Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 1
„VIÐ verðum að lýsa því yfir einum rómi, að við munum aldrei gefast upp fyrir hryðjuverkamönnum. Það verð- ur að draga hryðjuverkaríki til ábyrgðar og vísa þeim burt úr sam- félagi þjóðanna,“ sagði Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, í gær í tilfinningaþrunginni ræðu við upphaf vikulangrar umræðu á alls- herjarþingi SÞ um alþjóðlega hryðju- verkastarfsemi. Giuliani sagði, að nú væri enginn tími fyrir málþóf og tilgangslausar vangaveltur, vitnisburðurinn um skepnuskapinn og virðingarleysið fyrir lífi og limum fólks lægi grafinn undir rústum World Trade Center í aðeins þriggja km fjarlægð. Giuliani er fyrsti borgarstjórinn í New York í næstum hálfa öld, sem ávarpar þing SÞ, en hann hefur verið rómaður mjög fyrir frammistöðu sína eftir hryðjuverkin. Haft var eftir heimildum innan bresku stjórnarinnar í gær, að Tony Blair forsætisráðherra myndi í dag boða árásir á talibana, á vopnabúnað þeirra, birgðaleiðir, liðssafnað og búðir hryðjuverkamannsins Osama bin Ladens. Ekki er vitað hvenær af þeim verður en talið er, að þær séu yfirvofandi. Stjórn talibana í Afganistan til- kynnti í gær, að hún hefði fallist á að deila völdum með öldungum eða höfð- ingjum í þremur héruðum í sunnan- verðu landinu en það hefur ekki gerst áður síðan talibanar komust til valda fyrir sjö árum. Talið er, að með þessu séu þeir að reyna að vinna gegn vax- andi stuðningi við Mohammad Zahir Shah, fyrrverandi konung landsins. Tilkynnt var í Róm í gær, að kon- ungurinn og stjórnarandstaðan í Afg- anistan hefðu náð samkomulagi um að vinna saman að því að koma talib- anastjórninni frá. Er ætlunin meðal annars að endurreisa afganska stór- ráðið, sem öldum saman hefur verið sameiginlegur vettvangur allra þjóð- arbrota í landinu. Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, sagði í gær, að dagar talibana- stjórnarinnar væru líklega taldir enda gerði afstaða hennar til bin La- dens átök við Bandaríkjamenn óhjá- kvæmileg. George W. Bush forseti skoraði í gær á Bandaríkjaþing að veita stjórn- völdum aukið vald í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum, meðal annars til eftirlits og hlerana. Draga verður hryðju- verkaríki til ábyrgðar Haft eftir Tony Blair að árás á talibana sé óhjákvæmileg Sameinuðu þjóðunum, Washington. AP, AFP.  Ný stjórn/26 Reuters FYRSTU matvælasendingarnar til Afganistans eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum komu til Kabúl í gær. Myndin er frá búðum afganskra flóttamanna í Peshawar í Pakistan. Aðstoð við þá eykst dag frá degi. Matur fyrir flóttafólk 224. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 2. OKTÓBER 2001 AÐ MINNSTA kosti 31 maður lét lífið og 75 særðust þegar bílsp- rengja sprakk í gær fyrir utan þing- húsið í Srinagar í Kasmír. Hafa ein samtök íslamskra aðskilnaðarsinna gengist við hryðjuverkinu. Sprengingin skemmdi um 150 byggingar í nánd við þinghúsið en flestir hinna látnu voru óbreyttir borgarar, starfsmenn þingsins og lögreglumenn auk bílstjórans og tveggja annarra félaga í hreyfing- unni Jaish-e-Mohammed, sem að- setur hefur í Pakistan. Komust þeir inn í þinghúsið klæddir lögreglu- búningi en voru felldir eftir mikil átök. Tilræðinu var augljóslega beint gegn þingmönnum en svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi ekki vitað, að þingfundurinn hafði verið fluttur í annað hús. Mjög ófriðlegt hefur verið í Kasmír síðustu daga og meira en 90 manns fallið í átökum indverskra hermanna og múslima, sem berjast fyrir sjálfstæði héraðsins. Á rúmum 10 árum hafa meira en 35.000 manns látið lífið í þessum átökum. Atal Bihari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, sagði í gær, að hryðjuverkið væri örþrifaráð manna, sem vissu, að allur heim- urinn væri að snúast gegn þeim. Bandaríkjastjórn fordæmdi hryðju- verkið harðlega í gær og einnig stjórnvöld í Pakistan, sem sögðu það einnig vera tilræði við friðsamlega baráttu fyrir sjálfstæði Kasmírs. Reuters Slasaður maður á götunni fyrir framan þinghúsið í Srinagar. Rúmlega 30 manns týndu lífi í árásinni. Ódæðisverk í Kasmír kostaði tugi manna lífið Srinagar. AP, AFP. Bílsprenging ógnar vopnahléi Jerúsalem. AP, AFP. BÍLSPRENGJA sprakk í Jerúsal- em í gær en án þess að verða nokkr- um að fjörtjóni. Sprengingin grefur hins vegar enn frekar undan völtu vopnahléinu, sem nú hefur staðið í hálfan mánuð. Sprengingin, sem palestínsku Ji- had-samtökin segjast bera ábyrgð á, er sú fyrsta í Ísrael síðan Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lýsti yfir vopnahléi 18. september og talsmaður Ariels Sharons, forsætis- ráðherra Ísraels, sagði í gær, að hún sýndi lítinn áhuga Arafats á að binda enda á ofbeldið. Palestínumenn saka hins vegar Ísraela um stöðugar ögr- anir og benda á, að síðan 26. sept- ember, er þeir Arafat og Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, hittust, hafi þeir skotið til bana 19 Palestínumenn, þar af 12 nú um helgina. Ísraelska utan- ríkisráðuneytið neitaði því í gær, að Peres hefði sagt ísraelska hershöfðingjann Moshe Yahalon sækjast eftir lífi Arafats en því var haldið fram um helgina í blaðinu Yediot Aharonot. Fullyrt var, að aðeins hefði verið um að ræða vangaveltur blaðsins sjálfs. Bandaríkjastjórn lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandinu í Miðausturlöndum og krafðist þess, að Ísraelar og Palestínumenn ynnu af heilindum að því að koma á friði. Shimon Peres Hagsmuna- tengsl verði upplýst MEIRIHLUTI þingmanna á danska þinginu krefst þess, að öllum þingmönnum verði gert skylt að skýra opinberlega frá þeim atvinnu- og fjármálahags- munum, sem þeir hafi utan þings. Kom þetta fram í Jyl- lands-Posten í gær. Þessi krafa er lögð fram í kjöl- far mikilla umræðna og gagn- rýni á Mimi Jakobsen, leiðtoga miðdemókrata, en auk þing- mannsstarfsins er hún fram- kvæmdastjóri hjálparsamtak- anna Red Barnet. Er hún grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í því skyni að tryggja samtökunum fjárframlag upp á rúmlega tvo milljarða ísl. kr. Á þingi liggur raunar frammi listi yfir hagsmunatengsl þing- manna úti í samfélaginu en menn ráða því sjálfir hvort þeir eru á þessari skrá. Á henni eru 117 af 179 þingmönnum. Segja sumir, að hún sé atlaga að einka- lífinu, en Torben Ishøy, formað- ur dönsku deildarinnar innan Transparency International, sem fylgist með spillingu um all- an heim, er á öðru máli. Segir hann, að mikilvægast sé, að kjósendur geti áttað sig á hags- munatengslum þingmanna. Boða nýtt lífeyris- kerfi í Færeyjum FÆREYSKA landstjórnin styður tillögu um að almenna lífeyriskerf- inu verði breytt, að horfið verði frá gegnumstreymiskerfi og uppsöfnun- arkerfi tekið upp í staðinn. Sámal Petur í Grund, sem fer með vinnumarkaðsmál í landstjórninni, ætlar að leggja fram frumvarp þessa efnis fyrir októberlok að því er sagði í Jyllands-Posten í gær. Segir hann stefnt að því að vinnumarkaðurinn einn sjái um að fjármagna eftirlaun- in en þó er gert ráð fyrir þeirri sam- ábyrgð, að fólki, sem ekki hefur verið úti á vinnumarkaði, verði tryggð lág- markseftirlaun. Þetta nýja kerfi á að koma til í júlí á næsta ári og fyrsta árið verður skyldusparnaðurinn 2%. Síðan á hann að aukast um 1% á ári þar til 10% er náð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.