Morgunblaðið - 09.08.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 09.08.2001, Síða 16
LANDIÐ 16 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRÁGANGI við stórt land- græðslusvæði, sem girt var af við Sænautasel í Jökuldalsheiði, er nú lokið á þessu sumri. Svæðið er alls milli 80 og 90 hektarar að stærð, mest örfoka melar síðan eru nokkrir mold- argrafningar með tilheyrandi rofabörðum innan girðingarinnar. Áburði var dreift á alla melana innan girðingar auk þess sem dreift var áburði á svæði utan girðingar til samanburðar. Sáð var í rofabörðin og grafningana og gróðursettur Loðvíðir og Blá- mjalta frá Barra á Egilsstöðum í svæðið í litlum mæli til að kanna hvort sá gróður lifir svo hátt yfir sjó, Sænautasel er í milli 400 og 500 metra hæð yfir sjávarmáli. Blámjalta er belgjurt sem bindur köfnunarefni og hefur líka hæfi- leika og lúpína í uppgræðslustarfi. Einnig var reynt í tilraunaskyni að setja gróðurmottur í rofabörð sem búnar eru til úr pappírsmassa sem grasfræi er sáð í. Það er fyrir- tækið Pappás á Egilsstöðum sem er að gera tilraunir með að bleyta pappír, hræra upp og sá grasfræi í mottur sem eru búnar til úr pappamassanum. Melasvæðið er að mestu véltækt en fræinu var sáð í rofabörðin með höndum ásamt plöntuninni, að því vann fjöldi fólks á öllum aldri og var áhuginn ekki síður fyrir hendi hjá yngstu kynslóðinni sem var vel liðtæk við gróðursetninguna. Það er nýstofnað Landgræðslu- félag Fljótsdalshéraðs sem stend- ur að þessu framkvæmdum með fullþingi Landgræðslunnar og styrk frá Umhverfissjóði versl- unarinnar, Áburðarverksmiðjunni og Barra á Egilsstöðum. Uppgræðsla á Sænautaseli Ljósmynd/Sigurður Aðalsteins Það voru ekki allir háir í loftinu sem unnu að gróðursetningunni við Sæ- nautasel, Helga Rún Steinarsdóttir, Díana Mjöll Ómarsdóttir og Gísli Hauksson voru vel liðtæk og áhuginn leyndi sér ekki. Landgræðslu- menn á öllum aldri Norður-Hérað „Hjartahringja“ um allan heim. Á sunnudagskvöld var svo önnur friðarathöfn þar sem mótsgestir sameinuðust um að biðja fyrir friði með bæninni: Megi friður ríkja á jörð. Þetta er í sjöunda sinn sem slík friðarathöfn fer fram fyrsta sunnudag í ágúst og er hún liður í vinnu World Peace Prayer-sam- takanna að friði í heiminum með þessari einföldu bæn. MANNRÆKTARMÓTIÐ sem haldið var í fimmtánda sinn á Brekkubæ á Hellnum um versl- unarmannahelgi fór friðsamlega fram að venju. Skipulögð dagskrá var frá föstudegi til sunnudags. Aðgangseyrir var enginn og því mikið um heimsóknir fólks á svæð- ið, bæði á laugardag og sunnudag. Fólk naut veðurblíðunnar og tók þátt í ratleik eða eyddi deginum í að láta lesa fyrir sig í spil eða fá áruteikningu. Stærsta athöfn mótsins fór fram á laugardagskvöldið. Þá sameinuð- ust allir mótsgestir, um hundrað og þrjátíu manns, um að byggja stóran „medicine“-hring undir stjórn Roys Littlesuns. Roy hefur staðið að byggingu slíkra hringja um allan heim og hringurinn á Brekkubæ er hluti af keðju Friður í fyrirrúmi á Brekku- bæ Hellnar Morgunblaðið/Guðrún Bergman Á laugardagskvöldinu sameinuðust mótsgestir við Hjartahringinn. NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400 GÓÐIR nágrannar úr Dalasýslu komu í Árneshrepp um versl- unarmannahelgina. Þetta var kór sem nefnir sig Þorrakórinn. Kór- inn söng lög og flutti gamanmál í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Þessi kór kom hér síðast fyrir um nítján árum. Þetta er hópur bænda og annarra úr Dalasýslu sem komu saman fyrst fyrir þorrablót í sinni heimabyggð og var því gefið nafnið Þorrakórinn. Kórinn velur sér eitthvert sveitarfélag einu sinni á ári og heldur þar skemmt- anir. Að þessu sinni varð Árnes- hreppur fyrir valinu. Spilað var á fjórar til sex harmonikkur fram eftir nóttu við góðar undirtektir heimamanna og ferðafólks. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Kórinn flytur fjörugt lag. Þorrakór- inn söng í Árnes- hreppi Árneshreppur SIGURJÓN Sighvatsson segir að staðið hafi til að ákveðinn hópur keypti gamalt frystihús í Flatey á Breiðafirði og hafi m.a. verið rætt um að vera með hótel í því. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort til standi að kaupa húsið á næstu miss- erum. Hafsteinn Guðmundsson, bóndi í Flatey og eigandi húss- ins, segir að salan á húsinu hafi fyrst komið til tals fyrir um ári. Segir hann að settar séu fjórar til fimm milljónir króna á húsið sem er á tveimur hæðum og um 200 - 300 fermetrar að stærð. Um er að ræða hús sem byrj- að var að reisa árið 1946 og þarfnast það töluverðra lagfær- inga. „Ég hef notað húsið sem geymslu og til að hreinsa dún og fleira en það var aðeins rekið sem frystihús í tvö ár,“ sagði Hafsteinn. Kanna hótel- rekstur í Flatey Flatey

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.