Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 39
!" " #
!" # $ % $ &'
# $ ($ #
$ $ # $ $ $ $
!" # $%
& '
( & #
) * ) & # +
! "## $
%& '() * & +)
,- & *
' () +) . + $ . +*
*&/ /! $
!
"#$#%
&
' % %
& (& $)$&
$ *#+" ( '
(
& $)$&$ ' +
%#( '
(
,
&"
#, &
' ( '
(
& ''( #- '.
( '
(#' ( '
(
"' #
&
'#. .
!"#$%
!
"
#
! "
&'(
)" *++
* )%,""'*
- ."**" /'**
0 +" ,%1'+2
-'.*1'+2
("*"(*' ("*"("*"(*%
!" #$
% $ % "& ''((%
) * % '((% + '% + '$
,% ,-% ,% ,% ,-%
$",% ,% ,% ,%
Kæri Árni Pétur.
Það er erfitt að kveðja
og sætta sig við að þú
sért farinn frá okkur,
svo miklu, miklu fyrr
en nokkurn óraði fyrir. Þú ert samt
ekki horfinn okkur með öllu. Þú
skildir svo mikið eftir. Allar góðu
minningarnar um brosið þitt blíða,
húmorinn, prakkaraskapinn, hjálp-
semina og verkin sem þú vannst.
Allt er þetta hluti af þér sem lifir
með okkur áfram og verður ekki frá
okkur tekinn. Það er langt síðan
Rúna Björk gerði þig að einum af
strákunum okkar og það verður þú
alltaf. Við hefðum viljað að samleið
okkar hefði orðið miklu lengri en
því fengum við ekki ráðið. Við sökn-
um þín sárt og biðjum Guð að blessa
þig og Rúnu Björk og veita henni
styrk á þessum erfiða tíma. For-
eldrum þínum og ástvinum öllum
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur. Vertu sæll, elsku vinur, og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Fjölskyldan Miðholti 2,
Akureyri.
Þegar ég frétti að báturinn Una í
Garði hefði farist varð mér strax
hugsað til Árna Péturs. Ég hrein-
lega trúði ekki að hann væri farinn,
en því miður var það satt. Árni var
búinn að vera með Rúnu systur í
nokkur ár og því hafði ég kynnst
honum nokkuð vel. Árni var góður
drengur en hafði líka kynnst sorg-
um, t.d. þegar Ragnar bróðir hans
fórst af slysförum tveimur árum áð-
ur. Ég minnist þess er þau bjuggu
hér fyrir norðan og pabbi hafði
áhyggjur af því að Árni fengi ekki
nóg að borða. Því bauð hann Árna í
mat, en Rúna fékk bara að fylgja
með. Það var alltaf stutt í húmorinn
hjá Árna. Foreldrar hans skildu
þegar hann var ekki nema nokkurra
ára og þeir bræður höfðu ekki sam-
ÁRNI PÉTUR
ÓLAFSSON
✝ Árni Pétur Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 12. nóv-
ember 1976. Hann
fórst með Unu í
Garði GK 100 17. júlí
síðastliðinn og fór
minningarathöfn um
hann fram í Krists-
kirkju í Landakoti
14. ágúst.
band við föður sinn í
fjölda ára, en endur-
nýjuðu kynnin við
hann nokkrum mánuð-
um áður en Ragnar
fórst.
Árni, ég þakka fyrir
að hafa fengið að
kynnast þér og bið guð
að styrkja Rúnu Björk
og alla aðstandendur
þína á þessum erfiðu
tímum. Hafðu þökk
fyrir allt.
Erla Hrönn
Þegar maður fær slíkar fréttir
eins og okkur bárust um kæran vin
getur maður ekki trúað þeim. Jafn-
vel eftir nokkurn tíma er þetta svo
ótrúlegt að á hverri stundu eigum
við von á því að einhver segi okkur
að þetta hafi allt verið misskilning-
ur, að Árni sé á leiðinni heim. Samt
vitum við innst inni að það gerist
ekki og vitum það jafnframt að
þennan vin sjáum við ekki aftur.
Mjög margar minningar koma
upp á yfirborðið, nóg er að opna
myndaalbúm til að sjá augnablik
sem við áttum saman og án und-
antekninga fylgja þeim góðar minn-
ingar. Árni var mikill gleðigjafi og
einlægur í tilfinningum, hann varð
svo virkilega glaður þegar gaman
var og lifði sig af svo miklum ákafa
inn í hvern leik og uppátæki sem
vinunum datt í hug. Það var áber-
andi mikið líf og fjör í kringum hann
og var það sama hvort hann hafði
þekkt fólk lengi eða stutt; hann tók
öllum eins og var alltaf hann sjálfur.
Það var því ekki að undra að hann
ætti marga vini og laðaði fólk að
sér. Hvort sem við hittumst oft eða
sjaldan var alltaf hægt að reikna
með því að Árni væri eins, glaður í
bragði og fyrstur til að samþykkja
einhverja uppástungu. Það var
virkilega gaman að sjá þau Rúnu
saman, svo ólík en svo samrýnd og
alltaf skein það í gegn hvað þau
voru virkilega stolt hvort af öðru og
skein það í gegn bæði í tali þeirra
og látbragði. Það er skrítið að hugsa
til þess að þau komi ekki til með að
eignast börn og heimili því við sáum
fyrir okkur að við myndum verða
samstiga í því þegar þar að kæmi.
Þegar Raggi, bróðir Árna, dó fyr-
ir tveimur árum var erfitt að sætta
sig við það, Árni var þá svo ótrúlega
sterkur, hann minntist bara á góðu
tímana og gladdist við það að hafa
upplifað svo margt gott með honum.
Við trúum því að hann myndi vilja
láta minnast sín á þann hátt að vinir
hans og fjölskylda hugsi um allt
sem þau áttu með honum og hvað
góðu stundirnar voru margar. Það
er ekki erfitt að finna ýmsar góðar
minningar, stórt skarð er komið í
vinahópinn núna en Árni skildi svo
ótrúlega margt eftir sig og það
komum við til með að eiga áfram.
Við þökkum fyrir að hafa átt þenn-
an góða dreng að vini og finnst við
vera ríkari eftir að hafa kynnst hon-
um. Nú eru þeir bræður sameinaðir
á ný og er það örlítil huggun í sorg-
inni, þeir áttu alltaf saman.
Kæra Rúna, foreldrar, systkini
og aðrir aðstandendur, megi Guð
hjálpa ykkur í þessari miklu sorg.
Ykkar vinir,
Petrína Soffía Eldjárn og
Hlynur Björn Pálmason.
Orð mega sín lítils, en í örfáum
fátæklegum orðum langar mig að
minnast vinar míns, Árna Péturs
Ólafssonar, sem fórst með Unu í
Garði hinn 17. júlí sl. Já, hann er oft
þunghöggur „maðurinn með ljáinn“,
því 14. ágúst 1999 lést bróðir hans,
Ragnar Már, af slysförum á sjó, að-
eins tvítugur að aldri. Þetta stóra
skarð eftir fráfall þeirra bræðra
verður aldrei bætt.
Árni Pétur var ákaflega sam-
viskusamur, harðduglegur og verk-
laginn að hverju sem hann gekk.
Hann var maður dagfarsprúður og
rólegur, þó mjög glaðsinna og
skemmtilegur, og hrókur alls fagn-
aðar í góðum hópi á gleðistundum,
enda leiddist engum sem með hon-
um voru, það sýndu líka vinsældir
hans. Og víst er um það að svo heil-
steyptir og traustir menn sem þeir
bræður voru eru ekki á hverju strái.
Það er svo margt, sem ekki kunnum skil
og erfitt er að finna rétta vægið.
Þú gæddir alltaf lífið ljósi og yl
með lundu milda og göfugt hjartalagið.
Þá höggvið er á hjartans innsta streng,
horfna tíma, mun oss jafnan dreyma.
Minningu um mætan ljúfan dreng
munum við í hjörtum okkar geyma.
Árni minn, ég þakka þér fyrir
vináttu þína og sendi unnustu þinni,
foreldrum, systkinum og ástvinum
öllum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og bið Guð að veita þeim
styrk og blessun.
Gunnar Thorsteinsson.
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað. Þá er enn
fremur unnt að senda grein-
arnar í símbréfi (569 1115) og
í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstak-
ling birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina