Morgunblaðið - 04.08.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 04.08.2001, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 49 ...ferskir vindar í umhirðu húðar Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Dísa í World Class segir: „Loksins sýnilegur árangur!“ „Loksins kom krem þar sem virknin finnst þegar það er borið á húðina og jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli eindregið með Silhouette fyrir konur á öllum aldri og eftir barnsburð er það al- veg nauðsynlegt. Nýja Body Scrubið er kærkomin viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette- kremsins á húðina.“ Dísa í World Class 1) Gott er, að þið þekkist fyrr en þið gangið að eigast en segja máttu mér hvort ein saman til- hneiging ræður fyrir þig eður meiri skynsemi. Menn segja eft- ir drottningu nokkurri í fyrri tíð, sem hét Ólympías, að konur skuli menn velja sér ei síður með eyrum en augum. (Sr. Björn Halldórsson 1724–1794.) 2) Og þá er fullkomnuðust hvítasunnudagar, voru þeir allir með einum huga í þeim sama stað. Og þar varð skyndilega þytur af himni, líka sem mikils tilkomandi vindar, og fyllti upp allt húsið þar sem þeir sátu í. Og á þeim sáust sundurgreinilegar tungur svo sem að væri þær gló- andi. Hann setti sig og yfir sér- hvern þeirra. Og þeir urðu allir fullir af heilögum anda og tóku að mæla ýmislegar tungur eftir því sem heilagur andi gaf þeim til út að tala. (Postulanna gjörn- ingar; Oddur Gottskálksson, d. 1556, þýddi.) 3) Snjórinn fyllir fjallaskörðin, fennt er yfir móabörðin, allt er hulið ís og klaka, örlar vart á frostnum hól. Kaldbak yst við Eyjafjörðinn, ægihvítan sé ég vaka, sitja kaldan konungsstól. (Sverrir Pálsson, f. 1924, Frá djúpi.) 4) Kom þunga starf og þreyt hinn aldna mann, sem þekkti vel hve lítil var hans dáð. Feyk, stormur tímans, öllu sem ég ann, lát arð minn jafnan því er til var sáð. Kom, ljúfa gleymska, leið mig þín á vit, kom langa myrkur, vef mig þínum hjúp. Kom alda sterka hönd, lát hvert mitt rit, og hvert mitt kvæði sökkt í neðsta djúp. (Jón Helgason 1899–1986.) 5) Hún synti í sjónum og sá fullt af steinum. Fiskarnir urðu alveg hissa því hún var bleik á litinn. Hún synti lengra svo fiskarnir gætu ekki séð hana en þá kom allt í einu hákarl og skemmdi allt grasið í sjónum svo það krumpaðist. Hún fór á bak við stein sem skemmdist ekki þarna ofan í sjónum. Hákarlinn fór heim til sín. Hún fór heim til sín, þarna ofan í sjónum. Hún var hafmeyja. (Jóna Guðrún, 5 ára leikskólamær.) 6) Hvert skal lýðrinn lúta? Lögin kann enginn fá, nema baugum býti til. Tekst inn tollr og múta. Tala þeir klausu þá, sem hinum er helzt í vil. Vesöl og snauð er veröld af þessu klandi. Völdin efla flokkadrátt í landi. Harkamálin hyljast mold og sandi. Hamingjan banni, að þetta óhóf standi. (Skáld-Sveinn, um 1500, Heimsósómi.) 7) Freyr er bestur allra ballriða ásagörðum í. Mey hann né grætir né manns konu og leysir úr höftum hvern. (Lokasenna 37.) 8) Hæstur heilagur andi himna kóngurinn sterki loflegur líttu á mig signaðr á sjó og landi sannr í vilja og verki heyr þú eg heiti á þig. Forða þú mér frá fjandans pínu díki svo feikna kvölunum öllum frá mér víki, mér veit þú það Máríu sonrinn ríki að mæla kynni eg nokkuð svo þér líki. (Ljómur; 15. öld.) 9) Lestu mér blóm í morgundögginni gleymmérei augna þinna blóðberg vara þinna lof mér síðan finna flauelslíkama þinn. (Hallfríður Ingimundardóttir; f. 1951, Í skini brámána.) 10) Á sofinn hvarm þinn fellur hvít birta harms míns. Um hið veglausa haf læt ég hug minn fljúga til hvarms þíns. Svo að hamingja þín beri hvíta birtu harms míns. (Steinn Steinarr 1908–1958, Tíminn og vatnið 17.) 11) Engin germönsk þjóð, og reyndar engin þjóð í Norður- álfu, á bókmentir frá miðöldum, er að frumleik og snildarbrag komist í jafnkvisti við bókment- ir Íslendinga frá fimm fyrstu öldunum eftir að land byggðist. Verða því frændþjóðir vorar mjög að leita til íslenzkra rita, þegar þær vilja fylla skjaldar- skörðin í sögu sína, mála sinna og menningar. Af þessu leiðir, að erlendir fræðimenn og Ís- lendingar, sem dvalið hafa og starfað utan lands, hafa gefið mikinn gaum að tungu vorri og bókmentum fram að 1400, og frægð þeirra er mikil og fer víða, þótt enn eigi þær eftir að nema lönd. (Sigurður Nordal 1886–1974, Samhengið í ís- lenskum bókmenntum, 1924.) 12) Son guðs ertu með sanni, sonur guðs, Jesú minn. Son guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn, son guðs, einn eingetinn. Syni guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. (Hallgrímur Pétursson 1614–1674, Passíusálmur 25,14.) 13) Í upphafi allt var skapað og ekki að neinu hrapað. Rauða hafið er rautt og það Dauða dautt, en enginn veit ennþá hver drap það. (Ókunnur höfundur.) ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.121. þáttur Veistu að þ að er útsala í Kr ílinu? Já það er 30-70 % afslátt ur af ö llu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.