Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Heimildakvikmyndir Jorge Ulla hafa unnið til verðlauna víða um heim. Fáir vita að hann er flóttamaður. Ein af 50 milljón afrekssögum flóttamana. Jorge Ulla kvikmyndaleikstjóri 50 mil l jón afrekssögur FYRSTU Tíbrártónleikar í nýrri kammertónleikaröð Salarins verða í dag, sunnudag, kl. 16.30. Á efnis- skránni eru verk eftir Ludwig van Beethoven í flutningi Kammerhóps Salarins, Sigrúnar Eðvaldsdóttur, Auðar Hafsteinsdóttur, Bryndísar Höllu Gylfadóttur, Peter Máté og Miklos Dalmay. Kammerhópur Salarins var stofn- aður í ársbyrjun þessa árs að frum- kvæði píanóleikaranna Peter Máté og Nínu Margrétar Grímsdóttur en stofnmeðlimir eru 11 og allir úr fremstu röð íslenskra tónlistar- manna. Að sögn Nínu Margrétar er ætlunin með tónleikaröð Kammer- hópsins í vetur að kynna á hverjum tónleikum verk eins höfuðtónskálds kammertónlistar og síðan beina sjón- um að tónlist ákveðinna landa og verður frönsk, rússnesk, tékknesk og bandarísk tónlist á dagskrá í vetur. Af öðrum tónskáldum en Beethoven sem tónleikar verða helgaðir má nefna Mozart, Schubert, Mendelsohn og Schumann. Á efnisskrá fyrstu tón- leikanna nú á sunnudaginn eru Són- ata fyrir píanó og fiðlu í C moll, op. 30 nr. 2. Síðan leika þau Peter Máté og Bryndís Halla sjö tilbrigði fyrir píanó og selló úr Töfraflautunni op. 66. Tónleikunum lýkur með Tríói fyrir píanó, fiðlu og selló í c moll op. 1 nr. 3 í flutningi Nínu Margrétar, Auðar Hafsteinsdóttur og Bryndísar Höllu. Tónleikaspjall og matargerðarlist Í tengslum við tónleikaröð Kamm- erhóps Salarins í Kópavogi í vetur verður efnt til tónleikaspjalls fyrir hverja tónleika þar sem gestum býðst tækifæri til að fræðast um verkin sem verða flutt, höfund þeirra og tímabil. Í vetur verður tónleika- spjallið í höndum tónskáldanna Atla Heimis Sveinssonar, Þorkels Sigur- björnssonar og Mistar Þorkelsdótt- ur. Að sögn forsvarsmanna Salarins er þetta vel þekkt erlendis sem að- ferð til kynningar á klassískri tónlist og hefur gefist vel til að auka áhuga og skilning almennings. Nína Mar- grét segir þetta eiga sér forsögu í spjalli Jónasar Ingimundarsonar á undan tónleikum þar sem hann hafi unnið ómælt brautryðjandastarf mörg undanfarin ár. „Nýjungin er fólgin í því að það er ekki flytjandinn sjálfur sem kynnir verkin og höfund- ana og þessu er gefinn ákveðinn tími á undan tónleikunum. Eftir tón- leikana er gestum síðan gefið tæki- færi til að kynnast matargerðarlist og það er veitingastaðurinn Austur- Indíafélagið sem ríður á vaðið á sunnudaginn með kynningu á austur- lenskri matargerð. Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og í allt er dagskráin tvær klukkustundir með blöndu af fræðslu, góðri tónlist og kynningu á góðum mat. Við vonum að gestum okkar eigi eftir að líka þetta vel og þetta hljóti góðar undirtektir,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir píanóleik- ari. Morgunblaðið/Golli Kammerhópur Salarins, sem leikur á fyrstu tónleikunum, ásamt Nínu Margréti Grímsdóttur. Fyrstu tónleikar Kammerhóps Salarins í Kópavogi Nýjung í tónlistarlífinu FRÆÐSLUDEILD Listasafns Reykjavíkur hlýtur Íslensku safn- averðlaunin í ár en þau voru veitt í annað sinn á fimmtudag. Verðlaunin eru veitt safni sem þykir hafa skarað fram úr í starfi sínu. Að verðlauna- veitingunni standa Félag íslenskra safna og safnamanna og Íslandsdeild alþjóðaráðs safna, ICOM. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, afhenti verðlaunin og fór athöfnin fram á Húsavík. Fræðsludeildin á Listasafni Reykjavíkur hefur, að mati val- nefndar, náð framúrskarandi ár- angri í starfi sínu. „Fræðslan er mið- uð við allan almenning og skólafólk á öllum aldri. Deildinni hafa verið sköpuð þau starfsskilyrði að hún er starfi sínu megnug en hún hefur frá- bæru starfsfólki á að skipa.“ Eiríkur Þorláksson, forstöðumað- ur Listasafns Reykjavíkur, veitti verðlaununum viðtöku. Farskóli íslenskra safnamanna var haldinn á Húsavík í vikunni. Til hans koma safnamenn hvaðanæva af landinu einu sinni á ári. Að þessu sinni var umfjöllunarefnið starf ein- yrkjans og var fjallað um það hugtak út frá heimspekilegum, sögulegum og sálfræðilegum staðreyndum. Ný lög um starfsemi safna Samþykkt hafa verið á Alþingi ný lög um starfsemi safna og koma þau til með að hafa víðtæk áhrif, að mati Lilju Árnadóttur hjá Þjóðminjasafn- inu, sem þátt tók í skólastarfinu. „Þátttakendur farskólans í ár líta vonaraugum til þess að hin nýju safnalög verði til þess að efla og sam- hæfa störf safna og auka skilvirkni við fjárveitingar.“ Aðalfundur félagsins er ævinlega haldinn í tengslum við farskólann og nú var lögum félagsins breytt í þá veru að nú geta stofnanir gerst fé- lagar og því var nafni félagsins breytt. Fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur Hlýtur Íslensku safnaverðlaunin Morgunblaðið/Pétur Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, tekur við verðlaununum úr hendi Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.