Morgunblaðið - 16.09.2001, Side 15
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 15
FJÖLLOKKUR
FRAMLEIÐUM:
GATAPLÖTUR
BYGGINGAVINKLA
HANDRIÐ
KLÆÐNINGAR
OFL.OFL ÚR ÁLI,
RYÐFRÍU OG JÁRNI
HVAÐ ER ÞAÐ?
Ofnasmiðjan
Flatahrauni 13
220 Hafnarfirði
Leitið tilboða
hjá okkur.
Sími 555-6100 Fax 555-6110
SKÝJAKENNDAR sjávarmynd-
ir listakonunnar Arngunnar Ýrar
Gylfadóttur, sem nú sýnir í galleríi
Sævars Karls, virðast við fyrstu sýn
sakleysislegar á að líta. Ljósir grá-
ir, bláir og grænir litatónar eru
ríkjandi í verkunum sem öll bera
heitið Allt og ekkert. Léttleiki
skýjanna, sem taka bæði á sig mynd
skýjabreiða og -hnoðra, ásamt
stilltu yfirborði sjávar er þó aðeins
einn þáttur verkanna sem við nán-
ari athugun reynast búa yfir marg-
víslegum túlkunarmöguleikum.
Stilltar myndir af landslagi sjáv-
ar reynast þannig vera að flosna
upp og undir skýjakenndum for-
grunni leynast greinanleg gömul,
veðruð lög sem draga til sín athygli
sýningargesta. Lögin eru misgreini-
leg og í sumum verkanna ber lítið á
þeim – annars staðar er tæring
sjávarmyndarinnar slík að heimur-
inn sem þar sést virðist á hverfanda
hveli.
Myndröð verka nr. 8-10, sýnir
þannig til að mynda sama sjóndeild-
arhringinn. Haf mætir skýjuðum
himni í mismikið tærðum verkum.
Grænleitt haf og himinn í verki nr.
10 er þannig til að mynda gott sem
ósnert, aukinnar tæringar verður
síðan vart í fjóluleitum og bláum
myndfleti verks nr. 9 og upplausn-
ina er ómögulegt að leiða hjá sér í
verki nr. 8, þar sem ljósbláir og
grænir litir ráða ríkjum.
Það er þó e.t.v. í verki nr. 7 sem
þessi lagskipta vinna Arngunnar
Ýrar skilar hvað sterkustum áhrif-
um. Undirlagið er þar enn greini-
legra sem stórar gloppur á annars
friðsælum heimi. Sterklegri bláir,
hvítir og grænir litir, sem oft eru
hrjúfari en litafletir landslags sjáv-
arins, skína þar í gegn sem eins-
konar válegur fyrirboði þess sem
undir yfirborðinu leynist.
Það er því ekki laust við að túlka
megi myndröðina Allt og ekk-
ert á nokkuð ískyggilegan hátt
bjóði sýningargestum svo við
að horfa. Hverfulleiki lands-
lagsins er vel til þess fallinn að
ýta við ímyndunaraflinu og
gestum í sjálfsvald sett hvort
þeir horfi einungis á fallegt yf-
irborð myndanna, velti fyrir sér
spurningum um mikilvægi og
varanleika listaverksins líkt og
bent er á í sýningarskrá, eða
hvort hverfulleiki þessa heims
verði þeim að umhugsunarefni.
Tæknileg vinna myndanna,
sem unnar eru með olíu á tré,
er þá til fyrirmyndar, þó það
séu ekki hvað síst margræðir merk-
ingarmöguleikar myndanna sem
gera sýninguna heimsóknarinnar
virði.
Lesið í skýin
MYNDLIST
G a l l e r í S æ v a r s K a r l s
Sýningin er opin á verslunartíma.
Henni lýkur 20. september nk.
ARNGUNNUR ÝR
GYLFADÓTTIR
Anna Sigríður Einarsdótt ir
Verk nr. 7 á sýningu Arngunnar Ýrar
Gylfadóttur í galleríi Sævars Karls.
Morgunblaðið/Þorkell
Guðrún Öya-
hals í Man
GUÐRÚN Öyahals hefur opnað sýn-
ingu á verkum sínum í Listasal Man,
Skólavörðustíg 14. Guðrún er fædd
árið 1964. Hún stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
og síðar Burg Giebichenstein, Halle í
Þýskalandi.
Hún lauk námi vorið 1997. Þetta
er önnur einkasýning Guðrúnar, en
hún hefur einnig tekið þátt í nokkr-
um samsýningum. Guðrún vinnur
jafnt við málverk og skúlptúra og
verkið Hafnarsaga, sem stendur á
Miðbakka við Reykjavíkurhöfn er
eftir hana.
Verkin sem Guðrún sýnir að þessu
sinni eru blanda lágmynda og þrí-
víðra verka.
Sýningin stendur til 30. septem-
ber.
♦ ♦ ♦
Leiðsögn um
sýningu
LISTAMENN munu leiða gesti um
sýninguna Sjálfbær þróun í Nýlista-
safninu, Vatnsstíg 3b (port) í dag,
sunnudag, kl. 15. Aðgangur ókeypis.