Morgunblaðið - 09.08.2001, Page 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Forsætisráðherra er kominn til að segja álit sitt á úrskurðinum hr. stjóri.
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Fyrsti þjóðgarð-
urinn við sjó
Nýlega var GuðbjörgGunnarsdóttirráðin þjóðgarðs-
vörður Snæfellsjökls, hins
nýja þjóðgarðs á Snæfells-
nesi. Hún var spurð hvað
hið nýja starf fæli í sér?
„Þjóðgarðsvörður sér
um daglegan rekstur þjóð-
garðsins. Það felur í sér
hin margvíslegustu störf,
mér er þó ekki beinlínis
ætlað að vera að staðaldri
leiðsögumaður um garðinn
en slíkt getur þó komið til.
Landverðir munu starfa
með mér, einkum þó á
sumrin. Þjóðgarðsvörður á
líka að gera tillögur til
Náttúruverndar ríkisins
um rekstur garðsins í sam-
ræmi við verndaráætlun
og staðfest skipulag.“
– Hvenær var Snæfellsjökull,
hinn nýi þjóðgarður, opnaður fyr-
ir almenning?
„Umhverfisráðherra Siv Frið-
leifsdóttir opnaði garðinn hinn 28.
júní sl. Frá því um 1970, eftir
setningu laga um náttúruvernd,
hefur verið talað um að friðlýsa
svæðið á utanverðu Snæfellsnesi.
Árið 1994 tók til starfa undirbún-
ingsnefnd um þetta málefni undir
forystu Sturlu Böðvarssonar, nú-
verandi samgönguráðherra.
Nefndin skilaði lokaskýrslu 1997.
Sú skýrsla er grunnur að þeirri
vinnu um stofnun þjóðgarðsins
sem fram hefur farið síðan.
Haustið 2000 lýsti umhverfisráð-
herra því svo yfir það þjóðgarð-
urinn Snæfellsjökull yrði stofnað-
ur í ár. Síðan í vor hefur
starfshópur unnið að undirbún-
ingi þess.“
– Hver eru helstu verkefni þeg-
ar komið er á fót þjóðgarði af
þessu tagi?
„Samkvæmt lögum um nátt-
úruvernd eiga þjóðgarðar m.a. að
stuðla að samskiptum manns og
náttúru og í hinum nýja þjóðgarði
eru ákjósanlegar aðstæður til
þess að fræða almenning um
menningarminjar og náttúrufar á
þessu svæði. Snæfellsnes er sögu-
svið margar fornsagna og einnig
t.d. sagna Halldórs Laxness og
Jules Verne. Auk upplýsinga um
þessi atriði verður lögð áhersla á
ferðaþjónustu og útivist. Ætlunin
er að koma á fót þjónustumiðstöð
á norðanverðu Nesinu. Vegna ná-
lægðarinnar við þéttbýliskjarn-
ana gefst gott tækifæri til þess að
taka á móti skólanemendum.“
– Hvað er það í náttúru þessa
svæðis sem er svo sérstakt?
„Það er nálægðin við Snæfells-
jökul og hraunmyndanir. Gróður-
far er sérstakt og þetta er fyrsti
þjóðgarðurinn sem er við sjó. Ná-
lægðin við sjóinn skapar mögu-
leika á að fræða fólk um sjóinn, líf-
ið í honum og við strendur hans.
Sögulegu minjarnar hér á þessu
svæði tengjast einkum útræði
fyrr á tímum.“
– Hver eru mörk þjóðgarðsins?
„Í suðri er það austurjaðar
Háahrauns í landi Dag-
verðarár, í norðri eru
mörkin vestan Gufu-
skála. Stærð garðsins
er alls 16.705 hektar-
ar.“
– Hvernig er aðstaða
fyrir starfsfólk?
„Ég tek formlega til
starfa í haust og það er ekki búið
að ganga alveg frá húsnæðismál-
um. Ég veit þó að ég verð með að-
setur á Hellissandi. Ég er eini
starfsmaður garðsins yfir vetrar-
tímann enn sem komið er að
minnsta kosti.“
– Hvar verður þjónustumiðstöð
fyrir almenning?
„Hún verður líka við Hellissand
og ætlunin er að koma þar upp
gestastofu.“
– Geta menn nú þegar fengið
fylgd um svæði þjóðgarðsins?
„Í sumar hafa verði starfandi
tveir landverðir og hafa þeir fylgt
fólki um svæðið. Í vetur hefst
starfið með því að vinna að vernd-
aráætlun fyrir svæðið. Hún er
unnin í samvinnu við Náttúru-
vernd ríkisins og fleiri aðila og er
stefnumörkun fyrir svæðið næstu
fimm árin.“
– Er þetta starf mjög ólíkt þín-
um fyrri störfum?
„Margt af því sem ég hef verið
að fást við undanfarið tengist
þessu starfi, svo sem kennsla,
leiðsögn og útgáfustarfsemi. Í
hinu nýja starfi verður einn þátt-
urinn að útbúa fræðsluefni. Ég tel
að besta leiðin til að vekja áhuga
fólks á landinu og sögu þess sé að
fræða það um umhverfi sitt, bæði
munnlega og einnig í rituðu máli.“
– Hvað um gistingu fyrir al-
menning?
„Ólíkt því sem er í hinum þjóð-
görðunum þremur verður ekki
gistiaðstaða innan þjóðgarðsins
en í jaðri hans eru bæði tjaldstæði
og hótelgisting.“
– Hvers vegna ekki innan
garðsins sjálfs?
„Landfræðilegar aðstæður eru
ekki heppilegar til þess arna og
gistiaðstaða er nú þegar fyrir
hendi.“
– Er mikill áhugi fyr-
ir málefnum þjóðgarðs-
ins heima í héraði?
„Já, þegar er búið að
vinna talsvert mikið
undirbúningsstarf við
t.d. merkingar innan
þjóðgarðsins. Heima-
menn hafa verið mjög áhugasamir
undanfarin ár við að sinna slíku.
Þess má geta að ráðgjafarnefnd
er mér til ráðuneytis um málefni
þjóðgarðsins og meðal fulltrúa í
henni eru menn frá Snæfellsbæ
og ferðamálasamtökum Snæfells-
ness auk Fornleifaverndar ríkis-
ins og Náttúruverndar ríkisins.
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir fædd-
ist 7. desember 1957. Hún lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1977 og
BS-prófi í landafræði frá Há-
skóla Íslands og prófi í uppeldis-
og kennslufræðum til kennslu-
réttinda frá sama skóla. Einnig
lauk hún námi frá HÍ í hagnýtri
fjölmiðlun og hefur aflað sér
réttinda til leiðsögumannastarfa.
Hún starfaði við kennslu um ára-
bil og undanfarin sex ár hefur
hún starfað við upplýsinga- og
kynningarmál hjá Lands-
símanum. Nú er hún að taka við
starfi þjóðgarðsvarðar í nýja
þjóðarðinum á Snæfellsnesi.
Sögulegar
minjar tengj-
ast einkum
útræði fyrr á
tímum