Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í LESBÓK Morgunblaðsins 4. ágúst sl. er þörf hugvekja í kvæði eftir Pét- ur Sigurgeirsson, fv. biskup Íslands, um skaðsemi áfengis með yfirskrift- inni: „Skerum upp herör gegn áfengi“. Um leið og höfundi eru hér fluttar þakkir fyrir sönn og tímabær varnaðarorð gagnvart þeim mikla voða, sem þjóðinni stafar af sívaxandi áfengisdýrkun, eru aðrir þjónar kirkjunnar hvattir til þess að láta meira að sér kveða en verið hefur í baráttunni gegn bölvaldinum mesta. Megi ábyrg og heilsteypt afstaða hins einlæga kirkjuleiðtoga, sem kemur fram í nefndu ljóði hans, vera öðrum til eftirbreytni. Fáum á að vera betur ljóst en prestum landsins hversu alvarleg ógn áfengið er oft velferð heimilanna og heilbrigðu fjölskyldulífi. Það er því kristileg og siðferðileg skylda og í góðu samræmi við kærleiksboðorð kristindómsins að reyna að hindra út- breiðslu þess illgresis, sem áfengið er á akri þjóðlífsins. Að skerða eigin dómgreind og per- sónuleika með áfengi ættu sem flestir að forðast og setja á minnið eftirfar- andi orð hins mikla efna- og lífeðlis- fræðings Bunge um áhrif áfengis- drykkju: „Áfengið gerir manninn ónæman fyrir unaðssemdum lífsins. Það gerir manninn sljóan bæði líkam- lega og andlega.“ Í afstöðu til áfengis ættu menn ekki að svæfa samvisku og samábyrgð með því að gera mun á hófdrykkju og annarri meðferð áfengis. Engin skörp skil eru þar á milli. Tjónið og önnur ógæfa af völdum áfengis fer ekki allt- af eftir því, hvernig notkun þess er háttað eða víntegundum. Virkasta forvörnin er því að gefa gott fordæmi með því að hafna allri notkun áfengis og veita það ekki öðrum. Þótt hvatning um að fólk og þá hvað helst ráðamenn þjóðarinnar hverfi frá fylgispekt við Bakkus og drykkjutískuna kunni að hafa tak- mörkuð áhrif, er öllum hollt að hafa hugföst eftirfarandi sannleiksorð í framangreindu kvæði Péturs Sigur- geirssonar, biskups. „Hvar vínið fagurt freyðir er fíknin hættu mest. Það siðferðinu eyðir og afbrot gerast flest.“ ÁRNI GUNNLAUGSSON, lögmaður í Hafnarfirði. Þakkir til Péturs Sigurgeirssonar Frá Árna Gunnlaugssyni: ÉG var alveg gáttaður þegar ég las í einhverju dagblaðanna, að allir þingmenn – já allir – hefðu sam- þykkt lög, sem banna reykingar á veitingastöðum. Að vísu máttu reyk- ingamenn „púa“ að uppfylltum skil- yrðum, sem nær ógjörlegt var að verða við. Mér þótti þetta svo fárán- legt að mér datt fyrst í hug að for- vitnilegt væri að fá að vita hver yrðu meðalstig alþingismanna ef þeir væru látnir ganga undir gáfnapróf. Það fáum við víst aldrei að vita. Gott ráð er þó til við þessari upp- ákomu. Þið skuluð bara setja hóf- lega stórt spjald út í glugga eða á hurðina á veitingastöðunum með áletrun, sem gæti verið á þessa leið: „Aðeins fyrir reykingamenn! Þó geta þeir sem ekki reykja, fengið af- greiðslu – á eigin ábyrgð.“ Með þessu eru engin lög brotin og yfirvöld hljóta að skilja það að einhvers staðar þurfa „vondir“ að vera. Haldi stjórnvöld áfram að jagast í ykkur er áreiðanlega auðvelt að kæra til Mannréttindadómstólsins hvar sem hann nú er staddur. Sjálfur reyki ég ekki, svo þetta mál snertir mig ekki persónulega. Að lokum vil ég þó benda reyk- ingamönnum á að það væri gáfulegt að skipta yfir í neftóbak. Það er hollt, gott og tiltölulega ódýrt. Með baráttukveðjum, GUÐMUNDUR JÓNSSON, söngvari, Fornhaga 17, Reykjavík. Kæru vinir á Múlakaffi, Mokka Frá Guðmundi Jónssyni: Í DAGSKRÁRÞÆTTI Ríkisútvarps- ins „Samfélagið í nærmynd“ 27. júlí sl. var talað við markaðsstjóra Hús- dýragarðsins í Reykjavík. Markaðs- stjórinn sagði að búið væri að sækja um leyfi fyrir áfengissölu í Húsdýra- garðinum. Hann taldi líklegt og æski- legt að þetta leyfi fengist, þá gætu foreldrar, sem koma með börnin sín í garðinn, sest niður og fengið sér vín- sopa á meðan börnin skoðuðu dýrin. Markaðsstjórinn tók reyndar fram að það stæði ekki til að selja nema veik- ari tegundir af víni þarna. Nú vil ég spyrja þennan ágæta mann: Telur þú það æskilegra fyrir börn að foreldrar þeirra setjist að vín- drykkju frekar en að þeir fylgi börn- um sínum í skoðunarferðinni og upp- lýsi þau um það sem fyrir augu ber? Við vitum það að langflestir for- eldrar, sem koma með börn sín í Hús- dýragarðinn, eru á eigin bíl. Önnur spurning: Þegar foreldrarnir standa upp frá víndrykkjunni og fjölskyldan fer í bílinn sinn, hvort á þá faðirinn eða móðirin að setjast undir stýri? Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa valdið og eiga að fjalla um áðurnefnda umsókn hugsi mál þetta gaumgæfilega og komist að þeirri nið- urstöðu að þessari beiðni beri að hafna. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi. Áfengissala í Húsdýragarðinum? Frá Kristjáni Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.