Morgunblaðið - 04.08.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 04.08.2001, Qupperneq 43
S M Á A U G L Ý S I N G A RI TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Lára Halla Snæfells, Þórhallur Guðmundsson, Bíbí Ólafsdóttir, Erla Alexand- ersdóttir, Margrét Haf- steinsdóttir og Garðar Björg- vinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum uppá einka- tíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík Miðlarnir og huglækn- arnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lór- enzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá fé- laginu og bjóða upp á einkatíma. Einnig starfar Amy Engilberts dulspekingur hjá félaginu og býður upp á einkatíma. Frið- björg Óskarsdóttir heldur utan um mannræktar-, þróunar- og bænahringi. Vinsamlega athugið að lokað verður vegna sumarleyfa frá 13. til 27. ágúst. Á meðan er hægt að koma fyrirbænum til Bjarna Kristjánssonar í síma 421 1873 og Kristínar Karls- dóttur í síma 551 3550. Upplýsingar og bókanir í sumar eru í s. 551 8130 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 9.00—13.00. Einnig er hægt að senda fax, 561 8130 eða tölvupóst, srfi@isholf.is . SRFI. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund á morgun, sunnu- dag, kl. 14.00. Samkoma fellur niður sunnudaginn 5.ágúst. www.kristur.is Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Samkoma fellur niður sunnu- daginn 5. ágúst vegna Sælu- daga í Vatnaskógi. www.kfum.is . Maríta samkoman fellur niður mánudaginn 6. ágúst vegna Kot- móts www.samhjalp.is . Sunnudagur 5. ágúst kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma í umsjón majórs Turid Gamst. Allir hjartanlega velkomnir. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Vegurinn hvetur meðlimi sína að mæta á mót Hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti um Verslunar- mannahelgina. Vegna mótsins falla sam- komur niður um helgina. Næsta samkoma verður fimmtu- daginn 9. ágúst. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Vegna Landsmóts Hvítasunnu- manna í Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlíð, nú um verslunarmanna- helgina fellur niður samkoma sunnudaginn 5. ágúst. Mið: Grunnfræðsla kl. 20.00. Kennsla á ensku á sama tíma. Fös: Unglingasamkoma kl. 20.30. Lau: Bænastund kl. 20.00. Bænastundir alla virka morgna kl. 6.00. www.gospel.is . 6. ágúst mánud. Móskarðs- hnjúkar - Trana í austanverðri Esju. 5-7 tíma ganga hæðaraukn- ing um 700 m. Fararstjóri Finnur Fróðason. Verð kr. 1700 en kr. 1500 fyrir félaga F.Í. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Aukaferð á hálendið norðan Vatnajökuls 13.-20. ágúst ef næg þátttaka fæst. 7. ágúst verður dagsferð um Kjöl með viðkomu á Hveravöllum og er nauðsynlegt að skrá sig í þá ferð. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu F.Í., s. 568 2533. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Mánudagur 6. ágúst kl. 10.30. Fjallasyrpan 7. ferð. Ármannsfell við Þingvelli (768 m y.s.). Skemmtileg ganga um 5 klst. Verð 1.400 kr. f. félaga og 1.600 kr. f. aðra. Brottför frá BSÍ. Miðar í farmiðasölu. Fjölskylduhelgi í Básum 10.-12. ágúst. Fjölbreytt dag- skrá fyrir unga sem aldna. Laus sæti í trússferðir um nýja gönguleið Útivistar, Strútsstíg. 4 dagar, brottför 9. og 12/8. Lakasvæðið, jeppaferð 24.- 26. ágúst. Nýtt fyrir Útivistarfél- aga: Ævintýraferð um fjalla- stíga Majorku 10.-17. ágúst í samvinnu við Göngu-Hrólfa. Sjá heimasíðu: utivist.is . FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 43 SKRIFAÐ hefur verið undir samninga milli Landsvirkjunar, RARIK og SR-Mjöls um sölu ótryggðs rafmagns á rafskauta- ketil sem SR-Mjöl hyggst setja upp í verksmiðju sinni á Seyð- isfirði á næsta ári. Verðmæti samningsins er 50–60 millj. kr. á ári og rafmagnið kemur í stað svartolíu sem framvegis verður notuð til vara. Með samningnum kemur inn- lend orka í stað erlendrar og áhrifin á umhverfið eru mjög já- kvæð því reiknað er með að heild- arútblástur af gasi frá svartol- íukötlum verksmiðjunnar minnki um allt að 50.000 tonn á ári, þar af upp undir 10.000 tonn af gróð- urhúsalofttegundum og öðrum óæskilegum efnum. Bjarni Bjarnason, fulltrúi Landsvirkjunar, Þórður Jónsson, fulltrúi SR-mjöls, og Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóri undirrita samninginn um rafmagn í stað olíu 27. júlí 2001. Rafmagn í stað olíu á Seyðisfirði Vefsíða opnuð fyrir Viku símenntunar Í TILEFNI af Viku símenntunar dagana 3.-9. september nk. hefur verið opnuð vefsíða og er slóðin www.mennt.is/simenntun. „Vika símenntunar er átak á veg- um menntamálaráðuneytisins og sér MENNT – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla um skipulagn- ingu og framkvæmd vikunnar í samvinnu við símenntunarmiðstöðv- ar víða um land. Vika símenntunar er nú haldin í annað sinn hér á landi og er yf- irskrift hennar að þessu sinni „Ís- land og umheimurinn – tungumál og tölvukunnátta“. Markhópur hennar eru allir þeir sem vilja bæta við sig þekkingu í tungumálum og tölvukunnáttu, hvort sem hún á að nýtast í atvinnulífinu, tómstundum, á ferðalögum eða í samskiptum al- mennt. Auk þess verður lögð áhersla á almenna hvatningu og kynningu á mikilvægi símenntunar í vikunni. Á vefsíðunni er m.a. hægt að lesa sér til um átakið, hvaða dagskrá verður í boði í Reykjavík og á landsbyggðinni, skoða þau nám- skeið sem í boði eru í tungumálum og tölvum og almennar upplýsingar um símenntun. Sem dæmi má nefna að hægt er að finna upplýsingar á vefsíðunni um málþing sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 5 september, sí- menntunardag í fyrirtækjum 6. september og fræðsluhátíð í Kringl- unni 8. september,“ segir í frétta- tilkynningu frá MENNT. Dreifa 20 þúsund vatnsflöskum PATH-samtökin á Íslandi, evrópsk ungmenni án fíkniefna, hafa í hyggju að dreifa 20 þúsund sér- merktum hálfs lítra vatnsflöskum á helstu útihátíðum og viðkomustöð- um um verslunarmannahelgina. Til- gangur herferðarinnar er að minna ungt fólk á að það sé miklu betra að skemmta sér og lifa lífinu án fíkni- efna. Á flöskunum er að finna merki Stígamóta og neyðarsímanúmer þeirra. Samhliða verða gefin út *lol* póstkort. Auk PATH standa að átakinu nokkur fyrirtæki. Aðalstyrktaraðil- ar samtakanna eru Samskip og Ís- landsbanki, en einnig munu ESSO, VÍS, Landsíminn, ÍSAL, Eurocard og ÍTR styrkja átakið. Nýtt sérkort af Fjallabaki „MÁL og menning hefur gefið út nýtt sérkort í mælikvarðanum 1:100 000 af einu vinsælasta göngu- og jeppasvæði landsins, sem nær yfir Landmannaleið, Fjallabak syðra og leiðina í Lakagíga. Auk ökuleiða sýnir kortið vinsælustu gönguleiðir svæðisins: „Laugaveg- inn“ (frá Landmannalaugum í Þórs- mörk), Strútsstíg og leiðina í Skæl- inga, auk fjölda annarra reiðleiða og gamalla þjóðleiða. Á bakhlið kortsins er fjarvíddarkort af „Laugaveginum“ og lýsingar og lit- myndir af helstu náttúruperlum svæðisins. Fjallabakskortið fæst í öllum helstu bókaverslunum og hjá ferða- þjónustuaðilum,“ segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur á vegum Líffræði- stofnunar HÍ ÞRIÐJUDAGINN 7. ágúst mun Mikkel Heide Schierup við vistfræði- og erfðafræðideild háskólans í Ár- húsum halda fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar háskólans. Fyrirlesturinn „The self-incompa- tibility system of Arabidopsis lyrata (Cardaminopsis petraea)“ verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu G-6 á Grensásvegi 12 og hefst kl. 11:00. Allir velkomnir. ♦ ♦ ♦ Garðar Jökulsson sýnir í Eden Í EDEN í Hveragerði stendur yfir málverkasýning Garðars Jökuls- sonar. Þetta er 30. einkasýning hans og í annað sinn sem hann sýnir í Eden. Sýningin stendur til 13. ágúst. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Frímerkja- umslag í Austurríki vegna HM 2001 AUSTURRÍSKA póststjórnin hefir tilkynnt um útgáfu umslags, með áprentaðri mynd af íslenska hestin- um sem burðargjaldi, í tilefni af heimsmeistarakeppni íslenskra hesta í Stadtl-Paura í Austurríki þann 12.-19. ágúst næstkomandi. Burðargjaldsmerkið, eða frímerkið á umslaginu, er með höfuðmynd af ís- lenskum hesti með reistan makka. Þá eru enn fremur á umslaginu myndir af íslenskum hestum, öðrum á brokki, en hinum á tölti. Heimsmót þetta og keppni verður í Stadtl-Paura, sem er um 43 kíló- metra í suðvestur frá Linz, sem er beint suður af Lambach. Þar var mikil saltframleiðsla og var saltið dregið á prömmum af hestum að út- skipunarhöfninni, áður en lestar- samgöngur komust á. Ríkið yfirtók framleiðsluna nokkru áður og byggði þá hesthús fyrir 200 hross. Þetta stóra ríkishesthús var rekið til 1945, en einkavætt árið 1997. Er þar nú reiðskóli og þjálfunarstöð fyrir hesta og knapa auk eldisstöðvar. Umslag þetta teiknaði Manfred Schaffrian og er það unnið í fjórlita offsetprenti, rautt, blátt, gult og svart. Verðgildið eru sjö austur ískir skilding r, en söluverð umslagsins í eild sinni eru 8,50 austurrískir skildingar. Stærð umslagsins er 162 x 114mm, en stærð m rkisins er 24 x 37mm. Útgáfudagur umslagsins er 13. ágúst æstkomandi. Þá verða út- gáfudagsstimplanir á sex pósthúsum í Vín og níu öðrum, auk sérstimpla. Österreichisch Po t AG, Unterneh- menszentra e, Abteilung BM, Silvia Klampferer, með síma 51551-35005, veitir allar upplýsingar og afgreiðslu varðandi útgáfuna. Það skal tekið fram að upplag útgáfunnar er aðeins 300.000 stk. Útivist gengur á Ármannsfell FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer mánudaginn 6. ágúst í gönguferð á Ármannsfell við Þingvelli (768 m y.s.) og er það sjöunda ferð í fjalla- syrpu Útivistar. Þetta er um fimm klst. ganga með góðu útsýni yfir Þingvallaþjóðgarðinn, inn til jökla og víðar. Verð er 1.400 kr fyrir félags- menn og 1.600 kr. fyrir aðra. Brott- för frá BSÍ og miðar eru seldir í far- miðasölu. Stansað er við Select á Ártúnshöfða. Fjölskylduhelgi í Bás- um verður 10. - 12. ágúst, en þar verður í boði fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna. ♦ ♦ ♦ Ferðafélagið gengur á Esju FERÐAFÉLAG Íslands stendur fyrir göngu á Móskarðshnúka (807 m y.s.) í austanverðri Esju á mánudaginn. Hnúkarnir eru úr líp- aríti og slær á þá ljósum lit. Eru þeir hluti úr 1 - 2 milljóna ára gamalli eldstöð. Austan við hnúk- ana liggur Svínaskarð sem var á árum áður fjölfarin alfaraleið frá Reykjavík og Reykjanesi norður í land. Einnig verður gengið á Trönu (743 m y.s.), eitt mesta fjall í Esjufjallgarðinum. Trana liggur til norðurs frá Móskörðum og er flöt og slétt í kollinn, en austurhlíð hennar er samfelld, snarbrött hamrabelti niður í skarðið. Norður af henni liggja tveir fjallsranar og heitir sá eystri Trönumúli og fer hann ört lækkandi niður í Svína- dal. Hinn er Möðruvallaháls og liggur Trönudalur, mjór afdalur, á milli þeirra. Göngutími er áætlaður 5 - 7 klst. og gönguhækkun um 700 m. Far- arstjóri er Finnur Fróðason. Brottför er frá BSÍ kl 10:30 mánu- daginn 6. ágúst með viðkomu í Mörkinni 6. Ferðin kostar 1500 krónur fyrir félagsmenn, en 1700 fyrir aðra. Ráðhildur og Tumi sýna Í DAG kl. 16:00 verður opnuð mynd- listarsýning í Ketilhúsinu, Lista- gilinu á Akureyri. Sýnendur eru Ráðhildur Ingadóttir og Tumi Magnússon. Verk Ráðhildar heitir „Inni í kuðungi, einn díll“, og er hug- leiðing um tímarúm. Verk Tuma er módelstúdía í rými, unnin með ljósmyndatækni. Sýningin er opin daglega frá 14 til 18, lokað mánudaga. Sýningin stendur til 19. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.