Morgunblaðið - 16.09.2001, Side 8

Morgunblaðið - 16.09.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tökuorð úr mið-lágþýsku Ske – brúka – byssa Í júní varði Veturliði Ósk- arsson doktorsritgerð sína í norrænum fræðum við Uppsalaháskóla. Leiðbein- andi var prófessor Lenn- art Elmevik og andmæl- andi var prófessor Guðrún Kvaran. Fjallar ritgerðin- um tökuorð ættuð úr mið- lágþýsku í íslenskum forn- bréfum. Veturliði var spurður hvort mikið væri um slík tökuorð? „Þetta hefur ekki verið rannsakað að neinu ráði áður og það er nú meira um þessi tökuorð en flestir mundu halda. Ég fann rúmlega sex hundruð orð af þessu tagi, það er að segja tökuorð og orð sem eru mynduð af þeim. Þetta er helmingur af öllum þeim tökuorðum sem ég fann í þeim bréfum sem ég rannsakaði.“ – Hvaða bréf rannsakaðir þú? „Ég rannsakaði svokölluð opin bréf, samninga um kaup og sölu og erfðaskrár og þess háttar á ár- unum 1200 til 1500.“ – Hvaðan komu þessi bréf? „Þetta eru allt íslensk bréf og eru í raun viðskiptabréf þess tíma. Þau eru á nokkru viðskiptamáli eins og slík bréf gerast í dag.“ – Hvar varðveittust þessi bréf? „Þau voru gefin út í Íslensku fornbréfasafni sem út kom á ár- unum 1857 til 1972 í sextán bind- um. Áður voru bréfin sem ég las varðveitt aðallega á biskupsstól- unum og í bréfabókum sýslu- manna og annarra opinberra að- ila. Einnig voru sum varðveitt hjá prestum. Síðan fór mikill hluti þessara bréfa til Kaupmanna- hafnar. Árni Magnússon safnaði þeim saman á sínum tíma.“ – Skoðaðir þú sjálf bréfin? „Einstaka sinnum skoðaði ég sjálf skinnbréfin, sérstaklega ef ég þurfti að athuga eitthvað sem var óvíst eða óöruggt í útgáfunni.“ – Hvaða þekkt orð getur þú nefnt sem dæmi um þessi töku- orð? „Ég get nefnt t.d sagnirnar reikna, ske, blífa og brúka og nafnorð eins og byssa, spegill, glas, pappír, rúsína, perla. Þá má nefna orð eins og strax, orlof, ær- legur, klaga og panna. Sum af þessum orðum voru tökuorð í sjálfri mið-lágþýskunni, sem var mál Hansakaupmanna og áhrifa- ríkasta mál þessa tíma í Norður- Evrópu. Ég er viss um að enskan mun aldrei hafa eins mikil áhrif á Norðurlandamálin og mið-lág- þýskan hafði á þau. En áhrifin á íslenskuna voru mun miklu minni en á dönsku og sænsku. Þess ber að geta að 40% tökuorðanna eru ekki algeng í textunum en hafa seinna mörg hver orðið algeng.“ – Eru þessi tökuorð komin til vegna stjórnsýslu eða fyrir bein áhrif Hansakaupmanna hér? „Þessi tökuorð eru mjög mikið komin til fyrir áhrif frá norsku og dönsku hér á landi. Ég hugsa að þetta hafi gerst mest í gegnum viðskipti og bréf þeim tengdum. Svo og gegn- um norska og danska biskupa á Íslandi á fimmtándu öld.“ – Fannstu áhrif ann- arra mála í sama mæli? „Nei, langt því frá. Ég verð að taka það fram að flest tökuorð á þessum tíma voru frá dönsku og norsku. Þessi mál voru undir miklum áhrifum frá lág- þýskunni og orð úr henni bárust í gegnum þessa milliliði til Íslands. Miklu minna var um tökuorð úr ensku og frönsku á þessum tíma. Þó var eitthvað um slíkt. Enskir sjómenn voru í kringum Ísland á fimmtándu öld og frá þeim kom eitt og eitt orð. En það var mjög lítið.“ – Þótti mið-lágþýskan mjög fín? „Já, hún þótti það og þetta voru miklir kaupmenn – Hansakaup- mennirnir. Þetta var mesta við- skiptaþjóð Norður-Evrópu á fjór- tándu og fimmtándu öld. Þeir sem innleiddu þessi orð voru líklega þeir sem stunduðu viðskipti á Ís- landi og efnað fólk. En ég vil benda á að í riddarasögum og rím- um er allt fullt af þessum orðum svo þau hafa líka borist til almúg- ans þannig.“ – Hvernig var farið með þessi nýju orð? „Orðin virðast mjög fljótt hafa fengið íslenska beygingu og ís- lenskt form og mjög mörg eða kannski flest orðin féllu strax svo vel inn í málið að fæstir átta sig á því lengur að þetta eru tökuorð. Einn hópur orða þó hefur horfið nánast alveg aftur – það eru orðin sem byrja á bí – eins og orðin bí- drífa, bíhalda og bívísa. Bí er áherslulaust forskeyti í þýsku. Eitt af þessum orðum er bekenna sem notað er í bridge nú á dögum, það er komið úr mið-lágþýsku og dönsku. Af því að Ísland var svo langt út í Dumbshafi bárust er- lend áhrif seint og þá gegnum önnur mál.“ – Var þetta ekki mikið og tíma- frekt verk? „Jú þetta var gífurlega mikið verk. Ég las 4500 skjöl og skráði öll tökuorð sem ég fann. Ég valdi úr þeim þau sem komu úr lágþýsku. Íslenskan er ekki eins laus við tökuorð og stundum er haldið.“ – Hafa sambærileg verk verið unnin í Danmörku og Noregi? „Það væri varla hægt að gera þetta við þau mál á sama hátt, þar er orðafjöldinn svo gríðarlegur að fylla myndi margar bækur. Þar hafa menn hins vegar farið aðrar leiðir, skrifað um vissa hópa orða og fleira.“ Veturliði Óskarsson  Veturliði Óskarsson fæddist í Borgarnesi 1958. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1979 og BA-prófi í íslensku 1985 frá Há- skóla Íslands. Magistersprófi lauk hann frá Kaupmannahafn- arháskóla 1992 í norrænum fræðum. Doktorsritgerð varði hann við Uppsalaháskóla 6. júní sl. Hann starfar nú sem lektor í íslensku við Uppsalaháskóla. Veturliði er kvæntur Hólmfríði Jóhannesdóttur leikskólakenn- ara í Uppsölum og eiga þau eina dóttur. Miklu fleiri tökuorð í ís- lensku en flestir hafa haldið TILBOÐI fyrirtækisins Ólafs og Gunnars ehf. hefur verið tekið í þriðja verkáfanga byggingar nýs barnaspítala Hringsins. Um er að ræða lægstbjóðanda en tilboð fyr- irtækisins nemur um 595 milljón- um króna. Samningar verða und- irritaðir á næstu dögum eða vikum. Að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra Tækni og eigna hjá Landspítala – háskólasjúkra- húsi og starfsmanns byggingar- nefndar barnaspítalans, var hald- inn fundur fyrr í vikunni þar sem kom fram að Framkvæmdasýsla ríkisins hefur farið yfir gögn Ólafs og Gunnars ehf. og að fyrirtækið uppfyllir kröfur útboðsgagna. Þá kom jafnframt fram að Fram- kvæmdasýsla ríkisins telur að um- ræddur verktaki hafi sýnt að hann ætti að geta skilað verkinu á um- sömdum tíma eða í lok september á næsta ári, þrátt fyrir miklar tafir sem orðið hafa á vinnu fyrirtæk- isins við byggingu spítalans til þessa. Inntur eftir því hve umræddur verktaki er langt á eftir áætlun segir Ingólfur að fyrri framkvæmd- um hefði átt að ljúka 1. ágúst en þá hefði húsnæðið átt að vera fullfrá- gengið að utan og tilbúið fyrir inn- réttingar. „Þetta er komið einum og hálfum mánuði fram yfir í dag og verkinu ekki lokið ennþá. Ég held að það sé líklegt að um verði að ræða fjögurra mánaða töf.“ Haldið verði uppi öflugu eft- irliti með framkvæmdunum Í ljósi ákvörðunarinnar óskaði byggingarnefndin eftir því að henni yrði gerð reglubundin grein fyrir gangi framkvæmda og að Fram- kvæmdasýsla ríkisins myndi halda uppi öflugu eftirliti. Aðspurður segir hann að hingað til hafi verið haft eftirlit með verkinu. „Það er ákveðin verkfræðistofa sem er með þetta eftirlit fyrir Framkvæmda- sýsluna. En í ljósi þess hve seinkun hefur orðið mikil á þessum áfanga sem þetta fyrirtæki er með þá vild- um við brýna fyrir mönnum að haldið væri uppi öflugu eftirliti,“ segir Ingólfur og bætir við að flutningur barnadeilda sé mikil- vægur áfangi í sameiningu deilda á spítalanum og tafir á afhendingu barnaspítalans geti valdið Land- spítala – háskólasjúkrahúsi miklu tjóni ef sameining sérgreina tefst vegna dráttar á afhendingu barna- spítalans. Hann segir að verktak- anum hafi verið gerð ítarleg grein fyrir þessu. Í tilkynningu frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi kemur fram að fulltrúar Framkvæmdasýslu ríkis- ins, Ólafs og Gunnars ehf. og Land- spítala – háskólasjúkrahúss hafa fundað nýverið þar sem verktakinn lýsti yfir að hann setti barnaspít- alann í forgang. Morgunblaðið/Golli Í næsta áfanga við nýja barnaspítalann verður einkum unnið við frágang innan húss og innréttingar. 595 milljóna tilboði tekið í þriðja áfanga barnaspítala Verkið fjórum mánuð- um á eftir áætlun FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur á grundvelli laga um opinber innkaup, skipað í kærunefnd útboðsmála. Formaður nefndarinnar er dr. Páll Sigurðsson, prófessor, og aðrir nefndarmenn dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor, og Sigfús Jónsson, fyrrv. forstjóri. Varamað- ur formanns er Áslaug Björgvins- dóttir, lektor, og aðrir varamenn Auður Finnbogadóttir, fram- kvæmdastjóri, og Stanley Pálsson, verkfræðingur. Hlutverk kærunefndar útboðs- mála er að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum ein- staklinga og lögaðila vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Nefndin er sjálfstæður úr- skurðaraðili á stjórnsýslustigi. Kærunefndinni er heimilt, að beiðni opinberra aðila, að gefa ráðgefandi álit á tilteknum innkaupum þótt engin kæra hafi borist. Við skipun nefndarinnar var haft samráð við helstu aðila sem hafa hagsmuni að gæta við framkvæmd laga um opinber innkaup. Nefnd- armenn eru skipaðir til fjögurra ára í senn. Kæru- nefnd út- boðsmála skipuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.