Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 15 FJÖLLOKKUR FRAMLEIÐUM: GATAPLÖTUR BYGGINGAVINKLA HANDRIÐ KLÆÐNINGAR OFL.OFL ÚR ÁLI, RYÐFRÍU OG JÁRNI HVAÐ ER ÞAÐ? Ofnasmiðjan Flatahrauni 13 220 Hafnarfirði Leitið tilboða hjá okkur. Sími 555-6100 Fax 555-6110 SKÝJAKENNDAR sjávarmynd- ir listakonunnar Arngunnar Ýrar Gylfadóttur, sem nú sýnir í galleríi Sævars Karls, virðast við fyrstu sýn sakleysislegar á að líta. Ljósir grá- ir, bláir og grænir litatónar eru ríkjandi í verkunum sem öll bera heitið Allt og ekkert. Léttleiki skýjanna, sem taka bæði á sig mynd skýjabreiða og -hnoðra, ásamt stilltu yfirborði sjávar er þó aðeins einn þáttur verkanna sem við nán- ari athugun reynast búa yfir marg- víslegum túlkunarmöguleikum. Stilltar myndir af landslagi sjáv- ar reynast þannig vera að flosna upp og undir skýjakenndum for- grunni leynast greinanleg gömul, veðruð lög sem draga til sín athygli sýningargesta. Lögin eru misgreini- leg og í sumum verkanna ber lítið á þeim – annars staðar er tæring sjávarmyndarinnar slík að heimur- inn sem þar sést virðist á hverfanda hveli. Myndröð verka nr. 8-10, sýnir þannig til að mynda sama sjóndeild- arhringinn. Haf mætir skýjuðum himni í mismikið tærðum verkum. Grænleitt haf og himinn í verki nr. 10 er þannig til að mynda gott sem ósnert, aukinnar tæringar verður síðan vart í fjóluleitum og bláum myndfleti verks nr. 9 og upplausn- ina er ómögulegt að leiða hjá sér í verki nr. 8, þar sem ljósbláir og grænir litir ráða ríkjum. Það er þó e.t.v. í verki nr. 7 sem þessi lagskipta vinna Arngunnar Ýrar skilar hvað sterkustum áhrif- um. Undirlagið er þar enn greini- legra sem stórar gloppur á annars friðsælum heimi. Sterklegri bláir, hvítir og grænir litir, sem oft eru hrjúfari en litafletir landslags sjáv- arins, skína þar í gegn sem eins- konar válegur fyrirboði þess sem undir yfirborðinu leynist. Það er því ekki laust við að túlka megi myndröðina Allt og ekk- ert á nokkuð ískyggilegan hátt bjóði sýningargestum svo við að horfa. Hverfulleiki lands- lagsins er vel til þess fallinn að ýta við ímyndunaraflinu og gestum í sjálfsvald sett hvort þeir horfi einungis á fallegt yf- irborð myndanna, velti fyrir sér spurningum um mikilvægi og varanleika listaverksins líkt og bent er á í sýningarskrá, eða hvort hverfulleiki þessa heims verði þeim að umhugsunarefni. Tæknileg vinna myndanna, sem unnar eru með olíu á tré, er þá til fyrirmyndar, þó það séu ekki hvað síst margræðir merk- ingarmöguleikar myndanna sem gera sýninguna heimsóknarinnar virði. Lesið í skýin MYNDLIST G a l l e r í S æ v a r s K a r l s Sýningin er opin á verslunartíma. Henni lýkur 20. september nk. ARNGUNNUR ÝR GYLFADÓTTIR Anna Sigríður Einarsdótt ir Verk nr. 7 á sýningu Arngunnar Ýrar Gylfadóttur í galleríi Sævars Karls. Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Öya- hals í Man GUÐRÚN Öyahals hefur opnað sýn- ingu á verkum sínum í Listasal Man, Skólavörðustíg 14. Guðrún er fædd árið 1964. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar Burg Giebichenstein, Halle í Þýskalandi. Hún lauk námi vorið 1997. Þetta er önnur einkasýning Guðrúnar, en hún hefur einnig tekið þátt í nokkr- um samsýningum. Guðrún vinnur jafnt við málverk og skúlptúra og verkið Hafnarsaga, sem stendur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn er eftir hana. Verkin sem Guðrún sýnir að þessu sinni eru blanda lágmynda og þrí- víðra verka. Sýningin stendur til 30. septem- ber. ♦ ♦ ♦ Leiðsögn um sýningu LISTAMENN munu leiða gesti um sýninguna Sjálfbær þróun í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b (port) í dag, sunnudag, kl. 15. Aðgangur ókeypis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.