Morgunblaðið - 04.08.2001, Page 53

Morgunblaðið - 04.08.2001, Page 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 53 Í SUMAR hefur Morgunblaðið stað- ið fyrir blaðberakapphlaupi sem felst í því að blaðberar á höfuðborgar- svæðinu safna stigum. Fá þeir ákveðin stig við upphaf og lok blað- burðar en einnig fá þeir aukastig ef þeir ljúka burðinum fyrir kl. sjö. Þeir sem safna flestum stigum og standa sig best í starfi lenda svo í lukku- potti, sem dregið er úr mánaðarlega. Aðalvinningshafi í blaðberakapp- hlaupi júlímánaðar er Sólveig Tryggvadóttir sem hlaut ferða- geislaspilara frá Sony og fjóra geisladiska frá Skífunni. Auk þess fengu tuttugu aðrir blaðberar bíó- miða fyrir tvo á myndina Jurassic Park III frá Háskólabíói. „Dóttir mín byrjaði að bera út árið 1963 og svo hljóp ég í skarðið fyrir hana þegar hún var í skóla. Þetta hefur verið samvinna innan fjöl- skyldunnar og allir eru búnir að taka þátt í þessu. Nú berum við út saman hjónin,“ segir Sólveig sem ber út á Seltjarnarnesi vestan Lindarbraut- ar. „Það var lengra farið í gamla daga, allt niður í Bollagarða, og að Skuld sem var bær ansi langt í burtu. Það var ekki búið að byggja svona mikið þá,“ segir Sólveig, sem man tímana tvenna. „Þetta voru nokkrir bæir þá og fyrst bárum við bara út þrettán blöð, en þetta hefur þést mjög mik- ið.“ Margir ímynda sér að erfitt sé að fara á snemma á fætur á hverjum degi og í hvað veðri sem er. Sólveig segir hins vegar veðrið alltaf vera gott fyrst á morgnana og ef óveður skellur á gerist það um áttaleytið. Hún er ánægð með starfið, henni finnst bara hressandi að fara út snemma á morgnana og hún ætlar að halda áfram svo lengi sem hún getur. Hún viðurkennir þó að það sé oft gott að sofa út á mánudagsmorgnum. Sólveig segist ánægð með vinning- inn enda geti hún notað geislaspil- arann við vinnuna en hingað til hefur hún haft útvarp á hjólinu sem hún hefur notað við blaðburðinn. „Í gamla daga hringsnerist allt þegar ég var á hjólinu, fólk var svo óvant að sjá konu á hjóli. Nú vita allir hversu holl hreyfing þetta er,“ segir Sólveig að lokum. Blaðberakapphlaupið heldur áfram og í ágúst er aðalvinningurinn einnig ferðageislaspilari og auka- vinningar eru bíómiðar á kvikmynd- ina The Fast and the Furious sem Háskólabíó mun taka til sýninga. Blaðberakapphlaupið heldur áfram Samvinna innan fjölskyldunnar Örn Þórisson í áskriftardeild Morgunblaðsins afhenti Sól- veigu vinninginn. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.