Morgunblaðið - 04.08.2001, Side 52

Morgunblaðið - 04.08.2001, Side 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Einsöngstónleikar Sigrún Pálmadóttir, sópran og Iwona Ösp Jagla píanóleikari halda tónleika í safnaðar- heimilinu í Bolungarvík miðvikud. 8. ágúst nk. kl. 20.30. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Mozart, Schubert, R. Strauss, Jón Ásgeirsson, Sigvalda Kaldalóns og Donizetti.      GIMLI Film Festival er yfirskrift kvikmyndahátíðar sem haldin er í Gimli í Kanada í fyrsta sinn í ár. Hófst hún í gær og er stjórnandi hennar Jón Einarsson Gústafsson, kvikmyndargerðarmaður, sem bú- settur er í Kanada. Á hátíðinni verða sýndar bíómyndir sem tengj- ast Íslandi á einn eða annan hátt. Þar verða meðal annars sýndar ís- lensku kvikmyndirnar Englar al- heimsins, 101 Reykjavík og Ikingut, auk kvikmynda annarra höfunda og leikstjóra sem eiga rætur að rekja til Íslands. Morgunblaðið hafði sam- band við Jón vegna málsins. „Upp- haflega var farið af stað með Gimli Film Festival á vegum ræðismanns- skrifstofunnar í Kanada. Íslendinga- dagurinn er hinn aðilinn og utanrík- isráðuneyti Íslands tekur einnig þátt í henni,“ segir Jón. „Á hátíðinni verða sýndar þrjár íslenskar bíó- myndir, fjórar kanadískar bíómynd- ir og þrjár heimildarmyndir auk þó nokkurra stuttmynda. Allar mynd- irnar sem sýndar verða tengjast Ís- landi á einhvern hátt, þar sem leik- stjórinn er frá Íslandi eða annað slíkt. Heimildarmyndirnar tengjast annað hvort samfélaginu á Íslandi eða íslenska samfélaginu í Mani- toba.“ Sýningartjald úti á vatni Á kvikmyndahátíðinni er meðal annars mynd eftir Jón sjálfan, sem nefnist The Importance of Being Icelandic. „Hún fjallar um þrjá Manitoba-búa sem fara til Íslands í eitt ár til að finna Íslendinginn í sér,“ útskýrir hann. „Svo verður Friðrik Þór Friðriksson heiðurs- gestur hátíðarinnar ásamt Sturlu Gunnarssyni. Hann er fæddur á Ís- landi en hefur búið í Kanada frá barnsaldri. Um þessar mundir þykir hann einn af merkilegustu kvik- myndaleikstjórum Kanada. Á hátíð- inni verður hann með bíómynd sem nefnist Such a Long Journey, sem hefur fengið frábæra dóma. Roger Ebert, sem er mjög þekktur kvik- myndagagnrýnandi í Bandaríkjun- um, valdi hana eina af bestu mynd- um ársins 2000. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir nokkrum árum.“ Bærinn Gimli er við Winnipeg- vatn, og til stendur að nokkrar kvik- myndanna verði sýndar á sýning- artjaldi, sem er úti í vatninu. Aðrar kvikmyndir verða sýndar í bíóhús- inu í Gimli. „Ég held að útisýning- arnar geti skapað hátíðinni nokkra sérstöðu,“ segir Jón. Íslendingadagurinn svokallaði, sem nefnist The Icelandic Festival of Manitoba, er haldinn árlega í Gimli og stendur frá 3. til 6. ágúst í ár. „Það koma um 50.000 manns til Gimli og taka þátt í Íslendingadeg- inum,“ útskýrir Jón. „Margt af því fólki er af íslenskum ættum, en ekk- ert endilega allir, heldur fólk sem hefur áhuga á Íslandi. Það eru alls konar hátíðahöld sem fara fram og hafa margir áhrifamenn á Íslandi komið til að taka þátt. Í ár verður Markús Örn Antonsson ræðumaður og einnig aðalræðismaður Íslands í Winnipeg.“ Stefnt að fleiri sýningum Aðspurður segist Jón halda að há- tíðin muni hafa nokkra þýðingu fyrir íslenska og kanadíska kvikmynda- gerð. „Það á auðvitað eftir að koma í ljós, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin,“ segir hann. „En við vonumst til þess að hún nái að öðlast virðingu og mikla þýðingu í framtíðinni. Það eru mjög sérstak- ar aðstæður hér í Gimli, sem gætu aðstoðað við þá þróun. Hér er verið að setja upp listastofnun og þessi hátíð mun heyra undir hana. Svo eru hér líka tækifæri til að nýta mark- aðinn sem er fyrir hendi í sambandi við Íslendingadaginn, þegar allt þetta fólk kemur til Gimli. Þannig að það eru tækifæri fyrir okkur, sem erum kvikmyndargerðarmenn hér í Manitoba, og íslenskar myndir að ná til fjölda fólks. Auk þess eru fáir staðir betri til að koma kvikmyndum tengdum Íslandi á framfæri við samfélag Vestur-Íslendinga.“ Jón segist stefna að því að ferðast víðar um Kanada með kvik- myndahátíðina að loknum sýningum í Gimli. „Fyrst við höfum fengið myndirnar til Kanada frá Íslandi, og sett upp dagskrána, er kjörið að sýna þær víðar. Sendiráð Íslands í Ottawa ætlar að sýna hluta mynd- anna þegar hátíðinni í Gimli lýkur nú í ár og í framtíðinni stefnum við á fleiri borgir.“ Íslands-tengdar kvikmyndir í Gimli Ljósmynd/Trevor Percy Jón E. Gústafsson hjá vatnssýningartjaldinu góða. RISAEÐLURNAR í Júragarðinum hafa öðlast fastan sess í kvik- myndasögunni. Það er því gleði- efni fyrir marga er þær snúa aft- ur á hvíta tjaldið, grimmari og gáfaðri en áður. Í þessari þriðju mynd um endurlífgaða forvera okkar á jörðinni fer Alessandro Nivola með hlutverk Billy Brenn- ans, sérlegs aðstoðarmanns risa- eðlugúrúsins góðkunna Alans Grant, sem leikinn er af Sam Neill. Nivola er langt frá því að vera óreyndur þegar kemur að kvik- myndaleik, þó svo að þetta sé hans fyrsta hlutverk í stórmynd eins og hann segir sjálfur. Það liggur beinast við að spyrja hina upprennandi stjörnu hvernig hann hafi það í dag. „Ég hef það bara mjög gott, takk fyrir.“ Í myndinni ferðu með hlutverk Billy Brennan sem er ungur hug- djarfur vísindamaður. Er hann líkur þér í raunveruleikanum? „Nei, við erum ekki mjög líkir. Ég er ekki mikið fyrir að fórna lífi mínu. Ég er frekar varkár, sérstaklega þegar kemur að því að stökkva fyrir björg eða annað því um líkt! Ég er heldur ekki mikill vísindamaður í mér. Mér gekk aldrei vel í raungreinum í skóla.“ Beið í röð til að sjá fyrstu myndina Nú hlaut myndin gífurlega góðar við- tökur í kvikmynda- húsum í Bandaríkj- unum. Bjóst þú við svona góðum við- brögðum? „Ég held að flestir hafi búist við ágætum viðbrögðum því risa- eðlurnar hafa verið svo vinsælar í fyrri myndunum og krakkarnir elska þær. En það bjóst þó enginn við svona góðum viðbrögðum, þetta er langt um- fram vonir. Þetta kom okkur öll- um skemmtilega á óvart. Ég held að ástæðan fyrir velgengninni sé að miklum hluta vegna þess að mikið var lagt í skemmtanagildi myndarinnar. Það var ekki bara reynt að auglýsa hana á for- sendum fyrri myndanna.“ Ég las um daginn viðtal við Sam Neill þar sem hann sagði að Júragarðurinn 3 væri besta mynd þríeykisins. Ertu sammála því? „Já, ég er sammála því að mörgu leyti. Það sem þessi mynd hefur umfram hinar er að hún er meiri spennumynd, áhorf- endur standa á önd- inni allan tímann. Hún kemur sér beint að efninu og er mjög hröð. Hún er full af orku og spennu, meira en hinar tvær að mínu mati.“ Varstu aðdáandi fyrri myndanna? „Já, ég beið í marga klukku- tíma í biðröð til að fá miða á fyrstu myndina en þá datt mér ekki í hug að ég ætti eftir að fara með hlutverk í framhaldsmynd- inni innan fárra ára.“ Ímyndaðir mótleikarar Heldur þú að Júragarðurinn 4 muni líta dagsins ljós? „Það er aldrei að vita. Það hafa ekki verið teknar neinar ákvarð- anir ennþá en þar sem þessi hefur gengið svo vel er auðvitað freist- andi fyrir aðstandendur mynd- arinnar að halda áfram. En ég hef samt ekki hugmynd um hvort það verður önnur.“ Í fjölda atriða eru mótleikarar þínir tölvugerðar risaeðlur. Er ekki skrýtið að hafa ímyndaða mótleikara? „Þegar ég samþykkti að fara með hlutverk í myndinni voru margir sem vöruðu mig við því að ég ætti eftir að eyða mestöllum upptökutímanum í tómum her- bergjum, með bláskjá að baki, leikandi viðbrögð við einhverju sem væri ekki að gerast. En í rauninni voru þetta, í um helm- ingi tilvika, rafrænar brúður sem Stan Winston hannaði sem voru svo raunverulegar að þær voru meira að segja andfúlar! Þær auðvelduðu mér starfið til muna því ég gat túlkað viðbrögð við einhverju sem var í raun að gerast. Það voru þó nokkur atriði þar sem ég lék á móti ímynduðum risaeðlum. Það sem var gaman við það var að ég fékk leyfi til að stjórna því sem gerðist. Risaeðl- urnar voru teiknaðar eftir á eftir hreyfingum og viðbrögðum mín- um.“ Hefur þú áhuga á risaeðlum sjálfur? „Þegar ég var yngri voru risa- eðlur mikið áhugamál hjá mér og ég vissi nöfnin á öllum tegund- unum. Ég var þó búin að gleyma þeim öllum þar til ég fór með litla frænda minn á náttúrugripasafn eftir að hafa fengið hlutverk í myndinni. Ég keypti handa honum barnabók um risaeðlur sem varð svo minn helsti fróðleiksbrunnur á meðan á tökunum stóð. Ég hafði hana með mér á tökustað og ef upp kom ágreiningur eða spurn- ingar varðandi risaeðlurnar dró ég fram litlu teiknimyndabókina og leysti úr vandanum.“ Hlustar auðvitað á Björk Er hlutverk þitt í myndinni þitt stærsta á ferlinum? „Nei, ég hef farið með aðal- hlutverk í nokkrum myndum en þetta er vissulega umfangsmesta mynd sem ég hef leikið í. Ég hef ekki leikið í svona stórmynd síðan ég lék í Face/Off.“ [Alessandro fór þar með hlut- verk Pollux Troy, bróður Castor Troy sem leikinn var af Nicolas Cage.] Ertu að vinna að einhverri kvikmynd í augnablikinu? „Já, ég er að leika á móti Juliu Stiles og Shirley MacLaine í róm- antískri mynd. Þar leik ég rithöf- und sem er ástfanginn af besta vini sínum.“ Þá er það að lokum hin sígilda spurning: Hvað veistu um Ísland? „Ég veit ekki mikið um landið en ég hef verið mikið í Englandi og veit að þið eigið marga góða knattspyrnumenn þar. Ég hef oft horft á þá spila. Svo hlusta ég auðvitað á Björk. Það kemur mér líka alltaf á óvart hvað Íslend- ingar tala góða ensku. Af hverju er það?“ Ætli það sé ekki bara vegna þess hver einangrað landið er. Svo byrjum við ung að læra ensku í skólanum. „Já, ég skil. Þetta kemur mér alltaf jafn mikið á óvart.“ Já, það er skemmtilegt. En þakka þér kærlega fyrir spjallið og gangi ykkur vel með myndina. „Takk fyrir og takk sömuleiðis fyrir spjallið.“ „Risaeðlurnar meira að segja andfúlar!“ Alessandro Nivola er einn þeirra leikara sem prýða kvikmyndina Júragarðurinn 3. Birta Björnsdóttir sló á þráðinn til hans og ræddi við hann um ímyndaða mótleikara, íslenska knattspyrnumenn og að sjálfsögðu risaeðlur. Nivola sem Billy Brennan í Júragarðinum 3. birta@mbl.is Alessandro Nivola

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.