Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 49 Í TILEFNI af grein sem ég birti í Morgunblaðinu 31.8. 2001 barst mér samdægurs elskulegt vefbréf frá Sævari Sigurgeirssyni, svo látandi: „Sæll Þorgeir, það er vert að þakka pistil þinn í Morg- unblaðinu í morgun. Vissu- lega er rétt að stjórnar- skráin er ekki sérlega aðgengileg almenningi en þó kom mér á óvart að sjá í pistl- inum að starfsfólk bókabúða ræki upp stór augu þegar spurt væri um hana. Vaka-Helgafell gaf nefnilega stjórnarskrána út í ritröð sem heitir „Smábækur Vöku-Helgafells“ fyrir nokkrum árum (líklega 1995 eða 1996) og hefur mér vitanlega ekki selst í stóru upplagi, en gæti auðvit- að hugsanlega verið uppseld síðan ég yfirgaf bókabransann. Þú fyrir- gefur vonandi framhleypnina, en mig langaði bara til að láta þig vita af þessu. Með bestu kveðju. Sævar Sigurgeirsson“. Ég þakka upplýsingarnar, sem bárust mér raunar víðar að þennan sama dag. Mér þótti gleðiefni að heyra um framtak VH svo ég skakk- lappaðist undireins í næstu bókabúð til að kaupa mér stjórnarskrá. Og mikið rétt: Strax og maður hættir að tala um stjórnarskrána við bókabúðarfólkið og spyr eftir smáritum VH er manni vísað á sérstaka hillu með þeim góðu ritum. Þar leitar maður um stund og finnur enga stjórnarskrá. Hvernig stendur á því? Er hún kannski uppseld? – Nei, segir verslunarstýran, mjög einbeitt á svipinn. Okkur dett- ur bara ekki í hug að selja þetta á 750,- krónur fyrst hægt er að fá það ókeypis í Stjórnarráðinu. – En mig langar að eiga þessa út- gáfu, segi ég. – Það er alveg sami textinn í stjórnarskránni þó hún fáist ókeyp- is, segir konan með þjósti. – En mig langar til að fá þessa bók keypta, ítreka ég. – Ég get svosem pantað eintak fyrir þig. Það verður til á þriðjudagsmorgun. – Takk. Nú á maður því ekki að venjast að bókabúðarfólk ráðleggi kúnnunum að fara annað til að spara sér út- gjöld. Hvers vegna er það svona andsnúið því að stjórnarskráin sé metin til fjár? Veit það kannski, að 9 af hverjum 10, sem koma í Stjórnar- ráðið að betla sér stjórnarskrá þeir fá enga úrlausn erinda sinna og fara stjórnarskrárlausir heim? Er hér á ferðinni dulvituð sann- færing forræðishyggjunnar um það, að þjóðin hafi ekkert með stjórn- arskrá að gera? Vafalaust fullnægir það sjálfs- ánægju útgefandans að hafa prentað stjórnarskrána. Vafalaust er gaman að eiga upplag hennar óselt á lager því til sönnunar. En sættir útgef- andinn sig við þessa virku andstöðu bóksalans gegn því að selja ritið? Mætti ekki brjóta þá andstöðu á bak aftur með því að auglýsa stjórnar- skrána fyrir svo sem 1% af þeirri upphæð, sem fór í að auglýsa smá- sögur forsætisráðherrans? Mundi sá peningur ekki nægja til að bókabúðirnar sýndu stjórnar- skránni fulla virðingu? Spyr sá, sem ekki veit. ÞORGEIR ÞORGEIRSON, rithöfundur, Bókhlöðustíg 6b, 101 Reykjavík. Fáein orð í viðbót um útgáfu stjórnarskrárinnar Frá Þorgeiri Þorgeirsyni: Þorgeir Þorgeirson ...ferskir vindar í umhirðu húðar Gættu að því sem þú átt og fáðu til baka það sem hefur tapast. VITA-A-KOMBI dag- og næturkrem Mikill árangur á skömmum tíma Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Útsölustaðir: Snyrtideildir Hagkaups, Lyf og heilsa, Lyfja, Apótekið hf., Hringbrautar Apótek, Borgar Apótek, Rima Apótek, Árbæjar Apótek, Garðs Apótek, Laugarnes Apótek, Salon Ritz, Björt-Bæjarhrauni, Lyfja Grindavík, Húsavík og Egilsstöðum, Myrra Selfossi, Apótek Keflavíkur, Borgarness Apótek, Apótek Vestmannaeyja, Apótek Ólafsvíkur, Stúdíó Dan - Ísafirði, Apótek Blönduóss, Sauðárkróks Apótek, Siglufjarðar Apótek, Hafnar Apótek og Nes Apótek. Stækkun Kröfluvirkjunar um 40 MW Mat á umhverfisáhrifum Opið hús Mývatnssveit Landsvirkjun mun kynna niðurstöður skýrslu um mat á umhverfisáhrifum stækkunar Kröfluvirkjunar þriðjudaginn 18. september milli kl. 17 og 21 í Hótel Reynihlíð í Mývatns- sveit. Einnig verður kynnt tillaga að deiliskipulagi jarðhita- réttindasvæðis Landsvirkjunar við Kröflu. Fulltrúar verkefn- isstjórnar mats á umhverfisáhrifum og tillögu um deiliskipu- lag munu veita upplýsingar og svara fyrirspurnum gesta. Fulltrúar Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf., Rann- sóknasviðs Orkustofnunar og Landslags ehf. munu kl. 17 og 19 flytja stutt erindi um framkvæmdina, niðurstöður mats á umhverfisáhrifum, matsferlið og tillögu að deiliskipulagi. e Jóhannes S. Kjarval Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 12.00-17.00. Seld verða um 100 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 LISTMUNAUPPBOÐ Í KVÖLD KL. 20.00 Á HÓTEL SÖGU Rafvörur:  Tenglar  Rofar  Kaplar  Snúrur  Spennur  Rafmagnsarnar  Handklæðaofnar  ISDN símar  ISDN símstöðvar  Símar  Borvélar  Ljós  Öryggiskerfi Vinnustaðabúnaður:  Hillukerfi - FAMI  Fataskápar  Vinnuborð  Bílainnréttingar  Loftkefli  Rafmagnskefli  Plastkistur - RAACO  Rafmagnsbrautir  Loftbrautir  Skrúfur og tappar  Verkfæri Hamarshöfða 1 - Sími 511 1122 verslun SPARI-DAGAR HÓTEL ÖRK í hjarta og sinni á Örkinni Lykilhótel Örk • 810 Hveragerði Sími 483 4700 • Fax 483 4775 Fyrir alla eldri borgara Sparidagarnir hefjast 21. október, þegar Gunnar Þorláksson skemmtanastjóri mætir til leiks og stjórnar dagskránni. Að venju verður í boði fjölbreytt dagskrá, m.a.: Morgun- hreyfing, félagsvist, gönguferðir, bingó, danskennsla, leikja- námskeið, ferðalag og svo öll tómstundaaðstaða hótelsins, auk kvöldskemmtana með söng og dansi á hverju kvöldi. Verð fyrir manninn er 18.500 kr. Innifalið er: Gisting í fimm nætur, m.v. tvíbýli, morgunverður, þríréttaður kvöldverður ásamt skemmtidagskrá alla daga. Tvö tímabil eru í boði: 21. okt.–26. okt. 28. okt.–2. nóv. Kynningarkvöld í Neskirkju mánudaginn 24. september kl. 19 Alfa er 10 vikna námskeið um kristna trú og tilgang lífsins. Hvert kvöld hefst á léttum kvöldverði. Að honum loknum er fyrirlestur, umræðuefni útskýrt og rætt í hópum. Einu sinni á námskeiðinu er farin helgarferð. Áætlað er að á þessu ári verði haldin 20.000 námskeið í meira en 120 löndum. Verð: Námskeið, vinnubók, helgarferð með fæði og létt máltíð öll kvöldin 8.900 kr. Skráning í Neskirkju í síma 511 1560, á netfanginu neskirkja@neskirkja.is og á kynningarkvöldinu. Fyrirlesari séra Örn Bárður Jónsson. Alfa-námskeið í Neskirkju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.