Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 64

Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S v i ð s j á u m u m f j á r m á l i n www.bi.is Samkvæmt tillögunum verður skipt- ing sérgreina milli Hringbrautar og Fossvogs í meginatriðum þannig að í Fossvogi verða slysa- og bráðamót- taka, bæklunarskurðdeild, heila- og taugaskurðdeild, lýtalækningadeild, háls-, nef- og eyrnadeild, smitsjúk- dómadeild, lungnadeild, taugadeild, almenn lyflækningadeild og lítil barnadeild tengd sérgreinum. Á Hringbraut verða kvennadeild, barnadeild, geðdeild, þvagfæraskurð- deild, almenn skurðdeild, brjósthols- skurðdeild, augndeild, krabbameins- og blóðmeinadeild, hjartalyfjadeild, gigt- og nýrnasjúkdómadeild, almenn lyfjadeild og bráðamóttaka geð-, kvenna-, barna- og hjartasjúkdóma. Tillögurnar miða að því að finna bestu mögulegu lausn á skiptingunni með það að leiðarljósi að styrkja slysa- og bráðaþjónustu LSH og starfsemi einstakra sérgreina. Leit- ast er við að samþjöppun í starfsemi verði sem mest, sérgreinar verði sam- einaðar og að húsnæði og tækjabún- aður nýtist sem best. Þá kemur fram að flest svið þurfa að taka á sig nokkurt óhagræði með- an á framkvæmdum stendur og jafn- vel þarf að minnka starfsemi tíma- bundið í sumum sérgreinum til að auðvelda húsnæðisframkvæmdir og til að liðka fyrir flutningi deilda. Tímabundnir erfiðleikar verða á næsta ári Magnús Pétursson, forstjóri LSH, sagði að þessar tillögur hefðu verið ræddar ítarlega undanfarnar vikur og mánuði innan spítalans, við stjórnar- nefndina, í framkvæmdastjórninni og við sviðstjóra allra sviða spítalans. Um niðurstöðuna væri eins góð sátt og verið gæti, en auðvitað hefði það kostað nokkur átök að ná þessari sameiginlegu niðurstöðu. Það myndi kosta tímabundna erfiðleika á næsta ári að ná þessu fram. Byrðunum væri deilt niður eins jafnt og kostur væri, en meðal mikilvægra forsendna þess að áætlunin gengi eftir væri að nýr barnaspítali yrði tekinn í notkun á hausti komanda eftir rúmt ár. Magnús bætti því við að með þess- ari áætlun væri verið að taka næstu skrefin í sameiningu sjúkrahúsanna. Þarna væri verið að sameina sér- greinar og flytja þær á þá staði þar sem þeim væri best fyrir komið miðað við rekstur sjúkrahússins á þessum tveimur meginstöðum, í Fossvogi og á Hringbraut. „Það er ekki nokkur efi að það er faglegur og fjárhagslegur ávinningur af þessu og við nýtum bet- ur fagþekkingu, starfsfólk, tæki og aðstöðu sem spítalanum er búin.“ Sameiningu sérgreina LSH verði lokið í árslok 2002 STEFNT er að því að sameiningu sérgreina á Landspítala – háskólasjúkrahúsi verði að mestu lokið í árslok 2002 og voru tillögur framkvæmdastjórnar þar að lútandi samþykktar á fundi stjórnarnefndar spítalans nú í vikunni. ÁÆTLUN Flugleiða til Bandaríkj- anna er komin í samt horf eftir trufl- anir sem á því hafa orðið eftir hryðju- verkin í Bandaríkjunum á þriðjudaginn var. Í gær, laugardag, voru vélar á áætlun til fjögurra borga í Bandaríkjunum, New York, Boston, Baltimore og Minneapolis. Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að flogið yrði sam- kvæmt áætlun um helgina. Vélin sem hefði verið í Winnipeg hefði komið heim í gærmorgun frá Minneapolis eftir að hafa fengið heimild til að fljúga þangað og flug til Bandaríkj- anna ætti að vera komið í samt lag. Að vísu væru í gildi hertar öryggis- reglur og sjálfsagt tæki einhvern tíma að slípa þær til. Þess vegna ráð- legðu þeir farþegum að mæta með fyrra fallinu og koma svona tveimur til þremur klukkustundum fyrir brottför og gera ráð fyrir að hert ör- yggisgæsla geti tekið svolítinn tíma. Flug til Bandaríkjanna komið í eðlilegt horf Farþeg- ar mæti með fyrra fallinu ÁHRIF boðaðs verkfalls sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og sjálfseign- arstofnununum Grund og Ási í Hveragerði munu að mati Guðrúnar Gísladóttur, forstjóra Grundar, verða veruleg á starf stofnananna en lögboðin lágmarksmönnun sjúkra- liða mun þó gera þjónustu mögulega. „Við höfum séð það svartara en þetta, verkfallið hefur vissulega áhrif en við munum bregðast við þeim áhrifum með þeim undanþág- um sem við höfum,“ sagði Guðrún. „Það kemur mér hins vegar á óvart að aðeins skuli boðað verkfall hjá okkur og hjúkrunarheimilinu Ási en ekki öðrum séreignarstofnunum. Við getum ekkert samið fyrr en ríkið hefur lokið samningum, við verðum að koma í kjölfar ríkisins og semjum ekkert fyrr en þeir eru búnir að semja,“ sagði Guðrún. Sjúkraliðar eru í 14 stöðugildum á Grund en á þriðja hundrað starfsmanna starfar á dvalarheimilinu þar sem tæplega 250 vistmenn búa. Fyrsta verkfallið af þremur boð- uðum þriggja daga verkföllum sjúkraliða hefst 1. október, nema samningar takist. Milli 1.400 og 1.500 sjúkraliðar eru starfandi í landinu en verkfallið tæki til um 800 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. Áhrif boðaðs verkfalls sjúkraliða verða mikil Lágmarksmönnun verður á stofnunum MIKIL umferð fólks var í Skeiða- réttir og Tungnaréttir í gær, að sögn lögreglunnar á Selfossi, sér- staklega Skeiðaréttir, og voru tveir lögreglumenn þar við umferðar- stjórn fram að hádegi í gær. Réttað er sama daginn í rétt Flóa- og Skeiðamanna á Reykjum við Skálholtsveg og í Tungnarétt sem er skammt frá fossinum Faxa í Tungu- fljóti. Sagði lögreglan mikla umferð hafa verið um Selfoss í gær vegna réttanna og taldi lögreglan ekki frá- leitt að fleira fólk en fé væri í rétt- unum. Umferðin gekk áfallalaust. Fleira fólk en fé var í réttunum Fjölmennt í Skeiðaréttum TVÖ innbrot voru framin í Reykja- vík í fyrrinótt. Brotist var inn í fyr- irtæki í Ármúla og stolið þaðan pen- ingum og krítarkortum. Þá var farið inn í fyrirtæki á Ár- túnshöfða og stolið þaðan tveimur tölvum. Þjófarnir hafa ekki fundist og eru málin í rannsókn hjá lögreglu. Tvö innbrot í Reykjavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÍSLAND leikur listir sínar í stór- brotinni náttúrufegurð Náma- skarðs í Mývatnssveit. Náma- skarð er talið meðal svokallaðra jaðarsvæða, eða svæða sem eru utan hefðbundinna ferða- mannaleiða um Ísland. Guttinn á myndinni lét slíkar skilgrein- ingar ekkert á sig fá heldur gerði náttúruperluna að leik- svæði dagsins og tiplaði tindil- fættur yfir ljósa leirflákana. Enda þótt fagurt sé yfir að líta er þó það smáa tilkomumest; það sem er í nærmynd við fætur manns, en betra er að fara að öllu með gát. Tiplað á tánum Morgunblaðið/Rax

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.