Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 61
MYNDASAGA
VIKUNNAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 61
Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800
EINA BÍÓIÐ MEÐ
THX DIGITAL Í
ÖLLUM SÖLUM
FYRIR
1250 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 251.
Þegar þú veist lykilorðið,
geturðu gert allt!
Kvikmyndir.com
Ef þú hef-
ur það
sem þarf
geturðu
fengið allt.
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 256. B.i. 12.
Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Ísl tal. Vit 245
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit 2245
Kvikmyndir.is
strik.is
Mögnuð stuðmynd í
nánast alla staði!
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit 265.
strik.is
SV MBL
kvikmyndir.is
FRUMSÝNING
Skriðdýrin eru mætt
aftur til leiks.
Já, nú fara Skriðdýrin
til Parísar og lenda í stór-
skemmtilegum ævintýrum.
Mynd fyrir alla hressa krakka.
Sýnd með íslensku tali.
FRUMSÝNING
"Frábær unglingamynd með Kirsten
Dunst (Bring it on)
þar sem meðal annars máheyra lögin
To Be Free eftir Emilíönu Torrini og
Everytime með La Loy."
Sýnd kl.6, 8 og 10. Vit 268
www.sambioin.is
Kvikmyndir.is
ÚR SMIÐJU
LUC BESSON
KISS OF THE DRAGON
Sýnd kl. 8 og 10. B.i.16.Vit 257.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 251.
Þegar þú veist lykilorðið,
geturðu gert allt!
"Hættulegasti njósnari heims, Gabriel Shear (John Travolta), er ráðin af bandarísku
leyniþjónustunni CIA til að fá dæmdan tölvuhakkara til að brjótast inn og stela milljörð-
um US$ úr ríkissjóði. Frábær spennumynd framleidd af Joel Silver (Matrix) með brjálaðri
tónlist eftir DJ Paul Oakenfold (Ministry of Sound). P.s. Ekki missa af Halle Berry í
ógleymanlegu hlutverki!"
strik.is
SV MBL
kvikmyndir.is
Snorrabraut 37, sími 551 1384
FYRIR
1250 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Kvikmyndir.is
strik.is
Mögnuð stuðmynd í
nánast alla staði!
JET LI BRIDGET FONDA
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 6. Ísl tal. Vit 265.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Enskt tal. Vit 258.
Sýnd sunnudag kl. 2 og 4. ísl tal Sýnd sunnudag kl. 4 . Sýnd sunnudag kl. 2.
Tilboð tveir fyrir einn
Sýnd kl. 8.
HVERFISGÖTU 551 9000
Myndin sem manar þig í bíó
STÆRSTA bíóupplifun ársins er
hafin! Eruð þið tilbúin?
www.planetoftheapes.com
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
Mán kl. 5.30, 8 og 10.30.
Tvíhöfði/Hugleikur
Hausverk.is
USA TODAY
1/2
NY POST
Sýnd sunnud kl. 4.
Beint á toppinn í USA
Af hverju að stela
peningum þegar
þú getur gifst
þeim?
Frá leikstjóra Romy & MIchelle´s High
School kemur frábær gamanmynd
með frábærum leikurum.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10.
ÁSTIN LIGGUR Í
HÁRINU
Mögnuð kvikmyndaútfærsla á hinum vinsæla
söngleik. Stanslaus fullnæging og útrás!
Ótruleg upplifun!
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15.
Mán kl. 5.45, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 6 og 10.
FRUMSÝNING
HANDKLÆÐA
OFNAR
FJÖLBREYTT ÚRVAL
MARGAR STÆRÐIR
NOTALEG LAUSN
Á BAÐHERBERGIÐ
Ofnasmiðjan
Flatahrauni 13
220 Hafnarfirði
Leitið tilboða
hjá okkur.
Sími 555-6100 Fax 555-6110
Vígvellir
(The Killing
Fields)
D r a m a
Leikstjóri: Roland Joffe. Handrit:
Bruce Robinson. Aðalhlutverk.
Sam Waterson, Haing S. Ngor.
Bretland, 1984. Bergvík. (146 mín.)
Bönnuð innan 16 ára.
EIN af lykilmyndum níunda ára-
tugarins og hápunktur ferils
breska framleið-
andans Davids
Puttnam, Vígvell-
ir, er líklega
mörgum þeim sem
sáu hana á níunda
áratugnum enn í
fersku minni. Hún
lýsir því þegar
her Rauðu Kmer-
anna, undir stjórn
Pols Pot, náðu völdum í Kambódíu.
Í kjölfarið tók við hryllilegt tímabil
sem einkenndist af pólitískum of-
sóknum, fjöldamorðum og þjóð-
hreinsunum. Þannig lýsir sögusvið
myndarinnar út af fyrir sig
ógleymanlegum heimi og varpar
ljósi á viðburði heimssögunnar. En
um leið kynnumst við lífi og sér-
stæðu sambandi tveggja manna,
bandarísks blaðamanns og inn-
lends aðstoðarmanns hans. Það
sem eftir situr eru þó ekki örlög
mannanna tveggja heldur þjáning
þjóðar sem haldið var í helgreipum
árum saman undir oki Kmeranna.
Sígild kvikmynd.
Heiða Jóhannsdótt ir
MYNDBÖND
Þjáning
þjóðar
JAPANIR eru miklir unnendur
teiknimyndasagna. Í landi hinnar
rísandi sólar eru gefnar út mynda-
sögur um allt frá leiðbeiningum við
heimilisbókhald til
harðsvíraðra klámrita.
Flestar þessar
myndasögur eiga það
þó sameiginlegt að þær
eru gefnar út í síma-
skrárþykkum bókum og
að þær eru í langflest-
um tilfellum svart/
hvítar. Samkvæmt jap-
anskri hefð gefur þetta
lesandanum færi á að
lesa sögurnar mun
hraðar. Upplýsingarnar
sem berast til augans
eru ekki jafn flóknar og
ef um litmyndir væri að
ræða og því verður lest-
urinn mun skilvirkari.
Bandarískir og evr-
ópskir höfundar virðast
hafa séð möguleikana
sem þetta myndasögu-
form býður upp á. Á síð-
ari árum hafa heims-
þekktir höfundar á borð
við Frank Miller (Sin
City), Alan Moore
(From Hell) og Garry
Spencer Millidge
(Strangehaven) notfært
sér svart/hvítar myndir
í bækur sínar.
Einn er þó sá höfund-
ur í dag sem hefur gert
þetta litleysi að eins konar kenni-
marki sínu en það er Brian Michael
Bendis. Á stuttum ferli hefur hann
gefið út 4 bækur sem hann hefur
bæði teiknað og skrifað og byggjast
á þessu formi auk annarra verka í lit
sem hafa þá verið teiknuð af öðrum.
Sagan sem hér er til umfjöllunar,
Fire, var fyrsta bók Bendis og það
verður að segjast að betri gerast
byrjendaverkin varla. Lesandinn
fær að kynnast ungum manni sem
án nokkurs fyrirvara er boðið að
gerast njósnari fyrir Leyniþjónustu
Bandaríkjanna, CIA.
Boðberinn er stórglæsileg kona
sem sjálf er njósnari og hefur sitt-
hvað óhreint í pokahorninu í klass-
ískum „femme fatale“ stíl. Eftir al-
mennan vantrúnað og lögboðinn
fyrirvara á tilboðið slær piltur til og
gengst undir langt og strangt þjálf-
unarferli hjá leyniþjónust-
unni og er að lokum settur í
ýmis hulduverk hjá stofnun-
inni. Þegar lengra dregur fer
hann þó að átta sig á því að
ekki sé allt sem sýnist og að
hann sé bara lítið tannhjól í
risastórri svikamyllu. Eins
og í öllum góðum reyfurum
leiðir þetta til óhjákvæmilegs
lokauppgjörs þar sem nýju
ljósi er brugðið á söguna.
Fire byggir lauslega á
raunverulegum atburðum
sem gerðust í stjórnartíð Ro-
nalds Regans, Bandaríkja-
forseta, og hefur höfundur
augljóslega lagt nokkra
vinnu í upplýsingaöflun fyrir
skriftirnar. CIA átti á þeim
tíma í tilvistarkreppu þar
sem sumum fannst stofnunin
vera farin að fjarlægjast
hlutverk sitt með því að
leggja stöðugt meiri áherslu
á tæki og tól við njósnir (til
dæmis gervihnetti). Með því
gleymdust undirstöðurnar
sem eru njósnarar af holdi og
blóði sem eiga að komast inn
fyrir raðir óvinarins. Þetta er
kaldhæðnislegt í ljósi nýorð-
inna atburða í New York. Nú
er talað um að CIA hafi ger-
samlega brugðist skyldum
sínum og einmitt bent á tilfinnan-
lega vöntun hefðbundinna njósna
sem eiga að geta gefið upplýsingar
til að fyrirbyggja svona atburði. Það
er hins vegar alltaf auðvelt að vera
vitur eftir á eins og mýmörg dæmi
sjálfskipaðra Nostradamusar-túlk-
enda bera glöggt vitni.
Alþjóðleg njósnastarfsemi er
sóðalegur bransi eins og lesendur
Le Carré og viðlíkra höfunda ættu
að kannast við og ættu þeir hinir
sömu, ásamt þeim sem láta sig
leyndustu kima stjórnkerfisins ein-
hverju varða, að sökkva tönnunum í
þessa bók. Framreitt á svart/hvítu
realisma-beði með safaríku plott-
meðlæti.
Byggt á sannsöguleg-
um atburðum
Myndasaga vikunnar er Fire:
a spy graphic novel eftir Brian
Michael Bendis. Útgefið af image
comics, 2001. Bókin fæst í Nexus 6
á Hverfisgötu.
heimirs@mbl.is