Morgunblaðið - 02.10.2001, Page 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Vegna þessa varð ekkert úr þeim
fyrirætlunum Jórvíkur að hefja
áætlunarflug til Vestmannaeyja í
gær og segir Einar Örn Einarsson,
rekstrarstjóri Jórvíkur, að tekju-
tap fyrirtækisins nemi einni til
tveimur milljónum króna vegna
þessa.
„Við sátum fund með samgöngu-
ráðherra í gær þar sem farið var
yfir stöðuna og hvaða lausn væri í
stöðunni. Það er unnið baki brotnu
niðri í Flugmálastjórn við að leysa
málið og starfsfólki þar er mikið í
mun að vinna hratt og vel. Það
mætir okkur bara velvilji þar og
við eigum von á að fá flugrekstr-
arleyfið eins fljótt og unnt er,“ seg-
ir Einar.
Aðspurður segir hann fjögur
sem fastur rekstrarkostnaður væri
viss upphæð á hverjum degi.
Tilkynnt um breyttar
reglur fyrir hálfu ári
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar, seg-
ir ástæðu þess að ekki tókst að
endurnýja flugrekstrarskírteini
flugfélagannna áður en nýjar regl-
ur um flugreksturinn tóku gildi
vera að flugfélögin hafi skilað
nauðsynlegum upplýsingum of
seint inn til Flugmálastjórnar. 28.
mars sl. tilkynnti Flugmálastjórn
með auglýsingu að reglur þessar
tækju gildi fyrir smærri flugrek-
endur 1. október og segir Flug-
málastjórn flugrekendum því hafa
verið kunnugt um breytingarnar í
um hálft ár.
Í fréttatilkynningu frá Flug-
málastjórn segir að 22. ágúst sl.
hafi stjórnendum fjögurra flug-
félaga verið sent bréf þar sem
minnt var á gildistöku reglnanna
en þar hafi einnig verið tekið fram
að ef tiltekin gögn bærust stofn-
uninni ekki fyrir 1. september ann-
ars vegar og 10. september hins
vegar, gæti Flugmálastjórn ekki
tryggt að hægt yrði að afgreiða
umsóknir í flugrekstrarskírteini
fyrir 1. október.
„Misjafnt var hvenær og hversu
fullnægjandi gögn bárust frá flug-
félögunum, en dæmi voru um að
upplýsingar bærust Flugmála-
stjórn um nýliðna helgi, eða rúm-
um sólarhring fyrir gildistöku
reglnanna. Önnur gögn höfðu bor-
ist fyrr þótt almennt hafi þau bor-
ist of seint,“ segir í fréttatilkynn-
ingu Flugmálastjórnar.
Íslandsflug til Eyja
Sautján farþegar voru bókaðir í
fyrsta flug Íslandsflugs til Vest-
mannaeyja í fyrsta flugi flugfélags-
ins sem farið var til Eyja í hádeg-
inu í gær.
Þessa vikuna mun Íslandsflug
sinna fluginu með skrúfuþotu af
gerðinni ATR-42 sem tekur tæp-
lega 50 í sæti. Um og upp úr næstu
helgi verður Dornier-flugvél hins
vegar notuð til flugsins en ráðgert
er að þriggja vikna stórskoðun á
henni, sem framkvæmd er í við-
haldsstöð Íslandsflugs, ljúki í viku-
lok.
Íslandsflug ráðgerir að fljúga
tvisvar á dag milli lands og Eyja
mánudaga, þriðjudaga, laugardaga
og sunnudaga, en þrjár ferðir mið-
vikudaga, fimmtudaga og föstu-
daga. Bókun í flugið er í höndum
afgreiðslu Flugfélags Íslands og
Flugfélags Vestmannaeyja í Eyjum
og fara farþegar sömuleiðis um
stöð Flugfélagsins á Reykjavíkur-
flugvelli.
Flugrekstrarskírteini fjögurra félaga felld úr gildi um mánaðamótin
Upplýsingar bárust of
seint til Flugmálastjórnar
Í GÆR var síðasti hefðbundni af-
greiðsludagur Hagkaups í Smára-
torgi í Kópavogi því verslunin er
að flytja sig um set yfir í Smára-
lind þar sem opnuð verður 10.000
fermetra verslun 10. október
næstkomandi.
Af þessu tilefni hefst í dag kl.
14 lagerútsala í verslun Hagkaups
á Smáratorgi. Vörur sem eftir
eru í versluninni verða seldar
með verulegum afslætti auk þess
sem vörur á lager verða seldar
með allt að 75% afslætti. 30% af-
sláttur verður veittur af matvöru,
40–70% af fatnaði og 40% af-
sláttur verður veittur af húsbún-
aði, raftækjum og leikföngum. Út-
sölunni lýkur á morgun.
Lagerútsala í
tilefni flutnings
VEITINGASTAÐURINN TGI
Friday’s í Smáralind hyggst bjóða
um eitt þúsund manns ókeypis
máltíð áður en staðurinn verður
opnaður formlega 10. október nk.
Friðjón Hólmbertsson, fram-
kvæmdastjóri og eigandi TGI
Friday’s á Íslandi, segir að þetta
sé nokkurs konar lokaæfing fyrir
veitingastaðinn, starfsfólk bæði í
sal og eldhúsi fái með þessu tæki-
færi til að æfa sig á því að veita
matargestum þjónustu áður en
staðurinn verður formlega opn-
aður. Móðurfyrirtækið í Banda-
ríkjunum gerir kröfu um að slíkt
sé gert áður en nýr staður er
opnaður.
Alls hafa sjötíu starfsmenn ver-
ið ráðnir til fyrirtækisins og hófst
þjálfun þeirra nú um helgina.
Þrettán manns komu frá höf-
uðstöðvum TGI Friday’s í Banda-
ríkjunum til að miðla af reynslu
sinni og kenna þeim réttu hand-
tökin.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Þær Katya Braginskaya og Rachel Greybar miðla starfsfólki TGI Friday’s af reynslu sinni.
Þúsund
manns boðið
í mat
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Glámu/
Kím:
„Í Morgunblaðinu hinn 19. sept-
ember sl. birtust svohljóðandi um-
mæli deildarstjóra umhverfisdeildar
Akureyrarbæjar um athugasemdir
Glámu/Kím arkitekta Laugavegi 164
ehf. við tillögu að deiliskipulagi
svæðis Háskólans á Akureyri á Sól-
borg:
,,Í gangi hefðu verið málaferli þar
sem Gláma/Kím arkitektar teldu sig
eiga höfundarrétt að öllum mann-
virkjum og skipulagi á þessu svæði.
Bjarni sagði að þar til niðurstaða
lögmanns bæjarins lægi fyrir væri
málið í hnút.“
Í tilefni af þessum ummælum þyk-
ir nauðsynlegt að koma eftirfarandi
á framfæri:
Einn liður athugasemda Glámu/
Kím arkitekta snýr að vernd höf-
undaréttar þeirra í samræmi við úr-
skurð héraðsdóms Reykjavíkur sem
staðfestur var í Hæstarétti Íslands
hinn 18. júní sl. Með þeim lið athuga-
semdanna er verið að vekja athygli á
þeim höfundarétti sem er þeirra, en
ekkert umfram það.
Gláma/Kím arkitektar vilja ekki
sitja undir ásökunum um að hafa
stefnt málinu í hnút því að þeir hafa
margoft lýst sig reiðubúna að koma
að breytingum á skipulaginu með
þarfir Háskólans á Akureyri í huga.“
Athugasemd frá Glámu/Kím
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá fyrrverandi
ábúendum Uppsala í Hvolhreppi
vegna kaupa og sölu á jörðinni:
„Í framhaldi af þeirri langvinnu
umræðu sem átt hefur sér stað vegna
kaupa okkar og síðar sölu á jörðinni
Uppsölum í Hvolhreppi finnum við
okkur knúna til þess að gefa frá okkur
eftirfarandi yfirlýsingu: Uppsalir í
Hvolhreppi eru föðurleifð okkar og á
þeirri jörð höfum við bræður búið alla
okkar tíð og þar á undan foreldrar
okkar og móðurforeldrar. Þar sem
okkur var mikið í mun að hafa um það
að segja hverjir tækju við jörðinni og
að við bræður hefðum afnot af bæn-
um og jörðinni eftir atvikum, nýttum
við okkur 38. grein jarðalaga og
keyptum jörðina. Við greiddum fyrir
hana uppgefið verð Ríkiskaupa í sam-
ræmi við reglur landbúnaðarráðu-
neytisins.
Síðar höfum við selt Ísólfi Gylfa
Pálmasyni jörðina. Þau kaup fóru
fram á fullkomlega eðlilegan og lög-
legan hátt og voru samþykkt í
hreppsnefnd Hvolhrepps, jarðanefnd
Rangárvallasýslu og í landbúnaðar-
ráðuneytinu. Það var og er vilji okkar
að landið verði nýtt af heimamanni
sem við þekkjum og treystum. Við
munum ekki tjá okkur frekar um mál-
ið í fjölmiðlum en teljum nauðsynlegt
að vilji okkar í málinu komi skýrt
fram.“
„Landið verði nýtt
af heimamanni“
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
sunnudaginn 30. september um
málefni Línu.Nets hf. vill Íslands-
banki koma eftirfarandi á fram-
færi:
„Lánsskilmálar sem vísað er til
í frétt Morgunblaðsins eru í raun
eldri drög að skilmálum vegna
lánsfjármögnunar Línu.Nets hf.
sem nú er í undirbúningi. Um
vinnuskjöl er að ræða og í þeim
gætir ónákvæmni í orðalagi sem
síðar hefur tekið breytingum.
Jafnframt skal það tekið fram að
ákvæði það úr drögunum sem er
meginefni fréttar Morgunblaðsins
hafði ekki verið borið undir stjórn-
endur Línu.Nets hf. eða fulltrúa
eigenda félagsins þar sem mikil-
vægir skilmálar við fjárfesta voru
enn ófrágengnir. Meðan á samn-
ingum um fjármögnun stendur
eru öll vinnuskjöl í tengslum við
fjármögnunina eðli málsins sam-
kvæmt trúnaðarmál m.a. vegna
þess að líklegt er að þau taki
breytingum í samningaferlinu. Er
því miður að trúnaðarupplýsingar
um málefni Línu.Nets hafi orðið
tilefni opinberrar umfjöllunar.“
Athugasemd frá
Íslandsbanka
áætlunarflug og fjögur til fimm
leiguflug hafa fallið niður. „Beint
tekjutap okkar hleypur á bilinu
einni til tveimur milljónum en það
þarf þó að vera ljóst að það er ekk-
ert stríðsástand hjá okkur, það eru
allir að reyna að gera sitt besta og
þegar svo er þá ganga hlutirnir.“
Jón Grétar Sigurðsson hjá Jór-
vík sagði flugfélagið þurfa meiri
tíma til að ganga inn í nýtt reglu-
gerðaumhverfi sem samevrópskar
flugreglur kalli á. „Við þurfum að
aðlagast því starfsumhverfi.Við
vorum búnir að fá frest til að
leggja fram gögn og vegna und-
irmönnunar hjá Flugmálastjórn
tókst ekki að yfirfara þau í tæka
tíð fyrir mánaðamót. Ég geng bara
út frá því að skírteinið verði gefið
til okkar og hinna flugfélaganna
sem eru í sömu sporum, ef það er
ekki stefna yfirvalda að gera útaf
við litlu flugfélögin,“ sagði Jón
Grétar.
Ásamt því sem flugrekstrarskír-
teini Jórvíkur rann út eru Mýflug
og Flugfélag Vestmannaeyja í
sömu stöðu, en þau flugfélög sjá
einnig um sjúkraflug á Vestfjörð-
um og í Vestmannaeyjum sam-
kvæmt samningi við ríkið. Und-
anþága er fyrir neyðarflugi svo
heimild hefur verið fyrir sjúkra-
flugi flugfélaganna.
„Við féllum bara á tíma með um-
sóknina okkar, nú erum við að
vinna í okkar málum og það geng-
ur vel,“ segir Valgeir Arnórsson
hjá Flugfélagi Vestmannaeyja að-
spurður um niðurfellingu flug-
rekstrarskírteinis félagsins. Flug-
félagið er með fjórar vélar í rekstri
og lá allt áætlunarflug þeirra niðri
í gær. Valgeir kvaðst ekki geta
sagt til um hver tekjumissir yrði
vegna þessa en það væri alltaf
slæmt að missa farþega auk þess
FLUGREKSTRARSKÍRTEINI flugfélaganna Jórvíkur, Mýflugs, Leigu-
flugs Ísleifs Ottesen og Flugfélags Vestmannaeyja féllu úr gildi aðfaranótt
mánudags þegar ný reglugerð um flugrekstur á Íslandi tók gildi. Reglugerð-
in, sem byggist á reglum frá Flugöryggissamtökum Evrópu, felur í sér stór-
breyttar vinnureglur sem m.a. miða að því að auka flugöryggi og gera eftirlit
markvissara og skilvirkara. Þetta hefur í för með sér að flugfélög þurfa að
gera breytingar á flugrekstrarhandbókum sem þau vinna eftir.