Morgunblaðið - 09.08.2001, Síða 15

Morgunblaðið - 09.08.2001, Síða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 15 FÉLAG myndlistarmanna í Reykjanesbæ stendur fyrir „Sum- ar gallerí“ í Svarta pakkhúsinu í Hafnargötu 2 í Keflavík. Um 20 félagsmenn taka þátt í verkefninu og selja myndir sínar í galleríinu sem verður opnað í dag. Þegar blaðamann og ljósmynd- ara bar að garði voru félagsmenn önnum kafnir við að hengja upp myndir sínar fyrir opnun gallerís- ins og var létt yfir myndlistarfólk- inu. Að sögn Eiríks Árna Sig- tryggssonar, varaformanns félagsins, er hér um tilraunaverk- efni að ræða en galleríið verður opið dag hvern, frá klukkan 14 til 17, út ágústmánuð og jafnvel leng- ur ef mannskapur fæst til að standa vaktir í pakkhúsinu. Gestir geta búist við því að hitta fyrir myndlistarmenn að störfum þegar þeir líta inn í galleríinu. Vinnuaðstaða í gamalli frystigeymslu „Það eru milli 40 og 50 manns í félaginu en það hefur verið starf- rækt síðastliðin þrjú ár. Það er töluvert margt fólk sem hefur gaman af að búa til myndir hér í Reykjanesbæ og var myndlist- arhópur sem nefnist Baðstofan stofnaður hér fyrir um 30 árum af Erlingi Jónssyni. Það má segja að þetta félag hafi sprottið upp úr þeim félagsskap,“ segir Eiríkur Árni. Svarta pakkhúsið sem félagið hefur til afnota er í eigu bæjaryf- irvalda. „Nú fer í hönd þriðji vet- urinn síðan við fengum húsið en félagið hefur útbúið sýningarsal í því þar sem áður var frysti- geymsla. Þetta er vinnusvæði félagsmanna og félagið stendur einnig fyrir kvöldnámskeiðum í myndlist sem fara fram hérna á veturna. Sýningarhald hefur verið allfjörugt hér þau ár sem salurinn hefur verið starfræktur og hér hafa meðal annars sýnt lands- þekktir listamenn. Við viljum auka þá starfsemi eins og hægt er og hyggjumst sjálf setja hér upp sýn- ingu fyrir Ljósanótt sem verður 1. september,“ segir Eiríkur Árni. Fimm myndir yfir veturinn Jófríður Jóna Jónsdóttir er ein þeirra myndlistarmanna sem eiga verk í galleríinu sem verið er að setja upp. Auk þess að vera í Félagi myndlistarmanna í Reykja- nesbæ er hún meðlimur í myndlist- arhópnum Baðstofunni. „Við hittumst reglulega hér í Pakkhúsinu og málum saman. Ég mála ekkert voðalega mikið en ég geri þó örugglega fjórar til fimm olíumyndir yfir veturinn og svo teiknum við módel og fleira slíkt og höfum gaman af,“ segir Jófríð- ur Jóna. Félag myndlistarmanna opnar í dag gallerí í Svarta pakkhúsinu í Keflavík Höfum gaman af Morgunblaðið/Sverrir Nokkrir myndlistarmannanna sem starfa í galleríinu, hver með eitt verka sinna í höndunum. Morgunblaðið/Sverrir Jófríður Jóna Jónsdóttir hengir upp verk sín, en þau verða til sölu í galleríinu í Svarta pakkhúsinu. Reykjanesbær VEGAGERÐIN hefur boðið út loka- hönnun og gerð útboðslýsingar fyrir breikkun Reykjanesbrautar. Unnið er að skýrslu um mat á umhverfis- áhrifum og verður hún kynnt í haust. Gerð hafa verið frumdrög að hönn- un Reykjanesbrautar, frá mörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrand- arhrepps til Njarðvíkur. Útboðið sem nú fer fram er í lokahönnun og gerð útboðslýsingar fyrir verkið. Forhönnun fyrir þá tvo kafla sem næstir eru Hafnarfirði á að vera lok- ið 17. desember næstkomandi og verkhönnun fyrir kaflana tvo svo og útboðslýsing fyrir fyrsta kaflann sem liggur meðal annars um Kúa- gerði skal lokið í byrjun júní í vor. Forhönnun fyrir þá þrjá kafla sem liggja sunnar skal lokið í lok apríl í vetur og verkhönnun fyrir þá svo og útboðslýsing fyrir allan veginn nema fyrsta kaflann á að vera lokið 1. apríl 2003. Unnið að umhverfismati Samkvæmt þessu á undirbúningi útboðs á fyrsta kaflanum að vera lok- ið næsta vor þannig að framkvæmdir geti hafist á því ári. Undirbúningi annarra hluta vegarins á að vera lok- ið vorið 2003. Gert er ráð fyrir fjárveitingum til breikkunar Reykjanesbrautar á ár- unum fram til 2010. Hugmyndir hafa verið uppi um að flýta verkinu en ákvörðun um það verður tekin á Al- þingi við endurskoðun vegaátlunar. Jafnframt vinnur Hönnun hf. að undirbúningi umhverfismats, fyrir hönd Vegagerðarinnar, á grundvelli matsáætlunar sem Skipulagsstofnun samþykkti í febrúar síðastliðnum. Stefnt er að því að matsskýrslan verði tilbúin og kynnt í haust. Kröpp veglína við Kúagerði Í skýrslu um frumhönnun Reykja- nesbrautarinnar voru bornir saman ýmsir kostir. Vegagerðin leggur til að brautin verði tvær akgreinar í hvora átt, hvor um sig 7,5 metrar á breidd, með 11 metra graseyju á milli. Breikkunin fer þannig fram að lögð verður ný akbraut við hlið þeirr- ar gömlu. Helstu vandræðin á þeirri framkvæmd eru í Kúagerði. Þar er veglínan kröpp, bæði hvað varðar hæð og grunn, og þar hafa óhöpp verið tíð. Niðurstaða Vegagerðarinn- ar var að leggja til að núverandi veg- línu yrði haldið að mestu leyti á þess- um stað en þó reynt að sníða af verstu agnúana. Loka- hönnun vegarins boðin út Reykjanesbraut EKKI hefur verið ákveðið hjá Vega- gerðinni hvernig farið verður með til- boð sem bárust í 2. áfanga Bláalóns- vegar. Tilboðin voru 80–90% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Búið er að grófleggja veginn frá baðstaðnum vestur fyrir Þorbjörn og til Grindavíkur. Til stóð að ljúka verk- inu í haust með því að leggja burð- arlag og tvöfalda klæðningu á veginn. Aðeins tvö tilboð bárust í útboði Vegagerðarinnar, var tilboð Klæðn- ingar ehf. lægra, tæplega 29 milljónir sem er tæpum 13 milljónum yfir kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var 30,5 milljónir. Leita hagkvæmustu lausna Að sögn Hilmars Finnssonar, deildarstjóra í Reykjanesumdæmi, tekur Vegagerðin venjulega ekki svona háum tilboðum. Hann segir þó að engar ákvarðanir hafi verið teknar um þetta mál. Leitað verði hagkvæm- ustu lausna. Aðspurður telur hann koma til greina að brjóta verkið upp og jafnvel að fresta hluta þess. Það kunni að vera óheppilegar aðstæður á mark- aðnum til slíkra útboða nú. Eftir er að taka afstöðu til tilboða Bláa lónið textil.is ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.