Morgunblaðið - 04.08.2001, Side 60

Morgunblaðið - 04.08.2001, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FRÉTTAÞJÓNUSTA verður veitt um verslunarmannahelg- ina á vef Morgunblaðsins, mbl.is, frá klukkan 9 til 19 laug- ardag til mánudags. Hægt er að koma upplýsingum til ritstjórn- ar mbl.is með því að senda tölvu- póst á netfangið netfrett- @mbl.is eða hringja í síma 861-7970. Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 8. ágúst. Fréttaþjón- usta á mbl.is STARFSHÓPUR sem landbúnað- arráðherra skipaði til að fjalla um rekstrarerfiðleika sumra sláturleyf- ishafa mun skila bráðabirgða- skýrslu eftir helgina. Að sögn Þór- ólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki og formanns hópsins, hefur nefndin átt einn fund. Hann sagðist ekki geta greint frá tillög- unum í einstökum liðum en nefndin myndi gera tillögur um almenn rekstrarskilyrði í atvinnugreininni. Ekki liggur fyrir hvað slátrað verður í mörgum sláturhúsum í haust. Goði áformaði að loka slát- urhúsunum í Búðardal, á Hólmavík, í Breiðdalsvík og Þykkvabæ. Mikil andstaða er meðal heimamanna í Búðardal og Breiðdalsvík við lokun og þykir ljóst að hart verði tekist á um framtíð sláturhúsanna þar. Kristinn Geirsson, framkvæmda- stjóri Goða hf., segir að fyrirtækið sé ekki tilbúið að fórna þeirri hag- ræðingu sem það er búið að gjald- færa í vegna þess að við það myndu verðmætin í efnahagsreikningi Goða rýrna mikið. Ein af ástæðum fyrir fjárhagserf- iðleikum Goða er að staða Þríhyrn- ings, sem rann inn í Goða, var mun verri en gert hafði verið ráð fyrir. Fyrirtækið skuldaði um 472 millj- ónir króna og þar af voru 356 millj- ónir skammtímaskuldir. Tillagna um slátrun að vænta eftir helgi  Of seint/10 ÚTLIT er fyrir að í gærdag hafi verið sett met hvað varðar fjölda bíla sem fóru um Hvalfjarðargöng. Vilhjálmur Birgisson, starfsmaður í gjaldskýlinu, sagði í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöld að líklega hefðu aldrei jafnmargir bílar farið um göngin á einum degi. Þeir hefðu verið á bilinu átta til tíu þúsund talsins en jafnframt sagði hann að endanlegar tölur kæmu ekki í ljós fyrr en eftir helgi. Vil- hjálmur tók fram að þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda bíla hefði umferð um göngin gengið afar vel og greiðlega. Metdagur í Hvalfjarðargöngunum 8 til 10 þúsund bílar í gegnum göngin VELTA nokkurra íslenskra kvik- mynda- og auglýsingaframleiðenda fyrir erlenda aðila verður í ár nærri 600 milljónir króna en alls verða unnin hér hátt í 50 verkefni. Síðustu daga hafa staðið yfir tökur vegna þriggja auglýsingamynda og við þær hafa starfað tugir Íslendinga undir stjórn erlendra framleiðenda. Pétur H. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri On ehf., segir að ís- lensku fyrirtækin hafi lagt í mark- aðssetningu erlendis fyrir milljónir króna mörg undanfarin ár og verk- efnum hafi fjölgað talsvert síðustu tvö til þrjú árin. Auk On eru Saga Film og Pan Arctica umfangsmikil á þessu sviði og er Saga Film þeirra elst og með flest verkefni. Þau voru 15 í fyrra og segir Leifur Dagfinns- son, deildarstjóri erlendrar deildar fyrirtækisins, að þau verði álíka mörg í ár. Hann segir mikla vinnu fólgna í því að ná hingað erlendum verkefnum og yfirleitt skili sér ekki nema eitt af hverjum tíu sem boðið er í. Snorri Þórisson, framkvæmda- stjóri Pan Arctica, segir að umfang erlendra verkefni fyrirtækisins geti verið á bilinu 10 til 60 milljónir króna. Fyrirtækið sinnir 10–12 verkefnum á ári og segir Snorri stærri verkefnin yfirleitt krefjast 40 til 50 íslenskra starfsmanna. Auk verkefna á Íslandi hefur fyrirtækið unnið að tökum á Grænlandi. Snorri segir samkeppni um erlendu verk- efnin nokkra milli íslensku fyrir- tækjanna en hún sé einnig við fyr- irtæki erlendis, m.a. í Kanada og löndum í Austur-Evrópu. Í gær og í dag lauk stórum verk- efnum hjá Pan Arctica og On og segir Pétur H. Bjarnason að síðustu daga hafi þrjú verkefni staðið yfir hér á sama tíma. Hafi hann því orð- ið að flytja inn erlent vinnuafl. Komið hefur verið upp útibúi á vegum On í Havana á Kúbu og seg- ir Pétur það gert til þess að geta boðið fram þjónustu allt árið en verkefnin hérlendis segir hann einkum unnin á sumrin. Þegar hef- ur verið framleidd þar ein auglýsing fyrir íslenskt fyrirtæki og eitt tón- listarmyndband. Erlend fyrirtæki sækja í íslensk kvikmyndafyrirtæki Verkefni fyrir nærri 600 milljónir á árinu FJÓRIR íslenskir frjálsíþróttamenn verða í sviðsljósinu á heimsmeist- aramótinu í frjálsíþróttum í Ed- monton í Kanada, sem er hafið. Hér bregður íslenski hópurinn á leik í gær. Vala Flosadóttir, Kristján Gissurarson þjálfari, Einar Karl Hjartarson, Þórey Edda Elísdóttir, Vésteinn Hafsteinsson landsliðs- þjálfari og Jón Arnar Magnússon. Morgunblaðið/Ásdís Í sviðsljósinu á HM  Vala og Þórey.../B1 FJÖLDI gesta streymdi á útihátíðir í gær. Talið er að milli 5 og 6.000 manns hafi verið samankomin á Kántrýhátíð á Skagaströnd undir kvöldmatarleytið í gær. Um 9.000 manns voru í Dalnum í Vest- mannaeyjum, á annað þúsund manns í Galtalæk og á Akureyri, þar sem hátíðin „Ein með öllu“ er haldin, var fullur miðbær af fólki og mikil umferð í bænum. Fyrstu gestir mættu á Kántrýhá- tíðina á miðvikudag og tóku frá tjaldstæði. Talsverður straumur fólks var á hátíðina í gær, mest- megnis fjölskyldufólk, og var um- ferð mikil, að sögn lögreglu. Í Galtalæk var á annað þúsund manns, en á sama tíma í fyrra komu þangað um 3.000 manns. Þar var ágætt veður, að sögn skipu- leggjenda, og útlit fyrir gott veður um helgina. Á fjórða þúsund manns voru samankomin á tónlistarhátíðinni í Eldborg á Snæfellsnesi seint í gær- kvöldi. Umferð um þjóðveginn var þó nokkur en heldur virtist hafa dregið úr henni þegar nær dró kveldi. Svo virðist sem fólk hafi ákveðið að nota veðurblíðuna sem gætt hefur undanfarna daga og farið snemma úr bænum um helgina. Töluverður fjöldi var þeg- ar mættur á svæðið í fyrradag og gekk allt stóraáfallalaust fyrir sig þó eitthvað hefði verið um pústra og ryskingar í fyrrinótt eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Ungmennum sem Morgunblaðið ræddi við á Eldborg kom þó saman um að hátíðin hefði farið vel fram þótt skipulögð dagskrá hefði ekki hafist fyrr en í gær. Gola var í lofti og fremur kalt sem þó virtist ekki setja gesti út af laginu. Talið er að milli 8.500 og 9.000 manns hafi verið samankomin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær- kvöldi. Lögreglan í Eyjum segir að 5-6.000 manns hafi komið með flugi eða sjóleiðina en nærri þrjú þúsund gesta séu heimamenn. Fleiri gesta er að vænta í dag svo búast má við nærri 10 þúsund manns á Þjóðhátíð í Eyjum. 24 lögreglumenn sinna löggæslu í Vestmannaeyjum um helgina og sinna bæði einkenn- isklæddir og óeinkennisklæddir lögreglumenn ströngu fíkniefnaeft- irliti. Auk þess eru björgunarsveit- armenn og neyðarvakt til taks. Verslunarmannahelgin hefur verið annasöm en hefur að sama skapi gengið vel og aðeins hafa orðið minniháttar umferðaróhöpp. Viðbúnaður vegna umferðareft- irlits er mikill á þjóðvegum lands- ins. Mikil umferð var á Suðurlandi og Vesturlandi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni höfðu um 8.400 bílar farið í gegn- um Borgarnes á tíunda tímanum í gærkvöldi og rúmlega 9.000 farið yfir Hellisheiði. Umferðin gekk að mestu leyti stórslysalaust fyrir sig en tilkynnt var um tvö óhöpp til lögreglunnar í Borgarnesi. Þriggja bíla árekstur varð í Norðurárdal og ekið var á kind. Þá valt bifreið við Grundartanga. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum. Mannfjöldi streymir á útihátíðirnar víða um land um helgina Þung umferð en lítið um slys Morgunblaðið/Árni Sæberg Góð stemmning var fyrir framan sviðið á Eldborg í gærkvöldi. Hér er það hljómsveitin Útrás sem leikur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.