Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 12
SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á lagningu tveggja akreina Hallsvegar frá Fjallkonuvegi að Víkur- vegi. Þetta er í annað sinn sem Skipulagsstofnun tekur fram- kvæmdina til athugunar en þá var einnig fallist á hana. Sá úrskurður var hins vegar kærður til umhverfisráðherra sem felldi hann úr gildi. Var þá kveðið á um frekara mat á umhverfisáhrifum og m.a. lagt til að kannað yrði frekar þörf á breikkun Hallsvegar í fjórar akreinar, gerð yrði grein fyrir hljóðstigi á hverri hæð fyrir sig og kannaðir yrðu möguleikar á því að leggja Hallsveg í stokk. Fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar að fyrir- hugaður Hallsvegur muni liggja í jaðri íbúðarhverfis sem er að langmestu leyti fullbyggt og við jaðar Gufu- neskirkjugarðs og mun því óhjákvæmilega hafa áhrif á hljóðvist í nágrenni við fram- kvæmdasvæðið. Þá segir að þær mótvægisaðgerðir sem kynntar hafi verið til að draga úr áhrifum á hljóðvist muni verða áberandi og skerða útsýni úr íbúðarhús- um við Garðhús. Áfangi sem staðið getur einn og sér Að mati Skipulagsstofnun- ar hefur framkvæmdaaðili, þ.e. Vegagerðin og Reykja- víkurborg, sýnt fram á að lagning Hallsvegar frá Fjall- konuvegi að Víkurvegi sé áfangi sem geti staðið einn og sér verði ekki af áformum um aðra áfanga Hallsvegar. Seg- ir í matsskýrslu að ekki verði ráðist í breikkun Hallsvegar í fjórar akreinar fyrr en Sundabraut verði komin. Þá telur stofnunin að lagning Hallsvegar í stokk muni draga verulega úr hljóðmeng- un vegna umferðar og skerð- ingu á útsýni. Hins vegar sé sá kostur vart raunhæfur vegna kostnaðar. Í athugasemdum Íbúasam- taka Grafarvogs annars veg- ar og LOGOS lögmannsþjón- ustu fyrir hönd fasteignaeig- enda við Garðhús hins vegar er gerð sú aðalkrafa að Skipulagsstofnun hafni fram- kvæmdum við Hallsveg. Með- al annars er farið fram á mat á fyrirhugaðri fjögurra ak- reina stofnbraut þannig að ljóst sé hvort grundvöllur sé fyrir henni. Segir að breyttar forsendur varðandi byggða- þróun, byggðamynstur og umferðarþunga sem fram komi í drögum að Aðalskipu- lagi Reykjavíkur 2001–2024 séu í ósamræmi við þær for- sendur sem gengið sé út frá í matsskýrslu. Jafnframt er dregið í efa að fjögurra ak- reina Hallsvegur komist fyrir á svæði frá lóðarmörkum við Garðhús að Gufuneskirkju- garði. Tekið er fram að nauð- synlegt sé að fram fari úttekt óháðra sérfræðinga á þeim möguleika að leggja Hallsveg í stokk. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 63/1993 má kæra úrskurð Skipulagsstofnunar til um- hverfisráðherra. Kærufrestur er til 12. september 2001. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað um lagningu Hallsvegar í annað sinn                                                           Fallist á lagningu tveggja akreina Grafarvogur HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA framkvæmda við mislæg gatnamót Breið- holtsbrautar og Reykjanes- brautar verður, fram til 9. september, lokað fyrir um- ferð á Nýbýlavegi sunnan Smiðjuvegar að Reykjanes- braut og á Dalvegi austan Hlíðarhjalla að Nýbýlavegi. Meðan á lokunum stendur verður um nokkrar aksturs- leiðir að ræða að og frá Smiðjuhverfi í Kópavogi. Frá Smiðjuhverfi verður áfram ekið um Nýbýlaveg til vesturs, einnig verður eftir sem áður opin leið niður Smiðjuveg. Að Smiðjuhverfi verður hægt að aka austur Nýbýlaveg og upp Smiðju- veg frá Reykjanesbraut en auk þess um tímabundna af- rein inn í Smiðjuhverfi við Bláa götu. Sérstakur upplýsingavef- ur hefur verið settur upp með kortum yfir akstursleið- ir sem hægt er að velja með- an á lokunum stendur. Slóð- in er www.gatnamot.is.  Morgunblaðið/Sverrir Nýbýlaveg hefur nú verið lokað á gatnamótum Skemmu- vegar og Nýbýlavegar. Vegfarendur sem koma úr vestri aka nú t.d. niður Smiðjuhverfi að Reykjanesbraut. Lokað fyrir umferð til 9. september Kópavogur Nýbýlavegur sunnan Smiðjuvegar STEINUNN Valdís Óskars- dóttir, borgarfulltrúi og for- maður íþrótta- og tómstunda- ráðs, segir að ekki sé ástæða til að ætla að púttvellir í borginni séu í ólagi. Í gær benti lesandi Morgunblaðsins m.a. á í blaðinu að púttvöll- urinn í Laugardalnum væri orðinn að óræktarskika. Seg- ir Steinunn að þegar svona ábendingar komi frá íbúum borgarinnar sé sjálfsagt mál að kanna þær og það verði gert í þessu tilviki. „Samkvæmt mínum upp- lýsingum eru púttvellirnir í borginni í þokkalegu ástandi. Ef einhver völlur er ekki í góðu standi þá viljum við fá ábendingar um það svo hægt sé að bregðast við því.“ Á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs (ÍTR) eru nú tíu púttvellir víðsvegar um borg- ina. Þar af eru fimm vellir við félagsmiðstöðvar aldraðra, þ.e. við Hæðargarð, Sléttu- veg, Hraunbæ, Bólstaðarhlíð og Árskóga. Þá eru fimm al- menningspúttvellir og eru þeir við Ártúnsbrekku, Breiðholtslaug, Sundlaug Vesturbæjar, í Laugardaln- um og við Miklatún. Taka skal fram að ókeypis er á vellina og eru þeir öllum opn- ir. Að sögn Steinunnar hafa púttvellirnir verið mjög vin- sælir, sérstaklega við þjón- ustuíbúðir aldraðra. Hún segir að Golfklúbbur Reykja- víkur sjái um að slá og hirða vellina. „Maður myndi nú ætla að það væru fagmenn sem sæju um vellina en Þjónustumið- stöð verklegra framkvæmda hjá ÍTR hefur umsjón með ef eitthvað kemur upp á.“ Púttvellir sagðir í þokkalegu ástandi Reykjavík BJÖRGVIN Kristbergsson bar sigur úr býtum í skákein- vígi við Pétur Jóhannesson sem haldið var af skákklúbbi fatlaðra, Brögð í tafli, á Kakó- barnum síðastliðið þriðju- dagskvöld. Reglur einvígisins voru á þann veg að sá sem fyrr ynni tvær skákir stæði uppi sem sigurvegari og vann Björgvin tvær fyrstu skákirn- ar en þær voru þó báðar mjög tvísýnar. Að sögn Einars Jóns Erlingssonar, umsjónar- manns klúbbsins, fylgdust um 15 manns með keppninni, þar á meðal Helgi Ólafsson, sem var skákstjóri, og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem af- henti verðlaunin, en þau hafa bæði kennt klúbbmeðlimum ýmis brögð í taflmennsku. Björgvin Kristbergsson til vinstri og Pétur Jó- hannesson einbeita sér í skákeinvíginu á Kakó- barnum. Teflt af kappi á Kakó- barnum Reykjavík REIÐNÁMSKEIÐ fyrir fatl- að fólk á vegum Reykjalund- ar er haldið í Mosfellsbæ í sumar en að sögn Berg- lindar Ingu Árnadóttur, stjórnanda námskeiðsins, er rúmur aldarfjórðungur frá því að fyrstu námskeið þess- arar tegundar hófust, en hún hefur unnið við þau undanfarin 14 ár. Berglind segir að þeir einstaklingar sem taka þátt í námskeið- unum séu mismikið fatlaðir. „Það er misjafnt hversu mikla aðstoð fólk þarf, fyrir þá sem eru fjölfatlaðir er þetta stundum spurning um að komast aðeins upp úr hjólastólnum og njóta nátt- úrunnar. Sumir hreinlega lifa fyrir það að koma hing- að og fara dálítinn hring á hestbaki. Framfarir hjá fólk- inu eru nokkrar og reið- námskeiðin veita mjög góða jafnvægisþjálfun sem gagnast gjarnan fólki sem lent hefur í slysi eða lamast að hluta til. Einnig eru nám- skeiðin mjög góð teygjuæf- ing fyrir spastísk börn svo almennt hefur fólk bæði gagn og gaman af námskeið- unum, “ segir Berglind. Yngstu þátttakendurnir á námskeiðunum eru ungir að aldri eða 4 og 5 ára, en ann- ars eru þátttakendur bæði börn og fullorðið fólk en námskeiðin standa yfir allt sumarið. Reiðnámskeið fyrir fatlað fólk Bæði til gagns og gamans Þessi börn eru öll þátttakendur í reiðnámskeiði fyrir fatl- aða í sumar og taka þau sig vel út á hestbaki. Mosfellsbær TJÖRNIN í Hafnarfirði hef- ur verið þurrkuð upp að hluta til og framkvæmdir standa nú yfir við hana. Að sögn Kristins Magnússonar, bæjarverkfræðings Hafnar- fjarðar, er verið að endur- nýja brúna yfir Lækinn við Hverfisgötu og lagnir þar og einnig stendur til að setja upp umferðarljós á gatna- mótunum. Kristinn telur að verkinu verði lokið í sept- ember, hann segir reynt sé eftir megni að flýta því svo að það megi takast fyrir skólabyrjun en þó sé það enn óvíst. Endurnýjun brúar- innar við Lækinn Morgunblaðið/Þorkell Hér sést hvernig hluti Lækjarins í Hafnarfirði hefur verið þurrkaður upp en verið er að laga brúna yfir lækinn. Hafnarfjörður ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingamála felldi í gær bráðabirgðaúr- skurð þess efnis, að stöðva skuli framkvæmdir við bygg- inu húss Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar, á lóðinni nr. 9 við Skeljatanga í Reykjavík, sam- kvæmt byggingarleyfi sam- þykktu af byggingarfulltrúan- um í Reykjavík hinn 17. júlí 2001, á meðan kærumál um lögmæti leyfisins er til með- ferðar hjá úrskurðarnefndinni. Í kæru sinni til úrskurðar- nefndarinnar, dags. 23. júlí 2001, vísa kærendur m.a. til 8. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997. Í úrskurði úr- skurðarnefndarinnar segir m.a. að athugasemdir kær- enda lúti einkum að umfangi og hæð fyrirhugaðs húss að Skeljatanga 9, sem þeir telja hvorki samræmast skipulags- skilmálum né þeirri byggð sem fyrir sé í nágrenni þeirra. Fram- kvæmdir stöðvaðar Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.