Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 32

Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 17. september 1991: „Borg- araflokkunum í Svíþjóð tókst að fella stjórn Ingvars Carls- sons, leiðtoga jafnaðar- manna, í þingkosningum síð- astliðinn sunnudag. Þeim mistókst hins vegar að ná þeim þingmeirihluta, sem hugur þeirra stóð til. Nið- urstöður kosninganna sýna ótvíræða hægri sveiflu, en hún var ekki jafnafgerandi og björtustu vonir borg- araflokkanna stóðu til.“ . . . . . . . . . . 16. september 1981: „Frá því að Morgunblaðið vakti máls á vanda iðnaðardeildar SÍS í forystugrein 6. september hafa forráðamenn Sam- bandsins haldið því fram, að ranglega saki blaðið SÍS um að sækjast eftir ríkisstyrk, málum sé alls ekki þannig farið. Í umræddri for- ystugrein var notað orðið „fyrirgreiðsla“ um beiðni SÍS til ríkisins og síðar hafa orðin „aðstoð ríkisvaldsins“ og „opinber aðstoð“ verið notuð. Hafi Morgunblaðið sakað Sambandsmenn um að fara fram á ríkisstyrk er það óviljandi, blaðinu dytti ekki í hug, að slíkt vekti fyrir þeim. Hins vegar hafa for- ráðamenn SÍS bent á þessi ráð til úrbóta fyrir fyrirtæki sitt. Seðlabankinn greiði gengistapið, um eina milljón á mánuði, launaskattur og iðnaðarsjóðsgjald verði felld niður, ríkið lækki vexti á skuldum, raforkuverð verði lækkað, uppsafnaður sölu- skattur verið endurgreiddur mánaðarlega úr ríkissjóði. Ef til vill má segja það SÍS- mönnum til málsbóta, að enginn undrist þótt þeim hafi dottið orðið „ríkisstyrkur“ í hug, þegar þeir sáu óskir sín- ar allar tíundaðar samtímis.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝR LEIÐTOGI ÍHALDSFLOKKSINS Iain Duncan Smith hefur verið kjör-inn leiðtogi breska Íhaldsflokks-ins eftir langa og harða kosninga- baráttu. Smith kemur úr þeim armi Íhaldsflokksins sem hvað mestar efa- semdir hefur um Evrópusamstarfið, hvort sem það er Evrópusambandið eða aðild að evrunni, og þykir sigur hans einnig bera vitni um styrkleika þess arms flokksins sem kenndur er við Margaret Thatcher. Sjónarmið Smiths kunna að eiga hljómgrunn meðal meiri- hluta flokksmanna í Íhaldsflokknum en sá meirihluti endurspeglar ekki breskt þjóðfélag. Evrópudeilan hefur verið hatrömm innan flokksins og haft alvar- legar afleiðingar fyrir hann og má þó ekki gleyma því að það var Íhaldsflokk- urinn undir forystu Edwards Heath sem leiddi Breta inn í Evrópusamband- ið. Smith hefur lýst yfir því að hann hyggist draga úr áherslunni á Evrópu- málin til að freista þess að sameina íhaldsmenn og um leið sagt að hann muni leyfa þeim mönnum sem hann skipar í hin svokölluðu skuggaráðu- neyti að fylgja sannfæringu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að þetta dugi til að sverðin verði slíðruð. Sigur Smiths á Kenneth Clarke var nokkuð afgerandi. Smith hlaut 61 af hundraði atkvæða en Clarke 39 af hundraði. Clarke, sem sóttist nú öðru sinni eftir því að vera kjörinn leiðtogi flokksins, hélt því fram að hann væri vænlegastur til að fá fyrrverandi kjós- endur Íhaldsflokksins til að snúa aftur. Smith sagði hins vegar að Íhaldsflokk- urinn ætti aldrei að hvika frá grund- vallarmarkmiðum sínum, en þyrfti að gera breytingu á því hvernig þeim væri komið á framfæri við almenning. Smith er tiltölulega óþekkt stærð í breskum stjórnmálum. Hans fyrstu embættisverk þykja merki um að hann ætli ekki að gera mikið til að biðla til annarra afla í flokknum. Var sérstak- lega til þess tekið að hann virtist ekki ætla að skipa menn úr röðum stuðn- ingsmanna helstu andstæðinga hans í leiðtogakjörinu, Clarkes og Michaels Portillos í skuggaráðuneyti sitt. Íhaldsflokkurinn hefur á undanförn- um níu árum misst fylgi fjögurra millj- óna kjósenda. Verkamannaflokknum tókst eftir langa eyðimerkurgöngu að hrifsa völdin úr höndum Íhaldsflokks- ins með því að biðla til kjósenda á miðju stjórnmálanna. Flestir eru sammála um að lykillinn að því að komast til valda í lýðræðisríkjum okkar daga liggi í því að höfða til miðjunnar og með því að leita of langt til hægri eða vinstri sé einfaldlega verið að útiloka stóran hóp kjósenda. Hefði forusta Verkamanna- flokksins mátt ráða því hvort Clarke eða Smith yrði leiðtogi flokksins hefði hún sennilega stutt meirihluta Íhalds- flokksins og einnig valið þann síðar- nefnda í trausti þess að í næstu kosn- ingum hefði Verkamannaflokkurinn miðjuna út af fyrir sig. Úrslit leiðtogakjörsins lágu fyrir á fimmtudagskvöld. Það segir sína sögu að þegar veðbankar á Bretlandi voru opnaðir á föstudagsmorgun voru líkur taldar hafa aukist á að Verkamanna- flokkurinn næði að vinna þriðja sigur- inn í röð og vonir Frjálslyndra demó- krata um að ná öðru sæti höfðu glæðst. Iain Duncan Smith á erfitt verk fyrir höndum ætli hann að leiða Íhaldsflokk- inn til sigurs á ný. FRUMLEIKINN SEM HREYFIAFL Þrátt fyrir að hér á landi hafi ekkimyndast samfelld hefð á sviði myndlistar fyrr en á þessari öld, hafa Íslendingar þegar eignast góða mynd- listarmenn sem kveðið hefur að á al- þjóðavettvangi. Í gær var opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verk- um eins þessara listamanna, Kristjáns Guðmundssonar, sem vissulega er tímabært því bæði Þjóðverjar og Svíar voru Íslendingum fyrri til að setja upp yfirlitssýningar á verkum hans. Sein- læti okkar má ef til vill rekja til þess að fyrstu verk Kristjáns vöktu sterk við- brögð hér á landi, en þau þóttu ögra fagurfræðilegum gildum sem þá voru rétt að festa sig í sessi. Í Lesbók í gær segir Kristján að listin sé bætandi fyrir þjóðfélagið jafn- vel þótt hún virðist í fljótu bragði rífa það niður. Þessi orð hans eru umhugs- unarverð því oft er eins og langur tími líði þar til samfélagið gerir sér grein fyrir gildi þess sem er framsækið hverju sinni. Myndlist gegnir þó afar þýðingarmiklu hlutverki sem hreyfiafl í samfélaginu og framlag hennar veg- ur að sjálfsögðu hvað þyngst þegar það varpar nýju ljósi á óvænta þætti tilvistar okkar og samtíma. T ÍMAMÓT, endalok tímabils, breytt heimsmynd, heimur- inn verður aldrei samur – allt þetta höfum við heyrt margoft í þessari sögulegu viku. Dagsetningin 11. sept- ember 2001 verður að öllum líkindum skráð í mannkyns- sögubækurnar; hin mannskæða árás arabískra hryðjuverkamanna á Bandaríkin kann að breyta gangi sögunnar. Áhrif hennar á öryggis- og varn- armál og á alþjóðastjórnmálin verða mikil og var- anleg. Það er ekki nema u.þ.b. áratugur síðan kalda stríðinu lauk – sú dagsetning, sem oftast er nefnd í því sambandi, er 9. nóvember 1989, en þá féll Berlínarmúrinn. Kalda stríðið einkenndist af kjarnorkuvígbúnaði og ógnarjafnvægi. Sú ógn, sem Vesturlönd stóðu frammi fyrir, var skýr í huga almennings. Heimsyfirráðastefna komm- únistastjórnarinnar í Sovétríkjunum var það sem ógnaði öryggi Vesturlanda. Í meira en fjörutíu ár vofði hættan á kjarnorkuárás yfir, en gagnkvæm kjarnorkufæling hafði tilætluð áhrif; slíkt varð aldrei að veruleika. Hefðbundnum hernaði milli risaveldanna og bandamanna þeirra var um leið haldið í skefjum. Eftir að kalda stríðinu lauk og Sovétríkin liðu undir lok tók við nýtt tímabil, sem menn vita ekki almennilega hvað þeir eiga að kalla; stundum er talað um hina nýju heimsskipan, jafnvel endalok sögu og hugmyndafræði. Hin miklu hugmynda- fræðilegu átök austurs og vesturs voru vissulega að mestu úr sögunni og ógnin liðin undir lok. Á Vesturlöndum, ekki sízt í Bandaríkjunum, hefur ótti við stríð sjaldan verið minni en þessi síðustu tíu ár, öryggistilfinning hefur verið ríkjandi. Vissulega var strax árið 1991 farið að tala um að ýmsar smærri og verr fyrirsjáanlegar hættur kæmu í stað kjarnorkuógnarinnar að austan. Atl- antshafsbandalagið (NATO) eyddi síðasta áratug liðinnar aldar í að endurskilgreina öryggishug- takið og tiltók m.a. þjóðernisátök, umhverfis- vanda, náttúruhamfarir, skipulagða glæpastarf- semi og hryðjuverk sem hugsanlega ógnun við öryggi aðildarríkjanna. NATO hefur þurft að bregðast við sumum af þessum nýju hættum, einkum og sér í lagi þjóðernisátökum á Balk- anskaga, sem hafa ógnað stöðugleika í Evrópu. En þau átök hafa átt sér stað utan landsvæðis að- ildarríkja NATO. Almenningur í Vestur-Evrópu og í Ameríku hefur almennt talað ekki óttazt hernaðarárás á heimaland sitt. Eftir þriðjudaginn í þessari viku er allt breytt. Öryggistilfinningin er horfin. Öfgamenn í sjálfs- vígsham gerðu vel heppnaða árás á hjarta Norð- ur-Atlantshafssvæðisins, tvær helztu borgir Bandaríkjanna, öflugasta herveldis heims, án þess að nokkrum vörnum yrði við komið. Kyn- slóðin, sem er að vaxa úr grasi og man lítt eða ekki eftir öryggisleysi kalda stríðsins, stendur nú skyndilega frammi fyrir því að hún er hvergi óhult fyrir þeim ógnaröflum, sem stóðu að baki árásinni. Árásin var stríðsaðgerð Sennilega féllu um 5.000 manns í árás- inni, flestir óbreyttir borgarar. Það er því líklega óhætt að segja að 11. september sl. hafi verið blóðugasti dagurinn í sögu Bandaríkj- anna; fleiri týndu lífi en í orrustunni við Antietam 17. september 1862, sem var þáttur í bandaríska þrælastríðinu, en þá féllu um 4.000. Frægasta og afdrifaríkasta atlaga utanaðkomandi afla að Bandaríkjunum, árás Japana á Pearl Harbour 6. desember 1941, kostaði 2.300 mannslíf. Aðdrag- andi, umfang og mælikvarði árásarinnar á New York og Washington er einfaldlega þannig, að það er ekki hægt að skilgreina hana öðru vísi en sem stríðsaðgerð. Sumir hafa látið í ljós undrun á því að Banda- ríkin og Atlantshafsbandalagið skuli skilgreina árásina sem stríðsaðgerð og heita viðbrögðum í samræmi við það. En við þurfum ekki að fara í neinar grafgötur um að þeir, sem stóðu að baki árásinni, líta svo á að þeir séu í stríði. Osama bin Laden, hryðjuverkaforinginn sem yfirgnæfandi líkur eru á að tengist voðaverkinu, hefur fyrir löngu lýst yfir heilögu stríði á hendur Bandaríkj- unum. Hryðjuverkamenn sem tengjast honum hafa augljóslega yfir að ráða fjármunum, þekk- ingu og skipulagi til að bana fleira fólki í einu skyndiáhlaupi en japanska keisaraveldinu tókst. Viðbrögðin verða auðvitað að taka mið af þessu. Þær aðgerðir duga augljóslega ekki lengur, sem beitt hefur verið til þessa, þ.e. að leita uppi ein- staka hryðjuverkamenn, draga þá fyrir dómstóla og reyna að sanna á þá sakir með hefðbundnum leiðum eins og gert var vegna Lockerbie-spreng- ingarinnar og fyrra tilræðisins í World Trade Center. Allir þeir, sem tóku beinan þátt í flugrán- unum og sjálfsmorðsárásunum á þriðjudaginn eru eðli málsins samkvæmt ekki lengur í lifenda tölu og verða ekki sóttir til saka. Og það mun trauðla nást til bakhjarla þeirra nema með her- valdi. Ósamhverfur hernaður Undanfarin ár hafa vestrænir sérfræðing- ar á sviði öryggis- og varnarmála raunar haft sívaxandi áhyggjur af þeirri nýju tegund stríðs, sem beinist ekki sízt gegn Vesturlöndum og hefur fengið nafnið „ósamhverfur hernaður“ eða „asymmetric warfare“ upp á ensku. Ósam- hverfan felst annars vegar í því að þetta er stríð hinna veiku gegn hinum sterku, t.a.m. hreyfingar öfgamanna gegn herveldi Bandaríkjanna, og hins vegar að sá veiki beitir allt öðrum aðferðum en sá sterki til að finna snöggu blettina á and- stæðingi sínum og gera styrk hans að engu, í stað þess að báðir beiti hefðbundnum vopnum og hernaðartækni. Þessi tegund hernaðar hefur út af fyrir sig allt- af verið til, en hún hefur verið í hraðri þróun frá árinu 1990. Henni eru gerð góð skil í grein, sem birtist í Jane’s Intelligence Review í október á síðasta ári og er endurbirt á vefsíðu Jane’s-útgáf- unnar þessa dagana. Höfundarnir, Kevin O’Brien og Joseph Nusbaum, sem báðir eru sér- fræðingar hjá International Centre for Security Analysis, segja að hinar „ósamhverfu ógnir“ feli ekki í sér hættu á meiriháttar hefðbundnu stríði gegn Vesturveldunum, en geti engu að síður ver- ið enn hættulegri almenningi og stjórnvöldum í hinum þróuðu ríkjum en hefðbundinn hernaður. Þeir O’Brien og Nusbaum segja að í ósam- hverfum hernaði geti veikari aðilinn ekki mætt óvini sínum á hefðbundinn hátt, með svipuðum vopnum og aðferðum, annað hvort vegna eigin vangetu eða yfirburða andstæðingsins. Hann velji því vopn og aðferðir sem komi á óvart, nýti veikleika hins sterka og sneiði framhjá styrk- leika hans. Meðal baráttuaðferðanna í ósam- hverfum hernaði er að ala á ótta meðal almenn- ings með hryðjuverkum, að nota vopn sem koma á óvart (t.d. ferðatöskur eða bíla fyllta með sprengiefni), ráðast á eða eyðileggja tölvu-, fjar- skipta- og upplýsingakerfi, dyljast í fjölmenni stórborga þar sem ekki er hægt að beita þung- vopnuðu herliði, og að ráðast gegn óbreyttum borgurum á stöðum, sem engum hefur dottið í hug að yrði ráðizt á. Það er engu líkara en að greinarhöfundarnir hafi í október séð fyrir hvað gæti gerzt innan við ári síðar: „...eitt af helztu ríkjum Vesturlanda gæti orðið fyrir miklum áföllum af völdum vel menntaðs, vel búins og samheldins hóps færri en 50 manna. Slík árás gæti haft gífurleg áhrif, miðað við það hverju þyrfti að kosta til hennar.“ Greinarhöfundarnir benda á að tækniþróunin hafi styrkt stöðu þeirra, sem vilja ástunda ósam- hverfan hernað. Það sé ódýrara og auðveldara en áður að verða sér úti um hvers konar vopn til að nota gegn andstæðingunum (þar með taldar langdrægar eldflaugar, kjarnorkuvopn, efna- og sýklavopn), ferðalög séu auðveldari, aðgangur að þekkingu og upplýsingum greiðari, auðveldara fyrir hópa að skipuleggja sig með aðstoð nýjustu fjarskiptatækni. Þeir benda aukinheldur á að jafnt litlar sellur hryðjuverkamanna og ríkis- stjórnir fjölmennra landa geti beitt hinum óhefð- bundnu aðferðum. Þeir vitna þannig í skýrslu kínverska hersins, þar sem fram kemur að Kín- verjar hafi áttað sig á því að þeir geti ekki staðizt Vesturveldunum snúning í hefðbundnu stríði og hafi því byrjað að þróa „ósamhverfar“ aðferðir, t.d. með því að smíða tölvuveirur, sem eiga að leggja upplýsingakerfi vestrænna herja í rúst ef þörf krefur. Þarf ekki ríki til að fara í stríð Ein af þeim ályktun- um, sem draga má af lestri greinar þeirra O’Briens og Nus- baums, er að það þarf ekki óvinaríki til að ógna öryggi Vesturlanda. Alls konar samtök, sem hvorki ráða né lúta ríkisvaldi, geta komizt í þá aðstöðu að geta unnið vestrænum ríkjum al- varlegt tjón, þrátt fyrir yfirburði þeirra síðar- nefndu á sviði hefðbundins hernaðar. Þetta er mikilvæg breyting, því að hingað til hafa það að- allega verið ríki, sem hafa farið í stríð. Öfga- hreyfingar sem hafa talið ofbeldi leið að mark- miðum sínum hafa alltaf verið til, en á síðustu öld kepptu þær flestar að því að ná ríkisvaldinu í sín- ar hendur og öðlast þannig aðgang að skattpen- ingum, mannafla, samgöngumannvirkjum og öðru því, sem nauðsynlegt þótti til að heyja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.