefa
ungu fólki tækifæri til að túlka þau upp á nýtt
og leggja nýja sýn inn í þessar uppfærslur.“
Nauðsynlegt að vera vakandi
fyrir því sem áhorfandinn vill
Að sögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur,
söngkonu og fyrrverandi framkvæmdastjóra
Íslensku óperunnar, hafa vangaveltur Lucasar
Pairon sem Bergþóra kynnir verið lengi til
umræðu innan óperuheimsins. „Það er einmitt
Óperuhúsin
líkari söfnum
FÍKNIEFNIN
Fengin reynsla hefur kennt okk-ur Íslendingum að um þessahelgi er margt að varast. Um-
ferðaryfirvöld halda uppi linnulaus-
um áróðri fyrir verzlunarmannahelg-
ina og um hana til þess að hvetja
ökumenn til varúðar í umferðinni. Það
gerist allt of oft um þessa helgi að
dauðaslys verða á þjóðvegum vegna
óvarkárni í akstri.
Jafnframt er það orðin föst venja að
efnt er til víðtæks átaks gegn nauðg-
unum. Líf of margra ungmenna og
annarra einstaklinga hafa verið eyði-
lögð vegna þeirra ofbeldisverka.
En það er því miður svo komið að
það er full ástæða til að efna til sér-
stakrar herferðar gegn fíkniefnum,
reyndar öllum stundum en ekki sízt
um þessa helgi.
Sölumenn fíkniefna eru alls staðar
á ferðinni þar sem fólk kemur saman.
Þeir ná aftur og aftur þeim árangri að
ungt fólk neytir fíkniefna í fyrsta sinn
um þessa helgi og aðrar slíkar og þar
með er vegferðin til glötunar hafin.
Þetta vandamál hefur orðið til á Ís-
landi á rúmum þremur áratugum. Jó-
hann Hafstein, sem þá var dómsmála-
ráðherra, varð fyrstur íslenzkra
ráðamanna til þess að beita sér fyrir
ákveðnum aðgerðum gegn fíkniefn-
um.
Það er þyngra en tárum taki að
horfa upp á þær hörmungar sem fíkni-
efnaneyzla leiðir af sér. Líf margra
fjölskyldna hefur verið lagt í rúst.
Feður og mæður kveljast yfir örlög-
um barna sinna það sem þau eiga eftir
ólifað. Á bak við hræðileg örlög þessa
fólks standa menn sem græða pen-
inga á því að eyðileggja líf annarra.
Víða um lönd hafa farið fram um-
ræður um það hvort lögleiða eigi
fíkniefni. Því er jafnvel haldið fram að
sum fíkniefni séu ekki skaðlegri en
þau vímuefni sem mest eru notuð.
Hvergi hafa komið fram sannfærandi
rök fyrir þessum sjónarmiðum. Þvert
á móti sýnir reynsla þeirra, sem gert
hafa tilraunir með slíkt, að vandinn
eykst en minnkar ekki.
Við eigum ekki annarra kosta völ en
herða róðurinn mjög gegn fíkniefn-
um. Lögreglan hefur verið að ná at-
hyglisverðum árangri í þeim efnum og
augljóst að hún er að ná meira og
meira magni af fíkniefnum sem ætlað
er á markaðinn hér.
En jafnframt þarf að stórauka for-
varnarstarf og þá ekki sízt á meðal
unga fólksins. Það þarf að efla mjög
upplýsingastarf í skólum og annars
staðar þar sem æskufólk kemur sam-
an.
Það er líka full ástæða til að ræða
þyngri refsingar vegna fíkniefnasölu
og smygls á fíkniefnum. Því þyngri
sem refsingar eru, þeim mun erfðara
verðu fyrir þá, sem skipuleggja og
fjármagna fíkniefnasölu, að fá fólk til
liðs við sig.
EINRÆKTUN Á STOFNFRUMUM
ÚR FÓSTURVÍSUM
Að undanförnu hefur umræðu umeinræktun stofnfruma borið hátt
víða um heim. Svo virðist sem fram-
farir á sviði vísinda stangist á við
hugmyndir margra um þau siðferð-
islegu mörk sem draga beri í tilraun-
um með fósturvísa. Vísindamenn eru
þó sannfærðir um að slíkar tilraunir
muni gjörbylta rannsóknum á sviði
læknisfræði, sem að lokum kunni að
leiða til mikilla framfara fyrir sjúk-
linga með alvarlega sjúkdóma á borð
við parkinsons-veiki, alzheimer, syk-
ursýki og hjartasjúkdóma.
Það vakti nokkra athygli í þessari
viku þegar Bandaríkjaþing sam-
þykkti bann við allri einræktun
mannsfruma, jafnvel í lækninga-
skyni. Bretar hafa hins vegar nú þeg-
ar leyft rannsóknir á þessu sviði og
miklar líkur eru á að rannsóknir á
vefjarækt út frá stofnfrumum úr fóst-
urvísum hefjist í Japan fyrir árslok.
Danskir stjórnmálamenn hafa verið
jákvæðir gagnvart hugmyndum um
að leyfa einræktun mannsfruma í
lækningaskyni og danska siðferðis-
ráðið lýsti sig í vor fylgjandi því. Við-
horf þeirra er þó háð því skilyrði að
ekki sé um að ræða einræktun
manna.
Árið 1998 tilkynntu vísindamenn
fyrst að þeim hefði tekist að einangra
og rækta stofnfrumur, en þær voru
fengnar úr þeim fósturvísum sem
gengu af við frjósemisaðgerðir sem
og úr fóstrum sem hafði verið eytt.
Það sem gerir einræktun stofnfruma
svo umdeilda er auðvitað sú stað-
reynd að til þess að nálgast frumurn-
ar þarf að eyða mannlegum fóstur-
vísi. Af þessum sökum höfnuðu
fjölmargar hreyfingar og samtök sem
eru á móti fóstureyðingum þessum
rannsóknum, þar sem þær hverfast
um sömu siðferðislegu álitaefnin.
Kaþólska kirkjan lagðist gegn rann-
sóknunum og Jóhannes Páll II páfi
hvatti George W. Bush Bandaríkja-
forseta til að banna tilraunir á mann-
legum fósturvísum á fundi þeirra
hinn 23. júlí sl. Samfélög sem hafa
tekið frjálslyndari afstöðu til fóstur-
eyðinga og telja þær val kvenna undir
ákveðnum kringumstæðum, hafa hins
vegar brugðist við á annan máta og
sýnt jákvæð viðbrögð við þeim mögu-
leikum sem slíkar rannsóknir geta
leitt í ljós fyrir mannkynið.
Málefnaleg umræða um þessi mál
er nauðsynleg og til þess að hún geti
átt sér stað er nauðsynlegt að greina
á milli einræktunar á stofnfrumum í
læknisfræðilegum tilgangi og ein-
ræktun til að skapa nýjan einstak-
ling, sem felur í sér mun veigameiri
og flóknari siðferðislegar spurning-
ar. Í þeim fjölmörgu tilfellum þar
sem fósturvísar hafa verið búnir til í
tilraunaglösum hafa fæstir haft
áhyggjur af þeim sem umfram eru, en
þeim er einfaldlega eytt. Það er því
erfitt að færa siðferðisleg rök fyrir
því að í samfélögum þar sem fóstur-
eyðingar og glasafrjóvganir eru
leyfðar, sé staðið gegn rannsóknum á
stofnfrumum. Um leið er þó ljóst að
tryggja verður með öllum tiltækum
ráðum að rétt sé staðið að öflun og
meðhöndlun fósturvísanna og strang-
ar reglur settar til að fyrirbyggja
misnotkun á þessu rannsóknarsviði
sem vissulega snertir viðkvæma
þætti mannlegrar tilvistar.